Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 29. janúar 1966 Landsleikir í körfuknattleik: Otgefandi: Sósíallstaflokk- Samelnlngarflokkur alþýðu úriim. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurðair Cuðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Súni 17-500 (5 iínur), Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. MorgunblaBið ogíslenzkar bókmenntir M, L orgunblaöið og Morgunblaðsliðið hefur löngum verið táknið um lágmark siðgæðis og smekks í íslenzkum þjóð- málum. Lágkúran og ofstækið hefur löngum farið saman á því heimili, jafnt í afstöðu til verkamanna og skálda. Meðan Morgunblaðið og lið þess hélt sig þess umkomið að níðast á sveltandi verkamönnum, þá var slíkur níð- ingsskapur höfuðiðja þess, —' eða hvort mun íslandssag- an ekki minnast 9. nóvembers ’32? Meðan Morgunblaðið hélt sig geta brotið róttæka rithöfunda á bak aftur eða svelt þá til hlýðni, þá var ofsóknarsvipunni vægðarlaust beitt: Þórbergur Þórðarson sviptur kennslustörfum, hætt að gefa út bækur Halldórs Kiljans Laxness. E n Morgunblaðinu og klíku þess tókst hvorki að drepa íslenzka verklýðshreyfingu né eyðileggja skáldin. Undir forystu Kristins Andréssonar bundust róttæk skáld ís- lands samtökum 1935 og i krafti baráttu þeirra og list- rænna hæfileika varð það bókmenntaskeið, sem hófst árið 1924 með „Bréfi til Láru“ og stóð óslitið meir en aldarfjórðung, að einu glæsilegasta bókmenntatímabili íslandssögunnar. Þ egar hin róttæku skáld höfðu sigrað og allar tilraunir Morgunblaðsins mistekizt, — en Kristmann Guðmunds- son var sem kunnugt er leiðbeinandi þess og tákn um bókmenntasmekk og siögæði, — var svo blaðinu snúiö við. Morgunblaðið tók sem barinn hundur að flaðra upp um þá rithöfunda, sem þvi hafði mistfekizt að rýja ær- unni, frægðinni og atvinnunni. Og þaö gerir það enn. E n það er bezt fyrir það blað að læra að skammast sín og þegja um bókmenntir íslands á 20. öld, þess saga þau ár er ekki svo fríð. Og Kristinn Andrésson mun í bók- menntasögu íslands standa við hlið þeirra Halldórs Lax- ness, Þórbergs Þórðarsonar og Jóhannesarúr Kötlum sem skipuleggjandinn og frumkvöðullinn, er leiddi þá bar- áttu, er sú skáldakynslóð háði, til sigurs yfir lágkúru Morgunblaðsins og alls þess liðs. Undir hans andlegu forystu var klifinn sá hátindur íslenzkra bókmennta, sem smámenni Morgunblaðsins nú öfundast yfir. M« ' orgunblaðinu væri nær að snúa sér að hneyksli því, sem afskipti alþingis og ríkisstjórnar er nú af bókmennt- um landsins, heldur en að rifja upp eigin óheillasögu. Þau smánarlaun 600 króna, sem Þorsteinn Erlingsson fékk í aldarbyrjun, eru í dag miðað við verkamannakaup næstum tvöfalt hærri (þau samsvara um 120.000 kr.) en hæstu heiðurslaun!! Úthlutunarkerfið er hugsað og framkvæmt með það fyrir augum að níðast á þeim rót- tæku rithöfundum, sem Morgunblaðsliðiö þorir til við, — svo maður nú ekki tali um, ef þeir hafa orðið til þess að skyggnast eitthvaö inn í pólitíska spillingarkerfið í kring- um blaðið sjálft. í* að er hvorttveggja í senn að sjálf upphæðin til lista- mannalauna er aðeins brot af því sem verá þyrfti, er sú lúsarlegasta sem veitt hefur verið á þessari öld, ekki sízt með tilliti til þess hve alhliða bókmenntir og listir hafa nú blómgazt. Þegar þar ofan á bætist að hlutdrægni, of- stæki og smásálarskapur setur brennimark andlegs aft- urhalds á sjálfa úthlutunina, þá má segja að ofstækis- andi Morgunblaðsins frá liðnum árum svífi þar enn yfir vötnunum. En sá andi hefur enn ekki megnað að drepa íslenzkar bókmenntir og mun heldur ekki takast það framar. — e. Þorsteinn Hallgrímsson sóttur tii Hafnar íslenzka liðinu til stvrktar □ landsliðsnefnd KKÍ, sem er skipuð þeim Jóni Eysteinssyni og Þóri Guðmundssyni, hefur valið landsliðið, sem mætir Skotum í dag og á morgun, sunnudag, í íþróttahöllinni í Laugardal. : ® Birgir Örn Birgis — með flesta landsleiki Islend- inga, tólf talsins. Liðið skipa þessir menn: Agnar Friðriksson, 191 sm. IR. 9 landsleikir, 4 unglingalands- leikir. Birgir Jakobsson 192 sm. IR. 2 landsleikir. Hólmsteinn Sigurðsson 189 sm. IR. 11 landsleikir. Þorsteinn Hallgrímsson, 184 sm. ÍR. 10 landsleikir. Kolbeinn Pálsson 178 sm. KR. Einar Bollason, 196 sm. KR. 5 landsleikir. 2 landsleikir, 4 unglingalands- leikir. ’ Gunnar Gunnarsson 184 sm. KR. 5 landsleikir, 4 unglinga- landsleikir. Hjörtur Hansson 189 sm. KR. 2 landsleikir, 4 unglingalands- leikir. Kristinn Stefánsson, 198 sm. KR, 3 landsleikir. 4 ung- lingalandsleikir. Birgir örn Birgis 191 sm. A 12 landsleikir. Davið Helgason, 179 sm. Á. 9 landsleikir. Leikmenn liðsins hafa því að baki sér samtals 67 landsleiki og 20 unglingalandsleiki. Þorsteinn Hallgrímsson, sem stundar nám í Kaupmannahöfn, kom heim í boði KKl, til að leika þessa afmælisleiki við Skota. Þorsteinn hefur verið oftar fyrirliði landsliðsins en nokkur annar, eða alls í 9 skipti. Auk þess var Þorsteinn fyrir- liði liðsins, sem fór í keppnis- för til Bandaríkjanna og Kan- ada s.l. vetur. Þor&teinn stóð sig mjög vel á Polar Cup-mótinu í Helsinki 1964 og komst þá í raðir fremstu körfuknattleiksmanna ' í Evr- ópu. Körfuknattleiksmenn munu minnast 5 ára afm.ælis KKÍ með dansleik í Tjarnarbúð á sunnudagskvöld kl. 9. — Við það tækifæri munu verða af- hent landsliðsmerki til þeirra 29 pilta, sem tekið hafa þátt í landsleikjum -á þessu tímabili. Skólapiltar leika í dagog á morgun Á undan landsleikjimum í körfuknattleik gegn Skotum í dag, laugardag, og á morgun, verða háðir forleikir, sem ættu að geta veitt áhorfendum góða skemmtun. Menntaskólinn í Reykjavík keppir við Verzlunarskólann á undan leiknum í dag. Þessir tveir skólar hafa marga harða hildi háð á íþróttavellinum á undanförnum árum og má bú- ast við harðri keppni milli þeirra. I liði beggja eru ungir og efnilegir körfuknattleiks- menn, sem vakið hafa athyglif" 1 keppni íþróttafélaganna. Á undan landsleiknum á morgun, sunnudag, keppir lið Vogaskólans við bandarískt skólalið af Keflavíkurflugvelli. 1 liði Vogaskólans eru piltar, sem athygli vöktu í III. flokki, en þeir mæta keppriisvönum og erfiðum andstæðingum, þar sem bandarísku piltarnir af Keflavíkurflugvelli eru. Leikimir báða dagana hefj- ast kl. 16, en leikið verður í 2x15 mín., án nokkurra leik- tefa. Landsleikimir sjálfirættu því að geta hafizt kl. 16,40. Þess er vænzt að sem flestir nemendur skóla þeirra erkeppa mæti á leiknum og hvetji hver sitt lið til dáða. Á sunnudagskvöldið kl. 21, minmast körfuknattleiksmenn afmælis sambandsins með dansleik í Tjarnarbúð. Við það tækifœri verða landsliðs- mönnum afhent landsliðsmerki KKl í fyrsta skipti. Körfu- knattleiksunnendur eru hvattir til að saékja dansleikinn, en aðgangur er frjáls, eftir því sem húsrúm leyfir. — (Frá KKÍ). Minnzt 5 ára afmælis Körfuknattleikssamband Is- lands var stofnað 29. jan. 1961 og verður þvi sambandið 5 ára í dag, laugardag. Fyrsta stjóm sambandsins var þannig skipuð: Bogi Þor- steinsson, Benedikt Jakobsson, Magnús Bjömsson, Ásgeir Guð- mundsson, Matthías Matthías- son, Einar Ólafsson og Krist- inn Jóhannsson. Á þessu fimm ára tímabili hefur fjárskortur jafnan verið Framhald á 7. síðu. Velheppnað körfuskot eins af íslcnzku Ieikmönnunum — hvað verða þau mörg í dag og á morgun? Handknattleikur um helgina Um helgina verður haldið á- fram Handknattlciksmeistara- móti Islands, að Hálogalandi. Fara þá fram, sex Ieikir, þar af tveir í 1. deild karla. 1 kvöld leika. í 3. fl. karla, A-riðli: Haukar og Víkingur, en í B-riðli KR og Breiðablik, og Ármann og FH. Þá fer fram einn leikur f 2. deild karla, milli Víkings og IR. Annað kvöld, sunnudag, leika saman í 1. deild karla FH og KR og Fram og Haukar. Leikirnir hefjast bæði kvöld- in kl. 8,15. • .. ■ RÓSA- 11!« " ’ ■ ■ 'r RSMUR JÓNS RAFNSSONAR eru að verða land- fleygar óg hafa orð- ið fjölmörgum les- Æ endum til óblandinn- f. * * • E ð .; ar ánægju. M^|i| ' -•«; Tryggið yður eintak, „ ... • *< áður en upplag þrýtur. h VC ípljl Bókaútgáfan ÁSAÞÓR Pósthólf 84, Reykjavík. Sími 34757.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.