Þjóðviljinn - 15.10.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.10.1965, Blaðsíða 10
IQ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1965. KERLINGA SAGA EFTIR MARIU LANG Tobías, þótt harm ætti að duga. ■ Þekkirðu Tobías? Það er gamall og glúrinn sakamálalögregluþ.iónn sem veit flest um flest. Meðan við höfum hann á okkar snær- um ættum við að standa uppúr. Segðu mér nú málavöxtu í stór- um dráttum .... Og Leó sagði honum allt af létta um hringekjuakstur og ameríuarf og erfðaskrá og engi- ferskaramellur. Loks bað hann: — Þið flýtið ykkur vonandi eins mikið og þið getið? — Ertu hræddur um að líkin gufi upp? — Nei. En að þau breytist kannski. — Breytist? — Úr tveimur líkum — í þrjú. Hann lagði tólið á og hrasaði aftur um handhekluðu brúnu töskuna, sem stóð upp við vegg- inn undir fatahenginu. Hver átti hana? Hann hafði tekið eftir henni fyrr um daginn. Þegar hann lyfti henni upp mundi hann það. Lovísa og Henning í biðröðinni fyrir framan sælgætisborð Eng- quists. Kviklegt og áfergjulegt lát- bragð hennar. þegar hún tróð karamellunum niður í töskuna og stríðnislegt bros bróðurson- arins. í >Og seinna. Lovísa og Magn- hildur á grasflötinni bakv'ð tívólítjaldið. Skrjáfið. begar beinaberir fingur rótuðu í pok- anum. Það var erfiðara en hann hafði gert sér i huearlund að komast niður í svona kvenveski. Það var rykk* saman að ofan og í hliðun- um dingluðu silkisnúrur. Því meira herptist taskan saman að ofan. bangað til hann hitti loks á réttu handtökin og gat skim- að niður í litla pokann. Hann var fóðraður með sama brún- og hvítmvnstraða efninu og hafði verið í kjól Lovísu — var bað smekkvísi eða aðeins veniuleg sparsemi Lovísu? — og þar baf mest á kryppluðum. opnum karamellupoka. sem að hálfu var fylltur af ferhymdum kara- mellum, vöfðum í smjöpappír. Leó Berggren velti því fyrir sér hvort hann ætti meðlögreglu- lúku sinni að draga upp eina karamellu án þess að eyðileggja hugsanleg sönnunargögn. en hann hætti við það. vegna þess að hann vissi hreint ekki hvemig hann ætti að bera sig að. Hvem- ig er það rannsakað hvort kara- mella sé eitruð? Að minnsta kosti ekki með því að sleikja hana. 16 Hárqreiðslan Hárgrelðslu- og snvrtlstofa Ste’rríi o? Hódó lö rXI hæ^ flvfta) StMI fi P E R IVl A Hárgreiðslu os snyrtlstofa í-arðsenda 21 SÍMl '1S-9-6P D O M D R Hárgreiðsla við allra næfi TJARNARSTOFAN riamargötu 10 Vonarstrætls megin — Siml 14-6-62 Hórsreiðslustofa Austurbæiar Maris Cíuðmundsdóttli Laugavegi 13 slmt 14-6-5S Nuddstnfan »t á sama stað Það var mjög hljótt í íbúðinni. Gegnum dymar að stofunni sá hann glugga og gegnum hann sást í eitt linditréð á torginu, inn- rammað af bronslitum silki- gluggatjöldum. Þá datt honum enn í hug. Úr þeim glugga hafði Magnhildur Bengtsson haft ágætt útsýni yfir það sem átti sér stað hjá sælgætisborði Engquists. Engquist. já. Hann kiknaði í hnjáliðunum við tilhugsunina um hvaða reginskyssu hann var í þann veginn að gera eða hefði ef til vill þegar gert .... Vegna þess að hann hafði einhverra hluta vegna þá hugmynd að þarna væri um að ræða morð að yfirlögðu ráði. En ef nú .... Að hugsa sér. ef um væri að i ræða miklu víðtækara ólán, en hann hafði látið sér til hugar koma? Héma stóð hann og sóaði tímanum í vangaveltur meðan engiferskaramellurnar frá Eng- quist dreifðust um allan bæinn, ia um alla sveitina. Sjaldan höfðu Skógabúar séð Berggren lögregluþjón flýta sér eins ofboöslega Hann flaug útúr apótekarahúsinu, sagði Olivía Petrén og að tóma karamellj- borðinu. bar sem eigandinn var að tína saman föggur sínar eftir erfiðan en happasælan dag, og hann veifaði óhriálegri kven- tösku framan í iitia manninn. — Engiferkaramellurnar! hróp- aöi hann Hvem fiandann hef- urðu haft í engiferkaramellun- um? — Já, góði. sagði gamli maður- inn og tók ekkert eftir geðs- hræringu hans. Það vildirðu vfst giaman vita. Það eru reyndar vmsir fieiri en bú sem ríidu horga vel fvrir að ná í eitthhvað af uppskriftunum hans Eng- auists. En ég gæti mfn. Ekki einu sinni st.elpumar heima nafa hugmynd um þær. Leó kyngdi munnvatni áður en hann hélt áfram. — Hefurðn selt mikið af oess- um karamellum með engifer- bragði ? — O. það get ég nú varla sagt. Það eru ekki allir sem kunna að meta þær, bragðið er dálítið sér- stakt. Eiginlega er það eina teg- undin- sem ekki hefur selzt upp. ég hef þær héma einhvers stað- ar. þú vilt kannski fá þér bragð? Hann rótaði í kössum undir borðinu og kom upp með öskju með karamellum vöfðum í smjör- pappír, sem Leó sýndist /era nákvæmlega eins og þær sem hann hafði séð í tösku Lovísu. — Þökk fyrir, mig langar ekKi í! Manstu hvort fröken Bengts- son frá Bengtsnesi kom hingað og keypti af þeim? Engquist pírði augum framan í hann. — Það er hefð, það veit ég. Það gerir hún á hverjum einasta markaðsdegi. Hún kann að minnsta kosti að meta þær. — Já. sagði Leó. Til allrar ó- gæfu gerði hún það. — Ögæfu? Hvemig þá? Hvað ertu eiginlega að fara? Leó laut fram til að orð hans bærust ekki til næmra eymanna á Ölivíu Petrén. — Hún kunni svo vel að meta þær, að hún át sex eða sjö stykki og þar áður hafði hún gefið systur sinni tvær. Og eftir bað urðu báðar konurnar fárveikar. Flestir aðrir karamellugerðar- menn hefðu fölnað og farið að titra. En ekki Engquist. — Veikar? Af karamellunum mínum? Þvættingur! Og að svo mæltu reif hann pappírinn utanaf ferhymdri. gimilegri karamellu og stakk henni upp í sig. Leó Berggren horfði eins og dáleiddur á hvem- ig hann saug og smjattaði, með- an hann tautaði hneyksiaður: — Annars hefur önnur dóttirmín góflað í sig að minnsta kosti tólf stykkjum í dag og henni hefur ekki orðið meint af þvi. Jæia, hvað segirðu um það? Já, hvað gat hann sagt? Að hann væri þrátt fyrir allt feginn því að Engquist hefði ekki dreift ótölulegum grúa af eitruðum karamellum um bæinn? Eða að við þetta hefði málið orðið enn flóknara? Fyrir utan apótekið kom hann að Clöru og Vincent Flood í há- væmm samræðum, sem virtust snúast um ullarpeysu. — Ég verð ekki nema nokkrar mínútur, sagði Clara. En ég verð að sækja körfuna mína og peys- una. Það hafði dregið úr golunni en það var að kvölda og kólna og guli bómullarkjóllinn hennar þurfti viðbótarhlýju í formi jakka eða peysu. Vincent horfði reiðilega á hana. en svo hýrnaði yfir honum og þegar hann hló, varð hann eins og annar maður. glaðlegur og geðugur. — Gleymdu fyrir alla muni ekki snarihattinum! Ég bíð hérna. En bláu augun skiptu aftur um svip, þegar hann kom auga á brúna kvenveskið í hendi lög- regluþjónsins. Clara varð vör 'nð undrun hans og hrópaði stein- hissa: — Leó þó, ertu búinn að stela veskinu hennar Lovísu, sem hún skilur aldrei við sig? Þá er hún varla með sjálfri sér. — Nei. það er hún reyndar ekki. Hún er .... ég er hræddur um að hún sé .... Frísklegt, útitekið andlitið á Clöru varð gult eins og kjóllinn. — Þá var hún veik .. ? Þarna niðri á Gleðibakka. Og ég sem var svo andstyggileg við hana og sagði að .... að .... Þegar Leó var kominn inn í stofu Soffíu Sjöberg skömmu síðar. hugsaði hann með sér að þessi viðbrögð væru einkennandi fyrir þennan ömurlega markaðs- dag. Bæði dauðsföllin höfðu vek- ið sektarkenndir. Ingvar, sem reyndar var enn ófundinn. taldi víst að hann hefði getað komið í veg fyrir dauða Ellenar, Henn- Skipholti 21 simor 21190-21185 * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 CHERRY BLOSSOM PADAWAX er gjörbylting í skódburöi BLAÐADREIFINC Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnames I. — Blönduhlíð — Drápu- hlíð — Sigtún — Sogamýri — Múlahverfi. KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast til að bera blaðið til kaupenda í Kópavogi. Hringið í síma: 40319. Sími 17 500 RDBIGLER Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTIG 20 SIMI 17373 Akureyrí! Akureyrí! Unglingar óskast til að bera blaðið til kaup- enda á Akureyri. — Upplýsingar hjá Aðal- steini Þórarinssyni, Hafnarstræti 96 eða á skrifstofu Verkamannsins, Brekkugötu 5, sími 11516 ÞJÓÐVILJINN SKIPATRYGGINGAR á vörum í flutnlngl ái eigum skipverja Heimistrygging hentar yður Ábyrgðar ilílafryggðngar TRYSGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI . SURETY

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.