Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Þriðjudagur 22. febrúar 1966 KÓPA VOGSBÚAR OG NÁGRENNI Við viljum vekja athygli yðar á eftirfarandi: Höfum ávallt mjög fjölbreytt úrval af málningu og allskonar málningarvörum. — Einnig mun yð- ur veitt sérstök þjónusta af fagmönnum á notkun málningar og málningarvörum og einnig munum við blanda litina fyrir yður eftir óskum. □ Eftirtaldar vörur höfum við einnig: MOSAIK á veggi og gólf. — Einnig VEGG- og GÓLFLÍSAR í úrvali. VEGGFÓÐUR allskonar í úrvali. — Tré-, gúmmí-, gólfdúka- og hljóðeinangrunarlím. Allskonar verkfæri. — Allskonar heimilisvörur, svo sem gólfmottur og fleira. Sérstaka áherzlu viljum við leggja á mjög fjöl- breytt úrval af leikföngum fyrir börn og unglinga. D Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. — Sendum heim. Verzlunin Litaval Álfhólsvegi 9, Kópavogi, — við hliðina á Kópavogsapóteki. — Sími 4158,. (Geymið auglýsinguna). AUGL ÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi. í fjárlögum 1966, 14. gr. B. XXXIV., er veitt 1.000.000,00 kr. til leiklistarstarfsemi. Ráðuneytið skiptir fé þessu samkvæmt lögum nr. 15. frá 15. marz 1965, um fjárhagslegan stuðning við leiklist- arstarfsemi áhugamanna. Leikfélög eða önnur þau félög, sem hafa leikstarf- semi á stefnuskrá sinni og hafa í hyggju að njóta styrks af ofangreindu fé, sendi umsókn um það til menntamálaráðuneytisins fyrir 1. júní n.k. Umsókninni fylgi upplýsingar um, hvaða leikrit hafa verið sýnd á leikárinu 1965—1966, hve marg- ar sýningar á hverju leikriti, svo og yfirlit um tekjur og gjöld vegna leikstarfsemi viðkomandi félags á starfsárinu. Menntamálaráðuneytið, 15. febrúar 1966. F. h. r. Birgir Thorlacius. Sigurður J. Briem. NYj BÓK VTÐ MOBGUNSÓL SMÁSÖGUR EFTIR STEFÁN JÓNSSON _____RITHÖFUND Almenna bökafélagiÖ Gróði frystihúsa 175 milj. ■Framhald af 1. siðu. hreinlega strandaði á verðbólgu- skerinu. Sem betur fer, sagði ræðumaður, hefur þetta þó ekki orðið enn vegna þeirra hækkana, sem orðið hafa á verðlagi sjáv- arafurða undanfarin ár. Ræddi Gils síðan sérstaklega hag frysti- húsanna: — Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, hafa 65 frysti- hús sem framleiða samtals um eða yfir 96% af öllum frysti- húsaafurðum skilað verulegum hagnaffi tvö undanfarin ár. Samkv. skattaframtölum þessara frystihúsa sjálfra höfðu þau á árinu 1964 40 milj. kr. í beinan hagnað. Útreikningar byggðir á sama grundvelli og gáfu þessa upphæð 1964 gefa fullt tilefni til að æOi að á árinu 1965 hafi beini’ --naður frystihúsanna orðið ■ 75 milj. kr. Þetta er að vísu ekki nákvæm tala, en ég fullyrði að hún er ckki fjarri Iagi. Þá er þess aff geta að á tveim- ur árum, 1964—1965, hafa um- rædd 65 frystihús Iagt í cndur- bætur og viðhald fjárupphæð, sem ncmur ca. 125 milj. kr. Þeir menn, sem málum cru hvað bezt kunnugir, fullyrða og færa fyrir því gild rök, að a.m.k. hclming- ur þessarar upphæðar, eða 60—70 milj. kr. hafi raunverulega far- ið í nýbyggingu og sé því í sjálfu sér hreinn rekstrarhagn- aður, sem kemur fram sem eigna- aukning. Með öðrum orðum: Raunverulegur gróffi umræddra 65 frystihúsa hefur því sl. tvö ár numið samtals um 175 milj. kr. Og þetta er lágmarkstala þar sem fyrst og fremst er byggt á sk attaf ramtölum. Hvernig stendur á þessari iit- komu hjá frystihúsunum cftir hækkanir tilkostnaðar? Ástæðan cr fyrst og fremst verðhækkan- ir á erlcndum mörkuðum, sem hafa skv. opinberum skýrslum orð'ð þessar, reiknað eftir meðal- verði: Frá 1962 til 1963 4,1% Frá 1963 til 1964 8% Frá 1964 til 1965 13,4% Frá 1965 til 1966 tæp 7% Væntanlega heldur þessi þró- un áfram, en þær verðhækkanir sem ég nefndi eru þegar orðnar staðrevnd. Hækkun ferskfiskverðsins til sjómanna og útvegsmanna um 17% svarar til rösklega 7% hækkunar á útflutnings- verðinu. Nú er ekki óeðlilegt að telja að kaupgreiðslur til verkafólks hækki á árinu t.d. um sama hundraðshluta, cða 17%. En það myndi samsvara 4% hækkun á útflutningsverð- mæti. M.ö.o. til þess að hækk- un útflutningsgjaldsvcrðmæt- isins ein geti mætt 17% hærra hráefnisverffi og 17% hærri vinnulaunum, þyrfti útflutn- ingsverðmætið að hækka frá árinu 1965—1966 um 11%, eða nokkru minna en sú hækkun varff 1964—1965. Má tclja góð- ar horfur á að ámótahækkun verði, en 7% eru þegar orðin staðreynd. En þó að svo verði ekki sýnist mér eftir sem áff- ur að það dæmi, sem hér er reiknað gangi upp. En í við- bót kemur aukið hagræðing- arfé úr ríkissjóði um 20—30 milj. og cf tekinn væri hclm- ingurinn af gróða frystihús- anna sl. ár er dæmið gengið upp og fyllilcga það. Niðurstaðan er því sú að oft hefur horft ver fyrir frystiiðn- aðinum, enda var það nú í fyrsta skipti í sögunni, sem frystihúsa- eigendur settust að samninga- borði og töldu sig geta boðið fiskverðshækkun — 8%. Og af þessum framangreindu tölum sést að yfirfærslan til frystihús- anna var ekki afar brýn. Dregið frá síldinni Síðan vék Gils að síldariðn- aðinum og sagði að síldarverk- smiðjumar hefðu að vísu grætt verulegar fúlgur, og hefði gróði þeirra numið a.m.k. 200 milj. kr. 1964. Þær hefðu því getað borgað. En nú kcmur í Ijós að þær eíga ekki að borga fimmeyr- ing af þessu fé. Það eru tveir aðilar, sem þetta lendir á — — sjómenn og útgerðarmenn. Skattlagnin.tr þcssi leiðir ein- ungis til beinnar lækkunar á hrácfnisvcrðinu, síldinni upp úr skipi, sem nemur liklcga um 10 kr. á síldarmál. Hvemig er svo ástatt fyrir þeim, sem bera eiga þessa lækk- un? Sumir segja að sjómenn græði og er mikið veður gert út af því, en staðreynd er að aðeins þriðjungur þeirra hefur haft ágætar tekjur. Og síld- veiðiskipin, sem bezt veiða eru mjög dýr, kosta um eða yfir 20 milj. kr., og þurfa því að veiða mikið til að standa undir kostnaði og þau bera bróður- partinn af þessari skattlagningu. Þama er verið að skattleggja einhverja ótryggustu grein sjáv- arútvegsins, til hagsbóta fyrir þá grein, sem verið hefur einna ör- uggust. Erfiðleikar Það hefur sýnt sig, hélt ræðu- maður áfram, að slík tilfærsla á milli atvinnugreina er mjög erf- ið. Sbr. dæmið frá í fyrrasumar er síldveiðiflotinn gerði uppreisn vegna fyrirhugaðrar tilfærslu innan síldarútvegsins milli bræðslu- og saltsíldar. Verðmæti — magn Að lokum ræddi Gils um þá hugsun, sem fram kæmi að nokkru leyti í frumvarpinu að breyta verðmæfisgjaldi í magn- gjald, og kvaðst hann samþykk- ur henni, en ekki væri nógu langt gengið í þeim efnum. Þá lagði þingmaðurinn áherzlu á að þetta mái fengi vandlega at- hugun sjávarútvegsnefndar, sem væri forsenda þess að á málið væri hægt að leggja eðlilegan mælikvarða. Ekki umtalsvert Súkamó Indónesíuforseti greindi frá því í ræðu fyrir skömmu, líkt og hann værj að rekja nýjar tölur um framleiðsluaukningu, að "í heimalandi hans hefðu nær 100.000 kommúnistar verið teknir af lífi á undanförnum mánuðum. Ekki höfðu þeir líflátnu verið ákærðir sam- kvæmt landslögum, sakfelldir af dómstólum og afhentirlög- giltum böðlum, heldur hofðu þeir verið eltir uppi á heim- ilum sínum og annarstaðar og myrtir, oft að undangengn- um pyndingum. 100.000 manns; það er hálf íslenzka þjóðin. Samt hafa vestrænar fréttastofur ekki talið þetta blóðbað mikilla frásagna virði. Engir frétta- menn hafa birt lýsingar á sláturverkunum; ekkert hef- ur verið greint frá harmi eig- inkvenna eða högum munað- arlausra barna. Lítið fer fyrir mótmælum frá trúfélögum og rnannúðarsamtökum; Tómas Guðmundsson hefur ekki sent neitt skeyti fyrir hönd PEN- klúbbsins á íslandi. — Austri. Fjársöfnunardagur R.K.I. er á morgun Á morgun, öskudag, er hinn ár- legi fjársöfnunardagur Rauffa kross íslands um land allt, og munu allar deildir hans annast merkjasölu, hver á sínu svæffi, auk margra einstaklinga, þar sem deildir eru ekki starfandi. Allir peningar, sem safnast fyr- ir merkjasölu skiptast milli deildanna og Rauffa kross ís- lands og renna til hjálparstarfs félagsins. Rauði kross fslands hefur nú starfað í rösk 40 ár sem deild í Alþjóða Rauða krossinum og hefur félagið safnað fé til styrkt- ar bágstöddum hérlendis og er- lendis eins og kunnugt er. Fé- lagið hefur tekið þátt í alþjóð- legu líknarstarfi eftir því sem geta hefur leyft hverju sinni. Nánar er sagt frá starfsemi Rauða kross íslands i grein á öðrum stað í blaðinu j dag. Hjálparsjóður R.K.Í. leitar nú aðstoðar almennings, svo að hann verði þess umkominn að hjálpa fljótt og vel, því að skjót hjálp í neyðartilfellum kemur yfirleitt að meiri notum en sú, sem seinna bert. Merkjasalan á morgun er til eflingar hjálpar- sjóðnum, en einnig er safnað fé til reksturs blóðsöfnunarbifreið- ar, sem sagt hefur verið frá í fréttum. Merkjasalan verður með sama sniði og undanfarin ár og munu hundruð námsmeyja úr Kvenna- skólanum í Reykjavík, Hús- mæðraskólanum og fleiri skól- um annast stjórn á sölu merkj- anna á útsölustöðum víðsvegar um borgina. Þúsundir barna selja merkin, og sýna mikinn og góð- an vilja og veita ómetanlega hjálp við starfið. Eru foreldrar beðnir að hvetja börn sín til merkjasölu. Byrjað verður að afhenda börnunum merkin á útsölustöð- unum kl. 9.30 og til þess ætlazt að þau skili af sér fyrir kl. 5 síðdegis. Börnin fá 10% sölu- laun. Þykir rétt að minna þau á að vera hlýlega klædd. Rauði krossinn treystir því, að borgarbúar taki vel á móti sölu- börnunum og er þeim sem búa í stórhýsum með dyrasíma vin- samlega bent á að greiða götu bamanna, svo þau komist inn í húsin. Skrá yfir útsölustaði Rauða kross merkjanna á morg- un er á 8. síðu. Vörubílstjórafélagið Þróttur Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn í húsi félagsins þriðjudaginn 22. febrúar kl. 8.30 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjójmin--------- Skrifstofustúlkur óskast Flugfélag íslands h.fi óskar að ráða stúlkur til starfa á skrifstofum félagsins í Lækjargötu 2 í Reykjavík, strax eða á vori komanda. Hér er um sumarstörf að ræða, en fastráðning kemur til greina að hausti. Nokkur kunnátta i ensku og dönsku nauðsynleg, einnig vélritunar- kunnátta. Umsóknareyðublöðum, er fást á skrifstofum vor- um, sé skilað til starfsmannahalds félagsins fyrir 1. marz n.k. Póstmannafélag íslands. framboðsfrestur Samkvæmt lögum P.F.Í. er ákveðið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kosningu stjómar, varastjórnar, endurskoðenda, varaendurskoðenda, fulltrúa og varafulltrúa á þing B.S.R.B. Tillögum skal skila til kjörstjómar í Pósthúsinu i Reykjavík sunnudaginn 27. febrúar kl. 20—24 og mánudaginn 28. febrúar kl. 20—24. Tillögur, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til greina. Reykjavík, 20. febrúar 1966 Kjörstjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.