Þjóðviljinn - 11.11.1965, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 11.11.1965, Qupperneq 2
1 2 SlÐA — ÞJÓÐVIIjJXNN — Fimmtudagur 11. nóvember 1965. Samtök í Hafnarfirði um að varð veita hús Bjarna riddara Hafnfirðingar hafa nú stofn- að félagsskap til þess að varð- veita og endurbyggja íveru- hús Bjarna riddara Sívertsen, sem stendur við Vesturgötu fyrir ofan bæjarbryggjuna. Tólf félög í bænum standa að bessum samtökum eins og Kaupmannafélagið, Iðnaðar- mannafélagið, Verkamannafé- lagfð Hlíf, Verkakvennafélag- ið Framtíðin, Sjómannafélagið, og þannig mætti lengi telja. Hugmyndinni hreyfði Bjarni Snæbjörnsscm, læknir á fundi í Rotaryklúbbnum snemma árs 1964 og hefur nú verið skipuð stjóm fyrir þessi samtök og skipa hana Bjami Snæbjöms- ----------------------------- James Hoffa endurkosinn DETROIT 9/11 — James Hoffa, hinn umdeildi forseti flutninga- verkamannasambandsins banda- ríska, var í gær endurkjörinn formaður félags síns í Detroit. Hoffa var í fyrra dæmdur í átta ára fangelsi fyrir misnotkun á fé sambandsins og fyrir að bera fé í kviðdóm, er um mál hans fjallaði. Þeim dómi var áfrýjað og Hoffa var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. „SjQVa- TWVGGT EB VEl- TRVCCT INMBROTGTRVCQINCMk SlMI 11700 SJOMJTRYGOINOAFELCS ISLANDS H’P son formaður, Kristján Ey- fjörð ritari, Ólafur Pálsson gjaldkeri, Gísli Sigurðsson varaformaður og meðstjómend- ur Ársæll Jónsson, Kristín Magnúsdóttir og Sína Amdal. Þetta hús er talið byggt á árunum 1804 og 1805 og var þá talið vandaðasta íbúðarhús á landinu að allri gerð og sennilega flutt inn tilbúið að mestu frá Danmörku. Húsið var einna hæða með tvílofta risi og stærðin 13x18 álnir. Segir svo í lýsingu á húsinu á dönsku frá árinu 1833. „Huset er með firé rummelige værelser og tre kammers ovenpaa, — værelsene undernede er for- synede med kakkelovne, — henhos et kökken og spise- kammer, — ogsaa er under-<$>. nede í bygningen et træskur ved den nordlige side“. Máttarviðir voru einstaklega vandaðir í húsinu og segir Gísli Sigurðsson, varðstjóri, að þeir hafi verið 6x6 þumlungar og 4x4 þumlungar og þykktin á öllum borðum BA, þumlungar á innanklæðningu og utan- klæðningu á húsinu. Þá voru allar máttarstoðir með bind- ingsmúrverki og fínpússaðar. Ánnars var Bjarni riddari góður smiður sjálfur og margt fjölhæfra iðnaðarmanna í Firðinum á þeirri tíð eins og skipasmiðir, múrarar, tógmenn, og trésmiðir og hafa þeir ef til vill lagt gjörva hönd á að reisa húsið, og hvergi gisti Henderson glæsiiegra íbúðar- hús á Islandi á ferðalagi sínu hér um landið. Vert er að drepa á ævintýrið um Bjama Síversen sem athafna- mann. Bjami var bóndasonur úr Selvoginum og hugðist stofna verzlun í Vestmannaaeyjum og Selvogi til að byrja með en var hrakin frá þeim stöðum af kaupmönnum á Eyrarbakka. Danskur kaupmaður í Firð- inum fór á hausinn kringum 1790 og keypti Bjarni þar verzl- unarréttindi og rak þar aðal- verzlun til 1833. Einnig hafði hann verzlun í Reykjavík og Keflavík og töld- ust viðskiptavinir hans nálægt þúsund talsins um allt land. Hann hafði viðskiptasambönd í Kaupmannahöfn, Hamborg, Leed. Liverpool, Bristol, Bilbaó á Spáni, Genúu á Italíu og Marseille í Frakklandi. Hann lærði skipasmíði er- lendis og kynnti sér margar skipasmíðastöðvar þar og setti upp eina slíka í Firðinum og lét smíða um 9 skip, — bæði fiskiskútur og verzlunarskip til millilandasiglinga, — þannig gerði hann út þrjár fiskiskút- ur um skeið og fjögur verzl- unarskip. Hann rak einnig stórt bú á þeirra tíma mæli- kvarða og hafði fé í seli, þá flutti hann einu sinni inn 500 trjáplöntur frá Skotlandi og lét gróðursetja í Firðinum. Þessi bóndasonur úr Selvog- inum gerðist vinnumaður hjá lögréttumannsekkju tæplega tvítugur og kenndi hún hon- um að lesa og skrifa og gift- ist honum sfðan og lét hann ávaxta sitt pund á fengsælan hátt. Hafnfirðingum er þes&i at- hafnamaður frá árdögum borg- arastéttarinnar hugstæður og vilja þeir vernda húsminjar hans með sóma. Cr- skurðar beðið Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ein merkasta stofn- un þjóðkirkjunnar. Almenn- ur kirkjufundur, sé 15di í röðinni, hefur ákveðið að víta einn kunnasta klerk lands- ins, séra Jón Auðuns dóm- prófast. Er Jóni gefið að sök að hann hafi farið óvirðing- arorðum um kirkjuna í ræðu og riti og einkanlega þá þætti í atböfnum hennar sem eru í ótvíræðu samræmi við guðs orð. Eru afbrot Jóns þeim mun alvarlegri sem óvirðing- arsb-t^f hans birtust í Morg- unblaðinu. sjálfu aðalmál- gagni kirkjumálaráðherrans, og hiýtur ábyrgðin þvf einnig að hvíla á Matthfasi Johann- essen, þeim trúarritstjóra sem orti Skálhoítssálminn sællar minningar og fann brfeinan guð f flugvéladrunum her- námsliðsins. og á Jóhanni Hafstein kirkjumálaráðherra. SegJr upphafsmaður tillögu þeirrar sem kirkjufundurinn samþykkti. að f skrifum þeim sem þremenningarnir bera á- byrgð á komi fram rangtúlk- un fi hjálpræðisverki guðs, afneitun á fagnaðarerindinu og heiðin heimspeki. og þvi beri að líta á ummæl’n sem algert guðlast. en sá verkn- aður var tii skamms tfma tal- inn til hinria alvarlegustu af- brota hérlendis ekki síður en í Gvð;ngalandi fvrir tæmim tuttugu öldum, þegar menn voru krossfestir fyrir þvílíkar sakir. Hér er komin upp deila sem óhjákvæmilegt er að út- kljá skýrt og undanbragða- laust. Hljóta þá augu manna að beinast að sjálfum hinum andlega 'núsbónda þjóðkirkj- unnar, herra Sigurbirni Ein- arssyni biskupi yfir íslandi, en hann hefur áður varað þjóðina við því af postuileg- um óskeikulleik að taka mark á trúfræðihugmyndum þeim sem Vottar Jehóva boða. Á sama hátt ber honum nú að úrskurða hvort séra Jón Auð- uns dómprófastur er alger guðiastari. auk hinna smá- vægilegri afbrota. og hvort sjálft aðalmálgagn kirkju- málaráðuneytisins hafi verið notað til þess að óvirða guðs orð. og verði sú niðurstaða hans ber honum að gera ó- hjákvæmilegar ráðstafanir. Telji biskupinn Jón Auðuns hins vegar fullgildan mál- svara þjóðkirkjunnar á boð- skap sínum. hlýtur hann að beita fulltrúana á Hinum almenna kirkjufundi mjög alvarlegum viðurlögum i orði og verki. Undan þessari skyldu verður ekki komlzt. ef biskupinn vill vera andlegur húsbóndi á heimili sfnu. Það er til lftils að fjölga kirkjum og klerkum. stofna bókasafn kristjlegan ’ýðháskóla og slát- trrhús í Skájholti. ■*f áhri'fr vald hnns úr neðra fer n* sama skapi vaxandi jnna- beirrnr stofnunar sem f önd. verðu var cptt honum til höf- uðs. — Austri. UMDEILD EMB- ÆTTISVEITING Hinn illi ávöxtur pólitísks siðgæðis hér á landi kemur víða fram. Greinilega birtist hann oft. þegar stöður á veg- um hins opinbera eru veittar af ráðamönnum eftir pólitísku mæliljósi. Nýjasta dæmið um þetta og sem á sér ekkert sambærilegt fordæmi, þótt margt hafi verið brallað í embættisveitingum lið- inna ára, er veiting fógetaemb- ættisins í Hafnarfirði nú á dög- unum. Með þeirri veitingu er þeim manni, sem eftir setn- ingu frá ráðherra hafði þjón- að embættinu í tæp 10 ár, sem næst fyrirvaralaust varpað á dyr, Sama sem rekinn úr starfi. Ætla mætti, að eitthvað væri það í starfsferli þessa manns. sem gerði hann að dómi veit- ingarvaldsins óhæfan til að gegna embættinu áfram, þótt það hafi lagt blessun sína yfir þessa löngu setningu hans í embætti og borið ábyrgð á henni. Væri því sannarlega ástæða til fyrir viðkomandi ráð- herra að verja málstað sinn varðandi þessa vægast sagt um- deildu embættisveitingu. Sá, sem þetta ritar, hefur í starfi sem lögmaður f Hafnar- firði, þurft að hafa náin skipti við hinn brottvikna bæjarfó- geta og sýslumann, Bjöm Sveinbjömsson. ’ Ekki hefi ég orðið annars var en að hann hafi gegnt sínu umfangsmikia embætti af réttsýni, reglusemi. lipurð og samvizkusemi, sem hvað bezt kom fram í því að rnæta vel til vinnu, og er það me'ra en sagt verður um suma embættismenn. Björn Sveinbjömsson vann sér traust þeirra, sem við hann áttu skipti. Þannig mæltu allir aðalsýslunefndarmenn Gull- bringu- og Kjósarsýslu með þvi og sendu áskorun þar um til dómsmálaráðherra, að Birni yrði veitt embættið. Má og ljóst vera. að löng og góð bekk- ing á fólki og stöðum í við- komandi umdæmi er veigamik- ið atriði í slíku starfi og hér um ræðir Þá bekkingu hafði Björa öðlazt f rfkum mæli á sínum lan»a. embættisferli. Svo rótgróinn var hann orðinn sem raunverulegur bæjarfógeti I Hafnarfirði og sýslumaður, að hann var tekinn sem fullgildur félagi í samtökum sýslumanna og dómara. Það má því sannarlega telj- ast stórfurðulegt, að Björn skuli sniðgenginn, en embættið veitt, að bví er virðist, eftir formúlum og siðferði íslenzkra stjórnmála. Moð framangreindu ætla ég mér ekki að kasta rýrð á þann mann, sem embættið var veitt, og því síður þriðja um- sækjandann, bæjarfógetann á Isafirði, með sinn 22 ára starfs- aldur að baki. Hvað geta nú óbreyttir borg- arar gert gagnvart slíkri rangs- leitnj við samborgara sinn og hér er gerð að umtalsefni? Um- fram allt mega menn ekki láta þá, sem að henni standa, græða á mætti gleymskunnar. Það hefur allt of lengi tíðkazt, að rökstudd gagnrýni fólks á tröðkun grundvallatriða lýð- réttinda og einstaklingsréttar missi marks með tímanum, þannig að þeir, sem ranglæti fremja, fá aldrei þá refsingu, sem til var unnið. Meðan svo heldur áfram, er lítil von um breytta siði. Fólk þarf að láta ráðaöfl finna, að takmörk eru fyrir því, hversu langt er hægt að ganga á siðferðislegan rétt ein- staklings til starfs eða stöðu. Spá mín er sú, að hið aug- Ijósa ranglæti gagnvart Bimi Svembjömssyni eigi eftir að verða þeim aðilum sem það frömdu og studdu, það dýrt, að þeir geti eitthvað af því lært. Hafnarfirði, 7. nóv. 1965. Arni Gunnlaugsson. • Bifreiðaviðg'erðir • Réttingar ® Ryðbætingar Bergur Hallgrímsson A-götu 5 Breiðholtshverfl, Símj 32699. Auglýsing frá Bæjarsímanum í Reykjavík. Númeraskrá fyrir símnotendur í Reykjavík, Hafr arfirði, Kópavogi og Selási hefur verið prentuð í takmörkuðu upplagi. Númeraskráin er til sölu í Innheimtu landssímans í Reykjavík og afgreiðslu símstöðvanna í Hafnar- firði og Kópavogi. Verð skrárinnar er kr. 30,00 eintakið. Nylon-úlpur Molskinnsbuxur, vinnubuxur í úrvali. - Verðið mjög hagstætt. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). r Asprestakall Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Laugames- kirkju sunnudaginn 14. nóvember n.k., að lokinni messu, sem hefst kl. 5 síðdegis. Safnaðarnefndin. JT Asprestakall Framhaldsaðalfundur Bræðrafélags Ásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili Langholtssafnað- ar kl. 8.30 í kvöld, fimmtudag. U ndirbúningsnefnd. Ný sending Ungbarnaföt úr ísgarni. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28. — Sími 34925. Skrifstofumaður og skrifstofustú/ka óskast. — Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri síörf sendist sem fyrst. Skipaútgerð ríkisins. mifiiiiSiJiy'j ié.ii/w !/i MPlll btt'li'J vinsœlasti' skarforlpir íóhannes skólavörðustíg 7 *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.