Þjóðviljinn - 15.12.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1965, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. desember 1W5 — ÞJÓÐVTLJTNN — SÍÐA y bokmenntir Stormur / grasinu - leikrit Listamannaþættir eftir Bjarna frá Hofteigi Bjami Benediktsson frá greinasafnið Sú kemur tíð og . ___ ______________ Hofteigi er löngu landskunnur af öðrum verkum hans mun * ,* Nína' Tryggvadóttir STEINAR OG STERKIR LITIR. Svipmyndir sext- án myndlistarmanna. Skálholt 1965. 262 bls. Það er hreint ekki auðvelt að skrifa um bók eins og það safn listamannaþátta, sem Skálholt hefur nú gefið út. Sextán menn af ólíku tagi, Ijóðskáld, rithöfundar, blaða- menn, listamenn, jafnvel upp- boðshaldarar, skrifa um sext- án myndlistarmenn. Sumar ritsmíðarnar eru sæmilega í- hugaðar greinar, aðrar blaða- viðtöl (þó af skárri gerðinni), í hinum þriðju er farið bil beggja. í sumum er einkum leitast við að draga fram ævi- feril listamannanna með til- heyrandi ættfræði, í öðrum er beðið um trúarjátningu lista- mannsins, í hinum þriðju klæða greinahöfundar sig í virðuleg- an búning dómara. Bókin neit- ar hinsvegar að eignast heild- armynd í vitund manns, hneig- ist til að falla sundur í frum- parta sína. En víst getum við sagt sem svo, að bað sé hentugt að hafa á einni bók persónulegan vitn- isburð allmargra ólíkra lista- manna um viðhorf þeirra til starfs síns og hlutverks. Auð- vitað er eins gott, að lesarinn sé ekki á höttum eftir „sannleikanum" í þeim málum, heldur aðeins eftir upplýsing- um um hvern listamann. Sumir eru enn efins um abstraktið, en flestir álíta það mál löngu út- kljáð. Jóhannes Geir vill segja sögu í mynd, en áðrir' reka „bókmenntalegan“ geranda harðri hendi út úr aldingarði Sígildar sögur frá Iðunni Fyrir nokkrum árum hóf Ið- unn útg. bókaflokks, sem nefnd- ist Sígildar sögur Iðunnar. Þar birtast eingöngu þekktar sögur, sem um langt skeið hafa ver- ið eftirsótt lestrarefni fólks á ýmsum aldri hér á landi. Nú eru komnar. tvær nýjar bækur í þessum flokki: Baskerville hundurinn eftir A. Conan Doyle og Grant skipstjóri og böm hans eftir Jules Verne. Jules Verne er allra rit- höfunda þekktastur og þá ekki s.ízt fyrir þær ævintýralegu bækur sem lýstu ýmsum undr- um tækninnar, er þá voru ekki orðin að veruleika er hann skrifaði. Sagan af Grant skip- stjóra er annars eðlis: Þetta er viðburðarík frásögn af leit Framhald á 9. síðu. Skemmtisaga eft- ir A. MacLean Alistair McLean er dugmik- ill skemmtisagnahöfundur, sem unnið hefur sér fótfes.tu á Is- landi fyrir tilverknað bókaút- gáfunnar Iðunnar, sem hefur gefið bækur hans út hérlendis. Hafa fyrir undanfarin jól kom- ið út fimm bækur eftir hann. og sumar gengið síðan aftur á kvikmyndatjaldinu eins og til að mynda „Byssurnar í Navar- one“. Nú hefur þessi höfundur fengið sjöttu bókina eftir sig á íslenzku. og er hún, sem hinar fyrri, . stóru broti og traustu bandi, enda bera tslendingar ekki virðingu fyrir skemmti- sögum, nema þær séu þannig frá gengnar. Bókin heitir „4 valdi óttans“, og er því lofað á kápusíðu. að hún sé um margt frábrugðin fyrri bókum höfundar og „spenna sögunnar Alistair McLean kyngimagnaðri en nokkru sinni fyrr.“ Andrés Kristjánsson þýddi bókina. Sverrir Ilaraldsson myndlistar. Jóhann Briem telur hæpið að velja sér ómerkilegt viðfangsefni — aðrir telja að val viðfangsefnis skipti engu máli um það, hvort mynd verð- ur góð eða vond. Það er fitjað upp á róman- tískum hugmyndum um að listamaðurinn „verði“ að vera ,,olnbogabarn lífsins“ — en á öðrum stað er rætt af raunsæi um aðbúnað og starfsskilyrði. Og þannig mætti lengi telja. Sem fyrr segir er skemmtilegt að hafa þessi viðhorf öll skjal- fest á einum stað — hin.u ber svo ekki að gleyma, að skrá- setjarar hafa yfirleitt verið helzt til latir við að láta við- mælendur sína nema stundar- körn staðar við ákveðna full- yrðingu, láta þá auka við, fylla út í rammann — því of margt af því, sem sagt er, minnir óþægilega á það véfrétt- artal sem er landlægt hér og virðist eiga rætur í ótta við að „koma nú ekki upp um sig“. Þá er sú niðurstaða nærtæk að lestri loknum, að viðtals- formið sé ekki sem bezt fallið til þess að gera bók sem þessa eftirminnilega. Að minnsta kosti fer varla hjá því, að sam- úð lesandans beinist einkum að þeim höfundum, sem sneiða hjá þeirri aðferð. Ég held að flestir geti haft allgóð not af greinum Hjörleifs Sigurðssonar um Sigurjón Ólafsson og Jóns Óskars um Kristján Davíðsson — hin síðarnefnda er áreiðan- lega bezt gerði texti þessarar bókar. Thór Vilhjálmssyni tekst hinsvegar bezt að draga fram ýmsa kosti viðtalsins í þætti sínum af Þorvaldi Skúlasyni, enda úrræðagóður penni í menningarmálum eins og kunnugt er. Oddur Björns- son tilfærir hressileg og for- vitnileg ummæli Sverris Har- aldssonar, og Indriða G. Þor- steinssyni tekzt að vekja for- vitni á Jóhannesi Geir: líklega vitum við allt of lítið um þann mann. Allt verður ekki upp talið í stuttu máli — þó mætti skjóta þeirri athugasemd til sumra skrásetjara viðtala, að þeim hefði verið hyggilegra að draga úr tilhneigingum sínum til að lýsa listaverkum og á- hrifum þeirra á sig persónu- lega með óumræðinlega skáld- legum tilþrifum. Það er næsta furðulegt, hve slíkir textar geta verið spaugilegir. Hitt er svo vafalaust, að .Steinar og sterk- ir litir“ er mjög falleg bók, og erfitt að finna fallegri bækur á markaði í ár. Gísli B. Björns- son hefur séð um útlit og um- brot og tekizt prýðilega og Oddur Ólafsson og Kristján Magnússon eiga heiður skilinn fyrir margar ágætar myndir af listamönnum og umhverfi þeirra. Arni Bcrgmann. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi er löngu Jandskunnur fyrir ritstörf sín. Hann hefur skrifað mikið um stjórnmálog bókmenntir í Þjóðviljann og Frjálsa þjóð og verið helzti bókmenntagagnrýnandi þessara blaða. Fyrsta bók Bjama var greinasafnið Sú kemur tíð og af öðrum verkum hans mun kUnnust bók sem hann samdi um líf og verk Þorsteins Er- lingssonar og kom út hjá Máli og Mennitigu fyrir nokkrum ár- um. Að undanförnu hefur Bjarni fengizt töluvert við leikskáld- Vísur um druuminn eftir Þorgeir Sveinbjurnurson Nýlega kom út hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs kvæða- bók eftir Þorgeir Sveinbjarnar- son, sem heitir „Visur um drauminn“. Er þetta önnur ljóðabók höfundar og kom hin fyrri ,Vísur Bergþóru", út fyrir tíu árum. Fljótt á litið virðast kvæði þessarar bókar bera þess merki, að þar fari höfundur sem mót- aður er af eldri hefð, en hef- ur ráðist í það að tileinka sér aðferð og málfar yngri kveð- skapar. Oftlega er slegið á strengi ástúðar til lands og náttúru sem þá er gjama trega blandin. Sem dæmi skal hér til fært ljóð er nefnist „Á Gang- stéttinni“. Drcymir mfg flug frjálsra vinda, göngu á dalskóm gróinn stig. Skynja ég bjarma brattra tiiida víðáttuhljóm í heiðlóarkvaki, ljósblóm í hrjósturhalli, sé í lambsauga blik blálindar á fjalli. Þungt streymir gatan, þröngrt er söngfugli um vik. Slitnír eru dalskór Styðst ég í steinelfi við smalaprik. í „Vísur um drauminn" eru sjötíu og fimm kvæði, og þar undir tveir flokkar alllangir, Landslag og Kjarvalsstemma. Bókin er 112 bls., prentuð í Odda. Bjarni frá Hofteigi skap og hafa nokkrir leikþættir eftir hann verið fluttir 1 út- varp. Á þessu hausti eru nýkomin út hvorki meira né minna en fimm leikrit eftir Bjarna. Það eru fjórir eimþáttungar sem Helgafell gefur út og hafa þeir verið fluttir í útvarp. Þá gefur Mál og Menning út leikritið Stormur I grasinu. Það er í þrem þáttum og ger- ist sá fyrsti „eitthvert haustið“, annar þáttur gerist vorið eftir haustið og sá þriðji haustið eft- ir vorið. Leikritið gerist á okkar tím- um og fjallar um fjölskyldu í sveit sem flo&nar upp og flytzt á Völlinn. Átta persónur koma við sögu. Skáldið og asninn Juan Ramón Jimenez. PLATERO OG ÉG. Guð- bergur Bergsson þýddi úr spænsku. Bókaútg. Menn- ingarsjóðs, 1965 102 bls. „Vesalings asninn. Svo góð- ur, jafn göfugur og fótviss og þú ert. Spaugsyrði . . . Hvers vegna? Ert þú ekki verður neinnar alvarlegrar lýsingar. þú, sem ef rétt værir lýst, yrð- ir saga um vorið? Sá maður, sem er góður, ætti að vera nefndur asni! Sá asni, sem er vondur, ætti að vera kallaður maður! Sem spaugsyrði . . . um þig, sem ert svo vitur, vin- ur öldungsins og barnsins, læksins og fiðrildisins, sólar- innar og hundsins, blómsins og tunglsins, þolinmóður og íhug- ull, dapur og vinalegur, Mark- ús Árelíus grundanna . . .“ Þannig ávarpar skáldið Jim- énez vin sinn og félaga á ferð um fegurð Andalúsíu, asnann Platero, sem er, eins og ívitnunin sýnir vissulega enginn venjulegur asni. Ég ætla mér ekki þá dul að setja saman einskonar ritdóm um þes&a þokkafullu bók, harmljóð, ljóðaflokk eða flokk ljóðrænna smásagna. Erindi þessarra fáu lína var ekki annað en minna á, að þessi bók er komin út á íslenzku í þýðingu Guðbergs Bergssonar, sem virðist í fljótu bragði vönduð vel og miðla okkur driúgan af hugblæ spænskrar tilveru. Jiménez er fæddur árið 1881 og hefur um langt skeið verið talinn einhver ágætasti cddviti í fríðum flokki spænskra skálda. Hann lézt árið 1958 og hafði þá hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels tveim árum áður, og sagt er að þessi litla bók, hafi ráðið miklu um þá ákvörðun. Um „Platero og ég“ hefur margt ágætt verið skrifað, en hér skal látið nægja að vitna til gagnorðrar skilgreiningar þýð- arans í eftirmála: „Allir, sem eitthvað kunna að njóta feg- urðar, geta notið hennar. Hún er stafrófskver spænskra barna, og hún er lesbók hverjum þeim manni, sem enn varðveitir eitt- hvað af æsku sinni, enkennslu- bók þeim, sem henni hafaglat- að.“ Það er sannarlega gott til þess að vita að við eigum kost á því að eiga ánægjulegar næðis- stundir með þessari litlu bók á okkar tungu — kærkomnar stundir í þeim hávaða og gaura- gangi sem nú steðjar að, í bókaútgáfu sem öðru. — A.B. Fimm barna og ungU ingabækur Iðunnar Bókaútgáfan IÐUNN hcfur sent frá sér fimm bækur handa börnum og unglingum. Þrjár þessara bóka eru nýjar bækur í bókaflokkum, sem útgáfan hefur gefið út undanfarin ár, og tva.r eru fyrstu bækur í nýjum flokkum bóka. FIMM f SKÓLALEYFI er tiunda bókin um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna, og alltaf kemur eitthvað nýtt fyrirþessa úrræðagóðu og kjarkmiklu fé- laga. Kristmundur Bjarnason þýddi. DULARFULLA JARÐHÚS- IÐ er sjötta bókin um fimm- menningana og Snata, en ( þeirn flokki eru leynilögreglu- sögur eftir Enid Blyton, ritað- ar við hæfi barna og unglinga. Eru þær bækur harla ævin- týralegar eins og vænta má. þegar þessi höfundur á í hlut. Andrés Kristjánsson þýddi. Báðar þessar bækur eru prýdd- ar fjölda mynda. ANNA I GRÆNUHLÍÐ III. Anna trúlofast. Þetta er þriðja og næstsíðasta bókin um Önnu í Grænuhlíð, en þær bækur eru gamalkunnar og vinsælar. Axel Guðmundsson þýðir. HILDA Á HÓLI nefnist fyrsta bók í nS'jum flokki bóka handa telpum og unglingsstúlkum eft- ir Martha Sandwall-Bergström. Bók þessi hlaut fyrstu verð- laun í samkeppni, sem kunn- asta bókaforlag á Norðurlönd- um, Bonniers, efndi til um bók handa telpum og unglings- stúlkum. Kristmundur Bjarna- son þýðir þennan nj’ja bókafl. PABBI OG MAMMA, BÖRN OG BfLL, nefnist fyrsta bók í nýjum' flokki bóka eftir Anne- Cath Vestly, höfund hinna einkar vinsælu bóka um Óla Alexander Fílíbomm-bomm og félaga hans. Bækurnar um Óla Alexander eru allar komnar út, fimm að tölu. en Óli kemur við sögu í þessum nj’ja flokki, þó ekki í fyrstu bókinni, held- ur þeirri næstu. Þessi nýja b<Mr er prýdd fiölda mjinda. Þýð- andi er Stefán Sigurðsson kennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.