Þjóðviljinn - 15.02.1966, Síða 1
I
Þriðjudagur 15. febrúar 1966 — 31. árgangur — 37. tölublað.
Aðalfundur MÍR er í kvöld
■ Aðalfundur Reykjavíkurdeildar MÍR verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í
MÍR-salnum Þingholtsstræti 27.
■ Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, erindi Resjetofs blaðafulltrúa um
leiklist í Sovétríkjunum og að lokum verður sýnd stutt gamanmynd, sem byggð
er á smásögu Míkhaíls Sjolokhofs, „Kósakkar gráta“.
/
Enn einu sinni hefur ný eyja skotið upp kollinum á ffosstöðvunum við Surtsey. Iiarald-
ur Sigurðsson jarðfræðingur flaug þarna yfir sl. laugardag og tók þá þessa mynd. Var
nýja eyjan þá röskir 10 metrar á hæð, um 200 metrar á iengd og 100 mctrar á broidd.
Ný goseyfa
Einróma samþykkt Alþýðusamhands NorÓurlands:
□ Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands
samþykkti einróma á fundi 5. þ.m. að mót-
mæla alúmínsamningamakki ríkisstjórnarinn-
ar og skora á Alþingi að hafna væntanleg-
um samningum þegar til þess kasta kemur
að afgreiða málið.
Samþykktin sem miðstjórnin gerði var þannig:
Fundur haldinn í miðstjórn Alþýðusambands Norður-
lands, 5. febrúar 1966, mótmælir yfirstandandi samningum
ríkisstjórnarinnar við erlent auðfyrirtæki um byggingu
og rekstur alúmínverksmiðju hér á landi.
Miðstjórnin telur að reynslan hafi sýnt að íslehzka þjóð-
in er fær um að byggja upp atvinnuvegi sína með eigin
framtaki og því lánstrausti, sem hún hefur unnið sér h'já
öðrum þjóðum. Á sama hátt er þjóðin einfær nú eins og
áður um að byggja upp nauðsynlegar raforkustöðvar fyrir
þarfir þjóðarinnar án þess að það sé háð því að ráðizt
verði í stóriðju á vegum erlendra aðila. Vill miðstjórnin
sérstaklega vara við þeirri nýju stefnu, sem núverandi
stjórnarvöld hafa lýst sig fylgjandi, að hleypa erlendum
auðfyrirtækjum inn í íslenzkt atvinnulíf í samkeppni við
íslenzka atvinnuvegi og uppbyggingu þeirra, og skorar
því á Alþingi að hafna væntanlegum samningum, þegar
til þess kasta kemur að afgreiða það mál“.
Soðning oröin lúxusvara
Miklll skartur á neyzlufíski í Reykjavík
Hraþallegt ástand ríkir hér í
borginnj og kemur a'varlega
niður á efnahag reykvískra
heimila — menn fá takmarkaða
soðningu hjá fisksölum borgar-
innar, — fisksalarnir anna
hvergi nærrj eftirspurn borgar-
búa eftir fiski j matinn.
Síðastliðinn vetur var Reykja-
vík komin i fremstu röð út-
gerðarbæja á bolfiskveiðar og
stunduðu héðan um sextiu bát-
ar bolfiskveiðar;
f vetur liggja um fjörutíu
til fimmtíu bátar hér við bryggj-
urnar og geta hvergi hreyft sig
vegna verðbólgu og heimatilbú-
inna vandræða, — stjórnskipuð
nefnd skammtar fiskverðið svo
lágt.
Aumari ríkisstjórn hafa ís-
lendingar ekki eignazt, sem
kemur í veg fyrir. að menn fái
í soðið og ætlar mönnum að
lifa á útlcndu kexi og dönsk-
um smákökum.
Þjóðviljinn hafði samband við
nokkra fjsksala hér í borginni
í gærdag og innti þá eftir á-
standinu í þessum málum. Við
önnum hvergi nærri eftirspurn-
inni, sögðu þeir upp til hópa, —
skortur er á öllum fisktegund-
um. Þá eru lifur og hrogn al-
gjör munaðarvara og ejga menn
vist að nærast á súkkulaði, kexi
og dönskum smákökum — nóg
er til af því í búðunum, sagði
Steingrímur í Fiskhöllinni.
Frystihúsin hér í borginni og
á Suðumesjum hafa náð að
halda . einhverjum mannskap og
gleypa hvern fisk enda eK er-
lendis, hækkandi markaðsverð á
fiski og einstaka fisksafar ná
sambandi við bátaeigendur á
Suðurnesjum, sem vejða fisk
fyrir eigin saltfiskverkun og
enginn fer eftir lögboðnu fisk-
verði. Þá eru frystihúsin ákaf-
lega löngunarfull í hrognin til
að flytja út, — allir eru vitlaus-
ir eftir fiskj — bátamir liggja
hinsvegar í hrönnum hér við I
bryggjurnar og geta ekki gert1
út vegna verðbólgu og hins lága
fiskverðs.
Þá ná fisksalar og nýlendu-
vöruverzlanJr aðallega gegnum
Kristján Skagfjörg og Tilrauna-
verksmiðju SIS í Hafnaríirði
frosnum fiskflökum og er ríf-
lega helmingi hærra verð á
þeim út úr búg en fiski beint
upp #úr bátunum, sem er til
sölu í fiskbúðum.
Frystihúsin sjá þó ofsjónum
eftjr hverju frosnu fiskflaki á
innanlandsmarkað.
Þá fæst enginn saltfiskur og
liggja menn á birgðum og vilja
ekki selja strax. Saltfiskverk-
endur búast við hærra verði
fyrjr saltfiskinn næstu vikur.
Fiskur er orðinn lúxusvara
hér í borginni og geta menn
leitt getum að Því efnahagslega
áfalli fyrir reykvísk heimili af
þeim sökum. — var þó ekki á
bætandi vegna sífelldra vöru-
hækkana á lífsnauðsynjum hjá
viðreisnarstjóra.
12 manns bjargast
naumlega úr bruna
□ Aðfaranótt sl. sunnudags brann íbúðarhús-
ið Vík í Grindavík til kaldra kola og brenndist
einn maður það mikið að hann *var fluttur í
sjúkrahús hér í Reykjavík. Alls voru í húsinu 12
manns er eldurinn kom upp og slappt allt fólkið
nauðuglega út á nærklæðunum einum saman.
Varð sumt af því að kasta sér út um glugga af
efri hæð hússins.
Husig 1 Vik var gamalt múr-
húðag tveggja hæða timburhús.
Bjó eigandi þess. I>orlákur
Gíslasoín, á neðri hæðinni á-
samt konu sinni og yngri börn-
um þeirra en á efri hæðinni bjó
einn sona Þorláks ásamt konu
sinni og ungri dóttur svo og
fleiri synir Þorláks.
Eldsins varð vart um kl. 5.30
er maður sem var gestkomandi
á neðri hæðinni vaknaði við
reykjarþef. Var þá kominn eldur
í stigann upp á loftið en maður-
inn gat hlaupig upp og vakið
fólkið sem þar svaf. Stökk einn
af sonum Þorláks út um glugga
á efri hæðinni og náði í stiga
og reisti hann upp við húsið
og bjargaðist fólkið þar 'út en
áður höfðu ungu hjónin varpað
dóttur sinni tveggja ára út um
gluggann og tókst ömmu hennar
að grípa hana ómeidda.
Þorlákur fór fram í þvotta-
hús er var á neðri hæðinni og
sstlaði að ná í vatnsslöngu en
eldurinn breiddisf svo ört út að
hann lokaðist þar inni og
brenndist hann mikið á höndum
og baki er hann brauzt aftur
Framhald á 7. síðu.
Gamalt íbúðarhús
brann á Saurbæ
á Kjalarnesi
SI. laugardagskvöld kom upp
eldur í gömlu timburhúsi að
Saurbæ á Kjalarnesi. Var hús-
ið notað fyrir geym-slu því hætt
var að búa í því fyrir nokkrum
árum, Húsið brann til kaldra
kola en nokkru af munum var
hægt að bjarga úr því. Vatns-
skortur háði mjög slöikkvistarf-
inu en slökkviliðinu í Reykja-
vik tókst að verja nýja íbúðar-
húsið og kirkjuna er stóðu
skammt frá gamla húsinu.
Alþingi gef-
|ið hús Jóns
| Sigurðssonar
í gær barst Þjóðviljan-
um eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Alþingi;
Sendiherra fslands í
Kaupmannahöfn hefur í
dag borjzt svohljóðandi
bréf frá Carl Sæmundisen
stórkaupmanni þar í borg:
,.Á áttatíu ára afmælis-
degi minum er mér Ijúft
að staðfesta, að ég hef á-
kveðið að gefa íslenzka
ríkinu (Alþingi) húseign
mína Östervoldgade 12. í
þvi húsi bjó Jón Sigupðs-
son forseti um Iangt ára-
bil. Var þar þá samkomu-
staður fslendinga og at-
hvarf fyrir íslenzka menn-
ingu.
Ef íslenzka ríkið þiggur
þessa gjöf. er mér ljúft að
ræða sem fyrst nánar um
form afhendingarinnar.“
Forsetar Alþingis hafa í
dag sent gefandanum eft-
irfarandi skeyti:
, ..Alþingi árnar yður
heilla á áttræðisafmælinu
og þiggur með þökkum
hina stórhöfðinglegu gjöf
yðar, sem ætluð er til að
heiðra minningu Jóns Sig-
urðssonar og minna á ís-
land og- íslenzka menningu
í Kaupmannahöfn. Er þess
vænzt. ag bráðlega gefist
tækifæri til að ráðgast við
yður um það, á hvern hátt
þessu markmiði verði bezt
náð.“
ísland vann
Pólland
A sunnudaginn
léku Island og Pól-
land síðari leik sinn
í undankeppni heims-
meistarakeppninn-
ar í handknattleik
og fóru leikar svo
að Island sigraði
með 23 mörkum
gegn 21 í spennandi
og skemmtilegum
leik. Vart mun þó
þessi sigur nægja til
þess að Islendingar
komist áfram í
keppninni en til þess
að svo verði þurfa
þeir að vinna Dani
með 9 eða 10 marka
mun. Frimann Helga-
son skrifar um leik-
inn á íþróttasíðu.