Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. áesember 19e5 — ÞJÖÐVTLJINN — aiÐA 2 Vietnam THOROLF SMITH THOROLF SMITH, höfundur þcssarar bókar, er landskunnur blaða- og útvarpsmaður. Hann hefur áður skrifað tvacr mcrkar bækur í þessum bókaflokki: Ævisögu Abraham Lincolns, árið 1959, og Ævisögu John F. Kennedys, sem kom út haustið 1964. Eins og áður, hefur staðgóð scguþckking höfundar komið honum að góðu haldi við samningu þcssarar bókar, sem byggð er á traustustu heimildum. THOROLF SMITH WINSr GHURC ON TILL WINSTON CHURCHILL Líf og starf Winston Churchills var ævintýri líkast. Hann hefur oft verið nefndur „maður aldarinnar". Churchill þjónaði sex þjóðhöfð- ingjum, bjargaði landi sínu, og raunar vest- rænni menningu, á örlagastundu með óbifandi festu, kartmcnnsku og kjarki. Hann andaðist á tíræðisaldri í janúar 1965, dáður og syrgður. Nafn Churchills mun lifa meðan aldir renna og verður aldrci afmáð af spjöldum sögunnar. I þessari bók er ýtarlcga rakin saga Churchills, uppruni, æskuár, menntun, fjölskyldulif, — enn fremur starf hans sem blaðamanns, rit- höfundar og stjórnmálamannns um sjö ára- tuga skeið. Hér koma við sögu flest stórmenni Evrópu og Ameríku síðustu 70 árin. Ævisaga Winston Churchills er stórbrotin saga mikil- mennis. — Bókina prýða yfir 100 Ijósmyndir. ■■■■■■■■■■■■■■■■■ Yíða hörð áhlaup skæruliða í gær SAIGON 6/12 — Skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suður-Vietnam gerðu í dag víða hörð áhlaup á stöðvar Bandaríkjamanna og Saigonhersins, eftir u.þ.b. viku hlé á meiriháttar. vopnaviðskiptum. Harðasta viðureignin átti sér stað á gúmmíekrunni um 60 km frá Saigon þar sem skæruliðar stráfelldu tvo herflokka Saig- onstjórnarinnar fyrir nokkrum dögum. Þar sátu þeir í dag fyrir bandarískum herflokkum og er sagt að mikið mannfall hafi orðið í liði Bandaríkjamanna. Þeir segjast hins vegar hafa fellt 200 skæruliða. Skæruliðar réðust einnig á fjögur virkj Saigonhersins öll innan við 25 km frá höfuðborg- inni. Setulið Saigonstjómarinn- ar á einum stað fyrir sunnan borgina er sagt hafa Qrðið fyrir miklu manntjóni. í Quang Ngai-fylkj í norður- hluta landsins hefur verið bar- izt um þrjú þorp sem skæru- liðar náðu á sitt vald. Banda- rískir landgönguliðar börðust með Saigonhermönnum og er sagt að skæruliðar hafi verið hraktir aftur úr einu þorpanna. Manntjón er einnig sagt mikið í þessum bardögum. Ekkert lát er á loftárásum á Norður-Vietnam. Síðasta sólar- hring var farið i 21 árásarferð og sprengjum varpað á sam- gönguleiðir milli Hanoi og Kina. Svíar eru ósammála Dönum um S-Afríku STOKKHÓLMI 6/12 — Sænska stjórnin ákvað í dag að fara ekki að dæmi þeirrar dönsku sem ákvað fyrir helgina að taka upp einbeittari stefmi gagnvart Suður-Afríku og greiða atkvæði á þingi SÞ með tillögu Asíu- og Afríku- ríkja um refsiaðgerðir gegn henni. Tillaga Asíu- og Afríkuríkj- anna um refsiaðgerðir er miðuð við 7. kafla stofnskrár SÞ og skuldbindur því aðildarríki sam- takanna til refsiað'gerða ef hún verður samþykkt eins og telja má líklegt. Norðurlönd hafa fram að þessu haft samstöðu í Suður-Afríku- málinu. eða þar til Danir skár- ust úr leik, Þau hafa ek-ki sagzt vera andvíg refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku. en ekki viljað greiða þeim atkvæði vegna þess að vafasamt væri að Þær myndu bera tilætlaðan árangur. Þessi tvískinnungur hefur vakið mikla óánægju margra á Norðurlönd- um, ekki sízt innan flokka sósíal- demókrata og hefur þeirrar óá- nægju einnig gætt mjög í Sví- þjóð. Ákvörðun sænsku stjórnarinn. ar var tekin eftir þriggja klst. sérstakan ráðuneytisfund og sam- ráð við forystumenn stjórnar- andstöðuflo;kkanna. Nilsson utan. ríkisráðherra sagði að fulltrúi Svía á þingi SÞ myndi gera grein fyrir afstöðu sænsku stjómarinn- ar áður en atkvæði verða greidd um tillögu Asíu- og Afríku- ríkjanna. Sænsku stjóminni höfðu bor- izt tilmæli frá 129 framámönn- um sósíaldemókrata í Stokk- hólmi um að styðja tillöguna og málgögn flokksins ..Stockholms- Tidnimgen“ og ,,Aftonbladet“, höfðu fagnað afstöðu Dana. Allt hefur gengii ai óskum í Gemini HOUSTON 6/12 — AUt hefur gengið að óskum í síðasta mann- aða geimfari Bandaríkjanna, Gemini 7., sem skotið var á braut á laugardagskvöld, en truflanir á sambandi við stöðvar þær á jörðu niðri sem fylgjast með ferðum þess gerðu það að verkum í dag að fresta varð ýmsum tilraunum sem fyrirhug- aðar höfðu verið. Geimfömnum Frank Borman og James Lovell líður ágætlega, einkum þó Lovell sem fékk í dag, fyrstur bandarískra geim- fara, að fara úr geimfarabún- ingnum og vera í nærfötunum einum nokkra stund. Margir sovézku geimfaranna hafa áður getað fært sig úr geimbúningum sínum. 1 dag hafði verið ætlunin að Forsetakosningar Framhald af 1. síðu. enda þótt skoðanakannanir rétt fyrir helgina hefðu gefið til kynna að de Gaulle myndi ekki fá helming atkvæða. Blöð bæði vestan hafs og austan telja að úrslitin hafi verið mikið áfall fyrir de Gaulle; nú hafi sann- azt að hann sé ekki ósigrandi. skjóta á loft Minuteman-flug- skeyti frá Vandenberg-stöðinni í Kaliforniu og áttu þeir Borman og Lovell að fylgjast með ferð- um þess. Hætta varð við það eldflaugarskot. í tilraunastöðinni á Kennedy- höfða er haldið áfram undir- búningi að því að skjóta Gemini 6. á loft næsta mánudag, en ætlunin er að láta geimförin tvö mætast á braut í geimnum þóft ekki verði reynt að tengja þau saman. Forvaxtahækkun WASHINGTON 6/12 — Stjórn seðlabanka Bandaríkjanna, Fed eral Reserve Board, hækkaði dag forvexti sína um hálfan af hundraði, upp í 4V2 prósent Þessi hækkun sem ákveðin var þvert ofan í ósk Johnsons for- seta mun hækka allan fjár magnskostnað í Bandaríkjunum og er henni ætlað að draga úr fiárfestingu og þannig hafa hem il á verðbólgu sem bankastjórn- in telur að stafa muni af stór auknum kostnaði Bandaríkjanna vegna stríðsins í Vietnam. 1 Leiðtogar kommúnista og sósíaldemókrata í Frakklandi, Waldeck Rochet og Guy Mollet, á einum kosningafundanna. Kosningar í Frakklantfí U~ rslit forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudaginn komu á óvart, þótt skoðana- kannanir undanfarnar vikur hefðu bent til þess að fylgi de Gaulle færi þvarrandi. Áður en kosningabaráttan hófst fyrir mánuði þegar de Gaulle loks tilkynnti framboð sitt höfðu flestir talið að hann myndi sigra með yfir- burðum þegar í fyrri lotu, enda hafði hann látið liggja orð að þvi að hann myndi ekki sætta sig við minna en hreinan meirihluta. að hann myndi telja önnur úrslit van- traust á sig. Þegar á leið og kjördagur nálgaðist var það einróma álit allra sem með fylgdust að vígstaða de Gaulle hefði versnað og fylgi hans rýmað. Skoðanakönnun sem birtist í ,,France-Soir“ á laugardaginn benti til þess að hann myndi aðeins fá 42 prósent atkvæða og reyndist harla rétt. Það verður þvi ekki sagt að atkvæðahlutfall de Gaulle hafi komið mönn- um algerlega á óvart. öðru máli gegnir um. hlut Fran- cois Mitterrands, frambióð- anda vinstriflokkanna. Eng- inn mun hafa búizt við því að hann fengi rétt tæpan þriðjung atkvæða og að að- eins rúmlega tíu prósent myndu skiljn milli hans og de Gaulle. Servan-Schreiber ritstjóri vi'kublaðsins „L’Ex- press“, sem hefur verið Mitt- errand heldur hliðhollt, taldi þannig rétt fyrir kosning- amar að ekki kæmi til greina að hann fengi meira en um fjórðung atkv., þótt hlutfall hans myndi á hinn bóginn varla fara mikið niður fyrir það mark. Þriðji frambjóð- andinn sem máli skipti, Jean Lecanuet, sem studdist við miðflokkana og íhaldsmenn og byggði kosnineabaráttu sína á gagnrýni á stefnu de Gaulle gagnvart EBE og Nato, hlaut talsvert meira fylgi en honum hafði verið ætlað í fyrstu, en þó minna en búizt hafði verið við eftir frammistöðu hans í sjón- varpsáróðrinum sem sögð er hafa verið frábær. Telja má nær víst að Lecanuet hafi dregið til sín verulegan f.iölda atkvæða sem annars hefðu fallið á de Gaulle og þannig jafnvel ráðið úrslitum um það að forsetinn hefur ekki enn verið endurkiörinn. Þar sem enginn frambjóð- enda hlaut hreinan meiri- hluta verður kosið aftur eftir hálfan mánuð og þá milli þeirra tveggja sem flest at- kvæðin fengu. de Gaulle og Mitterrands — með þeim fyr- irvara þó að de Gaulle gefi aftur kost á sér. Annars verð- ur kosið milli þeirra Mitter- rands og Lecanuet. Þótt de Gaulle hafi gefið í skyn að hann myndi draga sig í hlé ef kjósendur veittu honum ekki traust sitt þegar í fyrri lotu. má telja víst að hann brjóti odd af oflæti sínu — og enginn efast um að hann myndi sigra 19. desember. En bótt honum séu tryggð for- setavöld í Frakklandi enn eitt sjö ára kjörtír abil, ef hann kærir sig um, hafa úrslitin á sunnudaginn markað -tíma- mót í frönskum stjórnmálum. Hið mikla fylgi sem Mitter- rand hlaut er vísbending um að vinstrimenn geta starfað saman og náð árangri ef þeir gan,ga til samvinnunnar af einlægni. Með framboði Mitt- errands tókst í fyrsta sinn samvinna milli franskra kommúnista og sósíalista um landið allt, síðan kommúnist- ar voru .settir utangarðs" að kröfu Bandaríkjanna árið 1947. Ýmsir ,,óháðir“ vinstri- menn höfðu vantrú á slíkri samvinnu. töldu að stuðning- ur kommúnista myndi fæla fylgi frá Mitterrand. Hann var sjálfur óhræddur við það og sagði í viðtali við „L’Ex- press“ fyrir kosningamar að hann teldi að ,,fjöldi Frakka léti ekki lengur kommúnista- grýluna á sig fá“. Úrslitin staðfestu þetta álit hans eft- irminnilega og munu því auðvelda frekara samstarf vinstriaflanna framvegis. Þótt of snemmt sé að gera ráð fyrir nýrri Alþýðufylkingu í Frakklandi, hefur sigur hins sameiginlega framb.ióðanda kommúnista og sósíalista greitt fyrir samstarfi þeirra, eins og væntanlega mun koma í Ijós í þingkosnirtgun- um 1967. Það var alltaf vitað að framboð Mitterrands vær aðeins fyrsta skrefið á þeirri braut að sameina vinstriöflin í Frakklandi og ótvíræður sigur hans á sunnudaginn spáir góðu um framhaldið. Sagt er að úrslitum kosn- inganna hafi verið fagn- að x aðalstöðvum EBE í Brussel og að bandarískir ráðamenn fari ékki dult með ánægju sína yfir því áfalli sem þeir telja að de Ganlle hafi orðið fyrir. Sum blöð á vesturlöndum hafa túlkað úr- slitin sem ósigur fyrir utan- ríkisstefnu de Gaulle; fransk- ir kjósendur hafi látið í ljós óánægju sína með þann á- greining sem hann hefur gert innan EBE og Atlanzbanda- lagsins. Sú skýring virðist heldur langsótt. Lecanuet, eini frambjóðandinn sem byggði alla kosningabaráttu sína á því hve hollur harnx væri „vestrænni samvinnu“, hlaut þó ekki meira en tæp- an sjöttung atkvæða. Mitter- rand hefur að vísu gagnrýnt de Gaulle fyrir framkomu hans gagnvart öðum ríkjum, en jafnframt lýst fylgi við það meginsjónarmið að Frakk- ar eigi að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu. Fráleitt er að telja að þau atkvæði sem á hann féllu og eru a.m.k. að helmingi til komin frá kommúnistum séu ,,vest- rænni samvinnu“ til fram- dráttar. Það er hætt við að andstæðingar de Gaulle í Brussel, Washington og Bonn hrósi happi of snemma. Fréttaskýrandi brezka út- varpsins benti réttilega á það í gær að de Gaulle hefði aldrei verið erfiðari viðfangs eða harðari í hom að taka en begar á móti blés. Það máttu beir sanna á stríðsárunum, Churchill og Roosevelt. og á bvi munu aðrir fá að kenna á næstu árum. ef hann verð- ur enn húsbóndj í Elysée- höllinni rim ræstu inl — ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.