Þjóðviljinn - 04.01.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIIiJINN — Þriðjudagur 4. janáar 1966. Otgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðu — Sósíalistaflokk- uriira, — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. íþágu okrara ísarannsóknir á Þjórsár- og ^já var áramótaboðskapur stjórnarvaldanna til þjóðarinnar eftir mesta aflaár í sögu landsins að nú væri nauðsynegt að magna vaxtaokrið, herða á sparifjárbindingunni í Seðlabankanum og takmarka útlán úr bönkum. Fylgdu þessum til- kynningum mikil andvörp og þunglyndislegar lýs- ingar á ástandinu í efnahagsmálum, og eru þau viðbrögð til marks um það hvemig æfðum stjórn- málamönnum getur tekizt að breyta góðæri í á- hyggjur og leiðindi. En þótt öllum almenningi þætti þessi boðskapur í senn furðulegur og ó- skemmtilegur, eru til þeir menn í landinu sem hafa fagnað honum öllu öðru fremur: fjármála- menn þeir sem stunda peningaútlán. Sú stétt manna hefur aldrei verið umsvifameiri í íslenzku þjóðlífi en nú, og telja kunnugir að velta okrar- anna jafnist á við banka. Þeir þurfa ekki að frysta neitt fjármagn í Seðlabankanum, og þegar opin- beru bankarnir takmarka útlán sín verður þeim mun meiri eftirspurn hjá hinum framtakssÖmu einstaklingum, auk þess sem vaxtahækkun bank- anna endurspeglast margföld á svörtum markaði. Það er mjög .lærdómsríkt tímanna tákn að það skuli vera síðasta verk valdhafanna á mesta afla- ári í sögu íslands að tryggja þessari okrarastétt nýja gullöld og gleðitíð. ^tha’fna þessarar öflugu verðbólgustéttar sá víða staði á síðasta ári. Síðari hluta árs urðu þrjú meiriháttar fyrirtæki gjaldþrota, tvær bílaleigur og ein iðnfyrirtækjasamsteypa, en óbein áhrif af þeim kollsteypum birtast víða; gamalgróin fyrir- tæki sem gengið höfðu í ábyrgð riða til falls, og 'jafnvel biskupsskrifstofan er orðin að bitbeini fjáraflamanna. Öll eiga þessi gjaldþrot sammerkt í því að eigendurnir höfðu að lokum lent í klóm okrara sem gera nú kröfur um miljónir króna, en meirihluti þeirrar upphæðar er vafalaust af- föll og okurvextir. Er það mjög athyglisvert að ekkert skuli gert af hálfu opinberra stjórnarvalda til að hafa hendur í hári þessara ógeðfelldu fjár- plógsmanna; enda þótt nú ættu að vera hæg heimatökin fyrir skattalögregluna að bera saman fjárkröfur þessara manna annarsvegar og skatta- framtöl þeirra hinsvegar. jþað hefur oft verið rakið hér í blaðinu að verð- bólgan er fyrir löngu orðin sjálf gróðamyndun- araðferðin í íslenzku þjóðfélagi. Þeir atvinnurek- endur sem kunna að hagnýta lögmál verðbólg- unnar halda áfram að safna auði, þótt bókhaldið sýni tap. En auk venjulegra atvinnurekenda er risin upp stétt sem ekki er í tengslum við nein þjóðfélagsleg nytjastörf, heldur stundar einvörð- ungu brask í skjóli verðbólgunnar. Þessi afsetu- stétt stækkar stöðugt, og áhrif hennar vaxa jafnt og þétt innan stjórnarflokkanna. Ráðstafanir um áramótin voru í hennar þágu, hvort sem valdhaf- arnir allir hafa gert sér það ljóst eða ekki. — m. Frá Jákobi Gíslasyni raf- orkumálastjóra hefur Þjóðvilj- anum borizt eftirfarandi; Hinir norstou ísasérfasðingar, dr. O. Devik og E. Kanavin, yfirverkfræðingur, er dvöldu hér á landi á vegum „Special Fund“ Sameinuðu þjóðanna við ísarannsóknir á vatnasvið- um Þjórsár og Hvítár luku rannsóknum sínum í aprílmán- uði s.l. í sumar leið unnu þeir að samningu skýrslu um rann- sóknir þessar. Skýrslan var send Sameinuðu þjóðunum í októbennánuði s.l. ísarannsóknir þeirra dr. Deviks og Kanavins voru lið- ur í víðtækari aðstoð við virkjunarrannsóknir á vatna- sviðum Hvítár og Þjórsár, sem Special Fund veitti íslandi. Sá er háttur Sameinuðu þjóðanna í tilvikum sem þess- um að yfirfara slíkar sérfræði- legar skýrslur áður en þær eru formlega sendar ríkisstjórn þess lands sem aðstoðarinnar verður aðnjótandi. Ennfremur að safna saman öllum skýrsl- um varðandí tiltekna aðstoð. endurskoða þaer eða yfirfara í einu lagi og senda þaer að því búnu til ríkisstjórnar við- komandi lands. ásamt skýrslu um aðstpðina í heild. Aðstoð ,,Special Fund“ við fsland, þeirri sem drepið var á hér að framan. lýkur á miðju ári 1966. Lokaskýrslur þeirra sérfræðinga sem hér hafa starfað verða því að lík- indum ekki formlega afhent- ar ríkisstjóminni fyrr en síð- ari hluta árs 1966. Aðstoð Special Fund er á Hvítársvæðinu engan hátt bundin við rann- sóknir við BúrfeU.' heldur al- mennar virkjunarrannsóknir á Hvítár og Þjórsársvæðinu. Hitt er svo annað mál. að niður- stöður slíkra rannsókna geta auðvitað kómið að notum við Búrfellsvirkjun eins og hverja virkjun aðra á þessum tveim- ur vatnasviðum. Með tilliti til Búrfeillsvirkjiunar aflaði raf- orkumálastjómin sér því, fyrir milligöngu firamkvæmdastjóra ..Special Fund“-aðstoðarinnar hér á landi. nokkurra eintaka af skýrslu þeirra dr. Deviks og Kanavins, eins og hún var send S.Þ., til afnota fyrir rík- isstjórn og ríkisstofnanir. Með- an Sameinuðu þjóðimar hafa ekki lokið endurskoðun henn- ar og sent hana formlega til rikisstjómarinnar eru um af- not af skýrslunni settir þessir skilmálar af hálfu S.Þ.: a) Að skýrs]an verði einung- ir notuð af ríkisstjórninni og stofnunum hennar. en ekki birt opinberlega. b) Að S.Þ. eru ekki endilega sammála þeim sjónarmiðum. sem fram koma í skýrslunni. Með tilliti til þessa hefur skýrslan ekki verið birt Qg ekki er mér kunnugt um að hún haf verið afhent neinum til birtingar. Skýrslan, sem f jallar um ísamyndun á Hvítár- Qg Þjórsársvæðinu og ráðstaf- anir gegn þeim eru almenns og fræðilegs eðlis. Engar kostnaðartölur eru settar fram. ekki tillit tekið til kostnaðar yfirleitt og hvergi rætt um hvemig Búrfellsvirkjun skuli úr garði gerð. í skýrslunni kemur hins vegar fram. eins og allir eru sammála um, að bezta ráðið gegn ísamyndun á umræddu vatnasvæði sé að minnka kæliflöt ánna og byggja stór uppistöðulón. Þetta er það, sem stefnt verður að af forráðamönnum Búrfells- virkjunar, en af fjárhagslegum ástæðum er ekki hægt að ráð- ast í heppilegustu lausn frá fræðilegu sjónarmiði við fyrstu virkjun í Þjórsá. Eins og oft hefur verið skýrt' frá áður er því ætlunin að byggja fyrst rennslisvirkjun við Búrfell' sem styðjist við varastöðvar samfara nokkrum aðgerðum til minnkunar á kælikerfi ár- innar. ofan virkjunarinnar og nokkurri miðlun í Þórisvatni. Eftir því sem virkjunum mið- ar áfram á vatnasvæðinu er svo ætlunin að ráðast smám saman í svipaðar aðgerðir Qg dr. Devik ræðir um á fræði- legum grundvelli í skýrslu sinni. Eins og vitað er hefur verið unnið að tilraunum í Þránd- heimi undanfarið með inn- taksmannvirki Búrfellsvirkj- unar, og hafa þau venð hönnuð í samræmi við niður- stöður tilraunanna. Um þessar tilraunir, sem gefið hafa góða raun er ekki fjallað í áður- nefndri skýrslu, enda er hún ekki bundin við sérstaka virkj- un Og tilhögun hennar. heldur almenns og fræðilegs eðlis eins og áður segir. Það er ekki hægt að segja að í skýrslu norsku sérfræð- inganna komi neitt óvænt fram enda unnu þeir rann- sókarstörf sín hér í náinni samvinnu við sérfræðinga á raforkumálaskrifstofunni og notuðu í ríkum mæli eldri skýrslur um veðurathuganir Veðurstofunnar og vatnamæl- ingar og ísaathuganir raforku- , málastjómarinnar. Þeir ræddu við ýmsa sérfræðinga um þessi mál og skýrðu í samræðum sínum við þá í meginatriðum frá hugmyndum sínu.m um að- ferðir til að draga úr ísamynd- un í ám, þar á meðal Þjórsá og Hvítá. Upplýsingar í skýrslu þeirra um magn ís- krapa á Búrfellssvæðinu eru í samræmi við þær athuganir, sem áður höfðu verið gerðar og áætlanir Búrfellsvirkjunar byggjast á. Skýrslan gefur því ekki tilefni til sérstakrar end- urskoðunar á þeim forsend- um eða grundvelli áætlananna að þessu leyti. Jakob Gíslason raforkumálastjóri. Ýms atriði. sem fram koma í þessari grein verða nánar rædd síðar hér í blaðinu. Ríkisstiórnin leggur fram: Frumvarp um opinber reikningsskil Síðustu daga þingsins fyrir jól kom fram frá ríkisstjórn- innl frumvarp til laga um rík- isbókhald, gerð ríkisreikninga og fjárlaga. I athugasemdum með frumvarpi þessu segir, að frumvarpið feli í sér breyting- ar í þá átt að fullnægja þeim krofum, sem nú eru gerðar til opínberra reikningsskila ríkis- ins. Lög um þessi efnf frá^. 1931 eru ekki talin fullnægj- andi. Helztu breytingar, sem frumvarpið felur í sér eru þessar, að því er segir í af- hugasemdum með Því. 1. Nýjar reglur og ýtarlegri en áður um það, hvaða stofn- anir, fyrirtæki og sjóði skuti taka í ríkisreikning og fjár- lög. 2. Nýjar reglur um afmörk- un reikningsársins og lokun reikninga. 3. Ákvæði um skiptingu rík- isreiknings og fjárlaga í tvo hluta. A-hluta og B-hluta, þar sem reikningunri og fjárlagaá- ætlunum fyrirtækja og sjóða f ríkiseign er haldið aðgreind- um frá reikningum ög fjár- lagaáætlunum annarra ríkisað- ila. 4. Ýmis ákvæði um reikn- ingslega sérstöðu fyrirtækja og sjóða. 5. Nýjar og ýtatfegri skýr- ingar en áður á helztu reikn- ingslegum hugtökum, svo sem gjöldum, tekjum, eignum, skuldum, endurmati, greiðslu- jöfnuði o.l3. 6. Reglur um samræmda flokkun og lágmarkssundur- liðun og merkingu (með tákn- númerum) gjalda, tekna, eigna, skulda o.fl. atriða, bæði í fjár- lögum og í ríkisreikningi. 7. Ný ákvæði um reiknings- lega meðferð geymdra fjár- veitinga og tímamörk geymslu- heimildar í fjárlögum. 8. Ákvæði um fastanefnd tii ráðuneytis fjármálaráðherra, fjármálaráðuneyti og ríkisbók- haldi við gerð fjárlaga og rík- isreiknings. 9. Reglur um aukið reikn- ingslegt aðhald með þeim að- ilum. öðrum en opinberuin að- ilum, sem hafa tekjustofna samkvæmt sérstökum lögum. Með þeim reglum er jafnframt stefnt að því, að heildarskatt- lagning ríkisins komi sembezt fram. 10. Ákvæði um að birta í ríkisreikningi 1 vaxandi mæli ýmis sérstök yfirlit í formi taflna eða skýrslna. Hér er bæði um að ræða yfirlit, sem erfitt er að felia inn í reikn- ingskerfi tvöfaldrar bókfærsTUj og samdráttar- eða sundurlið- unartöflur ýmissa atriða úr reikningnum, sem ekki koma nægilega skýrt fram í aðal- reikningnum. Hásnæði / Miðbænum Efsta hæðin í Þingholtsstræti 30, ca. 140 ferm., 4ra herbergja íbúð, er til leigu nú þegar. Væri einnig hentug fyrir skrifstofur eða teiknistofur. Lyfta og önnur nýtízku þægindi eru í húsinu. Leigutilboð sendist frú Guðrúnu Ámadóttur, Barónsstíg 65, sem gefur allar nán- ari upplýsingar. Hjúkrunarfélag íslands. vinsœlasfir skartgripir jóhannes skólavörðustía 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.