Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVTLJIN N — Miðvikudagur 8. ototóber 1965, Glœpamenn i sféffabarátfu: MAFÍAN - VOPN AFTURHALDSINS Á iTALlU 10. júlí 1943 er mikilvægur dagur í sögu Heimsstyrjaldar- innar síðari: Þann dag ganga hersveitir Bandamanna á land á Sikiley, og „öðrum vígstöðv- unum“, sem svo lengi hefur verið beðið eftir, er nú loks á fót komið. Með þessum atburði hefst bók, sem mjög hefur ver- ið um rætt. Bókin er eftir Norman Lewls og fjallar um Mafiuna, glæpafélagið ítalska. Með því að láta bók sxna hefjast á landgöngunni á Sik- íley, minnir höfundur líka á það, sem er einn meginþráður bókarinnar: Frásagan um samvinnu Mafíunnar og banda- n'sku leyniþjónustunnar, CIA. A þvf getur enginn vafí leik- ið, að aðgerðir bandarisku iteyniþjónustunnar með ítalska glaepamenn að millíliðum, höfðu úrslitaþýðingu í bardaga þeím, sem háður var milli aft- urhalds og lýðraeðis á Sikiley eftir strið. Eyjan var frelsuð undan oki fasismans og það yar 7. bandariski herinn, sem framkvæmdi það, er Patton hershöfðíngi hefur nefnt „fljót- ásta leifturstríð sögunnar". Sá sigur var tæpur og nánast ærulaus: Raunverulegur sigur- vegari í orustunni um Sikiley var nefnilega Mafían. L fyrir Lucky Bandarisk skriðdrekadeild hefur með leynd komizt gegn- um víglínur fasistanna og heldur af skyndingu að bæn- um Villalba. Yfir fremsta Skriðdrekanum blaktir gulur fáni skrýddur svörtum bókstaf — bókstafnum L. Á torginu í Villalba ná skriðdrekarnir sambandi við gildvaxinn borgarbúa, sem ber einnig samskonar fána. Hann stígur upp í einn skriðdrekann ’ og er í mesta flýti fluttur til ■. .............................<s> ^ t f — Það er engin furða, að Eng- lendingar drekka ekki kaffi — annað eins kaffi og þeir drekka. bandarísku aðalstöðvanna. Þessi gildvaxni farþegi heit- ir Don Calogero Vizzini, og er borgarstjóri í Villalba. Auk þess virðulega embættis gegn- ir hann einnig öðru þýðingar- meira. Hann er nefnilega ó- krýndur konungur Mafíunnar! L á gula fánanum þýðir dul- málsorðið „Lucky‘“. Það er nafn sem heima í Bandarikj- unum vekur ugg og óhugnað; nafnið á verndarengli þessara aðgerða, nafnið á glæpakóngin- um Lucky Luciano . .. Glæpakóngur Salvatore Lucky Luciano — óhugnanlegur maður úr tmdir- heimum Bándaríkjanna. Með- an á stríðinu stendur er hann settur í steininn til þess að af- plána 50 ára fangelsisdóm. Og nú er hann allt í einu orðinn þáttiakandi í hernaðaráætlun- um Pattons um innrás á Sikil- ey. Þessi samvmna er að sjálf- sögðu algert hernaðarleyndar- mál. Fyrir bragðið er það lít- ið sem síast út. En slík sam- vinna virðist hvergi nærri neitt undarlfeg í dag, þegar við þekkjum til afskipta banda- rísku leyniþjónustunnar á Kúbu, Guatemala og fjöl- mörgum löndum öðrum, þar sem stöðva skal lýðræðislega þróun. öldungadeildarþingmaðurinn Ester Kefauver var þó nógu barnalegur til þess að líta á málið sem yfirmaður glæpa- máladeildar öldungadeij'dar- innar. Lucky Luciano var nefnilega látinn laus þegar eftir stríð og að sjálfsögðu áratugum áður en fangelsis- tími hans væri á enda runn- inn. Dewey landstjóri, maður- inn sem undirritað hafði náð- unartilskipunina, vildi hins- vegar ekki bera vitni í mál- inu, og rannsóknin rann út í sandinn. Svo mikið kom 'pó fram í dagsljósið, að háttsett- ur embættismaður leyniþjón- ustunnar, Haffenden að nafni, var milligöngumaður við náð- un glæpakonungsins. Samvinnan milii Mafíunnar og bandaríska hersins kom þannig glæpakonunginum að göðu haidi. Fátækir íbúarSik- ileyjar eiga hinsvegar enn þann dag í dag um sárt að binda, vegna þessarar sömu samvinnu. Úr ösku í eld Það glæpaveldi. sem fylgdi i kjölfar bandaríska hersins, var litlu betra en fasistastjórn- in. Hér er ástæða til þess að útrýma í eitt skipti fyrir öíl hugmyndinni um Mafíuna sem andfasistasamtök. Um þetta efni farast Lewis svo orð: „Það var óhjákvæmilegt, að til árekstra kæmi með Musso- lini og Mafíunni, en báðir að- ilar virðast hafa vanmetið styxkleika hins. Don Calogero og hinir forsjá'Hi Mafíuforingj- ar voru ekki einu Sikileyjarbú- arnir, sem höfðu talið það hyggilegt að baktryggja sig með því að gefa fé í sjóði fas- ismans ...” Og annars staðar segir Lewis: „... í byrjun hafði Don Calogero verið í vafa um þr.ð, hvernig snúast skyldi gegn Mussolíni. Ha.in var að því leytinu gagnlegur, að hann lofaði að brjóta á bak aftur sóerfalisrrann. En þegar hann fór ?ð hafa orð á þvf að stjóma með fastri hendi, bá þóttust Mafiuleiðtogarnir mið- ur öruggir. Svo sem í öryggis- skini, en án nokkurrar hrifn- ingar, lét Don Calogero af hendi drjúgan skilding til þess að kosta hergönguna tíl Róm- ar . . .” Mafían snerist þá fyrst gegn Mussolini, er hann tók að vega að henn-ar eigin valdaað- stöðu. Hinsvegar var hann gagnlegur í baráttunni gegn sósíaj'ismanum. Þyrnir í auga Mafían varð snemma heims- valdasinnanum Mussolini þyrn- ir í auga. En Sikiley er ekki það sama og Italia. „Nýrikir“ fasistarnir stóðu vanrnáttugir frammi fyrir aldagömlum yf- irráðum Mafíunnar. 1 kongulóarvef sínum sátu nú Mafíuleiðtogarnir hinir þolinmóðustu og biðu þess, að fasistaríkið hryndi til grunna. Þegar innrásin skall svo að lokum yfir eyna, var Mafían reiðubúin til þess að taka við. Samvinnan við bandaríska herinn reyndist með ágætum, Kristilegi demókrataflokkurinn á ltalíu hefur jat'nan frá stofn- um sinni verið í nánum tengsl- um við mafíuna. Sá forustu- maður flokksins sem þar hefur helzt komið við sögu er Gius- eppe Pella sem lengi var inn- anrikisráðherra og varð þá al- ræmdur fyrir ofsóknir sínar gegn verkalýðshreyfingunni jafnframt því sem hann héit hlífiskiidi yfir glæpamönnum mafíunnar. og allstaðar fól herinn Maff- unni allt framkvæmdavald. Hvar sem Bandaríkjamenn komu var skipt á fasistum og Mafíumönnum. Innan stundar sátu menn Don Calogerosar sem borgarstjórar um eyna þvera og endilanga. Mafíu- flokkamir voru þegar búnir bandarískum vopnum — enda voru þeir i augum Bandaríkja- manna sannir bandamenn og andfasistar! Sú aðstaða, sem Mafían fékk nú, gaf henni tækifæri til þess og skipuleggja svartamarkað, sem sjaldan hefur átt sinn líkan. Bókstaflega öll verzlun með lífsnauðsynjar fór í gegn- um þessa Mafíuhít. Þessi ó- hugnanlega blóðsvga þúsunda munna lagðist á fátækan al- menning eyjarinnar og sat sem fastast. Svartamarkaðurinn var auðs- uppspretta Mafíimnar, en beinn árangur samvinnunnar við Bandaríkjamenn yar póli- tískt vald. Vesturvéltíin voru ekki síður en. Mafían uggandi vegna þeirrar vinstri hreyf- ingar, sem fór yfir ítaliu alla. Þar voru þau innílega sam- mála (ornum aðli gózeigenda á Kirk junnar menn voru einnig í slagtogi við Mafíuna, þótt ekki sé þess getiö, að þeir hafi bætt móraiinn svo teljandi væri. Munjkarnir hér á myndinni eru úr klaustri einu í Messina og myndin er tekin árið 19B2: Guðsmennimir voru þá dregnir fyrir rétt, sakaðir um morð og fjárkúgun, auk ann- arra minni afbrota. Við fyrstu málsmeðferð voru munkarnir sýknaðir á þeim forsendum, að rétt væri frá skýrt þegar þeir sögðust hafa verið þvjngaðir til þess að fremja afbrotin. Síðar tókst þó á- kæruvaldinu að fá máiið tekið upp að nýju, og munkamir hiutu þá þrettán ára fangelsi. Sikiley — mönaum, sem ótt- uðust landbúnaðarumbætur á- líka mikið og Mafían verka- lýðshreyfinguna. Þessi sameig- inlegi ótti við allt lýðræði leiddi til þess, að komið var á fót skilnaðarflókki. Ef nauð- synlegt væri viidu þessir ad- ilar afturhaldsins á Sikiley slíta eyna úr tengslum við It- alíu. Sikiley yrði þá annað- hvort konungsriki, ensk ný- lenda eða 49. fylki Bandaríkj- anna! Þessi sfðasta fyrirætlan hljómar kannski furðulega, en það voru vissulega blákaldar staðreyndir bak við þann draum. Fátæktin á eynni héfði leitt til þess, áð meir en tvær miljónir Sikileyjarbúa bjuggu nú í Bandaríkjunum. Fimmtán hundraðsh'lutar bandaríska innrásarlíðsins á eynni voru ættaðir frá Sikiley í fyrsta og annan ættlið. Með tilliti til þeirrar valdaaðstöðu, sem Bandaríkin höfðu veitt Mafí- unni á eynni, var það sízt að furða, að hún hefði djarfar á- ætlanir á prjónunum . .. Vestræn stefna Samvinna Vesturveldanna við Mafíuna og skilnaðarhreyfing- una á eynni á sér sinar her- fræðilegu skýringar. Um það atriði farast Norman Lewis svo orð: „Á því gctur enginn vafi leikið, að Vesturveldin studdu skilnaðarhreyfinguna, minnsta kosti nokkra hríð, og þá með tilliti til hernaðarástands, sem enn var harla óljóst. Þar að auki bentu skýrslur leyniþjón- ustunnar viðvíkjandi hinum endurskipulagaða kommúnista- flokki til þess, að hann yrði sennilega hinn öflugasti í V- Evrópu. Ef samvinna tækist með sósíaldemókrötum og kommiínistum, væru þcssir flokkar í sameiningu færir um að taka völdin í sínar hendur, Nokkrir vcstrænir stjórnmála- sérfræðingar sögðu það bein- um orðum, að ef Italía tæki nú upp á því að stíga eitthvert risaskref tii vinstri, gæti það verið einkar þægileg tilhugsun að vita Sikiley, með þessiim prýðiiegu flotahöfnum, i á- reiðanlegum höndum. Það cr einkar ósenniiegt, að það muni nnkkurn tíma firnast fyrir því ákveðnar sannanir, að samn- ingurinn, sem gerður var fj-r- ir milligöngu Lucky Lucianos ha.fi haft að geyma loforð ur- fullan stuðning við skiir.aðar hreyfinguna (og þar með vit Mafíuna). Þessu hefur þö þrá- faidiega verið baltífð fram f blöðum bæði á Italíu og Sikii- ey. Fín sambönd Starfsmenn bandarísku leyni- þjónusitunnar, CIA, skrifa sjaldan endurminningar sínar. Þvi er al.lt að mestu hulið um þátt þeirra í þessum leik. Hinsvegar leikur ekki minnsti vaFi á þeirri nánu samvinnu, sem átti sér stað milll Mafíu- manna beggja vegna Atlanz- hafsins og aðalborinna vina þeirra í flokki skilnaðarmanna. Það er engin tilviljun, að næsti nágranni Don Calogeros á Palermóhótelinu þar sem hann bjó, hét — Lucky Luci- anö. Síðar kemur fram á sjón- arsviðið annar ekki síður hátt- settur bándarískur glaépamað- ur, Nick Gentile, sem þá er nýkominn heim til fæðingar- borgar sinnar, Raffadili. Hann nær þegar ágætri samvinnu við bandarfsku herstjómina á staðnum. Lewis notar tilvitn- anir í sjálfsævisögu Gentiles, sem út kom úrið 1963, til þess að lýsa þessu nánar: „Maður gat sagt,, að Monroe höfuðs- maður og ég höfum myndað embættismannakerfi og yfir- 'stjórn fyrir all't svæðið“. Fvrir óheppni komast Eng- lendingarnir í spilið, og þessir tveir herramenn lenda í svart- holinu. Gentile sleppur þó fljótlega út aftur. Hann tekur upp á ný satnvinnu sína við herinn og nú er hann „hækk- aður í tign“, næsti verndar- engill hans er ekki höfuðsmað- urheldur ofursti, Max Brod að nafnil Brod ofursti hefur einnig góð sambönd, en vill þau fínni. Nú grátbiður hann Gent- ile um að nota fortöluhæfi- leika sína til þess að koma sér í mjúkinn hjá — Umbertó konungi II. af Ita.Iíu! Nick Gentile er orðinn konunglegur hirð-glæpamaður... Glæpahirð .......Hægriflokkarnir höfðu gert sig seka um sálfræðileg mistök“, segir Lewis. „Þjóðar- atkvæðagreiðsla skyldi gera út um örlög Umbertós konungs II. og konungssinnar gengu til kosninga undir kjörorðinu: „Sá sem greiðir lýðveldími at- kvæði kýs komanún.ismann". Kjörorðið verkaði eins og boomerang, því um þe.ssar mundir var Don Calogero Vizz- ini sjálfur orðinn lýðveldis- :inni og kristilegur demókrati ■ . Mafíuleiðtoginn gamli bar bersýnilega gott skynbragð , á stjómmál: Hann fann það á sér, að konungsættin ætti sfr ekki viðreisnar von, og bezt að forða sér úr þeim herbúðum, áður en það væri orðið um seinan. Nick Gentile er hins- vegar konungshollustan sjálfj og býður fúslega aðstoð sína og vina sinna úr frímúrara- rgglunni“. ... „Nokkru síðar fékk hann og stórmeistarinn áheym hjá Umbertó. Konungur bað Gent- ile um stuðning Mafíunnar við „síðasta glæsisigur Savoien- ættarinnar.‘‘ ,>Við áttum einkar innilegar samræður saman”, segir Nick Gentile, ,,og þegar ég sagði honum, að allir Sikileyj- arbúar stæðu einhuga með honum, var hann mjög hrærð- ur ...“ ---- Frestur til 8. þ.m. að sækja um námsstyrki Menntastofnun Bandarikj- anna á Islandi, Fulbright-stofn- unin, hefur beðið Þjóðviljann að minna á, að fresturinn tíl að sækja um náms- og ferða- styrki fyrir árið 1966—’67 er útrunninn 8. október n.k. — Styrkir þessir eru veittir ts- lendingum, sem þegar hafa lokið háskölaprófi og hyggja á frskara nám við bandaríska háskóla á skólaárinu 1966—’67. Umsækjendur um. styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa lokið há- skólaprófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandaríkjanna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu látnir gan.ga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er, að umsatkj-' endur hafi gott vald á enskri tungu. Þeim, sem sjálfir kunna að' hafa a.flað sér násmvistar .yjð bandariskan háskóla, er bent á sérstaka ferðastyrki sem stofn- unin mun, auglýsa til umsókn- ar f aprílmánuði næsta árs. Enn eitt dráttar- vélarslysið Enn eitt dráttarvélaslysið vijdi til um eittleytið á sunnudaginn þegar dráttarvél valt á þjóðveg- inum í nánd við eyðibýlið Geir- hildjxrgarða í öxnadál. Ökumað- urinn var Gísli Jónsson, bóndi frá næsta bæ, Engimýri í Öxna- dal. Varð hann undir' dráttarvél- inni og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og liggur þar nú. Reyndist hann talsvert marinn og brákaður en ekki talinn hættulega slasaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.