Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 1
i Þriðjudagur 7. desember 1965 — 30. árgangur tölublað. Arás á konu í Hafnarfirii ■ ÞjóðviIjiiHi hefur fregnað að líkamsárás hafi verið framin í Hafnarfirði sl. laugardag. Varð kona fyrir árásinni og mun hafa hlotið svo alvarleg meiðsl að flytja varð hana í sjúkrahús. Ekki tókst blaðinu að afla frekari upplýsinga tun líkamsárás þessa, er leitað var frétta hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær, enda rannsókn málsins á frumstigi. Frambjóðandi vinstriflokkanna í frönsku forsctakosningunum. Francois Mitterrand, á kosnjngafundi með verkamönmun í París. Forsetakosningarnar í Frakklandi De Gaulle náði ekki kjöri, Mitterrand hlaut þriðjung Talið nær víst að de Gaulle gefi aftur kost á sér í síðari lotu, hið mikla fylgi frambjóðanda vinstriflokkanna kom á óvart Ófært að verða bíl- um um Norðurland ■ Miklum snjó hefur kyngt niður um allt Norðurland um helgina og er orðin þyngslafærð á vegunum, — hélt áfram að snjóa fram eftir deginum í gær. Þó var spáð hægri norðlægri átt um Norðurland í gær og búizt við stilltu og björtu veðri í dag og að því er séð verður í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni í gærdag er ætlun- in að aðstoða bíla á Norður- landsleiðinni. — millj Akureyr- ar og Reykjavíkur. — tvisyar í viku, — á þriðjudögum og Síldveiðiskip- in í höfn f gærdag var óhagstætt veður á síldarmiðunum og lágu skipin í höfnum fram eftir degi. Meg- inhluti síldarflotans er fyrir aust- an á miðunum, en Eyjabátar hafa aðallega haldið sig á Breiðamerkurdýpi undanfama daga, — er sömu sögu að segja frá veðurfari á þeim slóðum. Á sunnudag fengu 59 skip ríf- lega 70 þúsund mál og tunnur og í gærdag tilkynntu 7 skip tæplega 5 þúsund mál, en sá afli var frá þvi um helgina. Mestan afla fengu þessi skip um helgina: Jörundur II 2050 mál, Jörundur III 1800, Jón Kjartansson 1750, Fákur GK 1700, Halkion 1600. PARÍS 6/12 — De Gaulle hlaut ekki helming greiddra at- kvæða í forsetakosningunum í Frakklandi í gær og náði því ekki endurkjöri. Atkvæði verða greidd aftur eftir hálf- an mánuð og er talið nær víst að de Gaulle muni þá gefa kost á sér, þótt hann hafi áður gefið annað í skyn. Frammi- staða frambjóðanda vinstriflokkanna, Francois Mitterr- and, vekur sérstaka athygli, en hann hlaut rétt tæpan þriðjung atkvæða. Kjörsókn var mikil og greiddu atkvæði um 85 prósent þeirra VERKFALL Á ESJU OG HEKLU jk:) Verkfall matsveina hjá Skipaútgerð ríkisins hófst á miðnætti aöfaranótt sunnudags, og nær það til tveggja skipa útgerðarinn- ar, Esju og Heklu, en á þeim eru fjórir fullgild- ir matsveinar. Virðist Matsveinafélagið hér fara inn á sömu brautir og verkalýðsfélögin og fleiri félög í sumar að hefja aðgerðir á takmörkuðu svæði. * Hekla fór frá Reykjavík á laugardaginn í strand- ferð, áður en verkfallið skall á og stöðvast því .ekki strax. Esja á hins vegar að fara frá Reykja- vík vestur um í kvöld og verkfallið stöðvar hana, verði það ekki leyst fyrir þann tíma. *' Sáttasemjari hélt fund í gær með deiluaðilum. rúmlega 28 miljóna sem á kjör- skrá voru, þrátt fyrir slæmt veð- ur. Ekki voru alveg öll atkvæði komin til skila í kvöld, en Frey innanríkisráðherra birti þá þess- ar tölur um skiptingu þeirra og mun skakka mjög litlu á þeim og hinum endanlegu tölum sem birtar verða á morgun: De Gaulle 10.811.480 — 44,61% Mitterrand 7.688.105 — 31,72% Lecanuet 3.777.945 — 15,59% Tixier-Vignancour 1.257.633 — 5,20% Marcilhacy 416.521 — 1,73% Barbu 279.157 — 1,15% Jean Lecanuet er úr kaþólska miðflokknum MRP, en Tixier- Vignancour er hægriöfgamaður. Lecanuet hlaut mun meira fylgi en honum hafði verið spáð þeg- ar hann tilkynnti framboð sitt, en þó ekki jafn mikið og skoð- anakannanir rétt fyrir kosning- amar höfðu ætlað honum. Frestur til fimmtudags Fyrst enginn frambjóðenda fékk hreinan meirihluta verður kosið aftur eftir hálfan mánuð, 19. desember. Á _ þá að kjósa milli þeirra tveg'gja sem flest atkvæðin íengu, þ.e. de Gaulle og Mitterrands, svo fremi sem þeir gefa koist á sér. Mitterrand hefur þcgar lýst yfir því að hann muni aftur bjóða sig fram, en enn er ekki vitað með neinni vissu um hvað de Gaulle gerir. Hann hefur frest til fimmtudags að segja hvort hann gefur aftur kost á sér. Pompidou forsætisráðherra gaí í dag í skyn að de Gaulle myndi bjóða sig fram aftur. Hann sagði að „klofningsframbjóðendunum“ hefði aðeins tekizt að „seinka því að þjóðarviljinn kæmi í ljós“. Forseti þjóðþingsins, Chaban- Delmas, sagði að það væri ó- hugsandi að de Gaulle byði sig ekki fram aftur, en Peyrifitte upplýsingamálaráðherra var ekki éins viss í sinni sök, kvaðst að- eins vona að hann gerði það. De Gaulle dvelst nú á heimili sínu í Colombey skammt frá París og er ekki væntanlegur til höfuðborgarinnar fyrr en á morgun, þriðjudag. Sennilegt er talið að hann muni skýra ráðu- neytisfundi á miðvikudag frá á- kvörðun sinni. Ýmsir mögulefkar Dragi hann sig í hlé, kemur ýmislegt til greina. Ef hann gaf- ur einfaldlega ekki kost á sér í síðari lotunni, munu þeir Mitt- errand og Lecanuet leiða saman hesta sína 19. desember. Segi hann hins vegar af sér — og honum væri vel trúandi til þess — myndi það ógilda kosning- arnar á sunnudaginn, svo að efna yrði til nýrra kosninga þar sem framboðin yrðu ekki takmörkuð við þessa tvo helztu keppinauta hans eina. Viðbrögð Drslitin eru sögð hafa komið mönnum á óvart víðast hvar, Framhald á 3. síðu. Sovézka geimfarið Luna 8. lenti á tunglinu í gærkvöld LONDON 6/12 — Sovézka geim- farið. Luna 8., sem skótig var á loft fyrir helgi mun hafa lent á tunglinu í kvöld á tilsettum tíma ‘ þóttu líkur benda til að enn hefði mistekizt .,hæg“ lending. Á tólfta tímanum ; kvöld hafði enn engin opinber tilkynn. ing verið gefin út í Moskvu um afdrif tunglfarsins, en í gær hafði verið tilkynnt. að það myndi lenda á tunglinu þar sem heitir Stormahaf, um kl. 20.50 í kvöld að íslenzkum tíma. Prófessor Bernard Lovell við athuganastöðina í Jodrell Bank sagðj að merki frá tungl- farinu hefðu borizt til kl. 20.51 en hefðu þá skyndilega hætt að berast Þetta benti til þess að tunglfarið hefði sundrazt í lend ingunni, þótt ekki væri Það með öllu víst. Hins vegar hefði ver- ið greinilegt að sovézku visinda mennirnir hefðu nú komizt nær þvj en í fyrri tilraununum þremur að láta geimfar lenda hægt á tunglinu os hefði mun. ag ákaflega litlu að Það tækist, ef tilr anin hefði á annað borð farið út um þúfur. Miklu betri stjórn hefði verið haldið á ferð tunglfarsins síðasta spqlinn en í fyrri tilraununum, sagðj próf- essor Lovell. Strandaði # 0 Togarann Síríus sleit upp af legufærum sinum í fyrrinótt inni á Sundum og rak inn á Elliða- árvog og er nú strandaður um miðbik vogsins að austanverðu. Síríus hét áður Keilir og er eign Júpiters og Mars h.f. föstudögum. Þá verða bilar að- stoðaðir á þriðjudögum vestur yfir Bröttubrekku í Dali og líka norður í Strandasýslu til Hólma- víkur. Talið er að fjallvegir á Aust- urlandj hafi lokazt — minna hefur þó snjóað niður á lág- lendinu í Þingeyjarsýslu. — snjóað hefur þó meira og minna á Austurlandi að Gerpi. en þar eru skil sem stendur í veðráttu- fari, — fyrir sunnan Gerpi rík- ir sama veðurfar og á Suður- landi undanfarið. Á Akureyri var kominn hálfs meters djúpur snjór og vegir aðeins færir stórum trukk- bilum — svo var víða á Norð- urlandi í gærdag. — tefur þetta bílaflutninga að mun sem stend- ur. UmræSufundur um endurbæfur á réttarfari o.fl. Lögfræðingafélag Islands held- ur almennan félagsfund í Tjarn- arbúð kl. 8,30 í kvöld. Um- ræðuefni fundarins verður: „Að- kallandi endurbætur á réttarfari, dómstólaskipan og aðþúnaði að dómurum" og verða þeir fram- sögumenn Guðjnundur Ingvi Sigurðsson hrl., og dómarafull- trúarnir Jón Finnsson og Magn- ús Thoroddsen. Að framsögu- ræðum loknum verða almennar umræður, og má búast við að margir taki til máls. Samþykkir alþingi að afnema verkfallsbann opinberra starfsmanna? Á kvöldfundi í neðri deild i gærkvöld mælti Einar OI- geirsson fyrir fmmvarpi er hann Lú'ðvík Jóscpsson og Geir Gunnarsson flytja um að lög frá 1915 um bann við verk- föllum opinberra starfsmanna falli úr gildi. I ræðu sinni benti Ein,ar á, að þessi lög væm sett fyrir stofnun ASI og þann tíma að íslenzk verkalýðshreyfing aflaði sér frum- rcttinda. Á tuttugu ára starfstima BSRB hefði krafan um verkfallsrétt hvað eftir annað verið áréttuð á þingum samtakanna. en cngin ríkisstjórn hefði tekið málið upp. Opinberir starfsmenn hefðu fyrst eftir úrskurð kjaradóms 1963 verið ánægðir með niðurstöður hans, en óánægjan hefði sífellt farið vaxandi, og þó keyrt um þverbak nú er byrjunarlaun í 14 ncðstu flokkunum, helmingur opin- bcrra starfsmanna væri undir þeim tekjum, sem vísitölu- fjölskyldan þyrfti að hafa. Mcð þessari tregðu ríkisvalds- ins til að koma til móts við starfsmcnn sína væri vaxandi hætta á, að beztu starfsmennirnir væru keyptir út í einka- braskið. Þetta frumvarp hefur verið flutt áður en verið svæft í nefnd. Sagði Einar, að það yrði ekki liðið nú að grafa frumvarpið í nefnd, það væru nóg ráð til að fá það út úr nefndinni. Og að Iokum skal opinberum starfsmönnum á það bcnt að fimm þingmenn hlýddu á ræðu Einars Ol- gcirssonar. Framsóknarmenn lýstu stuðningi sínum við frumvarp Einars á kvöldfundinum í gær. Nánar verður skýrt frá framsöguræðunni í blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.