Þjóðviljinn - 15.02.1966, Page 8
3 SfÐA — MÖÐVmiNN — ÞrS!§udagur 15. feteáar ISSQ.
STORM JAMESON:
Ó,
BLINDA
HJARTA
ið mitt, hið síðasta af tólf — vandræðum í Nice. Ein af
hann Benjamín minn — hafi
verið tekið til sýningar í Briiss-
el. Þar á ég vini. Ójá, ég á vini
alls staðar, en þeir verða mér
ekki állir að gagni.
— Til hamingju, sagði Mic-
hal.
— Við sjáum nú til, við sjáum
nú til. Og láttu þér ekki detta
í hug að ég ætli að gerast at-
vinnurithöfundur á mínum aldri.
Ég sagði þér, að ég væri enginn
heimskingi, enginn rómantískur
auli .... Jæja þá, hvað get ég
gert fyrir þig? Biddu mig um
hvað sem er — tja, hvað sem ég
vil gera.
— Mig langar að fá upplýsing-
ar og ráðleggingar —
— Já, ráðleggingar. Ég gef
betri ráð en nokkur annar í
heimi, og það kostar mig ekk-
ert. Hvers þarftu með?
Michal gætti þess að ekki vott-
aði fyrir geðshræringu í rödd-
inni þegar hann sagði:
— Ég geri ráð fyrir, að ég
geti lítið gert til að bjarga
Philippe? Ég á við — það voru
mínir peningar sem hann tók,
og ef ég hefði getað séð fram
í tímann. hefði ég fremur viljað
missa þá, en sjá hann í fang-
elsi —
Gaude greip hranalega fram
í fyrir honum. Ég geng út frá
því að þessar háleitu tilfinning-
ar þínar nái ekki til hinna þrjót-
anna?
•— Auðvitað ekki.
— Þá geturðu ekkert gert fyr-
ir hann, ságði Gaude með vin-
gjamlegri fyrirlitningu. Jafnvel
þótt hann væri ekki meðsekur
hinum tveimur. þá ðr hann í
HártfTeiðsilan
Hárgreiðslu- og snvrtistofa
Steinu on Dódó
Laugavegj 18 EII hæð flyfta)
SlMI 24-6-16
P E R MJi
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
D Ö M U R
Hárgreiðsla við allra hæfi
FJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 Vonarstræt-
ismegin — Sími 14-6-62
Hámrei?Ssiln<:tej|a
Rudslm'liifleía?
María Guðmundsdóttir.
Laugavegi 13 Sími 14-6-58
Nuddstofan er á sama staðj
! virðulegu gömlu gæsunum hans
; — bandarísk gæs ........ Hann
1 sver að hún hafi gefið honum
seðlaveskið sitt með fimmtíu
þúsund frönkum í, en hún þver-
neitar þvi, hún borgi ekki svo
j vel. Hún er svo fokreið yfir ó-
j svífni hans, að hún lætur sig
' engu varða það hneyksli sem
j verður, þegar sagan berst út. Og
I þannig stendur það nú, vinur
sæll.
Hann horfði á Michal með
meiri forvitni en velvilja. Hann
velti fyrir sér hver væri til-
gangur hans með þessu? Það
var ekki góðsemi — ekki ein
saman góðsemi. Var það hé-
gómaskapur? Löngunin til að
virðast góður og umburðarlynd-
ur?
— Ég bjóst við því, sagði Mic-
hal. Hann misskildi ekki augna-
ráð Gaudes, en fyrr vildi hann
glata aleigu sinni á ný en seðja
forvitni hans. Mér þætti mjög
vænt um að hún vildi segja mér
j nákvæmlega — hann hikaði —
hver staða konunnar minnar er
í öllu þessu.
— Aha. Gaude sveipaði sig
ósýnilegri skikkju. Frú Michal
hlýtur að skoðast meðsek, eins
I og þú skilur — í bezta falli. Ef
til vill þarf ekki að ganga
lengra. Ef til vill .... Fyrst
verðum við að tala aftur við
hana — þú þarft ekki að yggla
þig framaní mig, það verður
stutt viðtal, mjög stutt, hún
verðtlr að undirrita framburð
sinn, því að í gær var hún ekki
fær um að undirrita eitt né
neitt. Og ef til vill gæti ég eða
monsieur Garuche fengið að
spyrja hana nokkurra spuminga.
Michal greip fram í fyrir hon-
um: í þetta sinn verður það að-
eins í viðurvist lögfræðings.
— Aha. Þér fannst ég ósann-
gjarn?
— Ekki ósanngjam, sagði Mic-
hal, en fullmikill Gaude. Ég
hefði átt að fá einhvem, Jouas-
saint eða annan ref til að halda
í hemilinn á þér. '
Gaude tók þetta sem hrós.
Hann brosti breitt og sagði:
— Sjáðu til, í gær fannst mér
ég vera að lóða á botn í henni.
Auðvitað gát verið að hún væri
að segja satt, þegar hún sagðist
ekki hafa vitað um þetta frá
upphafi. Philippe hefði getað
logið um þetta af yfirlæti, eða
öllu heldur af einskæru kæru-
leysi — hefði getað verið búinn
að gleyma hvað þau höfðu kom-
ið sér saman um og hvað ekki.
Sjáðu til, Michal, það er afar fá-
títt að rekast á karl eða konu
sem segir ekki sannleikann —
að lokum. Flestir álíta að lög-
reglan hafi einhverjar duldar að-
ferðir til að koma upp um lyg-
ar —■ og þeær haftdte að Iþað sð
verra fyribr þá að vera staðna
að lygum, og því tala þeir, Og
þá stendur rétt á sama hversu
ákveðið og fcæstoldrað fólk er í
upphafi. Augu hans dönsuðu.
Sennilega er þetta einhver eðlis-
ávísun hjá okkur, sem við höf-
um tekið í arf frá hinum villi-
mannlegu forfeðrum okkar, .sem
óttuðust töframanninn. Hvað
heldurðu um það?
— Ég álít að lögfræðingur sé
nauðsynlegur, sagði Michal ró-
lega.
Gaude leit næátum ástúðlegu
augnaráði á hann. Segðu mér
eitt vinur minn. Hefurðu and-
úð : henni?
— Andúð? urraði Michal.
Hann gaf sér tíma til að
kveikja sér í sígarettu með
kveikjaranum sem Gaude rétti
að honum' með hendi sem var á
stærð við svínslæri.
— Það væri . ekki óeðlilegt,
Gaude.
— Eftir öll þessi ár, þrjátíu
talsins, sem ég hef treyst henni
og unnið með henni, þrælað og
striteð, þá kemur andúð hvergi
inn í þetta. Ég ætla að gera það
37
sem í mínu valdi stendur til að
hjálpa henni.
Hann hafði talað með óper-
sónulegri röddu, kaldri og
styrkri. Gaude trúði því ekki,
að hann væri kaldur og hann
fann til einhvers samblands af
hlýju og vorkunnsemi í garð
þesisa traustlega náunga, sem
dugnaður og kænska höfðu ekki
bjargað frá hinum auðvirðileg-
ustu óförum. Umburðarlyndi
kokkállinn, sagði hann við sjálf-
an sig.
— Satt að segja, sagði hann,
þá ræð ég þér ekki til að fá
Jouassaint lögfræðing minn í
þennan — þennan björgunarleið-
angur; hann hefur ekki geðslag
til þess. Þú ættir fremur að fá
yngri Rodderinn — yngri bróð-
urinn, sjáðu til, ekki þann eldri:
ég er ekki að segja að hann sé
síðri lögfræðingur en bróðir
hans, en ef kvenfólk eru í kvið-
dómnum — já og reyndar fá
karlmenn ekki heldur mikið
traust á manni sem er sýnilegt
átvagl með þrútin augu og ýstru
sem honum hefur tekizt að
krei^ta út í lendarnar. Til að
koma jafnvægi á í fjölskyldunni
er yngri bróðurinn með átjándu
aldar vangasvip og rödd sem
hann hefur trúlega fengið að
erfðum úr sinni ítölsku móður-
ætt, engan orgelhljóm, en hríf-
andi raddblæ. Ef nokkur maður
getur sannfært kviðdóm um það,
að frú Michal sé, — fyrirgefðu
ég er ekki að gera að gamni
mínu, langt í frá, — að hún sé
táldregin og iðrandi kona, þá
getur hann það. Og það sem
meira er, hann mun gera það af
sannfæringu; hann trúir á kven-
menn eins og aðrir menn trúa
á Hina heilögu mey; hann er
rómantískur fram -í fingurgóma.
Og það væri ég ef til vill líka,
ef ég læsi færri bréf sem fletta
ofanaf eiginmönnum, eiginkon-
konum, nágrönnum, mágkonum,
öll nafnlaus. Og það er sannar-
lega ekki af því að þau séu ein-
■ ............ — ..........-...
tómaof lygar. Það er eSSS tffl
sáklaust fótk.
— Hvenær heldurðu að réttar-
höldin verði? spurði Michal.
Gaude setti stót á mmmimn.
Vinur minn það er ekki í mínu
valdi að ákveða það; það heyrir
undir hinn opinbera ákæranda,
monsieur Dennis Didier Fouchet.
— Og þú getór engin áhrif
haft á það?
— O, ég get talað .við hann,
sagði Gaude. Hann er ekki að-
gengilegasti maðurinn í deild-
inni, en hann hlustar á mig. Ég
þekki hann, skilurðu. Við reyn-
um við Tióvember, — það er
hugsanlegur möguleiki; það ligg-
ur ekki sérlega mikið fyrir. Satt
að segja eru vandræði þín sann-
kallaður fengur fyrir samkvæm-
islífið.
— Ég skal tala við yngri Rod-
ier bróðurinn, sagði Michal.
— Gerðu það.
— Og ég er þér mjög þakklát-
ur fyrir —
— Ekkert að þakka, hreint
ekkert. Mér er mjög kært að
gefa ráð. Þetta var alveg satt.
Þér mun falla vel við hann. Og
sjáðu til, það hefur mikla þýð-
ingu fyrir únslit málsins, hvemig
afstaða þín er. Ertó þess albú-
inn að standa upp í réttarsal og
segja: Ég hef enga andúð o. s.
frv.?
Michal gerði sér fuílkomlega
ljést, hvaða fyrirlitningu kokkáll
é skilið, og hann vissi að hana
var að finna jafnt hjá þestsum
mikilsmetna manni sem sat and-
spænis honum og hjá gömlu
konunni sem seldi blöð á götó-
hominu framan við ráðhúsið.
Gaude hallaði sér áfram.
Látta mig ekki gjalda þess, sagði
hann hlýlega, að ég skuli vita of
mikið um einkamál þín. Ég —
tja, þú myndir halda þegar þú
horfir á mig, að ég hefði aldrei
á ævinni verið smánaður eða lít-
illækkaður eða jafnvel vonsvik-
inn Fn það væri þó mikill mis-
skilningur.
Tilfinningin í rödd hans og
augnaráði kom Michal á óvart
og hann talaði hreinskilnislega.
Hann sagði með stillingu:
— Gærdagurinn var versti
dagur sem ég hef lifað, satt er
bað. Og mundu að ég er sextóg-
ur; ég gét sagt með sanni að
ég hef lifað hamingjurfku lífi.
Að bíða til sextugs eftir óláni
sínu — það geta ekki margir
státað af því. Og að Ijúka því af
sextugur, — það er ekki sem
verst heldur. Nei, ég þarf ekki
að kvarta.
Gaude reis á fætur. Jæja, eig-
um við þá að kalla á unga synd-
arann?
14
— Láttu ekki návist mína
trufla þig, sagði Gaude alúðlega.
Og láttu bér ekki detta í hug
að ég hlust.i nema með öðru eyr-
anu. Hann kom sér fyrir hakvið
skrifborðið og fór að rýna í
skjalahrúgu sem lá í möppunni.
Ég hef nóg að gera.
Að undanteknum einum leð-
urarmstól með djúpri dæld
öðrum megin, var ^kki annað
sæti en trébekkurinn. Eftir and-
artaks hik settist Michal á ann-
an enda hans Hann benti á hinn
endann og sagði:
— Seztu drengur. seztu.
Sem drengur hafði Philippe á-
vana. sem hann hafði haldið
tryggð við öll unglingsárin: að
þórður
sjóari
4682 — Haderi krýpur við hlið eins særða mannsins og spyx
hann spjörunum úr. ,,Er konungurinn í Tvart?“ Og þegar hinn
kinkar kolli: „Eru Magdalena og Farana þar líka?“ Aftur kink-
ar maðurinn kolli. Svo lyftir hann höfðinu með erfiðismunum.
,,Konumar ...... vel farið með þær ........ konungurinn .......
í.—-.. í dýflissiami miðri......" Síðan missir hann meðvitund.
Þegar Haderi lítur upp, stendur ókunnugur maður við hlið
hans. Þórður hefur heyrt spurningarnar og svörin og þarf því
ekki að efast um, að þessi Arabi er vinveittur Hassan og honum
má treysta.
Augu Haderis ljóma þegar hann heyrir, að prinsinn sé um
bo»S í m.ekkivœú.
Plast
þakrennur og
níðurfallspípur
fyrírliggjandi
PLASTMO
Ryðgar ekki
þolir selfu og sót
þarf aldrei áS móla
MARS TRADING COHF
KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373
77/ sængurgjafa
Mikið af fallegum ungbarnafatnaði.
R. Ó. búðin
Skaftahlíð 28 — Sími 34925.
ítölsk damask-efni
Breidd 2.50 m.
— tilvalin í rúmteppi.
GARDÍNUBÚÐSN
Ingólfsstræti.
ATVINNUREKENDUR.
ABYRGÐARTRYGGING
ER NAUDSYNLEG
ÖLLUM ATVINNUREKSTRI
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVtK • SfMi 22122 — 21260
Dátabuxur ox ferelvnebuxur
\
á drengi. — Leðurjakkar á stúlkur
og drengi.
Verzlun Ó.L.
TraSarkotssundi 3 (móti Þióðleikhúsinu)
Plaslmo