Þjóðviljinn - 15.12.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagttr 15. desember 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Zambíustjórn sendir menn
til Moskvu og Washington
Ætlunin að ræða við stjórnirnar þar hvernig bezt
megi verja stífluna og raforkuverið við Kariba
LUSAKA 14/12 — Zambíu-
stjórn ákvað í dag að senda
nefndir manna til Moskvu
og Washington til að
grennslast fyrir um það
hvað stjórnir Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna telja að
gera eigi til að vemda stífl-
una í Zambezi-fljóti og raf-
orkuverið mikla við Kariba.
í tilkynningu sem Zambíu-
stjóm birti seint í kvöld um
þessa ákvörðun sína segir að
tveir helztu ráðherrar henrar
muni verða hvor fyrir sinni
nefndinni. Hún hafi tekið á-
kvörðunina vegna þess að
brezka stjórnin neiti statt og
stöðugt að verða við kröfu
Zambíu um að brezkt herlið
verði sent yfir Zambezifljót
Ródesíumegin landamæranna
þar sem rafQrkuverið er.
Allt frá því að evrópsku land-
nemamir í Ródesíu lýstu yfir
sjálfstæði hefur stjórn Zambíu
krafizt þess af Bretum að þeir
sjáj um að tryggt verði að stjórn
Smiths loki ekki fyrir raf-
strauminn frá Kariba-verinu
sem er sameign iiódesiu og
Zambíu. Slíka tryggingu geta
Bretar ekki gefið nema með
því að láta herlið sitt taka raf-
orkuverið í gæzlu. Bottomley,
samveldismálaráðherra Breta,
hefur hafnað þessum tilmælum
og borið þvi við að hann hafi
ástæðu til að aetla að sprengi-
efni hafi verið komið fyrir í
stíflunni °g kún muni sprengd
í loft upp ef brezkt herlið yrði
sent yfir Zambezifljót.
Ekki sambandsrof
Tekið er fram í tilkynningu
Zambiustjórnar að hún hafi
ekki sem stendur í hyggju að
slíta stjórnmálasambandi við
Bretland, eins og lagt var til
að Afríkuríkin gerðu á fundi
Eitt aðalmálgagn sænskra
krata hættir ai koma út
Tapið á „Stockholms-Tidningen" um 125 milj. kr. á
ári; rætt á þingi um ríkisstyrk til flokkanna
Stíílan, mikla í Zambezi vi'ð Kariba.
skemmstu. Bretum var þá veitt- ( Ástæðan mun vera sú að Har-
ur frestur til 15. þ.m. eða til: old Wilson er væntanlegur á
dagsins á morgun að gera við-Uund allsherjarþingsins á
eigandi og nauðsynlegar ráðstaf- j fimmtudag og hann kynni að
anir til að brjóta stjórn Smiths forherðast í afstöðu sinni í
á bak aftur. Ródesíumálinu ef Öryggisráðið
væri að fjalla um það meðan
hann er staddur á þinginu.
STOKKHÓLMI 14/12 — Stjórn sænska alþýðusambandsins
hefur ákveðið að hætta útgáfu annars af dagblöðum sín-
um í Stokkhólmi, „Stockholms-Tidningens11. Reksturshalli
blaðsins hefur undanfarin ár numið um 15 miljónum
sænskra króna (um 125 milj. ísl. kr.) á ári og horfur voru
á því að hallinn yrði enn meiri á næsta ári.
Rýfur Tanzanía?
Samþykktin í Addis Abeba um
að rjúfa stjórnmálasamband við
Breta var ekkj bindandi og svo
virðist nú sem aðeins Tanzanía
sé reiðubúin til sambandsrofsins
í dag. Afstaða flestra annarra
Afríkuríkja er að veita beri
Bretum eitthvað lengri frest til
að verða við kröfum þeirra um
aðgerðir gegn Ródesíu. Líði
hann án þess að þeir aðhafist
nokkuð má búast við ag þau
fari flest að dæmi Tanzaníu
með þeim afleiðingum að brezka
samveldið liðist sundur og leit-
að verði til annarra aðila til
lausnar Ródesíumálinu.
Enn frestað
Fundi Öryggisráðsins um Ród-
esíu sem kallaður hefur verið
saman að beiðni Kenya og átti
að hefjast í gær en var frestað
til morguns var aftur frestað
í dag. Frestunin var gerð fyr-
Stjórn alþýðusambandsins
hefur því ákveðið að hætta út-
gáfu blaðsins sem hafði í fyrra
að jafnaði 160.000 eintaka upp-
lag frá 1. apríl n.k.
Tilkynningin um þessa ákvörð-
un barst einmitt þegar yfir stóð
á sænska þinginu mikil umræða
urn frumvarp stjórnarinnar um
ríkisstyrk til stjórnmálaflokk-
anna, sem vitað er að ætlunin
er að varið skuli fyrst og fremst
til að bæta upp hallann á rekstri
dagblaða þeirra, enda var upp-
haflega í frumvarpinu gert ráð
fyrir beinum styrk til dagblaða
stjómmálaflokkanna. Samkvæmt
frumvarpinu á að skipta ríkis-
styrknum milli stjórnmálaflokk-
anna eftir kjörfylgi þeirra, og
sósíaldemókratar myndu því fá
bróðurpartinn.
Enn verður reynt i dag að
skjóta Qemiai 6. á braut
þeirra í Addis Abeba fyrir ir beiðni Kenya og Bretlands.
Súkarno sviptir Súbandrio
enn einu aí embættum hans
DJAKARTA 14/12 — Svo virðist
sem Súkarno Indónesíuforseti
hafi enn neyðzt til að láta undan
síga fyrir herforingjunum. Hann
leysti í dag Súbandrio utanrík-
isráðherra úr embætti varafor-
manns hinnar svonefndu stjóm-
ar hemaðaraðgerða (KOTI).
Herforingjamir hafa krafizt
þess síðan uppreisnartilraunin
var gerð 30. september að Súk-
arno yrði látinn gjalda þess að
hann studdi, að sögn þeirra, upp-
reisnarmenn. Honum hefur áð-
ur verið vikið úr stöðu yfir-
manns leyniþjónustunnar.
Samtímis þessu voru birtar til-
skipanir sem boðaðar vom í gær
um ýmsar ráðstafanir til að
reisa við efnahag ríkis'ns. Allir
peningar verða innlkallaðir á
næstu sex mánuðum og skipt
um gjaldmiðil. Nýi miðillinn
verður þús.und sinnum verðmæt-
ari en sá gamli. en haldið verð-
ur eftir tíu nrósent af því fé
sem skipt er. Kaupmönnum
er hótað þungum refsingum fyr-
ir að hækka vömr sínar í verði
eða loka verzlunum sínum. Þeir
sem það gera eiga á hættu að
eignir þeirra verði gerðar upp-
tækar.
Nilsson liggur
heimboð Ungverjð
STOKKHÓLMI 14/12 — Torsten
Nilsson, utanríkisráðherra Svía,
'hefur þegið boð ungversku
stjórnarinnar að koma í opin-
bera heimsókn til Búdapest
fyrrj part næsta árs.
KENNEDYHÖFÐA 14/12 — Á
morgun. miðvikudag, verður en11
reynt að senda geimfarig Gemin1
6. meg þeim Walter Schirra 0g
Thomas Stafford á braut um-
hverfig jörðu og er ætlunin sem
fyrr ag það fari á sömu braut
og Gemint 7. sem hefur verið á
lofti síðan fyrrj laugardag og
geimförin hafi samflot með
nokkurra metra millibili.
Samkvæmt áætlun á geimskot-
ið að verða kl. 12.47 eftir íslenzk-
um tíma og í fjórðu umferðinni
er ætlunin að láta geimförin
nálgast hvort annað, svo að þau
séu komin í samflot kl. 18.26.
Gemini 6. á aðeins að vera einn
sólarhring á lofti, lenda á Atl-
anzhafi fyrir sunnan Bermúda
á fimmtudag.
Á Kennedyhöfða er sagt að
bilunin sem varð á sunnudag-
inn hafi e-kki torveldað tilraun-
Rætt um Vietnam
á
PARÍS 14/12 — Stríðið í Viet-
nam mótaði allar umræður á
fyrsta degi ráðherrafundar At-
lanzhafsbandalagsins í París og
einnig þær verkanir sem það
hefur haft á alþjóðamál og sam-
búð austurs og vesturs. Rusk,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna fór fram á , að batida-
mennirnir í Nato aðstoðuðu þau
í stríðinu í Vietnam með því að
senda þangað lækna, verkfræð-
inga og aðra sérfróða menn.
Því hefur verið haldið fram
að það væru öðru fremur fjár-
hagsörðugleikar ,,Stockholms-
Tidningens" sem ríkisstjórnin
hefði haft í huga þegar hún
bar fram frumvarp sitt. Erlander
forsætisráðherra hefur hvað eft-
ir annað undanfarið varað við
þeirri hættu sem lýðræðinu staf-
aði af því að dagblöð og þar
með skoðanamótunin faarðust á
hendur æ færri aðila.
Aðefns f.jögur eftir
Þegar „Stockholms-Tidningen“
líður undir lok verða aðeins eft-
ir fjögur dagblöð í Stokkhólmi.
Bonniersforlag á tvö þau stærstu.
,,Dagens Nyheter" og , Expressen‘
sem hafa samanlagt 800—900.000
eintaka unplag og auk þess ræð-
ur forlagið yfir um heímingi af
sænsku vikuhlöðunum. Þá er
..Svenska Dagbladet" sem kemur
út á morgnana eins og ,,Dag-
ens Nyheter" og er í einkaeign
og loks „Aftonbladet' sem al-
þýðusambandið á.
Alþýðusambandið keypti fyrir
níu árum „Stockholms-Tidning-
ína sem á að gera á morgun. en ,,Aftonbladet“ af erfingj-
Það kom reyndar ( ljós ag það "J11 eWspytnakóngsms og fjár-
var hinn sjálfvirki varúðarút- g ®L*amannsins Iyars Kreugers,
búnaður sem bilaði, sendi boð j en. voru hlöð sósfaldemókrata-
um að stöðva hreyfla Títan-
flaugarinnar að ástæðulausu.
Annað mál er að síðar kom á
daginn að rykvarnarplasthetta
hafði verið skilin eftir í loftinn-
taki hreyfilsins og hefði það
stöðvað hreyflana tæpum tveim
sekúndum síðar, ef annað hefði
ekki komið til.
eldflaugaskot
MOSKVU14/12 — Frá 16. des-
ember til 1. júni næsta ár mun
flugskeytum verða skatið frá
Sovétríkjunum í mark á nánar
tilte-knu svæði á Norður-Kyrra-
hafi. Tilgangurinn er að reyna
nýtt kerfi til að lenda geimför-
um.
flokksins „Morgon-Tidningen“
og „Aftonposten", lögð niður.
Útgáfa ,,Aftonbladets“ hefur
gengið vel undanfarið og hefur
blaðið verið vettvangur fvr'r hin
róttækari sjónarmið í sósíaldemó-
krataflokknum. Upplag þess er
nú um 300.000.
Margar tilraiinír
Hver tilraunin .hefur verið
gerð af annarri til að bjarga
,.Stockholms-Tidningen“ og hef-
ur verið lagt í mikinn kostnað
til að gera það útgengilegra en
allt hefur komið fyrir ekki. Nú
aðeins fyrir nokkrum mánuðum
var brot bess t.d. minnkað nið-
ur í svokallað tabloid-brot og
skipt var um ritstjórn þess.
Viktor Vinde, einn kunnasti
blaðamaður Svía, sem hafði
verið aðalritstjóri þess síðan al-
þýðusambandið keypti það, lét
þá af því starfi. Það mun einnig
hafa ráðið nokkru um að ,,Stock-
holms-Tidningen“ verður lagt
niður að ágreiningur hefur ver-
ið um pólitíska stefnu þess og
það hefur í ýmsum málum ver-
ið andvígt sjónarmiðum ríkis-
stjórnarinnar, nú síðast t.d. í af-
stöðunni til Suður-Afríku.
I einokunarátt
í umræðunni á sænska þing-
inu í dag minntist Erlander for-
sætisráðherra á ákvörðunina um
að hætta útgáfu , Stockholms-
Tidningens" og sagði að ef ekk-
ert yrði að hafzt myndi stefnt
í átt til einokunar og takmörk-
unar á pólitískum umræðum.
Stjórnarfrumvarp'ð rniðaði að
bví að stöðva bessa þróun og
Erlander bætti við að nú ættn
bær raddir að bagna sem haldi''
hefðu bví fram að frumvarmð
hefði verið borið fram til bcs
ems að bjarga „Stockholms-Tidn-
ingen“.
Enn meirí halli
Forseti sænska albýðusam-
bandsins skvrði frá bví í dag á
fundi með blaðamönnum að ger+
væri ráð fyrir að hallinn á
rekstri biaðsins myndi í ár nema
19—20 miliónum sænskra króna
(tim 160 miljónum íslenzkra) of
hann hefði hækkað um e'np-
tvær miliónir sænskra króna á
næsta ári ef blaðið befði hald’ð
áfram að koma út. Hiuti ..Stock-
holms-Tidningens“ af auglýsinv-
um f Stokkhólmsblöðunum hefð;
frá 1955 minnkað úr 24 próspnt
í 14 og værl bað mesinorsök
bpcs hvernig komið væri.
Sovétríkin viíia
hækkun gullverðs
MOSKVU 14/12 — Talsmaður
sovétstjómarinnar lagðj í dag
til að gull yrði hækkað í verði.
Hann sagði ag gullverðið hefði
verið óbreytt í meira en þrjátíu
ár, þótt verðlag á heimsmark-
aðnum hefði að meðaltali tvö-
faldazt á þeim tíma. Ef gull-
verðig yrðj hækkag myndi það
örva alþjóðaviðskipti, leysa
gjaldeyriserfiðleika þerra landa
sem við þá eiga að stríða og
{losa fjármagn til láraveitinga
handa þróunarlöndunum.
KHÖFN 14/12 — Lík sjö ára
gamallar stúlku. Leila Petersen
frá Tárnby á Amager, sem lög-
regla og hermenn höfðu leitað
a5 í sólarhring fannst í dag í
v" -ub:i á götuhornj á Amager.
Danska stjórnin hætti við
frumvarp um nýjar álögur
KHÖFN 14/12 — Það verða ekki
þingkosningar í Danmörku á
næstunni, eins og horfur höfðu
verið á í gær, þegar í ljós kom
að þingmeirihluti var á móti
frumvarpi sem ríkisstjórn Jens
Ottos Krags hafði boðað um
verðhækkanir á áfen-gi. tóbaki
og benzíni,
Leiðtogi Radikala flokksins,
Karl Skytte, hafði þá lýst yfir
að tíu bingmenn hans myndu
greiða atkvæði gegn hækkunun-
um og hefði stjórnin því orðið
í minnihluta ef gengið hefði ver-
ið til atkvæða og ekki átt ann-
ars úrkcsta en að segja af sér.
Krag forsætisráðherra dró i
dag frumvarpið til baka, og
bauðst til að halda áfram við-
ræðum við stjórnarandstöðu-
flokkana — að Sósíalistíska al-
þýðuflokknum undanskildum —
um ,,heildarlausn“ á efnahags-
vandamálunum. Tilgangurinn
með hinum nýju álögum átti að
vera sá að draga úr verðþensl-
unni með því að minnka fjárráð
almennings um 700 miljónir
danskra króna.
HVER MYRTI KENNEDY?
;
THOMAS C. BUCHANAM
Af öllu því, sem ritað hefur verið um
morð Kennedys forseta, hafa engin skrif
vakið jafnmikla athygli um heim allan
og bók Thomas G. Buchanan, sem hér
birtist í íslenzkri þýðingu. Ber þar hvort
tveggja til: bókin er spennandi aflestrar
eins og æsilegasta sakamálasaga og höf-
undurinn kollvarpar með svo sterkum
rökum opinberum bandarískum kenn-
ingum um morðið að þar stendur nán-
ast ekki steinn yfir steini.
☆ ☆ ☆
Hið hryggilega forsetamorð mun um
langan^ aldur verða mönnum ofarle?a í
huga. í bók Buchanans fá menn mikil-
vægar upplýsingar, sem reynt hefur
verið til hins ýtrasta að halda levndum.
Enginn sá, er vita vill full deili á þess-
um heimssögulega viðburði, ætti því að
láta hana fram hjá sér fara ólesna.
IÐUNN