Þjóðviljinn - 11.01.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 1L JonOar 1066.
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb>, Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust, 19.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Þjóðaratkvæði
Með stefnu sinni í alúmínmálinu hyggja stjórnar-
flokkarnir á að gerbreyta allri skipan efna-
hagskerfisins á íslandi. Sú hefur verið regla ís-
lendinga undanfarna áratugi að veita engu er-
lendu fjármagni aðstöðu til atvinnureksturs hér-
lendis; sú regla var ekki sprottin af neinni kreddu
heldur af sárri reynslu sem hefur verið mönnum
nákomin allt til þessa; og við höfum enga ástæðu
til að vanmeta árangurinn af eigin frumkvæði á
þessu sviði. Samt ætla stjórnarflokkarnir nú að
hafna þessari meginreglu, og það ekki með neinni
tilraunastarfsemi, heldur með svo stórfelldri fjár-
magnsinnrás að hliðstæður verða ekki fundnar í
nokkru sjálfstæðu ríki á hnettinum. Alúmín-
bræðslan verður risafyrirtæki á íslenzkan mæli-
kvarða, og í kjölfar hennar mun erlent fjármagn
vafalaust smeygja sér inn í fleiri þætti atvinnu-
lífsins. Áhrifin myndu verða mjög víðtæk og eng-
an veginn bundin við efnahagsmál einvörðungu;
ákvarðanir þær sem teknar verða í stóriðjumál-
inu munu móta þróun þjóðfélagsins í mjög rík-
um mæli.
jþegar um sVo örlagaríkt mál er að ræða ætti
það að vera lýðræðisleg skylda að bera það
undir landsmenn alla í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stjórnarflokkarnir hafa engan siðferðislegan rétt
til að knýja málið gegnum alþingi í vor með
tveggja, þingmanna meirihluta, því full ástæða er
til að ætla að mjög mikið skorti á að meirihluti
þjóðarinnar sé fylgjandi málinu. Það er til að
mynda alkunn staðreynd að allir helztu forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegi og fisk-
iðnaði eru andvígir samningum við svissneska
auðhringinn; nægir þar að minna á menn eins og
Guðmund H. Garðarsson, Harald Böðvarsson, Ein-
ar Sigurðsson. Finnboga Guðmundsson og Tryggva
Ófeigsson. Þegar svo er ástatt í sjálfu forustuliði
stjómarflokkanna ættu oddvitarnir að hugsa sig
vel um áður en beir beita því formlega valdi sem
þeir hafa á þingi.
J^aunar væri einnig ástæða til að valdamenn
svissneska auðhringsins hugsuðu sitt ráð af
fullu raunsæi eftir að lióst er orðið að stiórnar-
andstaðan í heild hefur snúizt gegn samningunum.
Svo kann vel að fara að begar á næsta ári missi
alúmínmenn meirihluta sinn á þingi og að auð-
hriupmrinn standi andsnænic heim vanda að koma
upp fyrirtæki sínu, ekki aðeins í andstöðu við
meirihluta landsmanna heldur og við meirihluta
alþingis. Enda þótt búið sé að undirrita formlega
samninga eru eftir fjölmörg framkvæmdaatriði
sem háð eru náinni samvinnu við íslenzk stjórn-
arvöld og auðvelt að stöðva framkvæmdirnar þótt
þær séu hafnar. Gætnir fiármálamenn hljóta að
hugsa sig vel um áður en þeir leggia út í þvílíka
tvísýnu. og raunar ættu engir að skilja bað betur
en Svisslendinpar aci stórmál eins og betta beri
að útkljá með bióðaratkvæði. bvi slík málsmeð-
ferð er einmitt föst regla í Sviss. — m.
HVERJUM VILTU
HELDUR ÞJÓNA?
Norður við yzta haf sat
skáldbóndinn Guðmundur á
Sandi fyrir síðustu aldamót
þegar harðindin surfu að
fólkinu, sakir ills árferðis og
sflæmrar stjómar, þegar straum-
ur fólksins lá til Ameríku.
Hann hafði ekki skap til þess,
að yfirgefa land sitt þó gull
vseri máske auðfengnara ann-
arsstaðar, með því að þjóna
undir erlenda drottnara. Hann
beitti sér á móti flótta fólks-
ins og kvað f það dug. Það
var þá sem þessar ódauðlegu
ljóðlínur hans urðu til.
„Viltu heldur þrælnum þjóna
þeim sem hefur gull í lendum,
helduren Kára klæðabrenndum
kónginum við öskustóna?“.
Það er margt breytt hér á
íslandi síðan þetta var kveðið.
Skortur og harðindi eru horfin
í þeim mæli sem þá var, og f
stað erlendrar yfirstjómar á
íslands málum höfum við
fengið íslenzka ríkisstjórn. En
það er einn slæmur arfur sem
við virðumst ekki geta losað
okkur við frá þeim tíma, en
það er vantrúin á íslenzka
getu og frónskan mátt. 1 stað
þess að dansklundaðir menn
síðustu aldar vantreystu fs-
lenzkum möguleikum í hönd-
um fslenzkra manna, og hvöttu
margir hverjir alþýðu til Am-
eríkuferða, frekar en unnið
væri markvisst að uppbygg-
ingu sem skapaði möguleikat.í]
handa fólkinu í lendinu sjálfu,
þá gerist það nú þegar þjóðin
hefur öðlazt sjálfstæði og inn-
lenda stjóm og stendur mitt
í uppbyggingu atvinnuvega
sinna, að sjálf ríkisstjómin og
flokkar hennar berjast um á
hæl og hnakka með taumlaus-
um áróðri og glamri, til rétt-
lætingar því, að erlendir menn
hefji hér stóriðju á sviði alúm-
ínvinnsilu. Það er reynt að
sannfæra fólk um þá vitleysu,
að atvinnuvegir okkar Islend-
inga séu svo einhæfir og lít-
ið á þá að treysta, að þetta
sé okkur nauðsyn.
Á sama tíma og þetta gerist,
þá hefur að undanfömu ríkt
hér góðæri frá náttúrunnar
hendi, svo Iífskjör eru betri en
nokkru sinni áður f þjóðarsög-
unni, þrátt fyrir lélega stjóm
og verðbólgutíma. Okkur vant-
ar ekki útlendinga með at-
vinnurekstur til íslands þegar
hér er vinnuaflsskortur. En
okkur vantar áframhaldandi
iðnvæðingu í okkar gömlu
undirstöðu-atvinnuvegum, sjáv-
arútvegi og landbúnaði, og á
þeim vettvangi höfum við
þörf fyrir alla fólksfjölgun
þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega
framtfð. Þetta er mergurinn
málsins. Á meðan þjóðin flyt-
ur út afurðir frá sjávarútvegi
og landbúnaði f formi óunnins
eða hálfunnins hráefnis, þá er
ótímabært að stofna til stór-
iðju á Islandi. og draga fólkið
frá nærtækari verkefnum, sem
okkur er þörf að leysa fyrst.
fslenzkur fiskiðnsrSur
gasfnvart «i*lendri
stó»*iðiu
Ef til slíkra stóriðjufram-
kvæmda hefði verið stofnað á
neyðarárum íslenzkrar atvinnu-
sögu, á árunum fyrir síðustu
heimsstyrjöld, þá hefði verið
hægt að afsaka slíka fram-
kvæmd, í krafti þess að stór-
Iðjan mundi bæta úr atvinnu-
levsi og neyð hiá fólkinu. En
nú á að stofna til stóriði’l-
framkvæmdanna f mesta þétt-
bvli landsins, þar sem ekki
aðeins hver hönd hefur verk
að vinna, heldur þar sem
vinnuaflsskortur er svo mikill
að til vandræða horfir fyrir
íslenzka atvinnuvegi.
Það var því ekki að undra
þó útlendingar, sem álengdar
standa og horfa á slíkar að-
farir, verði meira en hissa,
yfir bamaskap og ráðalleysi
okkar forráðamanna. Þannig
FISKIMÁL
effir Jóhann
«1. E. Kúld
gat ekki farið fram hjá nein-
um meining hins þekkta
manns, Tryggve Lie, þegar
hann var hér á ferð fyrir
nokkru og var spurður af á-
róðursmönnunum, hvemig
honum litist á að hér yrði
stofnað til erlendrar stóriðju á
sviði alúmínvinnslu. Þetta við-
tal átti sér stað hér á flug-
vellinum. en hefur minna ver-
ið hampað, heldur en menn
hefðu getað haldið, þegar svo
þekktur maður átti í hlut..
Hverju svaraði þá Tryggve Lie
fréttamanninum, sem var send-
ur til að fá stuðning hans við
áróðrinum? Ég man ekki svar-
ið orðrétt, en meininguna
man Ag og hún var á þessa
leið: „Það getur stundum ver-
ið heppilegt, ef skortur er á
atvinnu, að semja um slíkar
erlendar stóriðjuframkvæmdir,
til að bæta úr slíkd ástandi.
En sé samið um slíkar fram-
kvæmdir þar sem vinnuaíls-
skortur er, eða ekki þörf á
meiri atvinnu, þá er hætt við
að slíkar stóriðjuframkvæmdir
valdi ofþenslu í þjóðfélaginu.“
Þetta kurteisa svar gestsijis
segir mikinn sannleika, en þó
ekki meiri en allir Islendingar
óttu að vita, þó þeir hefðu svo
aldrei tekið háskólapróf í hag-
fræði. Að semja um stóriðju-
framkvæmdir nú við erlenda
menn, og setja slíkan rekstur
niður í mesta þéttbýli lands-
ins, það er að stofna vitandi
vits til kapphlaups um vinnu-
aflið við íslenzka atvinnuvegi.
Og fyrst í stað verður þess-
um alúmínframkvæmdum og
undirbúningi þeirra stefnt
gegn íslenzkum fiskiðnaði og
fslenzkri sjósókn hér í þéttbýl-
inu við Faxaflóa; um það þarf
enginn að fara f neinar graf-
götur, þó öðru verði haldið
fram, og jafnvel valdhafamir
geri sér ekki ful.a grein af-
leiðinganna.
Hér er verið að stofna til
stríðs, vitandi vits, innan hins
litla íslenzka þjóðfélags. Það
er treyst blint á áróðurinn og
honum er ætlað að teyma" þá
til fylgis við þetta mál, sem
hér hafa mestra andstæðra
hagsmuna að gæta, sem eru
útvegsmenn og atvinnurekend-
ur fiskiðnaðarstöðva. Því er
treyst að hægt verði að blinda
þá svo með pólitfsku ofstæki,
að þeir verði blindir gagnvart
sínum eigin hagsmunum á
meðan verið er að koma þessu
f kring. 6g efast. um að þetta
sé rétt mat, því að útvegsmenn
sem þetta mál hafa rætt við
mig, þeim hefur öllum verið
sú hætta ljós, sem ég er hér
að benda á, og þeir mundu
ekki greiða stóriðjufram-
kvæmdum þeim atkv'æði. ef
þær væru fyrir þá lagðar I
kosningum til Alþingis. Enda
mun bað vera sann'leikurinn
umbúaðalaus, að ríkisstjórnin
borir ekki að leggja stóriðju-
brölt sitt undir dóm kiósenda
í almennum kosningum til
Alþingis, og ber henni þó tiL
þess siðferðileg skylda, ef þeir
flokkar, sem að henni standa
vilja virða lýðræðið að nokkru,
þar sem þetta mál lá ekki
fyrir í síðustu kosningum.
Verði hinu erlenda auðfélagi
réttur hér litlifingurinn í
formi þeirra samninga sem
nú er - verið að makka um, þá
verður ekki langt þangað til
útlendingarnir hafa togað til
sín höndina alla.
Það tók það enginn erlend-
ur maður sem þekkir til þess-
ara mála alvarlega, þegar ís-
lenzk stjómarvöld töluðu um
30 þúsund smálesta alúmín-
verksmiðju, enda er nú ekki
lengur talað um silíkt, heldur
60 þúsund smálesta framleiðslu
á ári. En ekki heldur þessi
tala er talin sérs.taklega hag-
kvæm í slíkum stóriðjurekstri,
svo ekki er útilokað að fram-
leiðslumagn væntanlegrar verk-
smiðju eigi eftir að hækka.
Beriumst fyrir ís-
lenzlcum iðnaði úr
olclrar bráefnum
: Þegar svo er komið málum,
sem lýst er hér að framan,
þá er ekki aðeins kominn tími
til andsvara, heldur miklu
fremur til athafna, ef ver.ia á
íslenzka atvinnuvegi fyrir
þeirri loðnu loppu, sem sækir
nú að þeim, vafin föðurlegri
umhyggju, á meðan að er sótt
og undan er grafið. Sjómenn,
verkamenn, útvegsmenn og
bændur þurfa að mynda með
sér sameiginlega fylkingu um
íslenzkan málstað, þar sem
þessar stéttir taka höndum
saman um iðnaðaruppbygg-
ingu landsins, f stað þess að
láta erlend auðfélög ráða
stefnunni f beiffl málum með
hjálD íslenzkra leppa af börf
krefur Það er þetta fyrst
og fremst sem um verður bar-
izt hér á Islandi á komandi
tfma. Það er ennbá of snemmt
fyrir aiúmfndátana að fagna
sigri, því vel mættu þeir vera
þess atburðar minnugir þegar
íslenzki sfldveiðiflotinn sigldi
til hafnar á sl. sumri. hvért
og eitt einasta skip, vegna
þess að ríkisvaldið ætlaði sér
að traðka á hagsmunum heill-
ar stéttar, f skjóli þess að
nægjanlega öflug forusta væri
ekki fyrir hendi. Slíkir atburð-
ir geta gerzt aftur hér á Is-
iandi f ennbá stærri stfl. ef til
þeirra verður s+ofnað, af
skammsýpum valdhöfum.
GteSoó
SALT
CEREBOS
í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM
HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
Messrs, Kristján Ó Skagfjörð Litnit ,,
í*os« Box 411 Reykjavík. Iceland.
vinsœlasíir Éarfurlpir
fóhannes skólavörðustíg 7