Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 1
Kvikmyndasýning ÆFR fyrír börn □ N.k. sunnudag kl. 2 e.lu efnir ÆFR til kvikmyndasýningar fyrir böm fylk- ingarfélaga og flokksmanna í Tjamargötu 20. □ Sýndar verða skemmtilegar og vandaðar myndir við bama hæfi. Nánar í blaðinu á morgun. —“Stjómin. Dönsku forsætisráÖherra- hjónin gestir íslenzkra blaöamanna i marz-mánuöi Myndin er af dönsku forsætisráðherrahjónunum Helle Virkner Krag og Jens Otto Krag, en þau verða heiðursgestir Blaðamannafélags íslands á „pressuballi" félagsins í vetur. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði haldin 18. eða 19. marz n.k. og verður nánar sagt frá henni í fréttum síðar. StórhríÖ norÖanlands I gær flestir vegir þar tepptir □ í gærdag var stórhríð norðanlands og voru vegir þar víðast alveg tepptir nema helzt í Skaga- firði. Um suðvestanvert landið var víða mikill skaf- renningur og vegir torfærir af þeim sökum. Kaldast var hins vegar á Vestfjörðum norðanverðiím, 11— 12 stiga frost um hádaginn. Samkvæmt upplýsmgum Veð- | Vegurinn fyrir Hvalfjörð var urstofunnar var í gær Jri. 2 mjög greiðfær og sömuleiðis vegir í víða stormur á vestanverðu landinu en ekki alveg eins hvasst á austurlandi. Kuldinn var mestur á norðanverðum Vestfjörðum og var þar 11—12 stiga frost. ■ Frostlítið var við suðurströndina og 2 stiga hiti á Hornafirði. Snjókoma var um allt norðanvert land en skaf- renningur á mörgum stöðum sunnanlands. Á Sauðárkróki var. gær ofsarok. Þjóðviljinn hafði einnig sam- band við Hjörleif Ólafsson hjá Vegagerð ríikisins og fékk hjá honum upplýsingar um færð á vegum. Á' Suðurlandsvegi var mjög erfið færð í gær allt aust- ur í Flóa vegna skafrennings. Vegurinn yfir Hellisheiði' var ekki fær nema stórum bílum og sama var að segja um veginn til Þorlákshafnar og til Stokkseyr- ar og Eyrarbakka voru vegir al- veg lokaðir. Allgóð færð var hins vegar í uppsveitum Árnes- sýslu og allt austur í Vfk í Mýr- dal. Borgarfirði. Brattabrekka var og fær en mikill skafrenningur í Dalasýslu og á Snæfellsnesi og vegir þar ekki færir nema stór- um bílum. Á Vestfjörðum eru fjallvegir tepptir en fært innan sveita. Holtavörðuheiði lokaðist í gær og snéri rútan til Akureyrar við í Melasveitinni og fleiri bflar bíða átekta vestan heiðarinnar eftir því að vegurinn norður verði opnaður en það %erður gert fyrsta færan dag. Stórhríð var um allt Norðurland og flest- ir vegir ófærir. vegna snjóa. Þó var sæmilega fært ym Skaga- fjörð en allt lokað í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum. Á Héraði var sæmileg færð og vegurinn um Fagradal til Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar opinn en aðrir fjallvegir á Austurlandi eru tepptir. Ósvífin harka í innheimtu .útsvars og skatta: Fyrirframgreiðsla inn- heimt fyrir gjalddaga ★ 1 gær þegar verkamenn hjá Eimskipafélagi íslands og fleiri aðilum fóru að skoða í launaumslög sin brá þeim heldur ónotalega í brún þar sem dregið hafði verið af kaupi þeirra eftir kröfu Gjaldhcimtunnar allt upp I 2000 Itrónur upp í fyrirframgreiðslu útsvara og skatta. . ★ Eins og kunnugt er er fyrsti gjalddagi fyrirfram- greiðslu þessara gjalda 1. febrúar. þannig að lögum samkvæmt eru þau ekki fal'lin í gjalddaga og því ó- heimilt að innheimta þau fyrr en eftir mánaðamót. Vakti þessi ósvífna harka í innheimtunni mikla reiði verkamannanna, enda margir þeirra vanir að greiða gjöld sín sjálfir beint til Gjald- heimtunnar í stað þass láta draga þau af kaupi sínu. Fjölmenntu verkamennirnir því niður á Gjaldheimtu og kröfðust endurgreiðslu á því sem af þeim hafði verið dregið og varð Gjaldheimtan að verða við þeirri kröfu enda ekki stætt á öðru. ★ Virðist sannarlega orðið hart í ári hjá1 borg og ríki, ef þessir aðilar þykjast þurfa að beita slikri hörku við innheimtu opinberra gjalda eins og þarna var sýnd. íslenzk flugmálayfirvöld hafa fengið tillögur þeirra til athugunar n Hjá ílugmálastjóra og flugráði liggja nú til- lögur Loftleiða um stórfellda lækkun flugfargjalda ijiilli íslands og annarra Evrópulanda. vélunum verði 20—25% lægri en fargjöld með þotum. Fargjöldin of há, segja Loftleiðir. Vill félagið að íslenzk flug- gjöldum með skrúfuvélum og málayfirvöld hlutist til um þáð I þotum á þessum flugleiðum, að gerður verði mismunur á far- ' þannig að fargjöld með skrúfu- Þjófarnir reyndust of morgunsvæfír Þrír reykvískir piltar frömdu gær á leið í bæinn. innbrot á bifreiðaverkstæði á | Þessir piltar voru á ferð á Selfossi í fyrrinótt og stálu þar Volkswagenbifreið austur í Rang- miklu magni af verkfærum af árvallasýslu í fyrrakvöld og verkstæðínu, — komust yfir áttu leið um Selfoss og þegar nokkur hundruð krónur og bílinn var kominn nokkuð aust- skemmdu Taunus bíl á verk- ur fyrir þorpið, — þá var ó- stæðinu með því að sprengja færð svo mikil á veginum, að upp bílinn með haka. Þeir voru þeir urðu að snúa við. handteknir af reykvísku Iögregl Þeir , óku nú aftur til Selfoss unnl við- Geitháls um hádegi í Framhald á 3. síðu. Loftleiðir benda á ýmis atriði til rökstuðnings þessari tillögu — og er sú greinargerð félags- ins birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Þar er talið að fargjöld frá íslandi til annarra Evrópu- landa séu of há og ekki í sam- ræmi við fargjöld annarsstaðar í heimi, t.d. í Bandaríkjunum og á flugleiðinni milli Banda- ríkjanna og íslands. Eins telja forráðamenn félagsins enga sann- girni í því að sömu fargjöld séu með þotum og skrúfuvélum á sömu flugleiðum. Loftleiðir benda einnig á, að af fargjaldalækkun sem þessari myndi leiða sparnað fyrir alla þá mörgu, sem ferðast til og frá íslandi og Evrópu, og jafnframt myndi hún verða til sparnaðar á útgjöldum vegna ferðakostn- aðar hjá fyrirtækjum og opin- berum aðilum, en allar jákvæð; ar aðgerðir í sparnaðarátt ættu að hafa hljómgrunn og hagræna þýðingu fjrrir allan rekstur hins íslenzka þjóðarbús. Einnig telja þeir Loftíeiða- menn að lækkun fargjalda milli Islands og annarra Evrópulanda myndu opna möguleika á stór- auknum ferðamannastraumi hingað, því að fargjaldalækkun myndi tvímælalaust hafa í för með sér aukningu á farþega- fjölda eins og reynsla félagsins hafi verið á undanförnum árum. 46 manns fórusf í flngslysi BREMEN 28/1 — Fjörutíu og tveir farþegar og fjögurra manna áhöfn fórust í flugslysi í Vest- ur-Þýzkalandi í gærkvöld. Flug- vélin sem fórst var tveggja hreyfla Convair-vél frá Lúft- hansa og hrapaði hún skammt frá flugvellinum í Bremen rétt áður en hún átti að lenda. Eng- inn kornst lífs af þeirra er í vél- inni voru. Sakku kjamavopn af nýrrí gerö viÖ strendur Spánar? Sjá frétt á síðu Q Ben Barka-hneykslið Á morgun hefst í blaðinu myndskreytt frásögn af aö- draganda og atvikum Ben Barka-málsins sem orðið er eitt mesta hneyksli í franskri sögu. í þessari frásögn sem höfð er eftir vikublaðinu „L’Express“ er gerð ljós grein fyrir hinum mörgu þáttum þessa flókna máls eft- ir þeim gögnum sem nú liggja fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.