Þjóðviljinn - 16.02.1966, Qupperneq 3
Miðvifcödagur 16. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Yfirlýsing de Gaulle forseta:
Hætta verður allri íhlutun
annarra í málefni Yietnams
Frakkar eru eindregið andvígir að haldið sé áfram
stríðinu; lausn aðeins samkvæmt Genfarsamningnum
PARÍS 15/2 — De Gaulle Frakklandsforseti hefur í bréfi
til Ho Chi Minh, forseta Norður-Vietnams, ítrekað ein-
dregna andstöðu sína gegn stríðinu í Vietnam og íhlutun
Bandarík'janna þar. Hann kveðst reiðubúinn að greiða
fyrir lausn í Vietnam, en sú lausn verði að byggjast á
Genfarsamningunum frá 1954 um Indókína.
Bréf de Gaulle sem birt var
í París í dag er svar við bréfi
sem honum barst 24. janúar,
frá Ho Chi Minh.
De Gaulle segir að Frakkar
telji að hemaðarlausn komi ekki
til greina í Vietnam. Jafnframt
séu þeir andvígir að stríðinu sé
haldið áfram og það magnað
undir því yfirskyni að með þeim
hætti megi finna lausn.
Þessi ummæli de Gaulle eru
gagnrýni á stefnu Bandaríkj-
anna í Vietnam þótt hann nefni
þau ekki með nafni. Hann skuld-
bindur Frakkland á engan hátt
til sérstakra aðgerða í Vietnam-
málinu, en segir að veigamikil
forsenda fyrir því að friði verði
aftur komið á í Vietnam væri að
allir aðilar forðuðust hvers kon-
ar íhlutun, en héldu fast við
algert hlutleysi.
Sjúkraflug
Framhald af 10. síðu.
með drenginn á sleða, það hefði
tekið 6—7 klst. þannig, en flug-
vélin flaug þessa vegalengd á
tæpum hálftíma.
Frú Kúlusúk var síðan flogið
beint til Rvíkur og lenti flug-
'■élin hér um kl. 4 í gær og var
drengurinn fluttur á Landspítal-
ann.
Flugstjóri í feröinni var Jó-
hannes Snorrason og aðrir flug-
liðar: Þorsteinn Jónsson, Stefán
Gunnarsson og Oddur A. Páls-
son, einvalalið.
De Gaulle segir að það sem
nú sé að gerast í Vietnam brjóti
algerlega í bága við ákvæði
Genfarsamninganna frá 1954 sem
komu á friði í Indókína. Póli-
tísk lausn deilunnar hlyti að
fela í sér að staðið væri við þær
skuldbindingar sem fólust í
Genfarsamningunum og um leið
yrði að koma á ríkistjórn í S-
Vietnam sem. gæti talizt fulltrúi
landsmanna. Pólitísk lausn þyrfti
ekki að fela í sér að samið yrði
um sameiningu vietnömsku
landshlutanna.
Heimssvning
Framhald af 10. síðu,
nefndir þessar koma saman tjl
funda innan skamms.
Samvinna Norðurlandanna.
Gert er ráð fyrir að heimssýn-
ingin í Montreal verði opnuð
20. apríl 1967. Um 80 ríkisstjóm-
ir hafa þegar tilkynnt þátttöku
landa sinna í sýningunni. Kan-
adamenn munu að sjálfsögðu
kosta mestu til sýningarinnar, en
sýningardeildir Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna munu einnig
verða mjög stórar í sniðum.
Norðurlöndin hafa samvinnu
um þátttöku í sýningunni og er
sýningarskálj landanna. teiknað-
ur af arkitektum frá öllum hinna
norrænu landa (Skarphéðinn Jó-
hannsson arkitekt af Islands
hálfu), risinn af grunni og er
nú unnið að innréttingu hans.
Hlutur íslendinga í kostnaði við
smíði skálans verður 1/21 af
heildarkostnaði.
Ekki góðar
veiðihorfur á
Barentshafí
TROMSÖ 15/2 — Norskir og
sovézkir fiskifræðingar eru sam-
mála um að ekki séu góðar horf-
ur á sumarvertíðinni. Sovézkir
fiskifræðingar hafa komizt að
þeirri niðurstöðu að ekki muni
borga sig að senda togaraflotann
á veiðar á Barentshafi í sumar.
Skynsamlegra væri að senda þá
á fjarlægari mið. Óvenjulega
góð veiði var á þessum miðum
í fyrra, en óliklegt þykir að
slík veiði muni verða þar aftur
á næstunni.
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag að Ijóst
væri að enn væri ekki tímabært
að kveðja saman ráðstefnu um
frið í Vietnam. Frakkar myndu
samt jafnan reiðubúnir til að
greiða fyrir lausrí í Vietnam og
myndu hafa áfram samband við
Norður-Vietnam um þetta mál.
Tilmælum hafnað.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í París að franska
stjórnin hafi háfnað tilmælum
sem henni bárust frá brezku
stjórninni um að þær beindu í
sameiningu þeim tilmælum til
sovétstjómarinnar að haldin yrði
ný Genfarráðstefna um Indókína.
Franska stjórnin mun í orðsend-
ingu til þeirrar brezku hafa sagt
að sú staðreynd að Bandaríkin
hafa aftur hafið loftárásir á N-
Vietnam hafi spillt fyrir því að
hægt verði að halda slíka ráð-
stefnu.
Siö miliénum
stolið í Svíþjóð
STOKKHÓLMI 15/2 — Nitján
ára gamall starfsmaður við að-
alpósthúsig í Gautaborg hvarf
í dag með 900.000 krónur
sænskar (rúmlega 7 milj. ísl.
kr.). Hann hafði átt að' fara
með nokkra poka af ábyrgðar-
póstj frá pósthúsjnu á jám-
brautarstöðjna — um 300 metra
leið — en hvarf á leiðinni. Hann
tæmdi einn pokann sem í vora
peningar sem áttu að tara á
annað pósthús og nota átti til
greiðslu á ellilifeyri. Hann var
ófundinn þegar síðast fréttist.
Bandarískum fallhyssubáti
sökkt við strönd Vietnams
SAIGON 15/2 — Skæruliðar
sökktu í dag fallbyssubáti við
strönd Suður-Vietnams og héldu
uppi harðri skothríð frá strönd-
inni á aðra sem sendir voru á
vettvang. Áhöfninni var bjargað.
Bandaríkjamenn segjast hafa
fellt 1388 skæruliða í bardögum,
sem staðið hafa sl. hálfan mán-
uðinn í Binh Dinh-héraðinu. Þá
segjast þeir hafa tekið 300 skæru-
liða höndum og 1,800 manns.
konur og karlar, sem grunuð em
um að hafa samúð með skæru-
liðum. Það fólk hefur verið sett
í fangabúðir. Sjálfir segjast
Bandaríkjamenn hafa orðið fyr-
ir Htlu manntjóni.
Einn af leppum Bandaríkja-
manna í Vietnam, Ngo Phoung,
sem settur hafð'i verið yfir þorp-
ið Le My, nyrzt í Suður-Vietnam,
var í dag veginn. Hann var skot-
Hungursneyð vofír yfír
52 miljónum á Indlandi
NÝJU DELHI 15/2 — Landbúnaðar- og matvælaráðherra
Indlands, Subramanian, sagði á indverska þinginu í dag
að hungursneyð vofði yfir 52 miljónum Indverja á tímabil-
inu apríl—júlí n.k. Subramanian sætti harðri gagnrýni í um-
ræðum á þinginu og var þess krafizt að hann scgði af sér.
Fulltrúar vinstriflokkanna héldu því fram að. í rauninni
skorti ekki matvæli í landinu, heldur hefði dreifing þeirra
brugðizt og var ríkisstjórninni um kennt. Þrátt fyrir yfir-
gnæfandi mcirihluta Kongressflokksins á þingi munaði
minnstu að vantraust væri samþykkt á rikisstjómina. Það
var fcllt með 149 atkvæðum gegn 147.
tnn til bana í nágrannaþorpi.
Bandaríkjamenn höfðu reynt að
kaupa þorpsbúa í Le My til
stuðnings við sig með hveis kon-
ar gjöfum og þangað hefur ver-
ið farið með ýmsa háttsetta
gesti frá Bandaríkjunum, svo
sem Robert Kennedy og Nixon.
Dómarnir yfir Sinjavskí 09
Daníel mælast illa fvrir
Málgögn og leiðtogar kommúnista
telja dómana skaða Sovétríkin me
á vesturlöndum
ir en bækurnar
MOSKVU og.LONDON 15/2 — Dómamir sem kveðnir
voru upp f gær í Moskvu yfir rithöfundunum Andrei Sin-
javskí og Júlí Daníel hafa mælzt illa fyrir hvarvetna á
vesturlöndum og hafa málgögn og leiðtogar kommúnista
einnig látið í ljós andúð sína á þeim og talið þá vera
skaðlegri Sovétríkjunum en ritverk þau sem þeir Sin-
javskí og Daníel voru dæmdir fyrir.
John Gollan ritari brezka j öðrum skoðunum. ekkýmeð lög-
kommúnistaflokksins, gagnrýndi I reglu og dómstólum, sagði Her-
í gær bæði dómána og alla i mansson. — Þag er ekki { sam-
málsmeðferðina og var gagnrýni j ræmi við hugmynd mína um
hans birt á forsíðu „Daily j lýðræði að ríkisstofnanir eða
Worker“ í dag. Hann fann ekki stjómmálaflokkur ákveði hvaða
hvað sizt að Því að réttarhöld-1 skoðanir ,.leyfist“ og hverjar
in skyldu fara fram fyrir hálf- séu „bannaðar“.
luktum dyrum. en engum erlend- j Svipuð ummæli eru höfð eft-
um blaðamönnum var leyft að ^ ir öðrum leiðtogum eða mál-
fylgjast með þeim. Það er göignum kommúnista á vestur-
ekki nóg að réttlætinu sé full-
nægt, sagði hann, það verður
einnig að sjást að svo sé
Gagnrýni ,,Land og Folk“
Málgagn danskra kommúnista,
,,Land og Folk“ fer hörðum
orðum um dómana,' sem blaðið
kallar ,,óskiljanlega“. Blaðið
minnir á að danskir kommún-
istar séu fylgjandi öllum • al-
mennum lýðréttindum. einnig ó-
skertu skoðanafrelsi og segir að
engar þær aðstæður séu nú í
Sovetríkjunum, af völdum striðs
eða annars " neyðarástands, sem
réttlæti að skoðanafrelsi sé
skert.
Þess vegna voru dómamir ó-
skiljanlegir sagði blaðið sem
taldi það myndu hafa verið
nægilega hörð refsing, ef um
sök var að ræða, að þeir Sin-
javskj og Daníel hefðu orðið
að sýtja í varðhaldi meðan
rannsókn málsins fór fram.
— Það er verkefni sovézkra
dómstóla að túlka lögin og á-
kveða refsingar en þjóðfélags-
kerfi sósíalismans er alþjóð-
legt og það má ekki láta skugga
falla á sósíalismann sem stað-
festingu mannlegra hugsjóna,
sagði „Land og Folk“.
Hermansson gagnrýnir
Formaður sænskra kommún-
jsta C. H. Hermansson tók und-
ir mótmælin gegn dómunum.
— Ég mótmæli þeim eindregið
eips og öllum öðrum brotum
gegn frjálsri sfcoðanamyndun.
bæði í auðvaldslöndum og sósí-
alistískum
löndum. Blað ítaiskra kommún
ista, .,l’Unitá“ sagði tvímæla-
laust að dómana yrði að telja
mjög harða
Ummæli prófessora
Við annan tón kveður í yf-
irlýsingu sem átián prófessor-
ar og kennarar við málvísinda-
deild Moskvuháskóla birta í
„Literatúmaja Gaseta" j dag.
Þeir segja að enginn maður með
snefil af sjálfsvirðingu geti
fellt sig við framferði Sinjavsk-
ís. Enginn reyndi að neyða hann
til að vera kommúnisti, en því
eru - takmörk sett hvað fólkið
sem byggir upp hið nýja þjóð-
félag getur sætt sig við. segja
prófessoramir sem sumir hverj-
ir munu hafa ve'rið kennarar
Sinjavskís.
Gagnrýni aðila á vesturlönd-
um á dómana er svarað í grein
í .,Pravda“ Höfundur hennar,
T... Pet.rof segir að fráleitt sé
að ræða um skerðingu skoð-
anafrelsisins í þessu sambandi.
Öllum sé heimilt að gagnrýna
það serrí miður fer f Sovétríkj-
unum ef gagnrýnin miði að því
Koma Kosyyins
rædd í SvíbjóS-
STOKKHÓLMI 15/2 — Stokk-
hólmsblöðin láta í dag í ljós
skiptar skoðanir um væntan-
lega heimsókn Kosygins. forsæt-
isráðherra Sovétríkjanna en
til
Skoðunum ber ,að svara með: ráðgert er að hann komi
Stokkhólms snemma í júlí.
100 skip sitja föst vegna
ísa í höfnum í Svíþjóð
STOKKHÓLMI 15/2 — Meira en
hundrað skip eru föst í Eystra-
saltshöfnum Svíþjóðar sökum ísa
og í fyrsta sinn í manna minn-
um hafa siglingar til Stokkhólms
stöðvazt þess vegna.
Áætlunarskipin milli Svíþjóð-
ar og Finnlands hættu siglingum
í dag. Enda þótt þetta séu stór
og mikil skip, sem sérstaklega
eru smíðuð til siglinga í ís, hafa
fjögur þeirra festst í ísnum á
Eystrasalti og eigendur þeirra á-
kváðu í dag að stöðva siglingar
þeirra, a.m.k í bili.
Stöðvun siglinganna getur
orðið mjög tilfinnanleg, einkum
fyrir Finna. Ef frostið helzt,
getur svo farið að skortur verði
á ýmsum vörutegundum í Finn-
landi og eru þegar orðin vand-
ræði með olíuflutninga þangað,
þar sem olíuflutningaskipum
hefur seinkað mikið.
Svíar hofa einnig orðið fyrir
tjóni vegna ísanna og eru miklir
erfiðleikar á að koma útflutn-
ingsvörum, einkum pappír úr
landi. t
Limafjörður má nú heita alveg
isi lagður og illfært er um Katte-
gat og Eyrarsund. Enn komast þó
sérstaklega smíðuð skip um
Stórabelti.
Málgagn sósíaldemókrata „Aft-
onbladet11 vekur athygli á því að
þetta verðj fyrsta ferð Kosy-
gins til vesturlanda eftir að
hann tók við embætti forsætis-
ráðherra og gefj það til kynna
að hann leggj mikið upp úr við-
ræðum við stjórn hinnar hlut-
lausu Svíþjóðar.
Útbreiddasta blað Svíþjóðar
.,Expressen“ birtir á forsíðu
mjög eindregin mótmæli gegn
því að Svíar taki ó móti Kosy-
gin og ber fyrir sig hina hörðu
dóma yfir Sinjavskí og Daníel.
áð treysta og bæta þjóðfélaigið.
Öðru máli gegni ef gagnrýnin
sé neikvæð og fjandsamleg, ef
hún sé rógur sem miði að þvi
að grafa undan stoðum þjóðfé-
lagsins. Slikri gagnrýn; verður
að vísa á bug, segir Petrof.
Pástovski afturkallar
f gær hafði verið frá því sagt
að hinn virti sovézki rithöfund-
1 ur. Konstantín Pástovskí. hefði
skrifað verjanda annars sak-
borninganna bréf sem hann
hefði ætlazt til að vaeri lesið
upp í réttinum og myndi hann
þar hafa lagt hinum ákærðu lið.
Pástovskí sagði í dag að hann
afturkallaði þetta bréf. — Ég
vildi helzt að ekkert væri um
það skrifað, eins og það hefði
aldrei vérið til. sagði hann.
Lóðaúthlutun
Framhald af 1. síðu.
verða 3ja hæða án kjallara með
6 íbúðir í hverju stjgahúsi, þar
af tvær minni íbúðir á fyrstu
hæð Fjölbýlishúsin eru það
stór að gerf er ráð, fyrir að allt
að 46 íbúðir rúmlst í hverri
sambyggingu.
Eins og j Fossvogi verður
hverju fjölbýlishúsi aðeins út-
hlutað einum aðila eða fleirum
sem sækja um sameiginlega.
Eikjuvogur
Auk þessara aðalsvæða eru
nú einnig auglýstar til umsóknar
16 einbýlishúsalóðir við Eikju-
vog og 8 raðhúsalóðir við Lang-
holtsveg. Eru lóðir þessar á
svæð; því er Pípuverksrriiðja
Reykjavíkurborgar hefur haft til
umráða. en hún verður nú lögð
þar niður og flutt inn fyrir
Elliðaár.
Úthlutun hefst í marz
Eins ög fyrr segir er umsókn-
arfrestur um þessar lóðir til 25.
febr.og ráðgert að 'lóðaúthlut-
un hefjist í marzmánuði, Upp-
drættir af svæðunum eru til sýn-
is í Skúlatúni 2. III. hæð frá
kl. 10—12 f.h. og 13—15 e.h.
nema laugardaga kl. 10—12. Um-
sóknareyðublöð fást og þar á
staðnum.
Byggingarhæfar á næsta ári?
Enda þótt lóðir þessar séu nú
auglýstar er langt ; frá að þær
séu byggingarhæfar. Ekki er far-
ið að leggja neinar götur né
ræsj hvað Þá vatn eða rafmagn
á þessum væntanlegu byggingar-
svæðum. Einu framkvæmdirnar
eru aðalræsið í Fossvogi. Þó mun
standa til að bjóða út í marz-
mánuði gatnagerð Og skólplagn-
ir. En eftir venjunni munu þaer
framkvæmdir allar taka langan
tíma, og þárf því ekki að gera
ráð fyrir að raunverulegar bygg-
ingarframkvæmdir á þessum
stöðum geti hafizt fyrr en á
næsta ári.
fóhannes skólavörðustíg 7
„Síi *«I*
■4 * MÉ.
mmm*
vinsœlastir skartgripir