Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. desember 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Frá umræðum á síðasta fundi borgarstjórnarinnar Skipulagsleysii í barna- verndarmálum Rvíkur Á síðasta fundi borgarstjóm- ar Reykjavíkur flutti frú Adda Bára Sigfúsdóttir. borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, svo- hljóðandi tillögu: „Borgarstjómin leggur fyrir nefnd þá, er skipuð var sam- kvæmt samþykkt borgarstjóm- ar 14. maí 1964 til þess að gera tillögur um starfshætti og skipulag barnavemdarmála, að skila tillögum sinum til borg- arstjórnar fyrir afgreíðslu fjár- hagsáætlunar ársins 1966.“ 1 framsöguraeðu sinni minnti Adda Bára á að hún hefði bor- ið fram fyrirspum á borgar- stjómarfundi hinn 7. október sl. um starfsemi nefndar þess- Hæstu vinningar í Happdrætti DAS Fyrir helgina var dregið í 8. flokki Happdrættis D.A.S. um 200 vinninga og féllu hæstu vinningar þannig: íbúð eftir eigin valí kr. 500.000.00 kom á nr. 10640, um- boð Keflavík. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 200.000.00 komí á nr. 61767, umboð aðalumboð. Bifreið eftir eigin va'l'i fyrir kr. 150.000.00 kom á nr. 10765, um- boð Sandgerði. Bifreið eftir eig- in vali fyrir kr. 130.000.00 kom á nr. 32164, umboð Akureyri. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 130.000.00 kom á nr. 15513, um- boð Flateyri. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000.00 kom á nr. 53367, umboð aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr- ir kr. 20.000.00 kom á nr. 7609 umboð aðalumboð og 16400, um- boð Akureyrf. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000.00 kom á nr. 4827, umboð aðalumboð, 16972, umboð aðalumboð og 31158, umboð aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 4849, 5075, 5107, 5271, 18790, 19786, 21976, 29703, 37981, 57740. arar. Borgarritari svaraði fyrir- spurninni í fjarveru borgar- stjóra og las upp greinargerð, þar sem fullyrt var að nefndin mundi skila tillögum innan skarnms. Adda Bára sagði að þó að orðalagið i umræddri greinar- gerð hefði verið loðið hafi hún talið eðlilegt að gera ráð fyrir, að nefndin þyrfti ekki lengri tíma en einn mánuð til að ganga frá málum sínum — og var því sjónarmiði ekki mót- mælt á fyrmefndum fundi, enda ek'ki viðunandi að borg- arstjórnin þyrfti að bíða öllU' lengur eftir tillögum nefndar- innar — henni hefði verið fal- <í> inn fyrir meira en ári sá tiltölu- lega einfaldi hlutur að skipu- leggja hetur þá starfsemi sem bærinn rekur til þess að lið- sinna illa stæðum bömum. En mánuðurinn leið án þess nokkuð fréttist af frekari störf- um nefndarinnar og þegar ég fór að kynna mér þessi mál frekar á dögunum, sagði Adda Bára, komst ég að því að eng- inn fundur hafði verið haldinn í nefndinni frá því á sl. vetri — og engar tillögur lagðar þar fram. Og ræðumaður hélt áfram: Sú staðhæfing, sem borin var fram í plaggi því er borgarrit- ari las á borgarstjórnarfundin- um 7. októbcr sl. ,.að tillögur nefndarinnar væm væntanleg- ar innan skamms“ var því ein- faldlega rakalaust slúður — og hlýt ég að vita það að fyr- irspurn borgarfulltrúa sé svar- að þannig með hreinni stað- leysu. Ennfremur víti ég þá ó- skammfeilni að ekki skuli reynt cftir slíka yfirlýsingn að færa hana í námunda við sannleikann með þvi að taka rösklega til höndum, en það hefur heldur ekki verið gert, því að sl. Iaugardag bafði ekki enn verið boðaður fundur í nefndinni. Ég skal ekki leiða getum að þvl hvað þessu valdi, sagði -4> Síðara bindf ævisöp Haraldar Böðvarssonar tJt er komið hjá Skuggsjá siðara bindið af ævisögu Har- aldar Böðvarsson.ar útgerðar- manns, er nefnist 1 fararbroddi. Guðmundur G. Hagalín skráði eftir sögu Haraldar sjálfs og fleiri heimildum, og mun þetta fertugasta og sjöunda bókin frá hendi þessa afkastamikla höfundar. Fyrra bindið kom út í fyrra og sagði frá uppvaxtarárum Haraldar, erfiðu ástandi í út- gerðarmálum landsmanna á þeirri tíð. Var Haraldur 26 ára er því bindi lauk og hafði haf- ið umsvifamikla útgerðarstarf- semi í Sandgerði. í seinna bindinu er saga Haraldar rak- in fram á þennan dag, rakin fjölskyldutíðindi, utanreisur og sögð þróunarsaga hins um- svifamikla útgerðar- og verzl- unarfyrirtækis Haraldar á Akranesi. í greinargerð á kápu segir m.a.: „Söguritarinn gerir sér far um að leiða i ljós hvað í uppruna, uppeldi og eðli sögumannsins leiðir af sér sí- vaxandi velfarnað hans — oft á erfiðum og viðsjálum tím- um — og ennfremur leggur Adda Bára — nefndin eða for- maður hennar lítur greinilega ekki á það sem verkefni sitt að skila tillögum og ráðamemn borgarinnar láta hann greini- lega í friði með þá skoðun. Adda Bára benti í framhaldi af þessu á, að þegar borgar- stjómin hafi samþykkt að skipa umrædda nefnd hafi leg- ið fyrir skýrsla barnaverndar- nefndar um þörf hennar fyrir aukið starfslið. Alfreð Gislason hafði þá borið fram tillögu um að fengnar yrðu frekari tillög- ur bamavemdarnefnd.ar um starfsliðsþörfina,v en Birgir I. Gunnarsson hefði bent á að bamavemdarnefnd bagaði ekki einungis starfsliðsleysi heldur og s'kipulagsleysi þessara mála og bar hann síðan fram þá til- lögu um nefndarskipunina sem síðan var samiþykkt sambljóða í borgarstjóminni. — Ég vil ekki væna Birgi, sagði Adda Bára ennfremur — um að hann hafi ætlað það citt með til- löguflutningi sínum að koma í veg fyrir samþykkt fyrrncfndr- ^ ar tiliögu Alfreðs Gíslasonar, en framkvæmdin hefur orðið sú að skipulagsleysið í barna- verndarmálunum ríkir enn og starfslið barnavemdarnefndar er aðeins 5 manns en þyrfti sennilega að vera yfir 20. Kristján Gunnarsson skóla- stjóri var af íhaldsins hálfu látinn mæla gegn tillögu Öddu Bám Sigfúsdóttur og flytja frávísunartillögu. Viðurkenndi hann að ekki hefði verið hald- inn fundur í umræddri nefnd í alllangan tíma. eins og hann orðaði það, en hinsvegar mætti segja að unnið væri áfram að málinu, þar sem yfir stæði skýrslusöfnun af hálfu nefnd- arinnar. Taldi hann líklegt að tillögur nefndarinnar gætu legið fyrir í janúar eða febrúar n.k. Adda Bára sagði að atfhugun nefndarinnar á þvi, hversu mörg börn kæmu til fleiri en einnar stofnunar borgarinnar sem um barnaverndarmál fjall- aði væri sjálfsögð skýrslugerð, en hún lagði jafnframt áherzlu á að alls engrar rannsóknar væri þörf áður en nefndin skil- aði tillögum sínum. Alfreð Gíslason benti á að öllum bæri saman um að bamaverndarmálin í borginni væru í ólestri og jafn.framt væru menn sammála um, að brýnasta nauðsynjamálið væri nú að. bæta starfsaðstöðu barnavemdamefndar Reykja- víkur og auka starfslið hennar. Um þetta hefði nefnd sú sem skipuð var að frumkvæði borg- arstjómar getað skilað tiUög- um á . skömmum tíma, enda tíðkaðist það mjög að nefndir sem falið væri ákveðið verk- efni, afgreiddu þau í áföngum, skiluðu tillögum og greina.r- gerðum um ákveðna hluta verkefna sinna jafnskjótt og hægt væri. Þetta hefði um- rædd nefnd átt að gera að því er varðar starfsliðsskort bama- vemdarnefndarinnar. Einar Ágústsson bar fram tillögu um að nefndinni yrði gert að skyldu að skila tillög- um sínum í síðasta lagi 1. marz 1966. Kristján Gunnarsson tók undir mál Alfreðs að nauðsyn- legt væri að auka starfslið barnaverndarnefndar. Geir borgarstjóri Hallgríms- son betmmbætti frávísunartil- lögu Kristjáns og svo breytt var hún samiþykkt að umræð- um loknum með 9 fhaldsat- kvæðum gegn 4. Námskeii fyrir frvsfi- húsaverkstjóra nýlokió ekki vegna anna á síldarvertíð. Þessi nýjung í starfsemi Verk- fyrir frystihúsaverk- stjórnarnámskeiðanna hefur vegum Verkstjórnar- mælzt mjög vel fyrir og verður Dagana 28. október til 24. nóv- ember sl. var haldið sérstakt námskeið stjóra á námskeiðanna. Verkstjórnarnám- skeíðin sem haldin eru sam- kvæmt sérstökum lögum frá 1961 hafa nú starfað á fjórða vetnr og var hér um að ræða 13. nám- skeiðið, sem haldið er, oe jafn- framt fyrsta sérnámskeiðið, shr. reglugerð við áðurnefnd lög. Með þessum hóp hafa “amtals um 200 verkstjórar sótt námskeiðin. Námskeið þetta, sem var fjög- urra vikna námskeið með 148 kennslustundum. var skipulagt í samráði við sérfræð'nga Sölu- stefnt að því að efna til sér- námskeiða fyrir fleiri atvinnu- greinar, eftir því sem óskað kann að verða og aðstæður leyfa. Til viðbótar þeim tveimur nám- skeiðum, sem þegar hafa verið haldin á þessum vetri, er gert ráð fyrir að tvö almenn verk- st.iórnarnámskeið verði haldin síðar í vetur. Ákveðið er að hið fyrra hefiist mánudaginn 7. febrúar n.k.. og er skráning þátttakenda þegar hafin. Nám- skeiðin eru starfrækt í Iðnaðar- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og málastofnun Islands, sem veitir Siávarafurðadeildar Sambands allar nánari upplýsingar. fs'l. samvinnufélaga. Helztuí>~ námsgreinar voru: verkstjórn. vinnuhagræðing, ýmis hagnýt atriði fiskiðnfræði, ákvæðisvinna, vinnuheilsufræði og rékstrar- hagfræði. Kennarar og fyrirles- arar á námskeiðinu voru alls 15, sérfræðingar í ýmsum grein- um. Jafnframt kennslúnni voru skípulagðar heimsóknir í stofnan- ir og fyrirtæki, sem annast fyrir- rí„0iðslu og þiónustu í bágu fisk- iðnaðarins. Þátttakendur von, frá eftirfarandi stöðum: Ólafsvftí Grafarnesi. Patreksfirði, Bíldu- dal, Hólmavík. Sauðárkróki, Akureyri, Þórshöfn, Þorlákshöfn, Sandgerði. Kéflavík. Hafnarfirði og Reýkiavík. Skráðir þátttak- endur frá Austurlandi mættu Tiikynning í Varsjárblaðinu „Polity:ia‘‘: „Það er á mis- skilningí byggt, að halda það, að það sén hnefaleikamir ein- ir, sem ógna lífi og limum íþ'róttamannsins. Hinn hálf- fimmtugi Edward Manusz frá Siemianowice var kjálkabrot- inn í skák. Þegar hann mátaði andstæðinginn hljóp hann hæð sína í loft upp af ánægju, hrasaði og rakst á borðbrún með áðurnefndum afleiðingxim“. Árin sem aldrei gleymast, síðara bindið er komii út Haraldur Böðvarsson. hann ríka áberzlu á að leiða í ljós áhrif breyttra aðstæðna þjóðfélaginu og í umheiminum á mótun og athafnir hins þjóð- kunna skörungs." Bókin er 382 bls. og eru henni fjölda mynda af fjöl- skyldu Haraldar, íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Innbrot í íbúð og í biðskýli Aðfaranótt sl. föstudags var framið innbrot í biðskýlig að Sogavegi 1 og stojið þaðan sæl- gæti. vindlum og vindlingum fyrir um 3000 krónur. Þá var lögreglunn; tilkynnt um þjófnag úr íbúg í fyrra kvöld. Var það að Engihlíð 6. Ung stúlka sem býr í herbergi í kjallara hússins varð vór við það er hún kom heim til sín úr vinnu um kl. 8 um kvöldig að farið hafð; verið inn um glugga á herberginu og hafði þjófurinn haft á brott meg sér ferðavið- tæki og sex þúsund krónur peningum. — Lögreglan hefur handtekið mann sem hún hefur (grunaðán um ag hafa verið þa/oa að verki og ®r nvél he«s i rannsókn. Skuggsjá hefur gefið út nýja bók eftir Gunnar M. Magnúss, annað bindi ritverksins „Árin sem aidrei gieymast“ og fjallar þetta bindi um Island og fyrri heimsstyrjöld. Fyrra bindi rit- verksins — um síðari heims- styrjöldin,a — kom út í fyrra haust og varð ein af metsölu- bókunum fyrir síðustu jól. Þessi nýja bók Gunnars M. Magnúss er stór í sniðum, um 360 síður lesmáls. auk all- margra myndasíðna. I formála bókarinnar greinir höfundur- in* frá aðalheimildum sinum, en segir auk þess m.a.: ,,Rit þetta fjallar um ísland á tíma- bili fyrri heimsstyrjaldarinnar, 1914—1918. Er saga Islands & þessum árum rakin hér að nokkru, en í baksýn er jafnan hinn ægilegi hildarleikur. Þessi ár eru fyrir margra hluta sak- ir eitt stórfelldasta tímabil þjóðarsögunnar á þessari öld. Til eru skráðar heimildir um flest þau mál, sem ritið fjallar um. Þær er að finna í bókum og bæklingum, blöðum og tímaritum, skýrslum og bréf- um, en samfelld saga tímabils- ins hefur ekki verið dregin saman áður.“ Bókin skiptist í 22 megin- kafla og hefst á frásögn af morði hertogahjónanna í Sara- jevo í Bosníu. Sagt er frá her- væðingunni miklu í Evrópu .■Aimarið 1914 og firá þeim mikla ótta, sem siló íslenzku þjóðina er heimsstyrjöldin brauzt út, en þegar fréttir um að stríðið væri skollið á bárust til Reykjavíkur var skemmt- unum og jafnvel þjóðhátíð af- lýst, og fólk reyndi að hamstra matvæli í verzlunum og búð- imar tæmdust af nauðsynja- vörum á nokkrum klukku- stundum. Þá er greint frá stjómmálaástandinu innan- lands á þessum tíma, sagt frá w&pgang: Þj óðyeT,ia fyrstu misseri stríðsins og ýtarlega Hannes Hafstein, setur þingið í seinasta sinn sumarið 1914. getið merkra atburða er gerð- ust hér heima á árinu 1915. Þá er frásögn af Islendingum á vígvöllunum, en milli 1200 og 1300 Islendingar voru alls skráðir til herþjónustu, þar af nálega 400 sem fæddir voru á íslandi. Og svona heldur frásögnin á- fram. 1 kafla sem nefnist „Á- fanginn 1915—1918“ er greint frá sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar, þar til fullveldi var fengið 1. desember 1918. 1 löngum kafla, „Styrjöldin í al- gleymingi“, er sagt í stórum dráttum frá hinum heiftarlegu átökum í styrjöldinni, og loks er kaflinn ,.Einbúinn í Atl- antshafi“, en þar greinir frá yfirráðum Breta á Islandi á þessum árum. Sagt er frá ræð- ismanni þeirra. Mr. Cable, frá verzlun og atvinnu lands- manna og frá því, er togararn- ir voru seldir til Frakklands. Þá er sagt frá áróðri herveld- anna á íslandi og gerð grein fyrir því, hvemig umhorfs var hér í styrjaldarlok og hvernig Islendingar litu á þennan hild- arleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.