Þjóðviljinn - 11.11.1965, Page 3
Fimmtudagur 11. nóvember 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Kínverskir kommúnistar ráðast
heiftarlega að sovétstjórninni
PEKING 10/11 — í febrúar síðastliðnum báðu
Sovétríkin kínverska alþýðulýðveldið um að
hjálpa Bandaríkjunum að finna lausn á vanda
þeirra í Víetnam, en ríkisstjórnin í Peking vís-
aði þeim tilmælum afdráttarlaust á bug.
Frá þessu er skýrt í óvenju- Sagt er að Kosygin forsætis-
langri grein sem birtist í dag í ráðherra hafi borið fram þessi
Dagblaði alþýðunnar í Peking tilmæli þegar hann kom við í
og málgagni Kommúnistaflo’kks Peking á leið sinni til Hanoi í
Kína Rauða fánanum. febrúar.
Greinin er svæsin árás á leið- 1 greininni segir að Bandarík-
toga Sovétríkjanna og segir m.a. in og Sovétríkin vinni saman að
að þeir séu verri en Krústjoff áætlun sem miði að heimsyfir-
var. ' ráðum þeirra. 1 janúar sneru
Niðamyrkur víða
í Bandaríkjunum
NEW YORK 10/11 — Verstu rafmagnstruflun 1 sögu
Bandaríkjanna var ekki lokið fyrr en í morgun og hafði
þá myrkur ríkt í New York og um allt svæðið þaðan norð-
austur af og inn í Kanada. Rafstraumurinn var aftur
kominn á víðasthvar í morgun nema í neðanjarðarbraut-
inni í New York og þegar hún fékk loks rafmagnið hafði
fullkomið myrkur og óreiða ríkt þar í tíu klukkustundir
og þrjá stundarfjórðunga.
Mörg hundrug manns sátu
fastir í lyftum og 250 þúsund í
neðanjarðarbrautinni. Uppi á
götum var mesta umferðaröng-
þveiti í sögu borgarinnar.
Johnson forseti fyrirskipaði
.rannsókn á málinu þegar í stað
bg kom í ljós að leiðslur frá
'Niagarafossum höfðu bilað.
Ráðgjafar forsetans hafa lýst
þvi yfir að Þeir álíti þessa
truflun ekki stafa af skemmdar-
verkum en samt hefur lögregl-
Ben Bella
ALSÍR 10/11 — Talsmaður rík-
isstjórnar Alsír skýrði frá því
í dag að Ahmed Ben Bella,
sem steypt var af stóli einsog
kunnugt er í júní síðastliðnum,
hefði komið þeim tíðindum til
fjölskyldu sinnar. að hann vseri
við hina beztu heilsu.
Ekkert var látið uppi um það
hvar Ben Bella væri niðurkom-
inn og byltingarráðið hefur
heldur ekki skýrt frá því hvort
það ætli að stefna honum fyT-
ir rétt
an fengið málið til meðferðar.
Stjórnskipuð nefnd rannsak-
ar það einnig og búizt er við
að sú rannsókn standi í nokkra
daga.
Rafmagnstruflunin hafði mjög
lamandi áhrif á bandarískt
þjóðlíf á þessu landflæmi,
gagnmerkir þættir í þvi fóru
alveg úr skorðum.
Enginn ís var til að setja í
drykkina. engin loftræsla. ekk-
ert sjónvarp, engar sýningar í
kvikmyndahúsum.
Allt lögreglulið var hvatt út
bæði' til að greiða úr umferð-
arflækjum og vernda fólk fyr-
ir þjófum og öðru illþýði.
Indónesía
DJAKARTA 10/11 — Herlögum,
sem sett voru í Djakarta og ná-
grennj eftir byltingartilraunina
í október, var aflétt í dag.
Sukarno forseti sagði i dag,
að indónesíska byltingin væri í
bráðri hættu ef einstakir hópar
og klikur í landinu hættu ekki
að berjast innbyrðis.
Bár.daríkin sér til Sovétríkjanna
með beiðni um, að þau beittu
áhrifum sínum til þess að fá
Norður-Vietnam til að hætta
stuðningj við byltinguna í suð-
urhluta landsins. Leiðtogar Sov-
étríkjanna báru þá formlega
fram þessa kröfu við ríkistjórn-
ina í Hanoi.
í greininni segir enn fremur,
að í viðræðum sínum í febrúar
við kínverska ráðamenn hafi
Kosygin lagt mikla áherzlu á
nauðsyn þess að Bandaríkjun-
um yrði hjálpað til að finna
lausn á vanda sínum í Víetnam.
Hafi Kínverjar gjör&amlega
vísað þessum tilmælum á bug
og gert grein fyrir þeirri von
sinni að leiðtogar Sovétríkjanna
mundu styðja Víetnambúa í bar-
áttunni og semja ekkert við
Bandaríkin um málefni Víetnam.
Kosygin hafi sagt sig sam-
mála kínverskum viðhorfum og
lýst því yfir, að Sovétríkin
mundu ekkert semja um Víet-
nam.
En ekki leið á löngu að sov-
ézku leiðtogarnir gengu á bak
orða sinna segir í greininni. Dag-
inn eftir að Kosygin kom til
Moskvu lagði ríkisstjóm Sovét-
ríkjanna fram formlega tillögu
við Kína og Norður-Vietnam,
að kölluð yrði saman ný al-
þjóðaráðstefna um Indókína án
nokkurra skilyrða til þátttak-
enda. Þetta er í raun og veru
að ganga til sajmninga um Víet-
nam.
Og án þess að bíða svars frá
Kínverjum fóru leiðtogar Sov-
ríkjanna að ráðgast um þessa
fyrirhuguðu alþjóðaráðstefnu við
de Gaulle forseta.
Tilgangurinn með þessu var
sá, að aðstoða Bandaríkin til
að koma á samningum, sem
hefðu dregizt til eilífðarnóns og
gefið Bandaríkjamönnum tæki-
færi til að fara sínu fram í
Suður-Víetnam.
1 greininni eru leiðtogar Sov-
étríkjanna fordæmdir og sagðir
slóttugri og meiri hræsnarar í
stjórnmálum en Níkíta Krúst-
joff.
Ýmsir fréttamenn télja þessa
grein lið i baráttu pekingstjóm-
arinnar við endurskoðunarsinna
í Kína sjálfu. Aðrir leggja meiri
óherzlu á að þetta sé tilraun
til að vinna á móti auknum á-
hrifum Sovétríkjanna í Afríku,
Asíu og meðal óháðra þjóða.
Þá telja sumir að þessi stór-
árás geti verið upphafið að hat-
rammri áróðursherferð gegn
Sovétríkiunum líkt því sem var
milli 1962 og 1964.
Danmörk gegn hernaSi Banda-
ríkjanna í Suður-Víetnam
KATJPMANNAHÖFN 10/11 — I dag var rætt um afstöðu
Danmerkur til stefnu Bandaríkjanna í Suður-Vietnam f
danska þinginu.
Tilefnið var að Dean Rusk utanríkisráðherra Bandarikj-
anna lét nýlega svo ummælt að 60 til 70 riki styddu hem-
aðaraðgerðir Bandaríkjanna í Suður-Vietnam. Þeirri fyrir-
spurn var því beint til dönsku stjómarinnar hvort Dan-
mörk væri meðtalin I þcssum hópi. Krag forsætisráðherra
varð fyrir svöram og sagði að ríkisstjórnin hefði ekki leit-
að og ætlaði sér ekki að Ieita viðurkenningar Bandarikjanna
á utanríkisstefnu sinni og gæti hann þess vegna ekki um
það sagt hvort Dean Rusk teldi Danmörku með.
Hann bætti því við að danska ríkisstjórnin teldi ekki rétt
að leysa ágreininginn með hcrnaði og ekki teldi hún held-
ur að Bandaríkjamenn ættu einhliða að draga sig til baka.
Nýjar bœkur frá AB
Háskólafundurinn
hinnar hagnýtu hliða málsins.
Ölafur Bjömsson taldi það rétta
stefnu að fjölga ekki verkefnum
um of, reyna heldur að láta há-
skólanum betur takast að leysa
þau verkefni er hann hefur þeg-
ar á sinni könnu. Því allavega
myndu íslendingar alltaf verða
að sækja allmikla sérþekkingu
til útlanda, og væri í því sam-
bandi rétt að minna á, að opin-
berir aðilar hefðu ekki síður
skyldur við þá er næmu erlendis
en þá er heima sætu.
Ingi R. Helgason alþingismaður
talaði síðastur framsögumanna
og kom í ræðu hans fram allhörð
gagnrýni bæði á fyrirsvarsmenn
ríkisvaldsins og háskóla. Ræða
Inga er birt i heild á öðrum stað
í blaðinu.
Þá hófust fyrirspumir til fram-
sögumanna, og var þeim flestum
beint að menntamálaráðherra:
gerðu stúdentar og ýmsir há-
skólamenn allharða hríð að Gylfa
og öðrum ráðamönnum fyrir ým-
islega vanrækslu og vesælar
fjárveitingar. Ráðherra kvað sér
lítast vel á uppástungu er kom
frá Birni Sigfússyni háskóla-
bókaverði, að þegar á næsta ári
yrðu gerð ítarleg athugun á
verkaskiptingu milli Landabóka-
safns og Háskólabókasafns. Nið-
urskurð á fjárveitingu til félags-
heimila stúdenta vildi Gylfi af-
saka með því, að slfkur niður-
skurður hefði verið látinn ganga
yfir allar byggingarframkvæmdir
til að létta af þrýstingi á vinnu-
markaði. Páll Theódórsson hafði
vitnað til skýrslna um rekstrar-
kostnað á hvem stúdent við há-
skóla í Bretlandi og Danmörku
og taldi hann væri fimm til sjö
sinnum hærri en hér, og spurði
hvert ekki væri raunhæft að a
m.k. tvöfalda hinn íslenzka
rekstrarkostnað á næstu árum
Gylfi svaraði þvi einu til að há-
skólastarfsemi f tilnefndum
grannlöndum væri miklu fjöl-
þættari en hér og því ekki um
samanburðargrundvöll að ræða.
Margar fleiri fyrirspurnir bár-
ust og stóð þessi fiölsótti fund
ur fram yfir miðnætti.
efnafræðingi. Þar er sagt frá því
hvemig fruman starfar sem
sjálfstæð eining, og hvemig hún
myndar vefi og líkami með öðr-
um, frá næringaröflun hennar,
fjölgun og aðferðum hennar til
að verjast árásum. Einnig er.
rakin sagan til uppruna hinnar
fvrstu fmmu og leit manna að
réttum skilningj á þessari frum-
einii gu lífsins.
Næsta bók er Mannslíkaminn
sem Páll Kolka og Guðjón Jó-
hannesson þýða. Þar er sagt frá
furðum mannslíkamans, sam-
vinnu líffæra, skilningarvita,
efnabreytinga, frá lögmálum
fjölgunar og gátum aldursins.
Næstu bækur nefnast: Könnun
geimsins, Mannshugurinn, Vís-
indamaðurinn, Veður, Hreysti
og sjúkdómar, Stærðfræðin,
Efnið og Flugið.
Þeir dr., Sturla Frikriksson og
Páll Kolka luku lofsorði á þess-
ar bækur, þær væru mjög að-
gengilegar, ekki sízt fyrir sakir
ríkulegs og sikemmtilegs mynda-
efnis. Þeir töldu slíkar bækur
geta orðið góð stoð forvitnum
nemendum ýmissa skóla sem
uppbót á kennslubækur. Að-
spurðir um þýðingarerfiðleika
sögðu þeir, að víst væri jafnan
erfitt að koma á íslenzku bók-
um um vísindaleg efni og hefði
í því sambandi verið leitað til
margra fræðimanna um einstök
atriði; þó hefðu þeir ekki neyðzt
til að fara mikið út í að smíða
ný sérheiti íslenzk.
Bækur þessar eru unnar með
þeim hætti, að Prentsmiðjan
Oddi setur þær, en texti bók-
anna er síðan sendur til Hol-
lands á filmu sem Litbrá h.f.
hefur gert. Þar eru þær síðan
fullger'ðar ásamt átgáfum á öðr-
um Evrópumálum. Islenzka upp-
lagið er 6000 eintök og kostar
hver bók 350 kr. til félagsmanna
en 420 + sölusk. í almennri
sölu.
Kuldastígvél
og
skór
\
a
al/a
fjölskylduna
Kaupmenn - "íaupf élög
100% nylonúlpur fyrirliggjandi.
Tvær gerðir, þrír litir. Verðið mjög hagstætt.
HEILDSALAN VITASTfG 8A
Sími 16-2-05.
Sími 16-2-05.
SÚTAÐAR
GÆRUR - TRIPPAHÚÐIR - KÁLFSKINN
Höfum ávallt á boðstólum í verksmiðju okkar gærur, húðir og skinn í miklu úrvali:
GÆRUR
Hvítar — svartar —
flekkóttar — brúnar
— mógráar — litaðar.
Einnig klipptar.
TRIPPAHUÐIR
Skjóttar — jarpar —
brúnar — rauðar —
mosóttar — bleikar
og ýmsir afbrigðilegir
litir.
SENDUM UM ALLAN HEIM.
KÁLFSKINN
— margir litir.
Sútunarverkstæði SS
/Opið
Grensásvegi 14, bakhús, vesturendi.
frá kl. 8—11 f.h. og 2—5 e.h. -
Sími 31250.
Lokað laugardagay.