Þjóðviljinn - 03.10.1965, Side 2

Þjóðviljinn - 03.10.1965, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Suimudagwr 3. október 1065 i BiíreiBasigendur athugiB Ég undirritaður hefi keypt Bifreiðaverkstæðið Grensásvegi 18 hér í borg og mun framvegis reka það undir nafninu Bifreiðaverkstæðið KAMBÁS, Grensásvegi 18, sími 37534. Örvarr Kristjánsson. BifreiBaeigendur Tökum að okkur viðgerðir á flestum tegundum bifreiða, eihnig ventlaslípingar. Kappkostum að hafa sem bezta þjónustu. Bifreiðaverkstæðið KAMBÁS, Grensásvegi 18, sími 37534. Bifvélavirkjar athugið Vantar nú þegar tvo bifvélavirkja eða vana og laghenta menn. Bifreiðaverkstæðið KAMBÁS, Grensásvegi 18, sími 37534. LAUGARDALSVÖLLUR. Síðasti leikur ársins á Laugardalsvelli fer fram í dag kl. 3. Þá keppa til úrslita: Akranes—K.R. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 75,00. Stæði kr. 50,00, bamamiðar kr. 15,00. Komið og sjáið mest spennandi leik ársins. HVOR SIGRAR? Mótanefnd. Þ jóðda nsaf élagið hefur vetrarstarf * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Hefopnað lækningastofu að Suðurgötu 3, Reykjavík. Viðtalstími: Mánudaga — þriðjudaga — fimmtu- daga og föstudaga kl. 2—4 og á öðrum tímum eftir samkomulagi í síma 18181 eða 18184. Hörður Þorleifsson, augnlæknir. Þjóðdansafélag Reykjavíkur er nú að hefja 15. starfsár sitt. Félagið gengst nú, sem und- anfarin ár, fyrdr dansnámskeið- um fyrir almenning, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengraeru komnir. Kenndir eru bæði þjóð- dansar og gömlu dansarnir. Að- sókn að þessum vinsælu nám- skeiðum fer sívaxandi og kom- ust færri að en vildu síðastlið- ið haust. Allar horfur eru á að aðsókn verði ekki minni í vet- ur. Vinsældir þjóðdansanna má af því marka, að sumir þeirra eru nú þegar orðnir meðal vin- sælustu gömlu dansanna, og aðrir eru nú meðal tízkudansa ársins. Innan félagsins starfa sem fyrr, barna- og unglingaflokkar og sýningarflokkar. Barnaflokk- arnir hafa notið mikilla vin- sælda en þar fer flokkaskipting eftir aldri. Fá börnin þar góða undirstöðu fyrir hvers konar dansnám síðar meir. Starfsemi sýningarflokksins fer stöðugt vaxandi og starfar hann nú orðið allt árið um kring, en starfaði áður nær ein- göngu að vetrinum til. í sum- ar hafa verið sýningar að Ár- bæ og víðar fyrir erlenda skemmtiferðamenn og sjón- varpsmenn. Ennfremur fór 20 manna flokkur frá félagii;u í sýningarferð til Þýzkalands í júnL Ráðgert er að stór hópur frá félaginu fari til Danmerkur og fleiri Evrópulanda næsta sumar. Vegna hinnar fyrirhug- uðu utanfarar verður hin árlega vorsýning félagsins nokkru fyrr en venjulega eða í febrúar— marz. Á síðasta ári fjölgaði mjög styrktarfélögum Þjóðdansafé- lagsins og var Háskólabíó nær fullsetið á síðustu vorsýningu. 14. aðalfundur félagsins var vinsœlastir skarfgripir fóhannes skólavörðustíg 7 haldinn 31. maí sl. Núverandi stjóm félagsins er þannig skip- uð: Formaður Sverrir M. Sverr- isson, varaformaður Þorbjörn E. Jónsson, gjaldkeri Baldur Sveinsson, spjaldskrárritari Eð- varð Bjarnason, ritari Steinunn Ingimundardóttir. Sími félagsins er 1-25-07 og eru allar upplýsingar um starf- semi félagsins veittar þar. (Frá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur). Ný innflytjenda- lög samþykkt á þingi vestra WASHINGTON 1/10 — FuHtrúa- deild bandaríska þingsins sam- þykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða hina nýju innflytjendalöggjöf, en með henni er úr gildi fellt það fyr- irkomulag, að hver þjóð fái á- kveðna hlutfallstölu innflytj- enda. Johnson Bandaríkjafor- seti mun á sunnudag undirrita lögin við hátíðlega athöfn við fótstall frelsistyttunnar í New York. öldungadeildin hefur enn ekki formlega staðfest lög þessi, en fullvíst er, að það verður gert fljótlega. Smith hefur í hótunum SALISBURY 1/10 — Forsætis- ráðherra Rhódesíu, 1 Ian smith, sagði í sjónvarpsviðtali á föstu- dagskvöld, að hann telji, að lík- ur séu á því, að Rhódesía fái sjálfstæði með samningum við ensku stjómina. í viðtalinu hélt Smith því fram, að ef viðræð- ur hans við enska ráðamenn verði árangurslausar, muni stjóm Rhódesíu lýsa yfir sjálf- stæði. f Lundúnum er það haft fyrir satt, að Wilson muni lýsa því yfir við Smith, skýrt og skorinort, að Englendingar muni ekki veita Rhódesíu sjálfstæði nema með ýmsum skilyrðum. England cef’ar að sprengja neóanjarðar LAND OG LÝÐVELDI Síðara bindi af riti forsætisráðherra, dr. Bjama Benediktssonar. f síðara bindi ritsins, því seœ nú birtíst, er einkum fjallað um framsókn þjóðarinnar í landhelgismálinu, atvinnuhætti og efnahagslíf, íslenzkt þjóð- emi og menningarerfð, Reykjavík fyrr og nú, stjórnmálabaráttu, og loks er hér að finna ritgerðir og minningaþastti um nokkra af fremstu mönnum íslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Þá fylgir þessu bindi skrá yfir manna- nöfn, sem fyrir koma í báðtnn bindunum. Kemur í bókabúðir á mánudag. Almenna Bókafélagið LONDON 1/10 — Frá því var skýrt í gærkvöld 1 Lundúnum, að Englendingar muni innan skamms sprengja kjamorkú- sprengju neðanjarðar, sennilega í Nevada-eyðimörkinni. Harold Wilson, forsætisráðherra, mun væntanlega gefa skýrslu um málið, þegar er þing kemur saman á ný í lok þessa mán- aðar. Mikil hátiðahöid í Peking í gær PEKING 1/10 — Heir en hálf miljón manns tók þátt í hátíða- höldunum í Peking vegna þess, að 16 ár eru nú liðin frá því kommúnistar unnu sigur í borg- arastyrjöldinni. Um allt land var dagurinn haldinn hátíðleg- ur. í veizlu í gær llt Sjúenlæ, forsætisráðherra. svo, um mælt, að leiðtogar Kínverjá geri sér það fullkomlega ljóst, að enn sé mikið óunnig áður en landið sé eins sterkt og æskilegt sé. Það muni taka 20—30 ár að ná öllu því, seiin stefnt sé að. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.