Þjóðviljinn - 11.01.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. janúar 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g Oddvar Kleppcrás er aðal márkvörður norska landsliðsins í handk nattleik, mjög snjall leikmaður. Hér sést hann verja mark Fredensborg í leikskálanum nýja í Laugardal. Ljósm. Þjóðv. A.K. Evrópubikarkeppnin: FH tryggði sér sætí meðal 8 beztu liða / keppuiuui, sigraði Fredensbórg 16:13 □ Fimleikafélag Hafnarfjarðar vann verð- skuldaðan sigur yfir norsku meisturunum Fred- ensborg í báðum leikjum sínum, og í þeim síðari með þriggja marka mun, en sigurinn hefði þó átt að vera mun meiri, því að yfirburðir FH voru mun meiri síðara kvöldið en það fyrra. Voru FHingar komnir í 16:10 þegar eftir voru um 8 mínútur, en þá var sem þeir gæfu eftir og Fred- ensborg skoraði þrjú síðustu mörkin í þessari viðureign. Eins og í fyrri leiknum var það Hjalti í markinu sem varði af mikilli snilld, og nú var hann allan leikinn hinn öruggi og sterki mark- vörður. HaEnfirðingar höfðu mikla yfirburði, hvað knattmeðferð snerti og vöm þeirra var oft mjög g<5ð, eins og sést á því, að f byrjun síðari hálfleiks skor- uðu Norðmennimir ekki í nær 16 mínútur. FH réði hraðanum Það var greinilegt, að FH- ----------—----------------------$ '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ FH, Redbergs- J lid og SSask j halda áfram ■ : ■ ★ Auk (slandsmcistar- ■ anna, FH, er iþróttasíð- j unni kunnugt um að : sænsku og pólsku meist- • araliðin hafa trvggt sér > rétt til áframhaldandi : þátttöku í Evrópulieppni i handknattleiksliða karla. B ■ ★ Sænsku meistararnir ■ Redbergslid kepptu við | hollenzku meistarana Op- • eratie 55 og unnu fyrri ■ leikinn (heima) með 21 : marki gegn 20 og síðafi : leikinn 20:14 ★ Pólsku meistararnir ! Slask mættu dönsku : meisturunum Arhus KF- • UM í fyrstu umferð Evr- ■ ópukeppninnar. Pólverj- | arnir unnu Þ’rri leikinn : heima með 27 inörkum | ,egn 18. en Danir síðari ■ leikinn í Arósum með 20 ! mörkum gegn 14. Pól- : verjarnir imnu þvi á ■ hasrstæflari markatölu: 41 • — 38. . : ingar tölöu öryggið fyrirmestu og hættu sér ekki út í mikinn hraða og læti, en freistuðu að leika af öryggi fyrst og fremst og þennan leikhraða höfðu þeir á valdi sínu að kalla all- an leikinn. Þeir voru greini- lega betur undir byrjunina búnir og þekktu nú. mótherj - ana betur en fyrri daginn. Þó var það svo að Norðmennirnir skora fyrsta markið, en þá voru liðnar fimm mínútur af leiknum. Á næstu 5 minútum skora bræðurnir Geir og öm 3 mörk (Geir tvö). Litlu síðar bæta Norðmenn einu við, og á 15. mín. skorar Páll 4:2. Norðmennirnir berjast af hörku og vilja, og á 17. mín. skora þeir enn (Engum). Rétt á eftir er dæmt víti á Fred- ensborg og skorar Páll örugg- lega úr því og á 20. mín. skor- ar Birgir, og standa leikar nú 6:3 fyrir FH. Á næstu mín. skorar Reinresten úr víti, 6:4. Á tímanum sem eftir er til loka hálfleiksins er skorað mark á næstum hverri' mínútu, þar sem Norðmenn skora 3, en FH 4, og voru þar að verki: Páll 2, örn og Guðlaugur 1 hvor. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks er dæmt vítakast á FH. en Hjalti varði hað meist- aralega, og lauk fyrri hálfleik með 10:7. Vítaköst settu svip á síðari hálfleik Fimm mín. liðu áður en skorað var mark í síðari hálf- leik. og var það Ragnar, sem það gerði með góðu skoti. Næstu tvö mörkin komu úr vítaköstum. sem Páll tekur fyrir FH: 13:7. Á 13. mín. fær Fredensborg vítakast á FH, en skotið lend- ir í stöng. Litlu síðar skorar Birgir, og standa leikar þá 14:7, en á 16. mín. fá Norð- menn vítakast á FH og skora nú sitt fyrsta mark, í síðari hálfleik, og á eftir komu svo tvö önnur vítaköst, sem þeir skora einnig úr; 14:10. Enn bæta þeir Ragnar og Páll við gjnu markinu hvor og það síð- ara úr vítakasti, 16:10. Virðist nú satt að segja sem að svo- lítill leikaraskapur sé kominn í ,lið Hafnfirðinga og eins og þeir taki þetta ekki sérlega alvarlega lengur, þetta sé alla- vega unnið. Það fór líka svo að Redensborg skoraði 3 síð- ustu mörkin og eitt þeirra úr víti, og lauk þessari viðureign með 16:13 . Þegar tímamerkið er gefið er knötturinn á leið- inni í mark FH, en var ekki dæmt mark. Að undanskildum síðustu 10 mínútunum voru FH-ingar mun betri. Á köflum sýndu þeir mjög góðan handknattleik og það er engin tilviljun eða heppni að þeir komast áfram í 8 liða keppnina. Fredensborg náði ekki svip- uðum tökum á síðari leiknum og þeir gerðu í þeim fyrri, sér- staklega til að byrja með. Þeir eru líkamlega sterkir og greini- lega vel þjálfaðir, og nota skrokk sinn óspart til hindr- unar og áhlaupa. Ekki er að efa að þetta er aðferð, sem þeir nota í leikjum sínum heima og annarsstaðar. Það var í rauninni skemmtilegt að heyra það að áhorfendur höfðu þá skynjun á leiknum að þetta væri ekki í anda hans og reglna. Þessi harka í leik Fredensborgar er ekki meiri en er að venjast í leikjum er- lendis, undjr handleiðslu al- þjóðlegra dómara. Það má rjfja upp hér að eftir H.M.- keppnina 1964 lét varaformað- ur Alþjóðasambands Hand- knattleiksmanna í ljós þá skoðun í samtali við blaða- menn að einmitt harkan í leiknum. sem stöðugt væri að færast í vöxt og ennfremur túlkun dómara á leikreglum væri honum hættuleg sem skemmtilegum leik og væri hér um vandamál að ræða. Það. sem einnig v’akti * at- hygli og staðfestir það sem hér hefur verið sagt. er að hinn danski dómari virtist ekki taka sérlega hart á marg- endurteknum brotum leik- manna, eins og það væri allt í lagi og lögum samkvæmt, og Birgir Björnsson, fyrirliði FH, með knöttinn, Norðmennirnir verjast. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) þar var um að ræða allarteg- undir brota. Eins og fyrr segir var lið FH vel að þessum sigri komið og voru þeir nú mun meir vakandi fyrir hinum hröðu upphlaupum Fredensbðrg en fyiri daginn, þar sem þeir fengu nokkur mörk uppúr slíkum áhlaupum. Beztir í liði FH voru þeir Hjalti, Ragnar, Birgir, örn, Geir og Páll; og a'Uir aðrir liðsmenn léku eins og þeir bezt geta. Af Norðmönnum voru beztir, Klepperás í markinu, Rciner-'®" stein, Larsen, Roy Yssen, Sve- stad og Engum. í heild náði Fredgnsborg ekki eins góðum leik 1 þessum síðari leik, eins og þeim fyrri. Þess^ frammistaða FH sannar okkur ennþá að handknattleik- urinn hér er ótrúlega góður og vafalítið að fyrstudeildarliðin hér eru ekki lakari yfirleitt. en norsku fyrstudeildarliðin. Fredensborg er talið vera í sérflokki i Noregi, og má af því ' gera ráð fyrir heldur minni mun á FH og liðunum hér. en Fredensborg og hin- um norsku fyrstudeildariiðun- um. Knattleiknin er meiri hjá beztu íslenzku leikmönnunum. og leikhraði einnig. Engu verður um keppni FH í næstu umferð spáð, því þar fer mikið eftir því gegn hvaða liði þeir lenda, en vafa- laust þyngist róðurinn. En FH á líka að geta bætt nokkru við ennþá, ef þeim tekst veru- lega upp, eins og þeim raunar tókst oftast í þessum tveim leikjum. Dómarinn, Poul Ovdal dæmdi svipað síðara kvöldið og það fyrra, en samkvæmt skilningi okkar hér á reglum leiksins og túlkun þeirra, refsar hann ekki rétt fyrir þau brot sem svo tíðum komu fyrir í leikj- unum. Er því haldið hér fram að bæði hann og aðrir dómar- ar á meginlandinu séu yfirleitt á villigötum, hvað þetta snert- ir, til skaða fyrir leikinn. Verður því að segja að með svo reyndan dómara sem Ov- dal, hafi honum orðið á of margar skyssur. — Frímann. Skipholti 21 simar 21190"21fe^ | J| é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.