Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Blaðsíða 5
1 Þrföjwðagur 7. desemfoer 1965 — Þj<3ÐVí1:jINN — StDA g Karvina-helmsóknin: Reykjavíkurliðið þakkaði fyrir sig og sigraoi í fyrsta leiknum í íþróttahöllinni með 23:20 □ Það var hátíðlegt augnablik þegar hinír ágætu tékknesku handknattleiksmenn og ges’tir Fram, ásamt úrvalsliði Reykjavíkurborgar gengu inn í hina nýju, glæsilegu íþróttahöll, albúnir þess að leika fyrsta leikinn þar. — Langþráð augnablik öllum handknattleiksmönnum og unn- endum handknattleiksins, sem er stór hópur, var að renna upp. Iþróttamennirnir röðuðu sér upp á hinum fyrsta löglega handknattleiksvelli hérlendis, en um 2300 áhorfendur höfðu komið sér fyrir á áhorfenda- pöllum. Áður en leikurinn hófst flutti Jónas B. Jónsson stutt á- varp, en hann er formaður byggingamefndar Lýsti með fárum orðum þessum áfanga sem náðst hefði, og gat þess að endanleg vígsla myndi verða síðar, þegar byggingunni væri lokið. Kvaðst Jónas vona að hús þetta yrði Iyftistöng öllum þeim sem það þyrftu að nota hvort sem það væru íþrótta- menn eða atvinnuvegir lands- manna o, fl. Þá flutti Geir Hallgrímsson borgarstjóri stutt ávarp og lýsti að lokum Höllina opnaða til notkunar. Borgarstjórinn af- henti og fyrirliðum beggja liða fána með merki Reykjavíkur- borgar til minningar um þenn- an sogulega atburð. Fékk at- höfn þessi mikið lófatak áhorf- enda Hörður Kristinsson skorar fyrsta markið. Eftir að leikm höfðu skipzt á smágjöfum hófu Reykvík- ingamir leikinn og eftir skamma stund er Hörður Krist- insson i allgóðu færj og skorar fyrsta mai'kið. sem skorað er í þessu nýja húsi. Og ekki leið löng stund þar til Gunnlaugur skaut nokkuð óvænt og fékk markmaður ekki við ráðið. 2:0 fyrir Reykja- vík, góð byrjun. Tékkar sækja allfast en þeim gengur ekki sérlega vel að ná saman. Á 5. mínútu er dæmt vítakast á Reykjavíkur liðið, sem var að vísu dómur í strangara lagi, en Þorsteinn í markinu ver skotið með mikilli prýði. Var þetta uppörfun fyrir liðið en vafalaust að sama skapi það gagnstæða fyrir gestina. Enda virtust þeir heldur miður sin næstu mínútumar. Þeim tókst þó að skora fyrsta mark sitt á sjöundu mín- útu og var það Bielický og rétt á eftir tekst Konrád að jafna úr au’kakasti við punkta- línú, en Þorsteinn virtist ekki við búinn í markinu. Nú gera Reykvíkingar 4 mörk í röð, og gerði Hörður það fyrsta. með skoti yf ir. Næsta mark skorar af línu Karl Jó- hannsson, fann smugu og skaut þar í gegn og hafnaði knötturinn í netinu. Enn átti Hörður gott uppstökk og skaut þaðan óverjandi fyrir mark- manninn, 6:2. Voi-u nú liðnar um 13 mínútur af leik. Þá bæta Tékkar við tveim mörk- um i röð. Fyrst Klimcik með góðu skoti af línu og síðan Ranik með skoti í gegn. Hörð- ur bætir enn við úr víti og stuttu síðar eykur Guðjón töl- una upp í 8:4. En bæta gest- imir við, þeir Ranik og Biel- ický 8:6. Karl er kominn inn á línu í öðru hominu, og mark- maður ætlar að hlaupa móti honum, en Karl var ekki í vandræðum og lyftir mjúklega yfir markmanninn og knöttur- inn dettur inn í markið. Tékkar kunna þessu greini- lega ekki sem bezt, að ná ekki betri tökum á leiknum, og þeim tekst ekki að ná tökum á mótherjunum svo bilið helzt nokkuð svipað. Þegar liðnar voru 22 mínútur stóðu leikar 10:7. Hafði ‘ Þórarinn litlu áður skorað fyrir Reykjavík, en hinn marksækni Bielický fyrir Tékka. Stefán Sandholt bætir við marki fyrir Reykjavík en Chin- er kvittar fyrir litlu síðar. Hermann skorar tólfta markið með mjög fallegu skoti af línu og ekki leið á löngu þar til Janik skorar af línu. Hörður eykur töluna í 13 úr vítakasti og stuttu síðar skorar Janik með frábærlega skemmtilegu skoti úr öðru hominu, 13:10. Bielický bætir enin við og Hörður skorar síðasta markið fyrir leikhlé úr vítakasti, 14:11. I síðari hálfleik byrjuðu Tékkarnir með miklum ákafa og var sem Reykvíkingarnir væru fcví ekki viðbúnir. Virt- ust þeir heldur gefa eftir og eftir 9 mínútur hafði Tékkum tekizt að jafna 15:15. Hermann hafði skorað eina markið sem Reykjavík tókst að skora á þessum tíma. Konrád, Bielický skoruðu sitt hvort markið, en Chiner 2 í röð. Var ekki laust við að menn væru famir að óttast að út- hald okkar manna mundi vera farið að segja til sín. En Sig- urði Einarssyni tekst að gefa forystu, 16:15, og gengur á ýmsu um áhlaup. Tékkar verj- ast allhárkalega og er dæmt vítakast á þá. Hörður skorar 17:15. En Adam var ekki lengi í Paradís, enn jafna Tékkar og ógna. Voru það Hadrova og Ranik sem það gerðu 17:17. Þetta gerðist á 19. mínútu leiksins. Enn var útlitið heldur slæmt um sigur fyrir Reykja- vík. Karl Jóhannsson hafði til þessa verið eins og alltaf áður vel með í leiknum, en nú var það eins og han.n hefði tekið nær „einkaleyfi" á því að skora mörk fyrir Reykjavík, bví þegar svona stendur skorar hann tvö í röð. 19:17. Enn sýnir Janik listir sínar í horn- skotum og skorar. Hermann hafði. er á leikinn leið, látið skemmtilega að sér kveða. og bætir við markatöfluna með skemmtilegu skoti 20:18, og svo sem 5—6 mínútur eftir. Útlitið lagaðist heldur, en sannarlega hefðu hinir mörgu áhorfendur mátt hvetja sína menn meir en þeir g’erðu. Enn er það Karl sem Tékkar átta s.ig ekki á, og óvænt skýt- ur hann í gegn óverjandi 21:18. Tékkar sækja, en það virðist ekki verulegur „broddur“ í sókn þeirra. Þó tekst Hadrova að skora, en Karl er ekki seinn á sér að „kvitta“ fvrir með góðu skoti í gegn 22:19. Tíminn er alveg að verða búinn. svo aðeins óhöpp ættu að valda ósigri Reykjavíkur. Ranik kemst í gott færi og skorar 20. mark Tékka. og tíminn al- veg að verða búinn. Það er brotið á Reykvíkingi, og rétt í bví gefur tímavörðurinn merki um að tíminn sé búinn. Það eina sem má gera er að taka aukakastið, og það verður að Þama liggur knötturinn inni í tékkneska markinu. Myndin er frá leik Tékkanna og Reykjavíkurúrvalsins á laugardag. — Ljósm. Þjóðv. A.K.. fara beint í markið ef árang- ur á að fást. Karli er gefið þetta verkefni, og þrjá metra frá honum er að því er virðist pottþéttur tékkneskur „múr“- veggur. En Karl sá betur, hann eygði smugu rétt sem nam knattarbreidd. og með sinni alkunnu snöggu sendingum þeytir hann knettinum þarna í gegn, en við þessum ,.leka“ var markmaðurinn ekki búinn og knötturinn söng i netinu. Og var þetta fyrsta þolraunin fyrir hvolfbak Hallarinnar hvað snert.ir óp oe fagnaðarlæti á- horfenda! Komust Tékkarnir aldrei í gang? Eftir leik Tékkanna í Há- logalandi móti KR hafði mað- ur búizt við að leikur þeirra myndi verða nokku öðruvfsi á hinu stóra gólfi en tilfellið varð, því að ekki er að draga £ efa að þetta er gott lið. Hraði þeirra naut sín ekki og beir miss.tu knöttinn óþarflega. Þeim tókst betur nú hvað snert- ir leik við línuna og var bar sérstaklega athyglisverður leik- ur Oldrich Janik. sem skoraði skemmtilega þaðan og bá sér- staklega með sínum sérstæðu köstum úr hornum. Langskytt- ur þeirra, þeir Bielický, Chin- er og Ranik voru ágætir bæði í sókn og vörn. I heild var leikur Karviná góður á köflum sérstaklega í bvriun síðari hálfleiks. en samt ekki eins sterkur og maður hefði búizt við. Vera má að mótstaðan sem liðið fékk og þá sérstaklega i byrjun hafi komið þeim á ó- várt, og það getur haft sín alvarlegu áhrif þegar útí leik- inn er komið. Framhald á 9. síðu. FH NÆR SIGRINUM, EN JAFNTEFLI VARÐ 19:19 □ Þetía var bezti leikur Tékkanna til þessa, meiri hraði einkenndi þá nú og má raunar vera að það hafi verið hraði Hafnfirðinga sem kom þeim verulega af stað. Hafnfirðingarnir byrj- uðu þegar með hraða og oft skemmtilegum sam- leik, en þeir voru of gráðugir í að skjóta og skutu í tíma og ótíma og misstu fyrir það knöttinn alltof oft. Þetta er þó vafalaust mik- ilvægur leikrur fyrir FH í sam- bandi við leik þeirra í Evr- ópubikarkeppninni í hand- knattleik sem fyrir dyrum stendur. Leikur þessi var bezti leik- urinn sem leikinn hefur verið í heimsókn þessari, og kemur þar til líflegur leikur Tékk- anna, svo og mjög góður leik- ur FH, allt frá byrjun. Hann var frá upphafi „spennandi“. og tvísýnn að kalla allan tím- ann, og skiptust liðin á um foirystuna. Tékkar byrjuðu að skora þegar á fyrstu mínútu leiksins, og var það stórskyttan Bielický sem það gerði, en mínútan hefur naumast verið liðin þeg- ar örn jafnar fyrir FH. Enn komast Tékkar yfir, en Jón Gestur jafnar 2:2. Þetta held- ur svona áfram, og Geir jafn- ar mjög skemmilega 3:3. Nú komast Tékkar 2 mörk yfir, en öm og Páll jafna á 5:5. Bielický skorar enn og stuttu siðar er dæmt vítakast á Tékka og tekur Páll það, og mark- maður ver, en knötturinn hrekkur til Geirs sem jafnar 6:6. FH-ingarnir leika oft mjög vel, en þeim gengur svo- lítið illa að loka markinu fyr- ir ágangi Tékkanna. Og nú um skeið hafa þeir forustuna í að skora, en Tékkar jafna: 7:7— 8:8. FH-ingar komast nú tvö mörk yfir eða í 10:8, en á 27. mín. tekst Tékkum að jafna á 11:11, en hálfleiknum lauk með 13:12 fyrir FH. Eftir leikhlé ná Hafnfirðing- ar góðum leikkafla og skora þegar í byrjun og sækja hart, én Tékkar eru full harðir og Karl dæmir vítakast, sem Ragnar tekur og markmaður ver. Og uppúr því kemur ann- að víti, og nú reynir Öm en allt fer á sömu leið. Þetta dregur heldur mátt úr Hafn- firðingum, og eftir 11 mínút- ur eru Tékkar búnir að jafna á 15:15. Hafnfirðingar eru þó heldur með frumkvæði en Tékkar jafna 16:16, þá henti það að Hafnfirðingar voru of seinir aftur og Tékkar jafna og aftur eftir misheppnaða sendingu koma&t Tékkar yfir í 17:16, en Páll jafnar með föstu skoti niður við gólf: 17:17, og 12 mín. eftir. Tékkar hafa nú heldur frum- kvæði og með nokkru millibili skorar Bielický tvö mörk í röð 19:17. Útlitið var ekki gott til að sigra, tíminn var að verða búinn, aðeins fáar mínútur eftir. Á 27. mín. er dæmt víta- kast á Tékka, og nú heppnast Páli að skora 19:18, og nokkm síðar eða rétt fyrir leikslok tekst Birgi að jafna 19:19, og þar við sat. Framhald á 9. síðu. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.