Þjóðviljinn - 04.01.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Síða 10
|0 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þrlðjudagur 4. janúar 1966. STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA Á öllu breiðstrætinu voru að- eins örfáir sem létu sem mars- sólin væri sterkari en nístandi norðanvindurinn sem hvessti eggjajr sínar á beru hörundi, reyndi að nísta hold frá beini, skók þurra pálmana, tætti sjó- inn upp í smáar glemálar sem féllu eins og hagl niður í fjöru- mölina. Hann kom ofanúr ölp- unum, sem gnæfðu ósýnilegir að baki lágu fjallanna handan við Nice, grýttra hæða, gróðurlausra undir þunnri snjóbreiðunni. Maðurinn sem gekk hröðum skrefum sjávarmegin við stræt- ið, fann annaðhvort ekki til vindsins eða naut þess þegar hann næddi um augnalok hans og togaði í rætumar á þyfcku, liðuðu yfirvaraskegginu. And- lit hans með stóra nefinu og djúpum hrukkum í veðurbörðu. holdmiklu hörundinu, var í- mynd glaðlyndisins, stór munn- urinn var hálfbrosandi, djúp- stæð augun voru fjörleg og gul- ur glampi i þeim undir gráu yfirborðinu. Hann gekk framhjá sitjandi manni, sem ekki sást annað af fram undan dagblaðinu en strigabuxur og handleggur í svörtum uilarjakka. Handlegg- urinn endaði í hanzkaklæddri hendi, sem fálmaði niður í pakkann sem stóð opinn á bekknum hjá honum eftir brauðsmeiðum sem hann virtist gleypa í heilu lagi. Við hliðina á honum stóð litill hvítur hund- ur og horfði á það hrejrfingar- láus hvemig hver brauðsneiðin af annarri hvarf bakvið eintak- 'ð af Paris-presse. Hann gekk sýo sem fimmtiu metra í viðbót, sneri við og Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ..augavegi 18 III hæð dyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjamargötu lo Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegj 13. sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað geíkk til balka: hundur og maður voru þarna enn, en hundurinn var að bugast af eftirvænting- unni. — Hæ, hvutti, sagði hann hárri röddu. Langar þig í mat- arbita? Húsbóndi hundsins lét blaðið síga og góndi á hann með aug- um sem voru of lítil i æðaberu, flötu andlitinu, og kyngdi síð- ustu brauðsneiðinni. Hinn maðurinn hló hátt og hjartanlega og gekk aftur af stað. Hann gekk yfir breiðgötuna. beygði inn í þrönga hliðargötu og beygði til vinstri inn í rue de France. Þar var skrifstofa lög- fræðings hans sem kallaður var Jouassaint. Þama átti hann að hitta þrjótinn hann Larrau, Paui Larrau og ganga frá málunum við hann. Gamli skarfurinn átti efcki eftir að gera annað en skrifa nafnið sitt — ef hann kunni þá að skrifa — neðst á blaðið, og hann hafði dregið þáð á langinn í átta mánuði, setti ný og ný sikilyrði, kom með kvartanir og orsakaði tafir, í þeim tilgangi einum að vailda óánægju og gremju, en það var hans líf'og yndi. En ég skaut honum ref fyrir rass, hugsaði hann og brosti: hann fékk aldrei að njóta þeirr- ar ánægju að vita hve mikilli gleði ég hefði gert að þessum skorpna hálsi hans. 1 gluggalausa litla herberginu á neðstu hæð stóð ritari Jouas- saints á fætur, ung, feitlagin og ótrúlega ljóshærð stúlka. Ljósið úr óvarinni rafmagnsperunni fyrir ofan hana varpaði græn- leitum blæ á gult hár hennar, svo að það minnti á málm sem fallið hefur á. — Góðan dag, monsieur Mic- hal. — Góðan dag, Micheline. Augnaráð hans þegar hann virti hana fyrir sér, frá ljósu hárinu og niður eftir líkamanum, fram- hjá skuggsælli dældinni milli stinnra brjóstanna sem minntu á vetrarperur, var vingjamlegt og eðlilegt. Herra Jouassaint á von á mér — Já, ég veit það. Á ég að fylgja yður upp? — Alveg óþarfi. 6g ætti að vera farinn að rata. Hann sneri sér við í dyrunum. Eru þeir komnir? — Herra Larrau og lögfræð- ingur hans? Nei. Ekki ennþá. — Þessi gamli syndaselur — við skulum vona að hann haldi sér á mottunni núna. Á leiðinni upp stigann bældi hann niður snögga reiðibylgju. Vertu ekki að hita þig upp strax, sagði hann við sjálfan sig. Hann gekk inn og sá, eða bóttist sjá, að engin ný vand- ræði hefðu komið á daginn. Grá- I fölt andiitið á Jouassaimt var ekfci prestlegra en vanalega og hann strauk stutt sikeggið sem var að lit og eigind eins og þurrt hey, en það var hann vanur að gera þegar hann var ánægður. — Larrau ekki kominn? Hvar er hann? — Þetta er allt í lagi, kæri herra, alit í bezta lagi. Þeir hringdu' hingað fyrir svo sem Fimm minútum. Hann missti af strætisvagninum, sem hann hefði átt að taka, og hann var að koma innúr dyrunum hjá Rodierbræðrum, másandi og stynjandi. Eldri Rodierbróðirlnn kemur með hann hingað eftir svo sem tuttugu mínútur — þeg- ar hann er búinn að hvíla sig. — Hann þarf ékkert að hvíla sig, sagði Michael og brosti. Hann hefur orku á við sfcratt- ann sjálfan. — Jæja, fáið yður sæti. Allt er tilbúið. Konjak? Vindil? — Ekki fyrr en allt er klapp- að og klárt. — Þér eruð óþolinmóður. — Ojæja. Það er efcki seinna vænna fyrir mann á mínum aldri. — Ef ég vissi ekki að þér væruð sextugur, myndi ég gizka á að þér væruð fjörutíu og fimm eða jafnvel yngri. Larrau, hvað er hann gamali? — hann hlýtur að vera áttrssður. — Sjötíu og níu. Geit, gömul geit. Það er ekki hægt að of- bjóða honum, hann gengur fjögra milna leið frá býlinu sínu til kaffihússins á hverju kvöldi og til baka í hvaða veðri sem er, hann drekfcur eitt glas af rauðvíni, ódýrustu tegund og bolla af svörtíx kaffi. Heima drekkur hann ekki annað en kaffi og meira bygg en baunir, og undanrennu útí, og hann borðar eins og smáfugl. Fyrir fimmtán árum fékk hann köst — af hverju sem bau hafa staf- að — hann fékfc svima og datt niður hér og þar; synir hans héldu að hann ætlaði nú loks að hrökkva upp af og sleiifctu útum. En hann var á öðru máli. Síðan þá hefur hon-um aldrei orðið misdægurt. Hann er kom- inn á þann aldur að hann deyr ekki nema af slysi eða misgán- ingi. Það mætti segja mér að þeir yrðu allir komnir á grafar- bakkann þegar hann leggst í sína. — Hvað á hann marga syni? — Þrjá. Tvo sem búa á bændabýlinu með fjölskyldur sínar og einn sem komst til Par- ísar. Það var þá sem hann drap konuna sína eftir þvi sem sagt er. Nei það var ekki af ásettu ráði. Hann lokaði hana inni uppi á háalofti til að refsa henni og gleymdi að hleypa henni út þegar hann fór að heiman í fimm daga og hún horði ekki að kalla á hjálp og allir héldu að hún hefði farið með honum, og þegar hann kom til baka var hún hrokkin upp af. Hún hafði látið strákinn hafa peninga til að komast að heiman — p>en- inga Larraus. — Mér skilst að hann eitgi kvartmiljón í bankanum. — Það er ekki saitt. Hann safnar ekki peningum — hon- um helzt ekki á peningunum frá mér. Hann kaupir land fyrir lítinn pening — í fyrra keypti hann olívulundina af Mazou- illier. Hvað hefur hann að gera við peninga? Hann kaupir aldrei föt, framleiðir það litla kjöt og vín sem hann þarf á að halda, og hann myndi aldrei rétta krakka fimmeyring. Ég veit ekki hvað fenigist fyrir eignir hans ef þær væru seldar — nei, og hann veit það trúlega efcki heldur. Og honum er sjálfsagt sama. Jouassaint svaraði ekki Hann var að melta þessar upplýsing- ar í heilanum, sem var gírugri en maginn, sem sjaldan gerði kröfur til hans. Hann var eng- an veginn ómannlegur og hon- V erzlunarmannafélag Reykjavíkur. Jólatrésskemmtun verður haldin í Sigtúni laugardaginn 8. janúar og hefst kl. 3 s.d. — Sala aðgöngumiða er í skrif- stofu V.R. Austurstræti 17. 5. hæð. — Tekið á móti pöntunum í síma 15293. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 1 ^B.tALE.OA MAGNÚSARjMQl Skipholti 21 simar 21190*21185 BO eftir lokun i sima 21037 — 4646 Þórður heldur fyrst, að þetta sé ekki annað en æstur unglingur. Tímasprengja Ætli það .... En Hasan ýtir honum ákveðinn undir þak, til að vera a.m.k. í skjóli fyrir því stál- viðar- og glerregni sem áreiðanlega á eftir að dynja á þeim eftir andartak, og hann bendir hinum að fylgja sér, ,,Trúið mér skipstjóri .... Trúið mór Ibn Sakkras hefrur mikiar a hyggjur. Hann veit hve sterk sprengjuhleðslan er .... Ef bæði skipin skyldu nú farast og Hassan drepast .... Einmitt það átti að forðast .... Þessi verðmæti gísl .... SKOTTA ,,Jú, hún er ágæt. En ég á bara fleiri vinkonur en ég get eytt tíma í í síma!“ VORUTRYGGINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.