Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. janúar 1966 — ÞJOÐVILJINN — SlÐA g
aði, rafmagnsvélfræði, og efna-
iðnaði senda nýjungar úr fram-
leiðslu sinni til Leipzig. Enn-
fremur hafa fjölmargir vöru-
framleiðendur í V-Berlín til-
kynnt þátttöku sína.
Sósíalísku löndin fá 40 þús-
und fermetra undir sínar
deildir. Rúmlega tvö hundruð
sýningaraðilar verða frá þess-
um löndum og eru Sovétríkin
þar með stærstu deildina.
Frá kapitalisku löndunum
verða Frakkland, Bretland, ít-
alía, Austurríki, Holland, Sví-
þjóð, Belgía og Danmörk
fremst í flokki. Auk þeirra er
sýnd framleiðsla frá Sviss,
Finnlandi, Grikklandi, Liecht-
enstein, Lúxemborg, Noregi,
Spáni, Portúgal, írlandi, Kýpur
og Monakkó.
Ógjömingur yrði að teljaupp
öll löndin, sem senda fulltrúa
á kaupstefnuna, en Indlandog
Arabalýðveldin verða með mjög
stórar deildir. Einnig hefur
verið tilkynnt þátttaka Banda-
ríkjanna, Japans, Irans, íraks,
Brasilíu, Madagascar o.m.fl.
landa.
Sérstök tæknideild verður á
kaupstefnunni og verður hún
á tveim þriðju hlutum svæðis-
ins, eða jafnvíðáttumikil og öll
austur-þýzka deildin. I tækni-
deildinni verður iðngreinunum
skipt niður í 35 flokka og
verða þar til sýnis rafmagns-
vörur, þungavinnuvélar og
verkfæri, svo að örlítið torot sé
nefnt. Fyrirtæki frá fjölmörg-
um löndum senda sýnishom í
tæknideildina.
En það eru ekki aðeins þunga-
vinnuvélar, sem sýndar verða
á kaupstefnunni. I tvo áratugi
hafa verið ha'ldnar þar tízku-
sýningar. Tízkusýningardömur
munu líða þar um og sýna
nýjungar í fatagerð frá tíu
löndum: Austur-Þýzkalandi,
Sovétríkjunum, Ungverjalandi,
Ítalíu, Frakklandi, Austurríki,
Sviss, V-Þýzkalandi og Vestur-
Berlín.
Verðlaun verða veitt fyrir
hagnýtustu og beztu vörumar
á kaupstefnunni og em það
Leipziger Messeamt og Deuts-
ches Amt fiir Messewesen und
Framhald á 7. síðu.
Afmæliskveðja Sósíalista-
fíokksins til Verkamanna-
’éiagsins Ðagsbrúnar 60 ára
Hér sér yfir miðhluta Leipzig-borgar. Fremst á myntlinni fyrir miðju er Tómasaxkirkjan, l»ar sem Jóhann Seb. Bach var organisti
og kantor um árabil. Handan torgsins, framundan kirkjunni, eru tvær af nýjustu byggingum kaupstcfnunnar og þar í nánd hið
fagra, gamla ráðhús borgarinnar. Fjarst til vinstri er járnbrautar stöðin mikla, eitt af stærstu húsum Evrópu, og þar rétt hjá hið
nýja hótel Stadt Leipzíg. Til hægri sést svo óperuhúsið nýja og hin mikla, nýreista póstbygging.
Sósíalistaflokkurinn sendi Dagsbrún eftirfarandi
afmæliskveðju:
Verkamannafélagið Dagsbrún
Afmælishéf. — Hótel Borg.
Á sextíu ára afmæli Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar sendir Sameiningarflokkur alþýðu —
sósíalistaflokkurinn félaginu og öllum meðlimum
þess sínar beztu heillaóskir og kveðjur.
Flokkurinn þakkar af alhug brautryðjendastarf
Dagsbrúnar og farsæla forystu um áratugi í bar-
áttu íslenzkrar alþýðu fyrir bættum hag og betra
lífi.
Það er ósk okkar á þessum hátíðisdegi Dags-
brúnar að íslenzkur verkalýður megi á komandi
árum lyfta æ hærra því merki er frumherjamir
reistu.
Sameiningarflokkur alþýðu—
sósíalistaflokkurinn.
!
I
i
\
\
i
\
\
\
\
\
Rætt við finnska skákmeistarann Eero Böök
Fékk kassa með tafli,
millu og fleiri spilum
Á fimmtudaginn hitti frétta-
maður frá Þjóðviljanum að
máli finnska skákmeistarann
Eero Böök og ræddi við hann
stuttlega um Reykjavíkur-
skákmótið, skákferil hans
sjálfs og skáklíf í Finn'landi.
Böök kvað Reykjavíkurmót-
ið hafa verið ánægjul. skák-
mót og sagðist hann vera til-
tölulega ánægður með árang-
ur sinn en ekki að sama
skapi með taflmennsku sína
í mótinu.
Skák
fyrir áhorfendur
Fréttamaðurinn minntist á
skák Bööks við Jón Hálfdán-
arson, sem Friðrik Ólafsson
sagði um í Tímanum að
hefði verið ein fallegasta og
skemmtilegasta skák mótsins.
Böök lét hins vegar ekki
mikið yfir taflmennsku sinni
í þeirri skák og sagði að
Jón hefði verið í mikilli tíma-
þröng í lok skákarinnar og
ekki fundið beztu leikina,
annars hefði hapn getað
sloppið betur út úr klípunni.
Hins vegar viðurkenndi Böök,
að þetta hefði verið skák fyr-
ir áhorfendur.
Um mótið sjálft sagði Böök,
að hann hefði búizt við því
fyrir fram að baráttan um
efsta sætið myndi standa á
milli Friðriks og Vasjúkofs.
Vasjúkof væri mjög góður
skákmaður og erfitt að segja
um, hvor þeirra Friðriks væri
sterkari. Styrleikamunurinn
kæmi betur í ljós á sterkara
móti en þessu.
Um Guðmund Pálmason og
Freystein Þorbergsson sagði
Böök, að þeir væru báðir á-
gætir skákmenn en hefðu ó-
líkan skákstíl. Guðmuniur
hefði teflt sinar skákir í mót-
inu mjög vel og væri traust-
ur skákmaður en Freysteinn
hefði teflt öl'lu hvassara.
Um íslenzka skákmennt
sagði Böök, að það væri
furðulegt að jafn fámenn
þjóð skyldi eiga svo marga
góða skákmenn, Finnar ættu
e.t.v. á að skipa áh’ka sterk-
um skákmönnum, en þeir
væru líka margfalt fjölmenn-
ari þjóð.
Skákklúbburinn í
Helsinki 80 ára
Böök sagði að finnskt skák-
líf væri í aHmiklum blóma
og þar væru haldin árlega
mörg innlend mót en hins
vegar fátt alþjóðlegra skák-
móta. Sterkasta skákfélagið í
Finnlandi, skákklúbburinn í
Helsinki, verður 80 ára á
þessu ári og kvaðst hann von-
ast til að efnt yrði til alþjóð-
legs skákmóts í Hel.sinki i
haust af þvf tllefni.
Fréttamaðurinn spurði Böök,
hvern hann teldi sterkasta
skákmann Finnlands í dag.
Sagði hann að það væri erfitt
að segja, en hins vegar væri
Vesterinen tvímælalaust efni-
legasti skákmaður Finna nú.
Hann væri aðeins 21 árs gam-
all og hefði iðkað skáklistina
í hjáverkum með erfiðu
stærðfræðinámi. Gat Böök
þess að Vesterinen hefði teflt
í sama flokki og Freysteinn
Þoi’bergsson á Hastingsmót-
inu um sl. áramót og náð þar
betri árangri en Freysteinn.
Þá sagði Böök að auk sín
ættu Finnar tvo alþjóðlega
skákmeistara. Hinir tveir eru
K. Ojanen, sem hefur orðið
10 sinnum finnskur meistari,
og O. Kaila, er hefur tvisv-
ar orðið finnskur meistari,
en hvorugur þessara manna
hefur teflt mikið að undan-
fömu.
50 ára skákferill
Um sjálfan sig sagði Böök,
að hann hefði ekki teflt mik-
ið síðustu árin vegna anna
við starf sitt, en hann er
verkfræðingur hjá finnsku
járnbvautunum. Síðasta al-
þjóða skákmótið er hann tók
þátt í á undan þessu var '
Stokkhólmi 1961. Þar varð
Böök £ fjórða sæti á eftir Tal,
Uhlman og Kotof. en á und-
an mönnum eins og Unzicher,
Sven Johannesen og fleirum
kunnum skákmönnum.
Böök er fæddur 1910 og á
næsta ári verða liðin 50 ár
frá því hann lærði að tefla.
Sagði hann að sér hefði ver-
ið gefinn kassi með tafli,
millu og fleiri spilum og
hefði hann lært þau öll. I
finnska meistaramótinu tók
hann fyrst þátt árið 1930, tví-
tugur að aldri, og bar sigur
úr býtum. Hefur hann alls
tekið þátt í níu Finnlandsmót-
um og sigrað í sex þeirra en
einu sinni varð hann að hætta
keppni vegna veikinda. Árið
1947 varð hann Norðurlanda-
meistari eftir að hafa teflt
einvígi um titilinn við Stoltz.
Þá hefur Böök tekið þátt í sjö
Olympíuskákmótum fyrir hönd
Finnlands og auk þess teflt á
mörgum alþjóðlegum skák-
mótum með góðum árangri.
Böök kvað erfitt að segja
um hver væri bezti árangur
sinn við skákborðið en nefndi
sem dæmi að í Olympíuskák-
mótinu í Varsjá 1935 hefði
hann teflt á 1. borði fyrir
Finnland og hlotið 60% vinn-
inga og í Saltsjöbadenmótinu
1948 hefði hann hlotið 50%
vinninga en það var skipað
flestum sterkustu skákmeist-
urum heims á þeim tíma.
Böök kvaðst einnig hafa
skrifað mikið um skák, bæði
á finnsku og sænsku. Þannig
komu út eftir hann þrjár
skákbækur í fyrra. Auk þess
héfur Böök verið einn af
forustumönnum finnska skák-
sambandsins um alllangt
skeið og formaður þess síð-
ustu þrjú árin.
Velkomnir til
Finnlands 1967
Fréttamaðurinn spurði um
álit Bööks á úrslitum einvíg-
isins Petrosjan — Spasskí.
Sagði Böök, að hann teldi
Spasskí hafa heldur meiri
sigurlíkur, en einvígið yrði
vafalaust mjög tvísýnt og
spennandi. Hann kvaðst m.a.
byggja þessa skoðun sína á
þeirri staðreynd að þegar
jafnvígir skákmenn hefðu
barizt um heimsmeistaratitil-
Eero Böök
inn, hefði áskorandinn jafn-
an borið sigur úr býtum, auk k
þess væri Spasskí yngri mað- ^
ur en Petrosjan og hefði náð k
frábærum árangri að undan- ^
förnu og væri í góðri þjálfun. ||
Að lokum sagði Böök, að ®
það hefði verið mjög ánægju- ^
legt að koma til íslands og k
taka þátt í þessu móti. Þetta ^
væri í fjórða sinn sem sér k
væri boðið til Islands en i J
öll hin skiptin hefði hann ■
ekki getað komið vegna anna. J
Þegar ég fékk boðið núna, ■
sagði Böök, hugsaði ég með J
mér að þetta væru síðustu I
forvöð, svo að ég tók því, w
enda hefur mig alltaf lang-
að til að koma hingað. 1967 k
verður skákmót Norðurlanda |
haldið £ Finnlandi, og býð ég k
íslenzka skákmenn velkomna "
þangað og vona að þið sendið ■
sterkt lið.
10 þús. sýnendur á vor
kaupstefnunni í Leipzig
Senn Ifður að því, að Vor-
kaupstefnan I Leipzig 1966
verði haldin. Hún verður opn-
uð 6. marz nJc og lýkur 15.
sama mánaðar. Þátttakendur og
gestir munu flykkjast að, bæði
úr austri og vcstri.
Hin viðtæka kaupstefna, sem
haidin var í Leápzig £ fyma, en
þá vom hðin 800 ár siðan
fyrsta kaupstefnan var haldin
þar, varð til þess að áhrif og
gengi kaupstefnunnar er nú
miklu meira en áður. Hún
verður æ stærri i sniðum, enda
gefur slík kaupstefna mönnum
tækifæri til þess að fylgjast
með þróun vísinda og nýjung-
um í iðnaði.
1 þetta skipti munu um tíu
þúsund aðilar frá 75 löndum
sýna framleiðslu sína og búizt
er við gestum frá 90 löndum.
Gólfflötur sýningarinnar er
hvorki meira né minna en 345
þúsimd ferm., en deild Austur-
Þýzkalands nær yfir tvo þriðju
hluta svæðisins.
Vestur-Þýzkaland tekur einn-
ig þátt í kaupstefnunni. Flest
vestur-þýzk fyrirtæki, sem
vinna að málmvinnslu, vélaiðn-
i