Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 1
Frá umræðum um tilfærslu útflutningsgjalds frá síldveiðum til bolfiskveiða: Miljéna króna tjón er JökulfelliB tók niiri á Hornafirii ★ Á morgun er öskudagur og ★ á myndinni sést Andrea ★ Gísladóttir, nemandi í Aust- ★ urbæjarbarnaskóla, sauma ★ öskupoka af miklum áhuga. ★ Á 12. síffu eru fleiri myndir ★ og frásögn af heimsókn Ijós- ★ myndara og blaðamanns ★ Þjóffviljans í einn bekk Aust- ★ urbæjarbarnaskóla. (Ljósm. ★ A. K.) Maður slasast Síðdegis á laugardag varð það slys í Kalmansvík rétt innan við Akranesbæ, að Rafn Hjartarson húsasmiður til heimilis að Voga- braut 6, Akranesi, meiddist illa er hestur, sem hann var á, hras- aði og féll á jörðina. Hesturinn var lítið taminn. Rafn, sem er rúmlega þrítug- ur að aldri, var fluttur á sjúkra- hús allmikið veikur og er óttazt, að blætt hafi inn á heilann. á afstöðu Frakka tíl NA TO Allt herlið bandalagsins í Frakklandi sett undir franska stjórn; engin leið til friðar í Vietnam nema með samkomulagi við Kína PARÍS 21/2 — De Gaulle Frakklandsforseti ræddi við blaðamenn í París í dag. Fundarins hafði að venju verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og þótt forsetinn kæmi mönnum ekki á óvart, vakti það nokkra athygli hve ríka áherzlu hann lagði á nauðsyn þess að sáttmáli Atlanz- bandalagsins yrði endurskoðaður í reynd. Hann sagði að Frakkar álitu að framkvæmd á samstarfi vest- , rænna þjóða innan Atlanzbanda- lagsins væri ekki viðunandi, eins I og málum væri nú komið. Frakk- ; ar kysu þó ekki að segja skil- j ið við samstarf með öðrum I vesturlöndum, en gætu ekki sætt sig við að samvinnan yrði á- fram i sama formi og fram til þessa. Vaxandi sjálfstæðisvitund hverrar þjóðar innan bandalags- ins hefði gert að verkum að eng- in þeirra gæti sætt sig við að framandi aðilar réðu nokkru um hennar mál. Frakkar gætu þess vegna ekki lengur sætt sig við að á þeirra landi væri erlent herlið sem lyti stjórn í öðru landi eða löndum. Þeir myndu því krefjast þess að það útlenda her- lið sem staðsett væri í Frakklandi yrði sett undir stjórn franskra herforingja. Bandaríkjamenn hafa í Frakklandi um 40 her- stöðvar og þessi yfirlýsing for- setans jafngildir því að þeir verði að leggja þær niður, eða fall- ast á að bandarískur her verði settur undir franska stjórn. Lít- ill vafi er á því að Bandaríkja- menn muni heldur kjósa að leggja niður herstöðvar sínar í Frakklandi en að afsala sér stjórn yfir sínum eigin her. Ekki mátti ráða það af orðum de Gaulle hvort hann vildi að yfirstjórn herja Atlanzbandalags- ins í Evrópu færi einnig yfir á franskar hendur, en frá upphafi bandalagsins hefur bandariskur herforingi ráðið fyrir herafla bandalagsins í Mið-Evrópu. Þetta mun þó vera ætlun hans. Lík- legt er talið að þessi afstaða frönsku stjórnarinnar tii skipu- lags NATO munj til þess leiða að aðalstöðvar bandalagsins Framhald á 3. síðu. Tilfærslan skerðir hag út- □ Sl. laugardagsmorgun tók Jökulfellið niðri á skeri er það var aö sigla út frá Höfn í Hornafirði og kom eins og hálfs metra löng rifa á síðu skipsins undir sjávarmáli og fylltust tvær fremri lestar þess af sjó. Varðskipið Ægir dró Jökulfellið til Vestmannaeyja í gær og verður þar reynt að dæla sjónum úr skipinu og þétta rifuna svo að hægt verði að sigla því hingað til Reykjavíkur. 100 tonn af frystum fiski sem voru í lestunum hafa eyðilagzt og einnig er einangrunin í þeim ónýt. Jökulfellið tók njðri á svo-^ 'nefndu Eystraskeri og kom þá ‘ rifa á síðu þess á lest nr. tvö. Fylltust tvær fremri lestar skipsjns fljótlega af sjó og seig það mikið að framan af þeim sökum en með því að dæla oliu í tankana aftur í skipinu tókst að rétta það nokkuð. Flaug kaf- ari austur á laugardaginn og gerði bráðabirgðaathugun á skemmdunum á skipinu. Var síðan ákveðið að reyna að sigla skipinu til Reykjavíkur en þar sem veður versnaði varð varð- skipið Ægir að draga Jökulfell- ið til Vestmannaeyja og lá það þar í gaer. Kannaði kafari nán- ar skemmdimar á skipinu í gær | og fann ekki aðrar en rifuna á . síðunni. Verður dælt sjónum úr skipinu í Eyjum og reynt að | þétta rifuna svo hægt verði að sigla því hingað til Rvkur. Hjörtur Hjartar forstjóri skipadejldar SÍS sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að tjón- ið af völdum þessa óhapps væri mjög mikið. Hefði einangrunin í frystilestunum eyðilagzt og yrði skipið að fara út til við- gerðar þar sem ekki væri hægt að taka það upp í slipp hér. Þá var skipið búið að taka 100 tonn af frystum fiski fyrir Ameríku- markað og var hann í framlest- unum og mun allur ónýtur. Nemur verðmæti hans 3—4 milj- ónum króna. Hornafjörður var fyrsta höfn- in þar sem Jökulfellið lestaði og átti það síðan að halda austur um og norður. \ fslenzk mál- \ | verkasýning í i \ London opnnS ( I Sl. mánudag var opnuð íB ^Mansard Gallery að Heal’s íj BLondon sýning á 25 málverk-H Jum eftir 5 íslenzka málaraV Bþá Jóhannes Kjarval, Jóhann-B |?es Jóhannesson, Kristján^ BDavíðsson, Nínu Tryggva-H kdóttur og Þorvald Skúlason.k B Verður sýningin opin til 27.B Bþ.m. J Þetta er farandsýning og™ Bvar hún fyrst opnuð í TheB ?Peoples Art Theatre í New-^ Hcastle um miðjan október sl.,j| ken til London kemur hún frá" HKendal. Brezk kona, Annk LGille að nafni, hafði for-B Bgöngu um að koma sýning-B kunni á fót en það er Félag j "íslenzkra myndlistarmanna B ksem að henni stendur. " Aðsókn hefur verið góð aðB Bsýningunni í London og eruj Jþrjár myndir þegar seldar.B Btvær eftir Jóhannes Jóhann-w Jesson og ein eftir KristjánB ■Davíðsson. Ennfremur hefurk Jborizt tilboð í myndir eftir^ ■Kjarval og er það í athugun " en sú mynd sem fyrst var beðið um er ekki til sölu. ! gerðar síldveiðiskipanna □ Frumvarpið um tilfærslu^ á útflutningsgjaldi sjávar- afurða þannig að gjaldið á bolfisk hækki, en hækki samsvarandi á síldarmjöl og síldarlýsi, kom til fyrstu umræðu í efri deild í gær. Mælti sjávarútvegsmálaráð- herra fyrir frumvarpinu, en síðan töluðu Ólafur Jóhann- esson og Gils Guðmundsson. Gils lagði í ræðu sinni eink- um áherzlu á þessi atriði: □ 1. 17% hækkunin á fisk- verði er óhjákvæmileg og nauösynleg. 2. Ekkert ligg- ur fyrir um það, að tilfærsla sú, sem frv. gerir ráð fyrir, frá síldarútvegi til frystiiðn- aðar, sé nauðsynleg. Þvert á móti. Frystihúsin eiga að geta tekið á sig þessa hækk- un. 3. Tilfærslan skeröir verulega hag ótryggasta hluta útvegsins, útgerð síld- veiðiskipa. 4. Tilfærslan er líkleg til að skapa illvígar deilur á næstu síldarvertíð, sem geta haft truflandi og örlagarík áhrif. 1 upphafi ræðu sinnar lagdi Gils áherzlu á, að samkomulag hefði aðeins orðið í yfimefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um fiskverðshækkunina, 17%, en ekki um tilfærsluna á milli þorsk- útvegs og síldarútvegs. Og ekk- ert samráð hefði verið haft við fulltrúa A.S.I. í verðlagsráði áð- ur en frumvarpið kom fram. Tilfærslan Aðalefni frumvarpsins er, sagði ræðumaður, að færa 37,3 milj. kr. frá síldaraflanum i.il þorskaflans. Allir væru sam- mála um nauðsyn þess að hækka hráefnisverðið um 17%, frekar hefði örlað á óánægju í þá átt, að það hefði þurft að hækka enn meira. Tilgangurinn með tilfærslunni hefði verið sá að hækka fiskverðið um 4% fram- yfir það, sem ella hefði verið talið mögulegt, þ.e. til viðbótar hækkun fiskvinnslustöðvanna. En það orkar tvímælis hvort þessi hækkun var gerð á réttan og eðlilegan hátt. Spurði ræðumað- ur síðan hvort nægileg rök væru fyrir þeirri framkvæmd hækk- unarinnar, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Frystihúsin Gils sagði, að við framkvæmd málsins yrðu frystihúsin þiggj- andinn, Sagði hann í því sam- bandi, að það væri vissulega áhyggjuefni allra, sem við ein- hverju framleiðslu fást hversu verðbólgan leikur lausum hala og skapar hættuástand Allt stefni í þó étt að útvegurinn Framhald á 2. síðu. • • Oskudagurínn undirhúinn De Guulle boðar endurskoðun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.