Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVIUINN — Miðvikudagw? 6. október 19«£_ Otgefandi: Saxnemingarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm* afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19. SímJ 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Vinnulaun og Strákar er sem betur fer orðið sjaldgæft að verktaka- fyrir'tæki hliðri sér hjá því að greiða kaup sam- kvæmt samningum verkalýðsfélaga eða hyggist breyta launagreiðsluákvæðum þeirra að eigin geð- þótta. Þetta var algengt á æskudögum verkalýðs- félaganna, enda réttargrundvöllur þeirra á ýmsan hátt ómótaðri en nú er orðið. Nú mun þess vart dæmi að verktakar eða aðrir atvinnurekendur taki ekki kjarasamninga hlutaðeigandi verkalýðs- félaga með í reikninginn þegar áætlanir eru gerð- ar um stór verk og reikni kostnað sinn af vinnu- launum samkvæmt því. gitt slíkt dæmi hefur þó komið fyrir nýlega sem ef til vill hefur vakið meiri athygli en það hefði annars gert vegna þess hve framkvæmdin sem í hlut á er sérstæð, gerð jarðgangnanná gegnum Strákafjall. Þar hafa framkvæmdir tafizt og ekki verið unnið með þeim afköstum sem gert hafði verið ráð fyrir vegna þess að verktakinn vildi þeg- ar til kom ekki láta vinna á vöktum samfleytt með átta tíma vaktaskiptingu, ætti að greiða vinn- una samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Verka- mahnafélagsins Þróttar, og vir'tist hafa álitið að auðvelt yrði að semja um aðra tilhögun á launa- grjeiðslum. Sú tilhögun sem siglfirzkum verka- mönnum var fyrst boðin rýrir kaupið verulega frá ákvæðum kjarasamnings þeirra, um það bil þúsund krónur á viku, að því er formaður Verka- mannafélagsins Þróttar hefur skýrt frá. Að þessu hefur siglfirzkum verkamönnum verið ætlað að ganga, og þá sennilega haft í huga hversu alvar_ legt atvinnuástandið er þar nyrðra, og hefur sú rödd heyrzt frá Vinnuveitendasambandinu að ekki líti út fyrir að atvinnuleysi sé eins mikið og af er látið á Siglufirði fyrst verkamennirnir í Þrótti felldu tilboð um kaupskerðinguna. Öðru tilboði yerktakans, sem þýtt hefði 765 kr. lægra kaup á viku en tímakaup, svaraði Þróttur með tilboði um að unnið skyldi tvo mánuði á fullu tímakaupi en athugað á þeim tíma hvort aðilar fyndu sam- komulagsgrundvöll um ákvæðisvinnu. En því til- boði hafa verktakarnir ekki svarað. það er lausleg ágizkun að upphæðin sem á milli ber, miðað við allt verkið sem hugsað var til að ljúka á 10—12 mánuðum, nemi nálægt einni milj- ón króna. Engin minnsta sanngirni mælir með því að siglfirzkir verkamenn gefi þessa miljón af kaupi sínu, og slaki á ákvæðum nýgerðs kjara- samnings eins og verktakinn og Vinnuveitenda- sambandið virðast ætlast til. Og þó hér sé um ó- venjulegt mál að ræða, er þess full þörf að verka- lýðsfélögin séu vel á verði gegn slíkum tilraunum að skerða umsamin laun eða fara á einn eða ann- an hátt í kringum ákvæði kjarasamninga. Takist einstökum verktökum eða Vinnuveitendasam- bandinu að komast í gegn með slíkt á einum stað, er ekki ólíklegt að þessir aðilar reyndu að færa sig upp á skaftið, ekki sízt þar sem atvinnan er a' skornum skammti. Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði á þakkir skilið fyrir einbeitta afstöðu í '‘•essu máli. — s. MERKUM ÁFANGA NÁÐ MEÐ GÓÐ- UM STUDNINGI MARGRA ADILA ★ Nú er nær að fullu lokið þeim miklu breyting- um og gagngerðu endur- bótum, sem unnið hefur verið að í húsi Þjóðviljans að Skólavörðustíg 19 und- anfarin misseri og ár. Síð- asti áfangi þessara fram- kvæmda var smíði nýrrar, inndreginnar hæðar ofan á húsið í stað hinnar gömlu og úrsérgengnu og óhent- ugu rishæðar sem þar var fyrir. Er smíði nýju hæð- arinnar nú að heita má lokið og mestur hluti henn- ar hefur þegar verið tekinn í notkun. Þessa stóra áfanga í hús- byggingamálum samtaka ís- lenzkra sósíalista var minnzt á stuttum fundi framkvaemda- nefndar Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins í hinum nýju húsakynnum síð- degis á laugardaginn. eins og getið var í sunnudagsblaði Þjóðviljans. Auk framkvæmda- nefndar Sósialistaflokksins voru mættar á fundi þessum stjómir hlutafélagsins Mið- garðs, sem er eigandi Skóla- vörðustígs 19, og Prentsmiðju Þjóðviljans, svo og stjómar- menn Sósíalistafélags Reykja- víkur, Kvenfélags sósíalista og fleiri. Þrír áfangar Guðmundur Hjartarson, for- maður framkvæmdanefndar Sósíalistaflokksins, setti fund- inn og greindi í stuttu máli frá þeim framkvæmdum sem unnið hefur verig að í húsinu á Skólavörðustíg 19 á undan- fömum árum. Sú saga er orð- in alllöng, en framkvæmdum má skipta í þrjá aðaláfanga: í fyrsta lagi þurfti að gera stórfelldar breytingar á kjall- ara hússins og fyrstu hæð á árunum 1961 og 1962 vegna kaupa á hinni nýju rotation- prentvél Þjóðviljans og þeim búnaði öðrum sem pressunni er nauðsynlegur. f annan stað var svo unnið á siðasta ári og þessu að breytingum og endur- bótum á húsnæði ritstjómar á 2. hæð og loks smíði hinnar nýju hæðar, sem reist var í stað rishæðarinnar gömlu sem orðin var mjög léleg og óhént- ug til allra nota. Þessi nýja hæð er allstór, 160 fermetrar að gólffleti; þar eru 8 skrifstofuherbergi, auk snyrtiherbergis. Mikilsverð framlög Guðmundur Hjartarson sagði að þessum síðasta . áfanga hefði aldrei tekizt að ná. ef ekki hefði komið til mjög mik- il aðstoð og drjúg framlög frá mörgum aðilum, Þannig hefði t.d. Sósíalistafélag Reykjavík- ur lagt fram 50 þús. krónUr í þessu skynj og Kvenfélag sós- íalista hefði gefið 30 þús. kr- til þess að mála húsið utan. Hópur manna lagði fram mik- ilsverða sjálfboðaliðsvinnu. m. a. múrarar þegar lagt var í gólf í húsinu og trésmiðir við innréttingar. Þá gat Guðmund- ur sérstaklega ágætra starfa þeirra sem að framkvæmdun- um hefðu unnið, ekki hvað sízt þeirra Hólmars Magnús- sonar trésmiðs, Þorvaldar Kristmundssonar arkitekts, Jónasar Ásgrímssonar raf- virkjameistara og Guðmundar Magnússonar verkfræðings. Öll þau framlög, sagði Guð- mundur Hjartarson sem til húsbyggingarinnar hafa runn- ið, aðstoð margskonar, vinna, Fáeinir þeirra sem sóttu fundinn að Skólavörðustig 19 á Iaugardaginn. Frá vinstri: Guðmundur Vig- fússon, Guðmundur Hjartarson, Lúðvík Jósepsson, Steinþór Guðmundsson, Þorvaldur Kristmundsson, Ólafur H. Guðmundsson og Björn Bjarnason. —Ljósm. Þjóðv. A.K. '- < i Skólavörðustígur 19 áður cn gamla rishæðin var rifin. Skólavörðustígur 19 eftir breytingarnar. Mmfágh 11 efni og framlög í reiðu fé, nema samanlögð háum upp- hæðum. stórfé svo skiptir mörgum hundruðum þúsunda. Og þessi mikilsverðu framlög hafa gert framkvæmdirnar kleifar, orðið til þess að nú er húseignin Skólavörðustígur 19 allt önnur og verðmætarj eign en áður var. Öllum þeim mörgu, sem lagt hafa sinn skerf fra*” til byggingt’innar þa' k* ' Guðmundur Hjartarson, en sérstaklega þó Steinþóri Guðmundssyni, sem verið hefur formaður Miðgarðs h.f. frá stofnun félagsins fyrir aldarfjórðungi. IMcð ó- hugandj bjartsýni og þraut- Framhald á 9. siðu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.