Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 12
anstóð mestmegnis af bollum, í tilefni dagsins, og voru J?au að búa sig undir að sauma öskupoka. Kennarinn, Valborg Helga- dóttir var á þönum um bekk- inn með efni í pokana, nálar, tvinna, skæri og síðast en ekki sízt leiðbeiningar. Einhvern veginn höfðum við það á tilfinningunni að stelpurnar væru heimavanari á þessum vettvangi en strák- arnir, a.m.k. réttu fleiri stelp- i ÖSKUDA GURINN UNDIRBÚINN Það var mikíð um að vera hjá krökkunum í 2. bekk E í Austurbæjarbarnaskóla, þegar ljósmyndari og blaða- maður Þjóðviljans lltu inn til þeirra á mánudaginn. Börnin höfðu nýlokið við að borða nestið sitt, sem sam- ur upp hendurnar þegar kennarinn spurði hver kynni að þræða nál. Strákarnir áttu það til að búa til einhvers konar báta úr öskupokunum og sigla þeim síðan listilega á skóla- borðinu — og stundum þurftu stelpurnar að snúa við pok- um hjá sterkara kyninu. En öll voru þau ósköp dugleg og vildu sauma sem flesta öskupoka til þess að nota þá á öskudaginn. 200 Iwsund funnur af loðnu til Eyja ★ í gærkvöld höfðu borizt á land ríflega 200 þús. tunnur af Ioðnu til Vestmannaeyja og barst megnið af þessum afla á land í síðustu viku. ★ Bátarnir hafa veitt loðnuna allt í kringum Eyjarnar og hafa sumir bátarnir tví- bg þríhlaðið á sólarhring, — hefur 30 þúsund tunnum ver- ið ekið á tún og er þar orð- inn mikill bingur. ★ Tveir aðilar t.a' — loðnunnj tjl vinnslu i Eyj- um og sprakk geym beggja aðilanna á láugardag og flæddi loðnan um nær- liggjandi götur og sumt tap- aðist aftur út í sjó. ★ Mikil loðnuganga er þó til staðar á sömu slóðum og virðist þokast í vesturátt, — gott veður var á miðunum í gærdag og varð bátaflotinn að takmarka þessar veiðar vegna löndunarerfiðleika í Eyjum, Reykjavík og Akra- nesi. Tvö fyrirtæki taka á móti loðnunni til vinnslu í Eyjum. Fiskimjö'sverksmiðjan h.f. á vegum Fiskjðjunnar ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar og fiski- mjölsverksmiðja á vegum Hrað- frystistöðvarinnar h.f., — fyrir- tæki Einars ríka. Mótttaka hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni lá niðri í gærdag og hefur það fyrirtæki tekið á móti 125 þúsund tunnum, — þar af ekið 30 þúsund tunnum vestur í hraun. Næstu daga komast þó í gagn- ið hjá þessu fyrirtæki tvær þrær sem rúma um 50 þúsund tunn- ur og er unnið við lokasmíði dag og nótt. Á laugardag sprakk veggur á geymsluhúsnæði með 40 þús- und tunnum af loðnu og flæddi loðnan um nærliggjandi götur, — var unnið að því um helgina að hreinsa göturnar. Móttaka var hinsvegar hjá Einari ríka í gærdag, — hefur hann tekið á móti 65 þúsund tunnum af loðnu, — átti þó þró- arrými í gærdag og bjóst við að taka á móti 12 þúsund tunnum og tekur aðeins á móti afla frá bátum fyrirtækisins. Þegar mest barst á land af loðnunni í síðustu viku, tók Fiskimjölsverksmiðjan á móti allt 30 þúsund tunnum á sólar- hring og lönduðu þar ríflega 20 bátar, — sumir tví- og þrí- hlóðu á sólarhring. Tólf til fjórtán bátar eru á vegum Fiskimjölsverksmiðjnnn- ar og er aflahæsti báturinn hjá þeim líklega Gjafar með tæpar 18 þúsund tunnur. Sex bátar eru hinsvegar á veg- um fiskimjölsverksmiðju Hrað- frystistöðvarinnar, — aflahæsti báturinn þar er ísleifur II. með yfir 20 þúsund tunnur í gærdag. Nokkrir aðkomubátar náðu að landa loðnu hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni í síðustu viku, en tek- ið er nú fyrir það þessa stund- ina. Bolludagurinn var hátíð- legur haldinn um allt land í gær að gömlum, þjóðlegum sið og sízt fóru Reykvíking- ar varhluta af bolludegin- um, — hefur hann síðustu árin verið notaður sem ó svikið gróðabragð af brauð gerðarhúsum borgarinna’ og reyndist kappið með svc miklum eindæmum í gær að hvergi virtist brauð fá- anlegt til neyzlu hjá brauð- gerðarhúsunum, — aðeins bollur og vægt reiknað fyr- ir fimm manna fjölskyldu kostuðu þær um 150 krón- ; ur með kaffinu í gærdag. Einkum voru á boðstólum rjómabollur á kr. 7.50 og súkku- laðibollur á kr. 8.00 og fyrir stór- ar bamafjölskyldur nema þetta nú stórum fúlgum innkaupin með kaffinu þennan dag. Lítið magn var núna á murk- aðnum af rúsínubollum á kr. 2.10 stykkið og munu margar l f jölskyldur hafa verið komnar upp á það bragð að kaupa rús- ínubollur og þeyta rjómann heima og búa þannig til rjóma- bollur. Núna var reynt að koma í veg fyrir slíka útsjónarsemi, — ein- faldlega með Því að hafa fáar rúsínubollur á markaðnum. Mörgum þótti þó skörin fær- ast upp í bekkinn hjá sumum brauðgerðarhúsum að hafa ekki brauð til sölu i búðunum þenn- an dag og ekki sýndist Alþýðu- brauðgerðin taka minni þátt f þessum gulldansi en önnur brauðgerðarhús í iborginni. Mikill loðnuafli hefur borizt á land hér í Reykjavík og á Akranesi. Þannig komu 17 bát- ar með 32 þúsund tunnur hing- að til Reykjavíkur um helgina og voru erfiðl Mkar um skeið að landa hér. Á Akranesi tókst hinsvegar að nota síldardælur við löndim úr Ilöfrungi III. og Haraldi yfir í síldarmjölsverksmiðjuna ogtókst í fyrri tilrauninni að landa 2500 tunnum úr Höfrimgi III. á tveim klukkustundum og tíu mínútum. Er það nálægt helmingi skemmri tími en með krönum og bílum og sparar mikinn kostnað. Gullfoss í árekstrí við Málmeyjarferju Um kl. 2 síðdegis á sunnudag- inn, þegar m.s. Gullfoss var að sigla inn til Kaupmannahafnar, lenti skipið í árekstri við sænsku ferjuna Malmöhus, sem var á leið frá fríhöfninni til Málm- eyjar. Hægviðri var og þoka, og sigldi Gullfoss með mjög hægri ferð. Nokkrar skemmdir urðu á báð- um skipunum. Á Gullfossi skemmdist stefnisplata og lunn- ing, en slys urðu engin á áhöfn og _ f arþegum. Á ferjunni, sem siglir milli Málmeyjar og Kaupmannahafn- ar, urðu nokkrar skemmdir á þilju, framan við mitt skip. Einn farþegi meiddist um borð í ferj- unni. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskipafélagi íslands mun við- gerð á Gullfossi fara strax fram og Skipið halda frá Kaupmanna- höfn á morgun, miðvikudag, samkvæmt áætlun. Flokkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur tll- kynnír: Félagar, nýju skírteinin eru tilbúin. Vitjið þeirra í skrif- stofuna í Tjarnargötu 20. Opin alla virka daga kl. 10—12 og 5—7 nema laugardaga kl. 10—12. 200 tonna fiskiskip sjósett hjá Stálvík □ Sl. laugardag var sjósett hjá skipasmíðastöðinni Stál- vík í Arnarvogi 200 tonna smíðað fyrir Hraðfrystihús gefið nafnið Þrymur. Þrymur er einsog áður segir 200 tonna skip teiknað af Ágústi Sigurðssyni skipatæknifræðingi og er það nýtt í sambandi við smíði þess að lestarnar eru sand- blásnar og galvaniseraðar. Ann- aðist fyrirtækið Ryðvörn h.f. í Kópavogi það verk. Eru lestarn- ar síðan málaðar með Epoxy- lakki. í skipinu er 400 hestafla Mannheimvél og tvær hjálpar- vélar af sömu gerð. Ennfremur er skipið búið fiskileitartæki, miðunarstöð, lorantæki og öðr- um venjulegum siglingatækjum. Skipið var fullbúiö er því var hleypt af stokkunum og mun það fara á veiðar um næstu helgi. Skipstjóri verður Hörður Jónsson, áður skipstjóri á Dofra, en Hraðfrystihús Patreksfjarðar á tvo báta fyrir, Dofra og Andra. Þrymur er fimmta skipið sem Stálvík h.f. smíðar. Hefur hún áður smíðað tvo olíubáta, einn dráttarbát og eitt fiskiskip 180 Fékk aðsvif í gær varð það slys hjá Flug- félagj íslands á Reykjavíkur- flugvelli. að bjfreið lenti skyndi- lega út í móa og slasaðist öku- maður hennar, Bergþór Guð- mundsson, Rauðarárstíg 9. — Er talið að Bergþór hafi fengið að- svif við stýrið. fiskiskip sem stöðin hafði Patreksfjarðar. Var skipinu tonna. Þá er í smíðum hjá Stál- vík systurskip Þryms sem Bragi h.f. á Breiðdalsvík á og loks hefur skipasmíðastöðin nýverið samið um smíði 400 tonna fiski- skips fyrir Þorleif Jónsson í Hafnarfirði. Sjósetning Þryms kostaði mik- inn undirbúning þar eð vogur- inn var allur ísilagður og varð að sprengja ísinn með dínamiti til þess að koma skipinu á flot. Togarar selja vel erlendis íslenzkir togarar selja vel á enskum og þýzkum fiskmarkaði. Fiskmagnið í hverjum togara er þó af skornum skammti. Þannig seldi Þormóður goði í Cuxhaven 113 tonn fyrir 103 þúsund mörk og sama dag seldi Júpíter í Bremerhaven 130 tonn fyrir rúmlega 133 þúsund mörk. Á laugardag seldi Geir í Bremer- haven 80 tonn fyrir ríflega 78 þúsund mörk. í gær seldi Svalbakur í Grims- by 138 tonn fyrir 10.689 pund og Haukur í Hull. í þessari viku selja á Bret- landsmarkaði Kaldbakur, Harð- bakur, Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir og Karls- efni í Þýzkalandi. □ N.k. fimmtudag kl. 9.00 ræðir Guð- mundur Ágústsson, hagfræðingur um ný viðhorf í áætlunar- búskap í Austur-Evr- ópu. □ Félagar fjölmenn- ið í Góðtemplarahús- ið á fimmtudag. Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði NÝ VIÐH0RF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.