Þjóðviljinn - 02.10.1965, Blaðsíða 2
2 SlBA — ÞJÖÐVIIJTNN — Laugardagur 2. ofctóber 1965
Námskeii fyrír æskuleiðtoga
Islenzkir aðilar — 12 alls —
hafa nú í fjögur ár tekið þá+t
í svonefndri Cleveland-áaetlun
fyrir starfsmenn á sviði æsku-
lýðs- og barnaverndarmála íá
ensku The Council of In.ter-
national Programs for Youth
Leaders and Social Workers)
en þátttakendum frá ýmsum
þjóðum er árlega gefinn kost-
ur á að kynna sér slíka. starf-
semi vestan hafs. Var kynning-
arstarf þetta í upphafi einung-
is bundið við borgina Cleve-
land í Ohio, en síðan hafa
fleiri stórborgir gerzt aðilar að
þessu merka starfi.
Á þessu ári gefst tveimur
íslendingum kostur á að taka
þátt í námskeiðinu, sem stend-
ur í rúma fjóra mánuði (april
til ágúst-loka). Koma þeir ein-
Dfför GuÖmundar Yíl-
hjálmssonar í dag
Útför Guðmundar Vilhjálmr,-
sonar, fyrrver. framkvæmda-
stjóra Eimskipafélags Islands,
verður gerð í dag frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
Guðmundur Vilhjálmsson var
fæddur á bænum Undirvegg í
Keldukerfi i Norður-Þingeyjar-
sýslu 11. júní 1891 og voru for-
eldrar hans þau hjónin Vi!-
hjálmur Guðmundsson bóndi
þar og Helga Isaksdóttir. Guð-
mundur hóf kornungur störf
hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavfk og starfaði hjá því um
14 ára skeið. Hann var starfs-
maður Sambands íslenzkra
samvinnufélaga í Kaupmanna-
höfn á árunum 1915 til 1917,
erindreki Sambandsins i New
York 1917—1920 og setti á stofn
skrifstofu SlS í Leith 1920 og
veitti henni. síðan forstöðu til
ársins 1930.
Sumarið 1930 var Guðmund-
ur Vilhjálmsson ráðinn fram-
kvæmdastjóri Eimskipafélags Is-
lands. Tók hann við forstjóra-
starfinu 1. júní 1930 og gegndi
því æ síðan þar til hann lét
af störfum vegna aldurs fyrir
Guðmundur Vilhjálmsson
rúmum 3 árum, 1. júní 1962.
Guðmundur kom einnig mik-
ið við sögu Flugfélags Islands
og var formaður stjómar hluta-
félagsins frá árinu 1945 til
dauðadags. Hann var kvæntúr
Kristínu Thors, dóttur Thors
útgerðarmanns Jensens, og lifir
hún mann sinn.
ir til greina, sem era á aldr-
inum 21—40 ára, en umsækj-
endur skulu hafa gott vaJd á
enskri tungu, og hafa starfað
að æskulýðsmálum, leiðsögn
og leiðbeiningum fyrir ungl-
inga eða barnaverndarmálum.
Þeir, sem stunda skrifstofu-
störf í sambandi við þessi mál,
koma ekki til greina, he'ldur
aðeins þeir, sem era f beinni
snertingu við böm. og unglinga
í daglegum störfum sínum.
Þeir, sem notið hafa sérmennt-
unar í þessum efnum, verða
látnir ganga fyrir um styrk-
veitingu.
Námskeiðinu verður hagað
þannig að þátttakendur koma
allir saman í New York og
verða þar fyrst 3 daga til að
fræðast um einstök atriði nám-
skeiðsins og skoða borgina, en
síðan verður mönnum skipt
milli fimm borga Cleveland,
Chicago, Minneapoli-St. Paul
Philadephia og San Francisco.
Þar munu þeir sækja tvö há-
skólanámskeið, hvort á eftir
öðru, sem standa samtals sjö
vikur. Að því búnu mun hver
þátttakandi verða um 10 vikna
skeið sumarstarfsmaður amer-
ískrar stofnunar, sem hefur
æskulýðs- eða barnaverndar-
störf á dagskrá sinn, og mur"'
menn þá kynnast öllum hl"''
um bescara starfa vestan haf~
Um ínn amerfskar stofnanir
era aðilkr að þessum þætti
námsdvalarinnar.
Að endingu halda þátttak-
endur svo til Washington, þar
sem þeim gefst kostur á að
heimsækja sendiráð landa
sinna, ræða við starfsmenn ut-
anríkisráðuneytis Bandaríkja-
anna og aðra opinbera starfs-
menn og skoða borgina, áður
en heim er haldið.
Þeir, sem hafa hug á að
sækja um styrki þessa, era
Framhald á 9. síðu.
Rétt-
■
nefni
Fregnir herma að utanrík-
■ isráðherra Kínverja, Sén Jí,
hafi nýlega haft uppi næsta
| harkalegan munnsöfnuð á
blaðamannafundi. Þótt orð
■ hans kunni að vísu að hafa
; brenglazt eitthvað á langri
: leið, þurfa menn sízt að
undrast þótt forráðamenn rík-
■ is, sem voldugasta herveidi
| heims hefur reynt að kné-
| setja með ofbeldi allt frá
! stofnun þess, leggi ekki
mikla stund á þá list að
,,æpa eftir nótum." Hins veg-
ar er fróðlegt að &já hvernig
j Morgunblaðið bregzt við,
þegar ritstjórum þess finnst
Bandaríkjunum ekki hafa
; verið sýnd verðug kurteisi í
! orðavali austur í Peking; að-
j almálgagn íslenzku ríkis-
stjórnarinnar segir í forustu-
; grein í gær:
■
„Kínverjar færa sig sífellt
; meira upp á skaftið og eru
j síðustu ögranir þeirra gagn-
• var Bandaríkjamönnum glöggt
dæmi um það. Þeir virðast
; beinlínis vera að egna
Bandaríkin til árása. Það er
j því ekki ofmælt, að stríðs-
hættan í dag stafi fyrst og
• fremst frá Peking“.
Stríðshættan stafar semsé
af því að Kínverjar eru ekki
nógu kurteisir í umtali um
j þann innrásarher sem leiðir
j dauða og tortímingu yfir
grannríki Kína dag hvern.
; Bandaríkin hafa fulla ástæðu
L..............................
til að gera árás á Kína eftir
að hafa orðið að þola þvílík-
an munnsöfnuð; þeir menn
sem leyfa sér að deila í orði
á hið vestræna stórveldi
verðskulda ekkert annað en
vetnissprengju. Það er sann-
arlega ekki út í hött, að sú
forustugrein Morgunblaðsins
sem um þetta efni fjallár ber
fyrirsögnina „Brjálsemi“.
Mis-
skilningur
Blöðin skýrðu frá þvi í
gær að Dean Rusk utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna
hefði sent Emil Jónssyni ut-
anríkisráðherra íslands ást-
úðlegt bréf af því tilefn; að
„um þessar mundir“ er lið-
inn aldarfjórðungur síðan
bandarískur ræðismaður kom
til íslands fyrsta sinni.
Bandaríski ræðismaðurinn
kom hingað 24ða maí 1940,
og eru því meira en fjórir
mánuðir liðnir siðan það af-
mæli er um garð gengið. Hins
vegar kom fyrsti sendiherr-
ann 1 október j-1941, en síð-
an eru aðeins liðin 24 ár.
Annaðhvort virðisf banda-
ríski utanríkisráðherrann
hafa gleymt „stórafmæli"
ræðismannsins í vor eða hon-
um hefur skeikað um eitt ár
í útreikningnum á því hversu
langt er liðið síðan fyrsti
sendiherrann kom. Færi
raunar betur ef mistök banda-
riska utanríkisráðuneytisins
...............................■*:
væru engin alvarlegri en
þessi.
Engu að síður virðist ætl-
unin að gera þessi mistök að
tilefni nýrrar herferðar til
þess að auka „vinsseldir og
áhrif“ Bandaríkjanna hér
á landi. Vísir birtir í gær
hvorki meira né minna en
tvær Qg hálfa síðu, helgaðar
þessum aldaskilum í sögu
mannkynsins. Á einni síðu
eru myndir af öllum banda-
rískum sendiherrum sem hér
hafa dvalizt og æviatriði
þeirra, að ógleymdum ræðis-
manninum. Á , annarri síðu
er viðtal við núverandi sendi-
herra, James K. Penfield, á-
samt mynd sem sýnir hann
standa me^ upphafna andlits-
drættj við hlið störnufánans.
Og enn bætist við forastu-
grein sem er samfelldur lof-
söngur um samskipti Banda-
ríkjanna og fslands. og þar
minnist hið sama blað af
eðlilegum ástæðum sérstak-
lega á Marshallaðstoð og
mótvirðissjóð.
Síðan virðist ætlunin að
halda hátíðahöldum af þessu
kynlega tilefni áfram í ýms-
um myndum í marga daga
enn. Áróðursstofnun Banda-
ríkjanna hefur fengið heim-
ild til að koma upp geim-
ferðasýningu í húsakynnum
háskólans, og líður nú
skammt á milli þess að her-
námsfyrirtækj, fái skjól hjá
æðstu menntastofnun íslend-
inga. Síðan er sögð framund-
an sameiginleg fagnaðarhá-
tíð Bandaríkjamanna og fs-
lendinga til að hylla Leif
heppna, og hefur af því til-
efni verið komið upp mikilli
grjóthleðslu i skugga Hall-
grímskirkju. Hins vegar er
þessi Leifshylling sprottin af
misskilningi af hálfu Banda-
ríkjamanna, ekkj síður en
ræðismannsafmælið. Verðleik-
ar Leifs voru sem kunnugt
er ekk; þeir að finna Amer-
íku. heldur að týna henni
aftur — Austri.
Tékkneskir skartgripir;^ TZZ
mönnum og innfæddum. 1 Prag var nýlega opnuð ný
skartgripaverzlun, sem kölluð er Spegilveggurinn. og þaðan er
myndin. Perlufestin er frá Jablonec — og bak við torgið blasa
við fomir tumar Tyn-kirkjunnar.
Ákveðíð verð á vetrar-
síld veiddrí SY lands
Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftirfarandi lág-
marksverð á fersksild veiddri
við Suður- og Vesturland, þ.e.
frá Homafirði vestur um að
Rit, tímabilið 1. október 1965
til 28. febrúar 1966, að undan-
teknu verði á síld til vinnslu
í verksmiðjur, er gildir tima-
bilið 1. október til 31. desem-
ber 1966.
Síld til heilfrystingar, söltun-
ar, flökúnar og í niðursuðu-
verksmiðju, pr. kg. kr. 1.70
Verð þetta miðast við það
magn, er fer til vinnslu.
Vinnsltumagn telst innvegin
síld að frádregnu því magni,
er vinnslustöðvamar skila í
síldarverksmiðjur. Vinnslu-
stöðvamar skulu skila úrangs-
síld í síldarverksmiðjur selj-
endum að kostnaðarlausu, enda
fái seljendur hið auglýsta
bræðslusildarverð.
Þar sem ekki verður við
komið að halda afla þátanna
aðskildum í síldarmóttöku,
skal sýnishom gilda sem
grundvöllur fyrir hlutfalli milli
síldar til framangreindrar
vinnslu og síldar til bræðslu
milli báta innbyrðis.
Síld ísvarin til útflutnings i
skip, pr. kg. kr. 1.55.
Verð þetta miðast við inn-
vegið magn, þ.e. síldina upp
til hópa.
Síld til skepnufóðurs, pr. kg.
kr. 1.45.
Síld tii vinnslu í verksmiðju,
pr. kg. kr. 1.40.
Verðin era öll miðuð við, að
seljandi skili síldinni á flutn-
AuSir stélar á
allsherjarþingi
NEW YORK 29/9 — Mikill
meirihluti fulltrúanna á alls-
herjarþingi SÞ gekk af fundi
í dag þegar utanríkisráðherra
Suður-Afríku, dr. Hilgard Mu-
eller, tók til máls, og voru að-
eins fulltrúar 38 ríkja eftir í
þingsalnum,
ingstæki við hlið veiðiskips.
Seljandi skal skila síld til
bræðslu í verksmiðjuþró og
greiði kaupandi kr. 0.05 pr.
kg. í flutningsgjald frá skips-
hlið.
Síld afhent í flutningskip
frá veiðiskipi á Verðlagssvæð-
inu, skal verðlögð síðar á
verðlagstímiabilinu, komi til
slíkra flutninga.
Lágmarksverð það, sem þá
kann að verða ákveðið gildir
frá þvi að flutningar hefjast til
loka verðlagstímabilsins 31.
desember 1965.
Reykjavík, 30. sept. 1965.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Vetrarstarf
áhugaljosmynd-
ara að hefjast
Vetrarstarf Félags áhugaljós-
myndara er hafið fyrir nokkra.
Á fundum félagsins í veb.ir
verða að venju sýndar kvik-
myndir og litgeislamyndir og
auk þess verður reynt að fá
hæfa menn til að flytja er-
indi um ýmis efni, sem að
einhverju leyti snerta áhúga-
ljósmyndara.
Undanfarna vetur hafa fé-
lagsmenn á þennan hátt not-
ið margra stórfróðlegra erinda
um margvísleg efni, einkum þó
um ljósmyndun og um ýmsa
þætti náttúrafræðilegs efnis og
haga margar og góðar lit-
geislamyndir verið sýndar með
þessum erindum.
Myndasamkeppni meg verð-
launveitingum hefur verið
fastur liður í starfsemi félags-
ins og mun svo verða áfram.
1 vetur geta félagsmenn unnið
mörg verðlaun, þvf að mynda-
samkeppnin verður í fimm lið-
um. Þar verður keppt um
frjálst verkefnaval (tvö keppn-
istímabil), um landlagsmyndir
og andlitsmyndir. Þetha eiga
að vera svarthvítar myndir og
verðlaun era silfurbikarar og
bækur. Meðal verðlauna era
tveir stórir og fallegir bikar-
ar úr silfri, sem nú verður
keppt um í fyrsta skipti. Afga-
umboðið gefur annan þeirra,
en Haukar h.f. hafa gefið hinn.
Ennfremur verður keppni um
Mtgeislamyndir. Skulu það
vera íslienzkar landkynningar-
myndir. Verðlaun í þessari
keppni gefur Flugfélag íslands
og eru það flugferðir, bæði
innanlandsflug og utanferð.
Fyrírspurn
Skólastjórastaðan við Tónlist-
arskóla Kópavogs. sem styrk.tur
er af bæjarfélaginu, var auglýst
laus til umsóknar fyrir nokktv
um vikum síðan. Enda þótt um-
.sóknarfrestur hafi rannið út
fyrir hálfum öðram mánuði
hafa nöfn umsækjenda ekki
verið birt opinberlega eða hver
stöðuna hlaut. Vegna þess, að
sá orðrómur hefur komizt á
kreik, að við veitingu stöðunnar
hafi ekki nægjanlega verið tek-
ið tiiliit til menntunar eða
reynslu umsækjenda, væri æski-
legt að fá opinberlega upplýst.
hverjir umsækjendur vora og
hverjum staðan var veitt. enda
starfið auglýst opinberlega laust
til umsóknar.
Kópavogi, 27. september, 1965
Fjölnir Stefánsson.
Tilkynning
Mikill meirihluti hafnarverkamanna hefur með
undirskriftum ákveðið að vinna ekki á sunnudög-
um tímabilið frá 1. október til 1- maí n.k.
Samkvæmt þessari ákvörðun verður ekki unnið
við skipaafgreiðslu í Reyk.iavíkurhöfn á sunnu-
dögum fram til 1. maí 1966.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að
máli.
Stjórn verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Skrífstofur vornr
verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar
GUÐMUNDAR VILHJÁLMSSONAR, fyrrv.
framkvæmdastjóra, varaformanns Vinnuveitenda-
sambands íslands.
Vinnuveitendasamband íslands.