Þjóðviljinn - 15.10.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1965, Blaðsíða 3
FSstudagur 15. október 1965 — ÞJÓBVELJINN — SlÐA 3 Meirihluti Svía hlynntur norrænu varnarbandalagi STOKKHÓLjMI 14/10 —< Það kemur fram við skoðana- könnun, að greinilegur meirihluti sænsku þjóðarinnar er hlynntur hugmyndinni um vamarbandalag Norðurlanda. 60% þeirra, sem spurðir voru, tóku jákvæða afstöðu, 20% voru bandalaginu andvígir, en 20% höfðu enn ekki mynd- að sér skoðun um málið. Það var í dag, sem þessar niðurstöður voru birtar, en Sænska skoðanakönmmin, SIFO, hefur framkvæmt rannsóknina. Það er athyglisvert við þetta, að rannsóknin var framkvæmd í ágúst — með öðrum orðum alllöngu áður en hófust umræð- ur um stofnun norræns varnar- bandalags. 1.300 manns. í sambandi við þessa rann- sókn hafa 1.300 menn verið spurðir um álit sitt á þessum Gonguferð um hrmingeiminn WASHTNGTON 14/10 — Bandarískir visindamenn fyr- irhuga „gönguferð4* f himin- geimnum í jan. eða febrúar næsta ár, og er ætlunin að hún standi í um það bál hálí- tíma. Frá þessu var skýrt í gær S aðalstöðvum banda- rísku geimrannsóknastöðv- arinuar, Situr í Póllandi VARSJÁ 14/10 — Giuseppi Saragat, forseti ítalíu, kom í dag í opinbera heimsókn til Póllands. Með honum eru í för ráðherra sá er fer með utanríkisviðskipti, Bemardo Mattarella, og varautanríkis- ráðherrann Ferdinando Storchi. Gervihnettir enn MOSKVU OG WASHING- TON 14/10 Sovézkir vísinda- menn skutu í dag á loft öðr- um gerváhnetti sínum af sömu gerð og Molnija 1. Bandariskir vísindamenn skutn einnig gervihnetti á loft frá Vandenbergstöðinni í Kalifomíu. 500 spamaðar- tillögur SAS STOKKIIÓLMI 14/10 — Karl Nilsson, forstjóri SAS, stað- festi það á fimmtudag, að hagnaður félagsins á síðasta reikningsári hafi verið nær 600 miljónir króna. Er þetta álíka mikið og árið áður. Forstjórinn kvaðst í þessu sambandi vera bjartsýnn á framtíðina og skýrði frá því, að meir en 500 sparnaðartil- lögur séu nú til athugunar hjá fyrirtækinu! EBE tapar BRUSSEL 14/10 — Verzlun- arjöfnuður Efnahagsbanda- ’lags Evrópu verður óhagstæð- ari með hverjum mánuðin- um, sem líður. Þetta kemur fram í skýrslu, sem gefin var út í Brussel í dag. 1 sumar var um nokkra hríð verzlun- arjöfnnðurinn hagstæður, en hefur nú sigið í sama far. málum; þeir eru úr öllum landshlutum og valdir meS það fyrir augum, að niðurstaðan geti sýnt sem gleggsta mynd af þjóðarviljanum. Mennirnir voru spurðir þesarar spurningar: „Þegar þér hugsið um samvinnu Svíþjóðar við Noreg og Dan- mörk, hafið þér þá nokkuð á móti því, að samvinnan sé auk- in, svo að hún feli einnig í sér samvinnu á sviði utanríkis- og vamarmála?" Aldurshópar. Þeim, er spurðir voru, var skipt í aldursflokka og kom x ljós, að það voru hinir yngstu, fólk á aldrinum 15 til 25 ára, sem mestan áhuga höfðu á því að komið væri á fót slíku vamarbandalagi og hér umræð- ir. Meðal eftirlaunafólks var hinsvegar allt upp í 30 af hundr. aði hinna spurðu andvígir hug- myndinni. Hvað þjóðfélagsað- Smith svarar Wilson SADLISBtTRY 14/10 — Rhódes- íustjórn varð á fimmtudag sam- mála um svar það er hún ætlar að senda við tillögu ensku stjómarinnar um að önnur heimsveldislönd taki þátt í við- ræðunum um framtíð Rhódesíu. Ian Smith, forsætisráðherra, skýrði frá þessu eftir fjögurra klukkustunda ráðuneytisfund, og kvað svarið mundu sent Harold Wilson síðar um kvöld- ið. Hann neitaði hinsvegar að segja nokkuð um það, hvert væri inntakið í svari Rhódesíu- stjórnar. stöðu snertir kom það í ljós, að jákvæðasta afstöðu gagnvart hugmyndinni tóku þeir, sem voru í því sem félagsfræðing- arnir nefndu þjóðfélagshóp nr. 1: Þ.e.a.s. fólk með hæstar tekj- urnar. í þeim hópi voru þrír af hverjum fjórum hlynntir varn- arbandalaginu. Einnig var skoð- anamismunur nokkur eftir landshlutum: Þannig voru það menn frá Stokkhólmi og Skáni, sem hlynntastir voru norrænni varnarmálasamvinnu. Stjórnar- kreppa í Bonn? BONN 14/10 — Viðræðurnar milli Kristilegra demókrata og Frjálsra demókrata um stjórn- armyndun í Vestur-Þýzkalandi virtust á fimmtudagskvöld að því komnar að fara út um þúf- ur. Bein orsök erfiðleikanna er yfirlýsing Ludwig Erharts, kanzlara, þess efnis, að hann og flokkur hans geti ekki fallizt á það, að Frjálsir demókratar fái að hafa nokkur afskipti af ut- anríkismálum. Þetta ætti aftur að hafa það í för með sér, að Erich Mende, sem er leiðtogi Frjálsra demókrata, geti ekki á- fram gegnt ráðherraembætti sínu, en hann hefur farið með mál er varða Austur-Þýzkaland, eða Þjóðverja alla, eins og það er gjarnan orðað. Lange viðurkennir ágreining um Nató Súkarnó. Aidit stjórnar nú aðgerðum DJAKARTA 14/10 — Málgagn indónesíska hersins skýrir svo frá í dag, að það sé D. N. Aidit, sem stjórni andspyrnunni gegn indónesíska hernum á Jövu. Kommúnistaflokkur Indónesíu telur um þrjár miljónir manns, og er Aidit leiðtogi hans. Segir í málgagni hersins,. að Aidit hafi flogið til Djakarta á Jövu þann 2. október sl., daginn eftir að uppreisnartilraunin hafi ver- ið bæld niður, en sé nú aftur tekinn til við að skipuleggja ó- löglega starfsemi. ÓSLÓ 14/10 — Halvard Lange, I fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lét svo um mælt í Ósló í dag, að hann héldi að það væru tómar ágizkanir þegar því væri haldið fram, að Verka- mannaflokkurinn væri nú að skipta um skoðun á þátttökunni í Atlanzhafsbandalaginu. Lange viðurkenndi hinsvegar, að á- greiningur sé um þetta mál inn- an flokksins. Það var í viðtali við norsku fréttastofuna NTB, sem Lange lét þessi ummæli falla. Þrátt fyrir viðurkenndan ágreining um Nató, kvað Lange hann ekki mundu hafa nein áhrif á stefnu Verkamannaflokksins og vísaði í því sambandi til stefnuskrár- innar fyrir síðustu kosningar. Ekki kvaðst Lange geta í ná- inni framtíð komið auga á nokk- urn betri kost fyrir Norðmenn, en að halda sig í Nató. Þá var Lange spurður að skoðun sinni á blaðafréttum þess efnis, að viðræður væru hafnar með Norðmönnum og Svíum um vamarbandalag. Lange neitaði því að rík- isstjómarfulltrúar hefðu átt nokkrar slíkar viðræður, en við- urkenndi hinsvegar, að stjóm- arstofnanir landanna hefðu raett og kynnt sér málið. Enskt íhaldsþing ræðir varnarmál BRIGHTON 14/10 — Enoch Powell, sem verða myndi vam- armálaráðherra í stjóm Ihalds- flokksins enska, gaf það í skyn á þingi flokksins í Brighton f dag, að taka beri til athugun- ar, hvort ekki skuli fara fram víðtæk endurskoðun á stefnu flokksins í varnarmálum. Eink- um á slík endurskoðun; að dómi Powells, að .miðast við það að minnka herkostnað Englendinga í Afríku og Asíu, en með þvf mótinu mætti stórbæta efnahag landsins. Stjórnarandstaða Portúgals krefst frjálsra kosninga Ber Gyðingeþjóð- in ábyrgðina á dauða Jesú Krists? Kirkjuþing í Bóm ákveður það senn RÓMABORG 14/10 — Kirkju- þingið í Róm hóf í dag atkvæða- greiðslu um endurskoðaða á- lyktun um afstöðu rómversk- kaþólsku kirkjunnar til gyðing- dómsins og annarra trúarbragða. Sú grein ályktunarinnar, sem mestur styr hefur staðið um — sú sem kveður Gyðingaþjóðina ekki bera ábyrgð á dauða Jesú — kiom einnig til atkvæða, en niðurstaðan verður ekki gerð kunn, fyrr en rafmagnsheili hef- ur fengið atkvæðaseðlana til meðferðar. Það fylgir þó þess- um fréttum, að jesúítinn August- in Bea, kardínáli, hafi fengið mjög góðar undirtektir, er hann hvatti hina 2.200 þingfulltrúa til þess að samþykkja ályktunina. Þrír Frakkar fá Nóbelsverðlann í læknisfræði STOKKHÓLMI 14/10 — Þrír franskir prófessorar við Pasteur- stofnunina í París hlutu i dag Nóbelsverðlaunin í Iæknisfræði. Mennirnir eru André Lwoff, Jacques Monod og Francois Jacob. Þeir hafa unnið saman í mörg ár og sérhæft sig að þrem greinum innan líffræði- rannsóknanna. Rannsóknir þeirra eru, þcgar stundir líða fram, sagðar geta haft mikla þýðingu við Iækningu ýmissa sjúkdóma, þeirra á meðal krabbameins. — Verðlaunin nema nú 282.000 sænskum krónum. LISSABON 14 /10 — Frambjóð-! endur stjórnarandstöðunnar í þingkosningum þeim, er fram eiga að fara í Portúgal þann 7. nóv. n.k., hótuðu þvi í dag að draga framboð sín til baka, fái þeir ekki innan þriggja daga try.ggingu fyrir því, að kosu- ingarnar verði frjálsar. Stjómarandstaðan hefur snúið sér til forsetans, Américo Thom- az, og farið þess á leit við hann, að þegar verði aflétt ritskoð- uninni á blöðum í landinu, svo og að stjórnarandstaðan fái full- trúa við talningu atkvæða. Kjósa skal 130 þingmenn og býður flokkur Salazars fram jafn- marga menn,, en stjórnarand- staðan aðeins 34. 1 orðsendingunni til forsetans segir m.a., að stjómarandstaðan hafi ekki getað boðið fram fleiri menn vegna þess, að hún hafi ekki átt kost á því að heyja venjulega stjórnmálabaráttu. t ávarpi, sem stjórnarandstaðan hefur birt, er farið fram á sjálf- 1 þingi, nái einhverjir hennar stjóm til handa nýlendum manná kosningu, að rannsökuð Portúgala. Þá kveðst stjómar- verði tildrögin að morðinu á andstaðan munu krefjast þess á • Delgado hershöfðingja. Óeirðir að kosningum loknum í Nígeríu IBADAN 14/10 — Þvi var hald- ið fram í Ibadan í Vestur-Ní- geríu í dag. án þess þó að það fengist opinberlega staðfest, að 60 manns að minnsta kosti hafi látið líf sitt í óeirðum eftlr þingkosningar, sem fram fóru fyrr í vikunni. Jafnframt var það opinberlega tilkynnt, að leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Alhaji Adegbenro, hafi verið handtekinn ásamt tveim af nán- ustu samstarfsmönnum sínum. — Það var á mánudag, sem kosningarnar fóru fram, og hlaut stjórnarflokkuriim 60" af 94 þingsætum. Stjórnarandstað- H.K.L: einn af varaforsetum RithöfunJasamtaka Evrópu vv SINGAPORE 14/10 — Súkarno Indónesíuforseti tilkynnti það í stuttri útvarpsræðu á fimmtu- dag, að Súharto hershöfðingi, sem talið er að sé hinn „sterki maður“ landsins, hafi verið skipaður yfirmaður hersins eft- ir Achmed Yani, sem lét líf sitt í uppreisnartilrauninni nýl. Sú- karno minntist ekkert á stjórn- máladeilumar í landinu í ræðu sinni, sem stóð aðeins tæpa mín- útu. // Á allsherjarþingi „Rithöfundasamtaka Evrópu“ (COM- ES) sem staðið hefur yfir í Róm og yfir 200 rithöfund- ar frá 25 löndum sóttu var Halldór Laxness kjörinn einn af varaforsetum samtakanna. Foi’seti samtakanna er sem fyrr ítalska Ijóðskáldið Giuseppe Ungaretti, an varaforsetar auk Halldórs Laxness eru José Luis Aranguren (Spáni), Tibor Dery (Ungverjalandi), J. P Sartre (Fx-akklandi), John Lehmann (Bretlandi), Alexander Tvard- ovski (Sovétríkjunum) og Jaros- lav. Iwaszkiewicz (Póllandi). Framkvæmdastjóri samtak- anna er eftir sem áður Gian- carlo Vigorelli, sem gaf þing- inu skýrslu um margvísleg störf COMES frá síðasta þingi og nefndi þau verkefni sem fyrir lægju á næsta starfsári. Það er þá fyrst að haldinn verður fundur („hringborðsfund- ur“) í Stokkhólmi um norræn- ar bókmenntir. 1 nóvember fundur í Berlín með þýzku rit- höfundum í „Gruppe 47“. 1 des- ember verður minnzt á írlandi aldarafmælis Yeats. Fundur verður haldinn í Varsjá í maí um vandamál gagnrýninnar, annar fundur í Búkarest í sept- ember. Seminar um ljóðagerð verður haldið í Tiblis í Grús- íu á 700 ára afmæli Rustavelis. Þá er einnig fyrirhugaður fundur í Mexíkóboi'g um tengsl COMES við rithöfundasamtök rómönsku Ameríku og í Addis Abeba um samband evrópskra og afrískra rithöfunda. Að loknum þingstörfum hófst á vegum samtakanna ráðstefna í þinghúsinu í Róm um „avant- gardismann í evi'ópskum bók- menntum fyrr og nú“. H. K. L. an hefur neitað að fallast á þessi úrslit og segir, að hún hafi verið svipt 50 þingsætum með kosningafölsunum. Frú Peron fai meiri vernd BUENOS AIRES 14/10 — A- hangendur Perons, fyxrum Arg- entínuforseta, fóru þess á leit við argentínsk yfirvöld í gær, að gripið verði til einhverra að- gerða til þess að vernda hina ungu konu Perons, Isabel, en til áfloga og óláta kom í gær fyrir utan gistihús það, sem hún dvelst nú á í Bunos Aires. Fimm menn hafa verið handteknir vegna þeirra óspekta. — Frú Peron mun taka þátt í miklúm útifundi, sem Peronistar ætla að halda á sunnudag, til þess að minnast þess, að tveir áratug- ir eru þá liðnir frá því Peron kom til valda. Enskir kratar eru sigurstranglegir LONDON 14/10 — Samkvæmt niðurstöðum sko ðanakarman ar, sem birtar voru í dag, hefur Verkamannaflokkurinn enski nú meira fylgi með kjósendum en um langa hríð og flokkurían hefur ll°/n forskot fram yfir Ihaldsflokkinn. Það er íhalds- blaðið „Daily Mail“, sem að þessari skoðanakönnun stendur. Færu kosningar fram nú, myndi Verkamannaflokkurinn sam- kvæmt þessum tölum fá mik- inn meirihluta þingmanna, en eins 7g sakir standa er meiri- hluti hans aðeins tvö þingsæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.