Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. desember 1965. Bandaríkjamenn hafa nú gert teiknimynd af Bítlunum og þykir vel hafa tekizt. Þeir kumpánar eru sagðir þvæiast hver fyrir öftrum á listilegasta hátt og kcppast við að segja brandara, en bak við þetta allt hljómi þekkt og vinsæl Bítlalög. Myndin er úr teiknimyndinni og ekki er því að neita: Þeir Iíta vel út. Spanskreyrinn enn í gildi / skólum! Allt virðist nú benda til þess, að spanskreyrinn verði enn langa hríð viðurkenndur sem agatsski í dönskum skólum. í,Spanskreyrsnefnd'“ hefur und- anfarið starfað á vegum menntamálaráðuneytisins og meirihluti nefndarmanna vill ekki banna þessa tegund lík- amlegrar refsingar í skólum landsins. Segir í ályktun nefnd- armeirihlutans, að ekki megi banna spanskreyr í skólum vegna þess, að „hætta sé á því, að nokkur böm muni reyna að ögra kennaranum, í fullvissu þess, að ekki megi „hreyfa“ við þeim“. Minnihi. nefndarinnar, undir forustu þingmannsins Wilhelm Dupont, sem tekið hefur mál þetta upp, er hinsvegar á öðru máli. Nú er það ékki í öllum skólum landsins, sem spansk- reyrinn er leyfilegur,' og f Kaupmannahöfn var hann bannaður fyrir u-m það bil 15 árum. Þar sem hann er í fullu gildi, má lögum samkv. slá 3 högg á afturendann. Nefndin segir frá því, svona í framhjá- hlaupi og sem í réttlætingar- skyni fyrir afstöðu sinni að þetta „agatæki“ sé mjög lítið notað í dönskum skóhim, og sumir skólamir eigi ekki einu sinni spanskreyr! Þjóð verji se/ur Kín verjum bundurískur flugvélur! Vestur-þýzki vcvpnakaupmað- urinn Hansjoachim Seidens- ehnur selur um þessar mundir bandarískar flugvélar til Indó- nesiu og Kínverska alþýðulýð- veldisins. Auk þess ætlar hann að semja við kínversku stjórn- ina um sölu á 160 lesta hrað- bátum frá Vestur-Þýzkalandi. Seidenschnur þessi er alþekkt- ur vopnasali og hefur nýlega rætt viðskiptamál við tvo indó- nesíska hershöfðingja í Bang- kok. — Og þaðan liggur svo leiðin til Peking. Það er vestur-þýzka blaðið „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“, sem frá þessum viðskipt- um skýrir, og virðist hér feng- inn einn vitnisburður þess, að bissnes sé bissnes, jafnvel þótt rauðu djöflarnir í Kína eigi í hlut. Eftir ýmislegum króka- leiðum hefur Seidenschnur tekizt að komast hjá ákvæðum Atlanzhafsbandalagsins, sem banna vopnasölur ti-1 sósíalist- ísku ríkjanna. Oriög konu... Síðari hluta dags, þann 22. október, voru gefin sam- an í hjónaband 24 ára gamall vélfræðingur og 23 ára göm- ul kona, nýsloppin úr einu Lundúnafangelsinu. Hjóna- vígslan fór fram í kyrrþey að ósk brúðarinnar — nú- verandi frú Levermore, sem betur er þekkt undir nafninu Christine Keeler. Það var þessi sama Christine Keeler, sem með sambandi sín.u við Profumo hermálaráðherra gerði ihaldsstjóm Macmillans einum ráðherranum fátækari og vakti a'lheimsathygli á siðspillingu enskrar yfirstétt- ar. I þann tíð voru ensk blöð yfirfull af Christine Keeler, ,„símavændisstúlkunni“ og „glæfrakvendinu“. Nú segja þessi sömu blöð, að frú Lev- ermore sé „hamingjusöm", sjái ekkert nema eiginmann sinn, fari sjaldan út, en sinni húsverkum og langi til að eignast börn . . . Hvernig er þessi kona í raun og veru? Enda þótt hún hafi orðið fræg að endemum, er líf henn- ar að nokkm svipað og þús- unda kvenna annarra í V- Evrópu og Ameríku. Bamæska Christine Keeler leið í ömurlegum heimi ~fá- tækrahverfanna. Faðir henn- ar yfirgaf móður hennar skömmu eftir að barn þeirra fæddist. Ein og yfirgefin, fé- laus og með barn til að ann- ast og hirða um, fann frú Keeler hæli í ónýtum strætis- vagni, sem skilinn hafði verið eftir til að grotna niður á bökkum Thamesárinnar. 15 ára gömul fékk Chnstine vinnu sem fyrirsæta. Sextán ára gömul hitti hún banda- rískan flugmann. Þeim fædd- ist barn, flugmaðurinn hafði sig skjótlega á braut og bamið dó. Ekkert fé, engin vinna. Christine lenti á göt- unni. Það eru fleiri konur en hún, sem hafa orðið fyrir svipuðum örlögum: Franska söngkonan fræga, Edith Piaf, segir í endurminningum sín- um frá því, að sautján ára Keeler að aldri hafi hún gerzt götu- skækja eftir að hafa misst bæði mann sinn og bam, heimili og atvinnu. A” rið 1959 lauk svo sultar- dögum Christine Keeler. Einn daginn var hún tekin heim til Stephens Wards, tízkulæknis, sem aflaði skemmtikvenna fyrir yfirstétt- arvini sína og kunningja. Eins og fram kom síðar við réttarhöldin, var Christine að- eins leikfang hinna ríku og mestur hluti þess fjár, sem hún aflaði á þann hátt, hvarf í vasa dr. Wards. Haustið 1963 undi einn helzti aðdáandi hennar, John Profumo, sér í friði og spekt í garði sínum sem ilmaði af blómum. Á þeim tíma hentu virðulegir borgarar fúleggjum í Christine og hrópuðu að henni ókvæðisorðum, þegar hún var flutt í fangelsi. Christine býr nú í Berkshire með eiginmanni sínum. Hún sagði við blaðamenn: „Ég þrái það heitast, að gleyma því liðna og byrja nýtt líf, sem venjuleg hús- móðir. Ég bið þess, að fólk lofi mér nú að lifa í friði. Ég hef breytt um hárgreiðslu til þess að fólk þekki mig ekki,“ Að sjálfsögðu er fortíð frú Levermore henni ekki til neinnar sérstakrar sæmdar. En það má vera hverjum manni ljóst, að það er ekki við hana eina að sakast um það, hvert líf hennar hefur verið til þessa. Patterson Patterson dóleiddur viku fyrir bardagann! Frá því hefur nú verið skýrt, að Floyd Pattcrson hafi verið dáleiddur fyrir keppni sína við hnefaleikameistarann Cass- fus Clay. Sá heitlr .Tohnny Alladin, sem dálciðsluna framdi. Alladin hcfur skýrt svo frá, að hann hafl haft Patterson til umsjár rúmlega vikutíma fyrir keppni. Hann bætir því þó við, að Patterson hafi ekki verið undir dáleiðslu- áhrifum, þegar hann mætti Clay í hringnum! Ný mynd eftir Thorvaldsen var uppgötvnð í Leningrad í Listasafninu í Leningrad hefur nýlega verið gerður merkilegur fundur. Það hefur komið í ljós, að marmara- brjóstmynd af konu, sem safnið á í eigu sinni, er gerð af Berthel Thorvaldsen sjálfum. Fram til þessa hafa menn ekki vitað, hver listamaðurinn var, sern gert hafði myndina. Svo var það listfræðingurinn Zinaida Zarets- kaja, sem komst að hinu sanna í málinu, en hún er sér- fræðingur í höggmyndalist Norðurlanda. (— Novotis) Þessi umrædda brjóstmynd sýnir tmga konu klædda blússu með stuttum ermum, hárið er vafið upp og lokkar falla um kinnamar. Talið hafði verið, að myndin ætti að sýna Elísabet Mihajlovna, dóttur Mihails stórfursta, sem aftur var son- ur Páls keisara fyrsta. Samanburður. Þegar Zinaida Zaretskaja tók að rannsaka þetta mál, bar hún fyrst vandlega saman marm- aramyndina og málmstungu- mynd af Elísabetu Mihajlovna. — Þeim svipaði ekki saman! Svo bar hún marmaramyndina saman við aðrar myndir, m.a. af móður Elízabetar Mihajl- ovna, sem hét Jelena Pavlovna. Og nú hafði listfræðingurinn heppnina með sér, myndunum svipaði verulega saman. Talin glötuð. En það sem kom listfræð- ingnum á rétta sporið var það, hve mjög svipaði saman tækni og gerð þessarar marmara- myndar og hinnar þekktu myndar Thorvaldsens af Oster- man-Tolstoj, sem einnig er að finna í Listasafninu í Lenin- grad. Zinaida Zaretskaja sá það af skrá yfir verk Thor- valdsens, að 1829 hafði mynd- höggvarinn gert gipsmynd af Jelenu Pavlovna, dóttur Páls Friðriks, sem var prins af Wurtemberg. Sú mynd hefur svo verið fyrirmynd af marm- aramyndinni, sem talin var glötuð. Næsta skrefið. Næsta skrefið var svo það að bera saman marmaramynd- ina og ljósmynd af gipsmynd- Thorvaldsen irmi, sem fengin var frá Thor- valdsens Museum í Kaup- mannahöfn. Og þar með var vissan fengin og ágizkanimar höfðu fengizt staðfestar. Zina- ida Zaretskaja skýrir svo frá, að Jelena Pavlovna hafi oft- lega ferðazt erlendis heilsu sinnar vegna og meðal annars oft dvalið í Róm. Thorvaldsen bjó einnig um þessar mundir og starfaði í borginni eilífu, og frá þeim tíma er marmara- myndin í Leningradsafninu. GULLKJ OLURINN eftir DESMOND BAGLEY hefur selzt upp á skömmum tíma, hvar sem hún hefur komið út, enda segir hinn fádæma vinsæli ALISTAIR MACLEAN um hana að hún hafi alla höfuðkosti spennandi skáldsögu og standi meðallagsbókum Iangt um framar. Höfundurinn hafi til að bera „frábæra skarpskyggni, tæknilega hugvit- semi“ og „nákvæma sérþekkingu“ á sjómennsku. GULLKJÖLURINN er bezta jólabókin handa þeim, sem unna spennandi og ævintýralegum sögum. LESIÐ GULLKJÖLINN -- GEFIÐ GULLKJÖLINN —SUÐRI— Tyrkja til vandamál Fjöldaflutningur Svíþjóðar orðið Svíþjóð hefur nú fengið nýtt innflytjendavandamál. Samtímis því sem sænsk yfirvöld reyna að leysa þann vanda hvemig snúast skuli við fjöldainnflutningi Júgó- slava í landið, hefur flóð af Tyrkjum skapað nýtt vanda- mál. Undanfama þrjá-fjóra mánuði hafa eitthvað um 1.000 Tyrkir ratað veginn til Svíþjóðar og að sögn yfir- valdanna koma til landsins tíu Tyrkir að meðaltali á dag. Líkt og flestir Júgóslavam- ir hafa Tyrkirnir flestir aðeins ferðamannavegabréf og far- miða aðra leiðina. Þeir halda það, að þeir fái góða vinnu, en reyndin er sú, að þeir verða að bíða nokkra mánuði og standa frammi íyrir óþægileg- um húsnæðisvandamálum A síðustu mánuðum hafa nokkur þúsund Júgóslavar lagt leið sína til Svíþjóðar, og þess- ir óskipulögðu mannflutningar urðu þess valdandi, að Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Svia, sá sig neyddan til þess er hann heimsótti Júgóslavíu, að hvetja þarlenda menn til þess í sjón- varpi og ötvarpi að koma ekki til Svíþjóðar fyxr en þeir hefðu fengið atvinnuleyfi og vissu fyrir húsnæði. Tyrkir. Straumurinn aí Tyrkjum er nú orðinn svo mikill, að sænsk yfirvöld hafa séð sig nauðbeygð til þess að hefja upplýsinga- starfsemi í Tyrklandi um for- sendur þess að flytjast til Sví- þjóðar. Flestir þeir Tyrkirj er til landsins koma, lenda í þeim atvinnugreinum, þar sem lægst eru launin, svo sem á veitinga- stöðum og hótelum, en þriðji hluti starfsmanna í þeim at- vinnugreinum er nú útlend- ingar. Engu að siður h#tur þeim að Ifka visön vel, þvi' stöðugt koma fleiri og fleiri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.