Þjóðviljinn - 11.01.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.01.1966, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVDaJINN — Þriðjndagur ít janfiar 1966. STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA þýzkurunuin — eða var það ekki ástæðan? Nújseja, hann um það. En ég ber enga virðingu fyrir honum þess vegna. Eadd. aldeilis! Pibourdin leit á hann og brosti Lllgimislega. Þér er lítið um hetjur? — Mér er lítið um að til þeíss sé aetlazt að ég borgi þeim fyrir það, sem ég fór aldrei fram á að gert yrði fyrir mig. Midhal hnyklaði brýnnar og sagði: — Það yrði þokfcalegt Iand, ef allir hér hugsuðu eins og þú. — Þvert á móti. Það yrði friðsamlegt. Ég skipti mér efcfci af neinum. Þvi' skyldi ég gera það? Ég hef ekki áhuga á öðru fólfci. Ég hef orðið að treysta sjálfum mér einum alla aevina, ég hef efcfci átt á öðru völ. Ef tveir hálfvitar upphefja rifrildi. hvað kemur mér það við? Nei. nei. mér er lftið um hetjur. Þær draga of marga aðra með sér í vandraeði. — Hann hefur rétt fyrir sér. sagði Leighton rólega. Aldrei geri ég neitt fyrir annað fólk. Aldrei. Það getur sjálft bjargað sér úr vandraeðum sínum eins og það kom sér í þau. Því skyldi ég skipta mér af slíku? Á mín- um aldri. — Og samt lögðuð þér tötu- vert á yður til að hjálpa frú Clozel, sagði laeknirinn ísmeygi- lega. Þér skrifuðuð bréf fyrir hana til Rauða krossins og Plóttamannahjálparinnar, þér ókuð til Nice hvað eftir annað til að tala við þá, og þér hvött- úð hana til að áfrýja aftur. Og það sem meira er, þá greidduð Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó .augavegi 18 III hæð (lyfta) SfMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN rjamargötu lo Vonarstrætls- megin — Simi 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttír. L.augavegj 13. sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað þér ferðakostnað Blaise Vincents í bæði skiptin. — Og hvað um það! sagði Leighton. Erum við að spila eða hvað? — Við skulum halda áfram. sagði Larrau og glotti. — Það er eitt sem veldur mér kviða í sambandi við þetta mál. sagði læknirinn. Eftir seinni úrskurðinn sagði Blaise mér dá- lítið. sem hann hefur ekki þor- að að segja frá Clozel. Það h'tur út fyrir að það sem olli því fyrst og fremst að tveir af dómurunum greiddu atkvæði gegn 0 henni. var örvænting drengsins og reiði hans við eina sama tilhugsunina um að fara frá fósturforeldrum sínum, eða hvað maður á hú að kalla þau. Þau vi.rtust hafa farið með hann eins og sinn eigin son og alið hann vel og sómasamlega upp, hann er hamingjusamur — og honum finnst það óbæriieg tilhu'gsun að eiga að fara aftur til móður, sem hann befckir hvorki haus né sporð á. Þangað til Kauði krossinn hafði upp á þeim. vissi pilturinn ekki annað en þýzku hjónin væru réttu for- eldrar — Var það ekki eins og ég sagði?, sagði Larrau. Hann hló. — Eru þetta sömu dómaram- ir? spurði Lieghton. — Eins og síðast? Já. — Veslings konan. — Eigum við að halda á- fram að spila eða hvað?, sagði Larraiu. — Já. já. Við höldum áfrafn. — Ekki ég, sagði Pibourdin. — Ég verð að fara. Ég verð að fara á fætur klukkan sex í fyrramálið og aka til Marseilles og sannfæra hóp af aulum um það að ég hafi betra vit á mín- um eigin viðskiptum en þeir. Hann fór ekki undir eins. Eftir eina eða tvær mínútur, þegar Michal var bakvið bar- inn, reis hann á fætur, hallaði sér fram á barborðið og fór að tala með sinni mjúku rödd og brosti safcleysislega eins og hann gerði þegar hann bjó yfir ein- hverri sérlega skemmtilegri ill- kvittni. — Þessi sonur þinn er fljótur að afla sér vina, er það ekki? Michal leit á hann. — Því ekki það? Hann er alúðlegur og geðgóður. — Fyrir tveim kvöldum, þegar ég var í Nice, sá ég hann koma útúr Spilavítinu með tveim mönnum, öðrum frá Algier, og tveimur konum. Karlmennirnir — tja, ég myndi segja að þeir þyrftu ekki að vinna fyrir sér, þeir láta konumar um það; þeir voru alveg dæmigerðir gígólóar, í fclæðaburði og öðru. og hvor- ugur þeirra meira en hálfþrí- tugur. Einn þeirra var stóreygð- ur eins og hryssa. — Nú? Raddblærirm eyðilagði dálítið fyrir Pibourdin, en hann bætti við alúðlega: — Philippe virtist vera perlu- vinur þeirra — sérstaklega hryssunnar. Hann er góður piltur. 1 þínum sporum myndi ég tala ögn við hann. Góða nótt. — Góða nótt. Hann horfði á Pibourdin bera til stórvaxinn og mjúkan kropp- inn með yfirlæti hins ímyndun- arveika, og Michal yppti öxlum til að losa sig við reiðina. Eng- in ilUgjöm piparkerling var jafnhlakkand: og meinfýsin og Pibourdin, hann spann upp hneykslissögur jafnauðveldlega og hann svitnaði á heitum sum- ardegi. Oftast' nær var örlítið sannleikskom í sögum hans, en engan veginn alltaf. Ég tala við drenginn hugsaði hann áhyggju- laus. Hann gekk útfyrir til að kæla sig. Það hafði lygnt, en úti var kalt og himinninn svartur með kuldalegum stjömudflum. Sem snöggvast hélt hann að mann- verann sem hann sá óljóst á hreyfingu neðar í götunni, væri Pibourdin. En svo sá hann að veran færðist í áttina að hótel- inu, kápuklædd vera á hlaupum. Madeleine Clozel. Hún kom til hans lafmóð. — Komdu inn, sagði hann. Komdu inn og hitaðu þér. — Nei. Hún lagði höndina á handlegg hans — hún sem hat- aði að snerta aðra eða láta aðra snerta sig. En sú heppni. Ég vildi ekki fara inn í veitinga- stofuna. Veiztu að monsieur Vincent er veikur, í rúminu? — Læknirinn var einmitt að segja okkur það. Hún leit ekki af honum. — Hann ætlaði með mér til Frankfurt. — Ég veit það. Til þess að vera hjá þér þegar þeir skýra þér frá þvi að drengurinn vilji ekkert með þig hafa. Hún herti takið á handlegg hans. — Hvernig get ég farið ein? — Er ekki verjandinn þama fyrir? — Jú. Ég þekki hann ékki. ‘— Þetta er langt ferðalag en mjög auðvelt. Og það verður séð um þig strax og þú kemur á áfangastað. — Monsieur Michal. — Hún þagnaði. Hann vissi hvers vegna hún .var komin, til hvers hún ætlaðist af honum og hugsunin fyllti hann óþoli. Þetta er of mikið; sagði hann við sjálfan sig. — Viltu að ég fari með þér? — Ó, stundi hún svo lágt að varla heyrðist. — Ef þú gætir það. Hann andvarpaði. — Þá það. — Ég get ekki beðið neinn annan. Og ég er svo huglaus eins og þú veizt ... Hann vissi ýmislegt fleira en notalegt var. Þú ert fífl að vera að flækja þér í þetta, hugsaði hann gramur. Það sem gamli geithafurinn segir um þig þegar hann fréttir þetta verður ekki eins krassandi og hann ætti sfcilið. Og hvað sem Blaise Vincent líðurj þá er alveg ó- þarft fyrir þig að koma í hans stað, vegna þess eins að þú hefur ekki kjark til að segja við kvenmanninn að hún geti sem bezt farið ein ... Hann veltii, sem snöggvast fyrir sér hvort hún óttaðist meir, að sjá bamið aftur eða að heyra aftur talaða þýzku. Hann sagði blíð- lega; — Þú ert eins hugrökk og með þarf, kæra Madeleine mín. Hann hafði oft áður tekið eftir því, að margar veikbyggðar konur eiga varasjóð af þolin- mæði eða orku, þrjózku eða jafnvel einskonar heimsku sem gerir þær lífseigar og þraut- seigar. Fáar konur deyja úr sorg. Hann spurði hana um þær ráðstafanir sem Vinvent hefði gert, og þegar hún var farin, næstum án. þess að þakka hon- um, eins og myrkrið hefði gleypt hana, fór hann aftur inn £ veitingastofuna og ákvað að segja ekkert við Larrau og hina. Lotta gæti sagt þeim það og hringt til Jouassaint* þegar hann væri farinn. Það var komið miðnætti og hann var einn í veitingasalnum, þegar hann heyrði í vespu Phil- ippes á auðri götunni. Hann beið og hlustaði þegar hún nam staðar og heyrði hvemig skúr- dyrnar voru opnaðar og lokaðar og síðan létt og hratt skóhljóð unga mannsins nálgast hótelið. Philippe kom brosandi inn. Hann spurði samstundis: — Er hann búinn að skrifa undir? — Nei. En hann gerir það á morgun. Það er að segja — Hann þagnaði og sagðl: — Þú ætlaðir að koma til baka klukk- an tíu. — Fyrirgefðu. Þurftirðu á mér að halda? — Nei. Hann horfði á piltinn ganga rösklega um salinn, safna glös- um af borðunum og bera þau að skenkiborðinu. Hann var rjóður eftir útivistina í kuldan- um. Það er erfitt að venjast slíkri fegurð þótt fólk hafi hana daglega fyrir augunum. Illgim- isleg von Larraus hafði orðið að engu: fallega bamið hafði orð- ið að fallegum unglingi, með ó- trúlega reglu'lega og fagra and- litsdrætti, ljóst hár strokið frá hvelfdu enninu og nettum eyr- unum og stutt ljóst yfirskegg, sem vakti athygli á fallegum munninum. En það var ekki að- eins ytra útlitið; í augunum og munninum var einhver tilfinn- FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bíla. OTUR Hringbraut 121. Sími 10659. Guðjón Styrkársson lögmaður. HAFNARSTRÆTI 22 Sími 18354. þoröur sfóari 4652 Salckra gefur einnar mínútu umhugsunarfrest. Hafi eikkert skeð eftir sextíu sekúndur, verður vélbyssan látin tala. Hassan blandar sér í samtalið. ,.Ég er reiðubúinn að koma yfir í vélbát- inn, en látið þá hina tvo í friði!“ kallar hann. Svarið er ákveð- ið: „Ned!“ Ali er nú kominn að bafchlið vólbátsins og klifrast varlega um borð. Allra augu beinast að báti Þórðar og enginn tekur eftir honum. „Tíminn er liðinn!“ kallar Sakkra sigri hrósandi. ..SkjótOu! Abdúlla!" Hásetinn lyftir skotvopninu....... SKOTTA „Komdu Donni, hér eru bara 36 bragðtegundir af ís, Ég veit um stað þar sem fást þrjáitíu og NÍU!“ flRVREÐflRTRYEEIMEflR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SIMI 22122 — 21260 Aug/ýsið / Þjóðvilþnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.