Þjóðviljinn - 23.10.1965, Page 1
HáskólaháfiSin i dag
Laugardagur 23. október [1965 — 30. árgangur
tölublað.
324 nýstúdentar taka við
háskólaborgarahréfum
13% sam-
þykkt í gœr
á Akranesi
MEIRI HLUTI bæjarstjórnar
Akraness staðfesti á fnndi sín-
um í gærkvöld samnjnga þá
um kjör bæjarstarfsmanna sem
samninganefnd starfsmannafé-
lagsins og bæjarráð undirrit-
uðu á dögunum. en þessir nýju
samningar fela í sér 13% kaup-
hækkun til handa bæjarstarfs-
mönnum og nokkrar tilfærslur
á launaflokkum.
A BÆJARSTJÓRNARFUNDIN-
UM í gær urðu cinkum um-
ræður um 13% kauphækkunina,
og vildu íhaldsfulltrúar að
þessi atriði samninganna yrðu
bundin úrskurði Kjaradóms.
Um flokkatilfærslurnar voru
allir bæjarfulltrúarnir hinsveg-
ar sammála.
AKVÆÐI SAMNINGSINS um
kauphækkunina var samþykkt
að umræðum loknum með 6
atkvæðum gegn 2, en 1 bæjar-
fulltrúi sat hjá. Þeir sem
greiddu atkvæði með framan-
greindu samningrsákvæðí voru
fulltrúi Alþýðubandalagsins, 2
fulltrúar Framsóknar, 2 full-
trúar Alþýðuflokksins og einn
íhaldsfulltrúi. A móti voru
tveir fulltruar íhaldsins og sá
sem sat hjá við atkvæðagreiðsl-
una var íhaldsmaður.
Hallvcig Fróðadóttir, næst á myndinnj, og ÞorkcII máni, liggur utan
á Aski, í Reykjavíkurhöfn í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
<&-
■ Háskólahátíðin verður
haldin í dag, fyrsta vetrar-
dag, eins og venja er, og
hefst kl. 2 e.h. í Háskólabíói.
Að þessu sinni hafa 324 ný-
stúdentar innritazt við skól-
ann og verða þeim afhent
háskólaborgarabréf sín á há-
tíðinni.
Hátíðin hefst meið leik
strengjahljómsveitar undir for-
ustu Björns Ólafssonar fiðluleilc-
ara og Guðm. Jónsson óperu-
söngvari syngur einsöng. Þá
flytur háskólarektor, prófessor
Ármann Snævarr ræðu og kór
háskólastúdenta syngur stúd-
entalög undir stjórn Jóns Þór-
arinssonar, tónskálds.
Að endingu ávarpar háskóla-
rektor nýstúdenta.
2 togarar BUR teknir ai
meintum élðgiegum veiium
n í fyrrinótt tók varðskipið Albert tvo af togurum
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Hallveigu Fróðadóttur
og Þorkel mána, að meintum ólöglegum veiðum í
Faxaflóa. Hófust réttarhöld í máli togaranna síð-
degis í gær.
Fátt nýmæla / vetrardagskrá átvarpsins
1 fréttaauka Ríkisútvarpsins
ræddi Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri um vetrardagskrána
sem hefst í dag og kom þar
fram að hún verður með líku
sniði og. undanfama vetur.
Af nýju efni má nefna erinda-
flokk um islandssögu sem hefst
á morgun, verða það 10 erindi.
Síðar í vetur verða svo fluttir
erindaflokkar um landafræði og
ferðir, um uppeldismál og trygg- l
ingamál. Þá hefst nýr bók-
menntaþáttur er Njörður Njarð-
vík sér um og verður þar fjall-
að um nýjar bókmenntir í frá-
sögum og viðræðum.
Af upplestrum má nefna að
Halldór Laxness mun lesa sögu
sína Paradísarheimt. Flutt verður
nýtt framhaldsleikrit um Jörund
hundadagakonung eftir Agnar
Þórðarson og nýtt laugardags-
leikrit, Mold, eftir Sigurð Ró-
bertsson. Síðar verður og flutt
nýtt laugardagsleikrit eftir Jök-
ul Jakobsson. Erling Blöndal
Bengtsson og Árni Kristjánsson
munu flytja öll verk Beethovens
fyrir selló og píanó og fleira
markvert er á tónlistardag-
skránni.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar 'í gærdag kom
Albert að togurunum í fyrrinótt
að meintum ólöglegum veiðum
3—4 sjómílur innan þeirra marka
sem gilda fyrir togveiðar ís-
lenzkra skipa í Faxaflóa. Var
það um það bil á miðjum flóan-
um sem þeir voru teknir. Kom
varðskipið með togarana hingað
til Reykjavíkur í gærmorgun og
hófust réttarhöld í málinu kl. 5
síðdegis í gær.
Ársþing Glsmusam-
bandsins á morgun
Ársþing Glímusambands ís-
lands verður háð í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal á morgun.
sunnudaginn 24. október, og
hefst kl. 10 árdegis.
Tala nýstúdenta er 324, sem
er svipað og verið hefur undan-
farin ár. 1 fyrrd innrituðust 325
nýir nemendur í háskóilann.
Nýstúdentar skiptast þannig á
milli deilda: í guðfræði hafa
innritazt 6, í læknisfræði 52, i
lyfjafræði lyfsala 5, lögfræði 38,
viðskiptafræði 29, verkfræði 34.
og í heimspekideild alls 160, þar
af 72 í BA, 26 í íslenzku fyrir
erlenda stúdenta og 62 í heim-
speki. Þess ber að geta, að
vegna breytinga ná námi í ís-
Rannsókn toll-
skýlisbrunans
heldur áfram
Samkvæmt upplýsingum full-
trúa bæjarfógetans í Hafnarfirði
hefur ekkert nýtt komið fram í
sambandi við rannsóknina á
bruna tollskýlisins við Keflavík-
urveginn nýja, en eins og kom
fram í frétt blaðsins í gær um
þetta mál benda allar líkur til
þess að um íkveikju hafi verið
að ræða. Heldur rannsókn máls-
ins áfram.
lenzkum fræðum, innritast þeir,
sem þau hafa í hyggju að stunda,
nú í BA. Þá hefur ekki verið
tekið við neinum stúdentum í
tannlækningar, eins og kunnugt
er af fréttum.
Alls stunda nú 1116 stúdentar
nám við Háskóla Islands, en £
fyrra voru stúdentar 1038. Milli
deilda skiptast stúdentar sem
hér segir: guðfræðinám stunda
27, iæknisfræði 179, tannlækn-
ingar 47, lyfjafræði 19, lögfræði
173, viðskiptafræði 132, verk-
fræði 70 og í heimspékideild eru
alls 469 stúdentar.
Klukkunni
seinkað í
nótt
★ Næstu nótt, aðfaranótt
★ sunnudags, verður klukk-
★ unni seinkað um eina
★ klukkustund. Eru lesend-
★ ur Þjóðviljans hér með
★ minntir á að athuga þetta.
Reykjafoss hinn
nýi kemur í dag
® Ný'jasta kaupfarið í eigu íslendinga er væntanlegt
hingað til Reykjavíkur síðdegis í dag. laugardag, úr sinni
fyrstu úthafssiglingu.
Skip þetta er ,,Reykjafoss“,
nýjasta flutningaskip Eimskipa-
félags íslands hf., systurskip
„Skógafoss“ sem bættist í flota
félagsins fyrir nokkrum mánuð-
um. Skipin eru smíðuð í Ála-
borg eftir sömu teikningunni.
Stærðin er 3800 tonn DW eða
2614 brúttótonn og lestarrými 171
þúsund teningsfet. Ganghraði er
14 sjómílur.
Skipstjóri á „Reykjafossi" hin-
um nýja er Jónas Böðvarsson,
fyrsti stýrimaður Ágúst Jónsson
og fyrsti vélstjóri Geir Geirsson.
Skipið er væntanlegt á ytri
höfnina í Reykjavik kl. 2 síð-
degis í dag. Það kemur hingað
frá Hamborg.
Nú mega
ákufantar vara sig
Umferðarlögreglan með radartæki
H Nú mega ökufantar fara að biðja fyrir sér hér
í Reykjavík og nágrenni. — allir þeir bílstjórar, sem
hlýta ekki settum reglum um umferðarhraða á göt-
unum.
■ Hefur umferðarlögreglan nú yfir að ráða radar
til hraðamælinga í bílum og ómögulegt að gera ráð
fyrir, hvar þessir radarbílar eru á ferðinni á nóttu
sem degi, — hvenær og hvar radargeislinn grípur
ökutæki á ólöglegum hraða. Dregur geislinn allt að
einn kílómetra frá sér og verður sjálfritari tengdur
tækinu, sem ritar jafnharðan niður hraða viðkomandi
ökutækis.
Sendir og loftnet.
Þetta radartæki markar
tímamót í timferðargæzlu á
vegunum sagði Sigurjón Sig-
urðsson, lögreglustjóri, við
blaðamenn í gærdag og fengu
þeir að skoða tækið 1 bíla-
flota á vegum lögreglunnar
inni á Miklubraut — var það
þegar komið í notkun þar. Sá
bílstjóri hefði mátt biðja fyr-
ir sér, sem hefði ekið þar yf-
ir sextíu kílómetra hraða og
hefði hann fengið bæði lög-
regluna og pressuna á eftir
sér þá stundina — orðið
skyndilega landsfrægur dag-
inn eftir. Hefðu þyrpzt utan
um hann æðstu menn lög-
reglunnar og blaðamenn og
blaðaljósmyndarar vopnaðir
flössum, ásamt sérfræðingum
í radartækni. Enginn bflstjóri
gaf þó kost á sér sem fómar-
lambi þá stundina.
Sigurjón lögreglustjóri kvað
aðeins eitt radartæki komið til
landsins og væri von á sjálf-
ritara eftir tíu daga. Tækið
væri nokkuð dýrt — kostaði
það 120 þúsund krónur. Rad-
artækið er ákaflega meðfæri-
legt og enga stvnd verið að
skipta því yfir á aðrar bifreið-
ar, væri komin góð rejmsla ;í
þessi radartæki í umferðar-
löggæzlu í Bandaríkjunum og
svona tæki væru einnig
notuð á Spáni og hefðu gef-
izt þar vel.
Eins og skiparadar
Þá höfðu fréttamenn tal af
Mælitækið í bifreiðinni.
Gunnari Skarphéðinssyni rad-
arsérfræðingi og spurðu nann
um tæknilegu hliðina á þessu
tæki. Hann er einn af for-
stöðumönnum Flugverks h.f.
—flytur það fyrirtæki radar-
inn inn og mun annast við-
hald og viðgerðir í framtíð-
inni. Gunnar sagði meðal
annars: — Þetta eru svokölluð
Stephensontæki — gerð 700 c
— bandarísk að uppruna. Rad-
artækið vinnur f grundvallar-
atriðum .eins og venjulegur
skiparadar. Er það byggt upp
á þrem atriðum: í fyrsta lagv
loftnet með sendi, sem hægt
er að staðsetja ýmist utan á
bílunum eða í ákveðinni fiar-
lægð frá radarbílunum, bá
magnari og mælir staðsettur
í bílnum og svo loks sjálf-
ritari.
Radartækið sendir út út-
varpsbylgju á hárri tfðni og
dregur geislinn allt frá 250
metrum upp í einn kflómetra
frá sér og grípur geislinn bað
ökutæki á veginum, sem fer
hraðast og einskorðar sig ein-
göngu við það ökutæki þaðan
í frá í gripmáli radarins.
Þannig grípur geislinn iitla
fólksbíla á 250 metra færi og
stóra trukka á allt að eins
kílómetra færi — fer það eft-
ir stærð ökutækjanna. Lítill
fólksbfll getur því svínað í
skjóli við stóran trukk, ef
þessir. bflar eru samferða á
götunni.
Ekki hægt að ríf-
ast nú
Við skulum segja, að lög-
regluþjónn sitji í bíl sínum
við Miklubraut og tryllitæki
komi brunandi á ólöglegum
hraða eftir brautinni — þa
hringir í bflnum hjá lögregl-
unni um leið og geislinn grip-
ur bflinn og sjálfritarinn ntar
niður hinn ólöglega hraða
ökumannsins. Þetta verður
vafalaust sönnunargagn fyrir
dómstólum og þýðir „kki
lengur að standa í rifrildi v!ö
lögregluþjón um hraða bílsins
— þykjast hafa verið á 45
km hraða í 80 km akstri.
Þegar radartækið sendir út
- frá sér útvarpsbylgju og nitt-
ir fyrir sér bfl í gripsmáli —
breytist tíðni útvarpsbylgjunn-
unnar í réttu hlutfalli við
hraða ökutækisins og tekur
mælirinri þá tíðni og sýnir
kílómetrafjöldann á klst., er
þetta nær hundrað prósent ör-
ugg mæling og getur í hæsta
lagi munað um eitt prósent
til eða frá.v
Til ákvörðunar um að rétf
tíðni sé á tækinu er líka not-
uð sérstaklega útmæld tón-
hvísl og má raunar teija tæk-
ið hámákvæmt.