Þjóðviljinn - 15.10.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1965.
60 ÁRA AFMÆLIS VERZLUNAR-
SKÓLA ÍSLANDS MINNZT I DAG
Um þessar mundir eru Iiðin 60 ár síðan Verzlunarskóli Islands tók til starfa. I tilefni afmælisins
mun skólanefnd og skólastjóri hafa móttöku í hátíðasal skólans í dag, föstudag, kl. 5—7 síðdegis.
Væntir stjórn skólans þess. að nemendur og kennarar, fyrrverandi og núverandi, svo og aðrir vel*
unnarar hans sýnj honum þann sóma að líta inn við þetta tækifæri. Mun þá mönnum gefast kost-
ur á að skoða nýja skólahúsið. 1 tilefni 60 ára afmælis Verzlunarskólans hefur formaður skóla-
nefndar Magnús J. Brynjólffsson, ritað efftirfara ndi grein.
Nú, um miðjan október, eru
60 ár liðin, síðan kennsla hófst
við Verzlunarskóla Islands.
Fyrst var skólinn tveggja v'etia
skóli, auk undirbúningsdeildar.
Brautskráðust fyrstu nemend-
umir árið 1907, samtals 10, 8
piltar og 2 stúlkur.
Síðan hefur skólinn verið að
stækka og eflast jafnt og bétt.
Árið 1926 er hann gerður að
árið 1933—1934 eru nemendur
orðnir samtals 267. Árið 1935
var námið lengt um eitt ’ár,
skólinn gerður að fjögurra ára
skóla, auk undirbúningsdeildar.
Lærdómsdeild skólans tók til
starfa árið 1943. Voru fyrstu
stúdentamir brautskráðir árið
1945.
Nemendafjöldinn hefur nú
árum saman verið eins mikill
starfa nú 32 kennarar, þar af
16 fastráðnir, að skólastjóra
meðtöldum.
Allt frá 1950 var húsnæðis-
skortur farinn að há mjög
skólanum. Fjársöfnun til nýrr-
ar skólabyggingar fór fram ár-
ið 1958. Árið 1960 hófust fram-
kvæmdir við nýja skólabygg-
ingu á lóð skólans að Grund-
arstíg 24. Lóðin öll er 1396 fer-
YerzlunÁirskólahúsiö nýja, séð frá Þingholtsstræti. — Ljósm. Þjóöv. A.K,
þriggja ára skóla, auk undir-
búningsdeildar (kvölddeildar).
Skólaárið 1930—1931, síðasta ár-
ið sem skólinn var að Vestur-
-SötuJ.0. var tala nemenda orð-
in 119. Enn var mikilvægum á-
fanga náð, er skólinn fluttist í
húsið að Grundarstíg 24. Skóla-
Qg húsrúm framast leyfir. Við
upphaf þess skólaárs, sem nú
er að líða, voru skráðir nem-
endur 527. þar af 34 á sex
mánaða námskeiði í hagnýtum
verzlunar- óg 'skriístöfugreiri-
um, sem sérstaklega er ætlað
gagnfræðingum. Við skólann
-------------------------------------*
Ekki
von á góðu
Hræsninni eru lítil takmörk
sett í opinberum umræðum á
fslandi. í stjómmálayfirlýs-
ingu þeirri sem Bjami Bene-
diktsson las á þingi í fyrra-
dag til þess að 'gefa í skyn
að ríkisstjómin hefði tekið
miklUm og góðum stakka-
skiptumvið brotthlaup Gunn-
ars Thoroddsens og Guðmund-
ar f. Guðmundssonar var m.
a. komizt svo að orði; „Rikis-
stjómin mun eftir því sem
frekast gefst færi til halda
áfram að vinna að viður-
kenningu annarra rikja á
rétti fslands til lándgmnns-
ins alls“
Þegar lögin um vísindalega
friðun fiskimiða landgrunns-
ins voru sett 1948 fólst í
þeim einhliða yfirlýsing al-
þingis um yfirráð íslendinga
yfir landgrunninu öllu; fiski-
miðin yfir landgrunninu voru
talin íslenzk innanríkismál.
f þessari einhliða yfirlýsingu
fslendinga var að sjálfsögðu
ekki fólgin viðurkenning ann-
arra. heldur einsettu lands-
menn sér að sækja rétt sinn
í áföngum eftir því sem færi
gæfist. Þessi Jandgrunnsyfir-
lýsing var síðan forsenda
þess að landhelgin var stækk-
uð í 4 mílur 1952 og í 12
mílur 1958 með einhliða á-
kvörðunum okkar.
En hlutur núverandi ríkis-
stjómar er sá einn að hún
seldj frumburðarrétt lands-
manna fyrir baunadisk; yfir-
lýsingin frá 1948 um einhliða
rétt íslendinga til land-
grunnsins alls var afturköll-
uð með samningj við brezku
stjómina 1961. í samningi
þessum lýsti ríkisstjómin yf-
ir því að öll frek'ari stækk-
un landhelginnar skyldj háð
samningum við Breta og ef
ágreiningur yrði skyldj hann
lagðurundir úrskurð alþjóða-
dómstólsins. Með þessum
samningj var lýst yfir því
aðsá hluti landgrunnsins sem
er utan 12 mílna værj al-
þjóðlegt hafsvæði, sameigin-
legt hagsmunasvæði fslend-
inga, Breta og fjölmargra
annarra þjóða; ekki^ íslenzkt
innanríkismál heldur við-
fangsefni alþjóðadómstóls. f
stað þess að ríkisstjórnin
ynni að viðurkenningu ann-
arra ríkja á óskoruðum rétti
okkar, lét hún í té viður-
kenningu sína á óskoruðum
rétti þeirra.
Felist eitthvað annað en al-
mennt orðagjálfur í hinni
nýju yfirlýsingu um að
ríkisstjómin muni „halda á-
fram að vinna“ að landhelg-
ismálinu á sama hátt og
1961, mega landsmenn búast
við nýjum ótíðindum
— Austri.
metrar. Fóru um 500 fermetrar
af henni undir nýja skólahúsið,
sem stendur við Þingholisstræti
og Hellusund.
Um áramót 1960—61 var ný-
byggingin orðin fokheld. Varð
þá að gera hlé á verkinu vegna
fjárskorts. En árið 1962 var aft-
■ ur hafizt handa. Var efri hæð-
in, 4 rúmgóðar kennslustofur
og kennarastofan, tekin í uot-
kun þá um haustið.
Samkomusalurinn, sem er á
neðri hæð hússins, tæpir 488
fermetrar að flatarmáli, var
tekin í notkun árið 1963. Full-
búinn mátti hann heita vorið
1964. Gat skólauppsögn þá far-
ið fram þar. Var það í fyrsta
skipti frá upphafi, að slík at-
höfn gat farið fram í húsnæði
skólans sjálfs.
Eigi varð hjá því komizt að
nota nokkum hluta af sam-
komusalnum fyrir bekkiar-
kennslu og námskeið. Var fær-
anlegt hlióðeinangrað skilrúm
svonefnt „Hansaskilrúm" sett í
norðurenda salarins. Myndast
þannig hólf, sem daglega lt
notað sem venjuleg kennslu-
stofa.
Nyrzt f húsinu er kaffistofa
fyrir kennara, eldhús og mið-
stöðvarklefi. I kennslustofunum
uppi eru venjulegir miðstöðvar-
ofnar, en í salnum er hitablást-
ur og loftræstingarkerfi. í suð-
urenda salarins er dálítið, jpp-
hækkað leiksvið. Undir því er
kjallari. Liggur hringstigi af
sviðinu niður á hann. I kjall-
aranum eru briú búningsher-
bergi, snyrtiklefi og klefi fvrir
loftræstingarvél. Þar er einnig
geymsla fyrir stóla úr salnum,
ef þeim þarf að kippa burt. A.ð
austanverðu. á neðri hæð, eru
skólabúðin fatageymslur, snyrti-
herbergi o.fl. Hátalarakerfi
tengir saman gamla og nýia
húsið.
öli nýbyggingin er 3833 nim-
metrar. Kostnaðarverð með ö!l-
um húsbúnaði er um það bil
kr. 7.400.600.00. Er þá ekki tsl-
inn með kostnaður við 25—27
bflastseði, sem nam rúml. kr
242.000.00.
Húsameistari var Þór Sand-
holt. skólastjóri.
Mörgum stofnunum og ein-
staklingum á skólinn þakkir »ð
gialda fvrir ýmis konar hjá'p
og stuðning við byggingu nýja
skólahússins. Hér skal þó að-
eins nefna tvær stofnanir, sem
mest og bezt hafa stutt skól-
ann með lánum og annarri fyr-
irgreiðslu: Lífeyrissjóð verzlun-
armanna og Verzlunarbanka fs-
lands. En mörgum öðrum, bæði
opinb. stjómarvöldum, ýmsum
stofnunum og einstaklingum vili
skólinn við þetta tækifæri flytja
alúðarþakkir fyrir margvísleg-
an stuðning í orði og verki. Það
er þessum ágætu aðilum fyrst
og fremst að þakka, að Verzl-
unarskóli íslands á nú á sex-
tugsafmælinu við rýmri og
fullkomnari húsakynni að búa
en nokkru sinni fyrr. Nú í sum-
ar hafa einnig miklar umbætur
verið gerðar á lóð skólans,
einkum með gerð bflastæðanna.
Verzlunarskólinn er sjálfs-
eignarstofnun undir vemd og
yfirstjóm Verzlunarráðs Isl. Er
búið að ganga frá til fulls öll-
um formsatriðum, sem þar að
lúta.
Á sfðustu árum hefur kennslu-
véla-kostur skólans verið auk-
inn stórum. Er lögð áherzla á
að fylgjast með nýjungum á
sviði verzlunarfræðslunnar.
Nemendur fá fræðslu í vélbók-
haldi, öðlast leikni í meðferð
reiknivéla og ýmissa annarra
skrifstofuyéla.
Nýja skólahúsið táknar nýjan
og betri grundvöll fyrir árang-
ursríka kennslu. Hið nýja
skólahús Verzlunarskóla Islands
er því merkilegur áfangi í þró-
un verzlunarmenntunar á landi
hér.
Mikils er um vert, hve nem-
endur skólans, fyrr og síðar,
hafa sýnt honum mikla ræktar-
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
skólastjóri 1931—1953
r-
kL&ýJi
m
Dr. Jón Gíslason.
skólastjóri síðan 1953
semi og hollustu. Hafa þeir
jafnan borið hag skólans fyrir
brjósti og viljað veg hans sem
mestan í hvívetna. Oft hafa
þeir fært honum góðar gjafir,
bæði fjárupphæðir til húsbygg-
ingar og annarra þarfa,
kennslutæki, listaverk o.s.frv.
Félagslíf í skólanum hefur
jafnan staðið með miklum
blóma og verið merkur áttur
skólalífsins. Á þeim vettvangi
hafa ýmsir hlotið nokkra æf-
ingu í félagsmálastörfum, ræðu-
mennsku, kosningabaráttu o.s.
frv.
Langflestir nemendur skólans
Framhald á 9. síðu.
Ti! sængurgjafa
Mikið af fallegum ungbamafatnaði.
R.Ó. búðin
Skaftahlíð 28. — Sími 34925.
Lausar stöður
Stöður tveggja eftirlits- og viðgerðamanm við lög-
gildingarstofuna í Reykjavík, eru lausar til um-
sóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. — Umsóknarfrestur til 20. október
1965.
v Löggildingarstofan,
Skipholti 17, Reykjavík.
HúsnæBi óskast
Viljum taka á leigu ca. 250 fermetra húsnæði fyr-
ir skrifstofur og verkstæði. — Þarf að vera til-
búið 1. maí 1966.
Löggildingarstofan,
Skipholti 17, Reykjavik.
Þvottabalar
Þvottakistur
Rus/afátur
Hafnarstræti 21. — Sími 1-33-36.
Suðurlandsbraut 32. — Sími 3-87-75.
Hafnarfjörður—
Verkamenn
Olíustöðin í Hafnarfirði h.f. óskar eftir að
ráða nokkra verkamenn.
Upplýsingar í síma 50057.
LÖGTÖK
Að undangengnum úrskurði í dag verða lögtök
látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað
gjaldenda en á ábyrgð ríkiss'jóðs að átta dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir ó-
greiddum almannatryggingaiðgjöldum, slysa- líf-
eyris- og atvinnuleysistryggingaiðgjöldum, fram-
lögum sveitarsjóða til Tryggingastofnunar ríkis-
ins og atvinnuleysistryggingasjóðs, tekju- og
eignaskatti, launaskatti, söluskatti, hundaskatti,
sýsluvegasjóðsgjaldi, bifreiðaskatti, bifreiðaskoð-
unargjaldi, vátryggingargjaldi ökumanns, skemmt-
anaskatti, gjaldi af innlendum tollvörutegundum,
útflutningssjóðsgjaldi, skipulagsg’jaldi, skipaskoð-
unargjaldi, vélaeftirlitsgjaldi, rafstöðvagjaldi, fjall-
skilasjóðsgjaldi og öllum gj öldum vegna lög-
skráðra sjómanna, sem gjaldfallin eru hér í um-
dæminu.
Hafnarfirði, 8. október 1965,
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, — BJÖRN SVEINBJÖRNSSON.
(SETTUR).
I