Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 10
10 SlDA — ÞJÖDVTLJINN — Þríðjœfegur 22. feÉscöaa 1S08 STORM JAMESON: Ó, BLINDA HJARTA setti hann á gólfið og sagði: — Seztu þarna. Ég skal þvo þá. — Nei, alls ekki, svaraði hann. Ég get þvegið þá sjálfur. Hún stóð kyrr og horfði rann- sakandi á hann eins og hún reyndi með öllum sínum sálar- styrk að þvinga fram annað andlit bakvið þetta andlit sem hann sýndi henni. Þetta augna- ráð hennar gerði honum órótt, og þegar hún sagði með hægð: Heyrðu Jean, við skulum semja. Leyfðu mér að þvo veslings, meiddu fæturna þína, og ég skal ekki spyrja neins, þá samþykkti hann fúslega til að sleppa. — Jæja þá, — en stattu þá við það. Hún kraup fyrir framan hann og þvoði báða fætur hans þegj- andi og nærgætnislega, leit upp öðru hverju til að sjá hvort hún meiddi hann. Það var ekki fyrr en hún hélt um seinni fótinn og þurrkaði hann varlega, að hún stóðst ekki lengur mátið. Hún sagði örvílnuð: — Ég verð að vita það. Hann tók af henni handklæð- ið. Þú lofaðir að spyrja ekki spuminga. Eru loforð þér einskis virði? Honum til undrunar brosti hún glaðlega til hans. Þetta sagðirðu alveg eins og faðir þinn. Hann svaraði ekki, hann svar- aði henni aldrei þegar hún tal- aði um fortíðina, fortíð hennar: hann vildi ekki láta draga sig þangað inn. — Fyrst þú getur ekki borðað, þá ætla ég að hita kaffi. Meðan hún var að búa til kaffið, sagði hún með undarlega Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMI 24-6-16 P E R m A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sarðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMUB Hárgreiðsla við allra hæfi rjARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími '4-6-62 Hámrejðslustofa María Guðmundsdéttir. Laugavegi 13 Simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað fjarlægri röddu eins og hún væri að tala við sjálfa sig: — Kannski var þetba rangt af mér að taka þig hingað. Ég veit ekki hvað ég á að gera „ .. Ég gæti talað við herra Leigh- ton.... Blossandi • von þaut gegnum huga hans en hvarf samstundis eins og jörðin hefði gleypt hana. Nei, þau hleypa mér aldrei til baka, hugsaði hann. Það var eitt- hvað endanlegt við þessa hugs- un hans — eins og þegar lítill fugl deyr um vetur. Hann sá 42 hana horfa í kringum sig í eld- húsinu og áður en hann gat við það ráðið, hugsaði hann: Þá yrði hún aftur alein héma. Hann mundi að hún hafði sagt með rólegri röddu um fólkið í þorp- inu: Sumir héma hefðu heldur viljað að ég hefði dáið í fanga- búðunum ........ Ösjálfrátt vék hann undan. — Talaðu ekki um þetta við neinn, sagði hann kuldalega. — Þetta verður ekki eins slæmt eftir þetta. — Hvernig veiztu það? Hvernig hann vissi það? — Þeir verða hræddir. Með kæru- leysislegri röddu bætti hann við: — í þetta sinn var þeim ekki um þetta. Tveir voru ekki hrifn- ir af því. Hann stóð við eldavélina, sem hún hafði bætt dálítið á, „til ánægju, ekki hita“, og hélt á þykku, hvítu krukkunni með kaffinu og drakk úr henni: og einkennilega notaleg ánægju- kennd leið um alla limi hans. — Þetta er gott, tautaði hann. Hún renndi til hans þakklæt- isaugnaráði, og augun voru enn ungleg þótt umbúnaðurinn hefði mikið látið á sjá. — Þegar ég var barn og faðir minn var enn skólastjóri hér — hann hafði misst handlegg og fót í stríðinu og honum gramdist það, vegna þess að hann var svo mikið fyrir gönguferðir áður — jæja, en það var hann sem kenndi mér að búa til kaffi. Mamma hafði lítinn áhuga á því sem viðkom eldhúsinu, og pabbi vissi ekkert betra en sitja úti í sólskininu í garðinum hjá skólastjórabú- staðnum — þá voru þar rósir og skrautblóm, ekki matjurtir — með tvær krukkur af kaffi, aðra handa honum, hina handa mér, með hækjuna upp við bekkinn á mil'li okkar og lesa upphátt. Hann las — auðvitað — Bréf úr myll- unni minni, en hann las líka sögu sem hét Vanity Fair eftir enskan rithöfund og allan La Fontaine og, já, Candide, og þeg- ar mamma ávítaði hann og sagðí aS svona bók væri ekki við barna hæfi, þá hló hann að henni og sagðir Af hverju viltu leyna hana þvi að til sé annað í heiminum en kaffikrukkur og rósir? — Hvað vaxstu gömul þá? — Ári yngri en þú ert núna —_ ellefu ára. í sömu andrá tók hún eftir jakkanum hans; hann hafði bengt hann á stólbak og hún rak augun í rifu á erminni. Hún lyfti jakkanum upp og sá hinar rifumar, átta eða tíu talsins, og hún sagði annarlegri röddu: — Ætlarðu að segja mér að þetta hafi komið þegar þú datzt? — Nei. Hún athugaði jakkann nánar. — Þetta var gert með beittum hníf. — Já. Stundarkorn sagði hún ekki neitt. Hann hafði komið með þrenn jakkaföt með sér frá Þýzkalandi, öll vel sniðin og fín, og eftir eina árangurslausa til- raun til að fá hann til að ganga í fötum sem hentuðu betur í frönsku þorpi, þorði hún ekki að minnast á það aftur. Hún leit á hann útundan sér og sá að hann var að berjast við grátinn. Þau eru honum ímynd öryggis, þau em trausta þýzka lífið sem hann lifði, hugsaði hún: æ, barn- ið mitt, veslings elsku barnið mitt. — Ég get gert við hann, sagði hún léttum rómi. — Það verður ekki hægt að sjá að hann hafi nokkurn tíma verið rifinn. — Ertu — ertu viss um það? Hún brosti. — Auðvitað er ég viss um það. Vertu í hinum föt- unum á morgim, og þegar þú kemur heim skaltu sjá að þessi jakki verður alveg eins og nýr. Ég get býrjað í kvöld. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði hann stillilega. — Þetta er mjög gott efni, sagði hún eftir stundarkorn og handfjatlaði það. Hún talaði með uppburðar- leysi sem hneykslaði hann. Af hverju þykir henni leiðinlegt að þetta er betra efni en þau eiga völ á hér? hugsaði hann. Hann renndi þó grun í það. — Það er sterkt, sagði hann. Hann hló snöggt og stuttaralega. — Þeir urðu að taka á til að vinna_ á því. — Ó. Jean, sagði hún svo lágt að varla heyrðist. — Það gerir ekkert til — fyrst þú getur gert við hann. — Hann verður eins og nýr. Því lofa ég. Hún braut jakkann saman og lagði hann efst á fatabunkann sem hún hafði komið með heim. Næstum í fyrsta sinn tók hann eftir því, hve grannaar axlimar voru sem báru uppi höfuðið og litla skarpleita andlitið með hör- undi sem minnti á sprungið postulín og litlausan munn. Ég ætti að gera eitthvað tii að hjálpa henni, hugsaði hann. Ég gæti farið í húsin og sótt þessa fatabögla . . . En honum féll ekki við þá hugmynd að þurfa að bera þá gegnum þorpið, og hann beit á vörina. Þegar hún sneri sér að hon- um og brosti, g'at hann með naumindum stillt sig um að segja eitthvað sem kom upp um þessa nýju tilfinningu hans um að hann bæri á einhvern hátt ábyrgð á hennL Og það sem meira var — eins konar hlýju. — Þú vinnur of mikið, sagði hann. — Nei, nei. Örlítill roði kom fram í vanga hennar. — Ég hef bara ekki lært neitt. Ég hef, ekki gert neitt annað en það sem ég geri. Ég gifti mig of fljótt — sautján ára — og gerði aldrei neitt af því sem pabbi vonaðist eftir. Veslings maður- inn, hann var ósköp vonsvikinn. Hún hélt áfram flaumósa. — Við gætum kannski lesið upphátt einhvem tíma. •Hann fjarlægðist hana sam- stundis og leit á hana eins og hún hefði sagt eitthvað ófyrir- gefanlegt. — Ég ætla að fara í rúmið, sagði hann og stóð upp. Hann fór án þess að líta aftur á hana. í herbergi sínu stóð hann stundarkorn lamaður af fyrir- litningu á sjálfum sér. Ef hún hefði séð og heyrt til mín, hugs- aði hann og vangar hans brunnu af blygðun . . . Hann sá hana hjá sér, stóra mjúka handlegg- ina og róleg augun, sem horfðu á hann hrygg og ásakandi. Það hefur þá ekki tekið þig nema fjóra mánuði að gleyma mér . .. Hann fleygði sér í rúmið. Ég' er ekki búinn að gleyma þér, sagði hann við hana í örvænt- ingu. Ég sver það, þetta var ó- vart, þetta var allt hræðilegur misskilningur. Ég er hann Jóa- kim þinn. Ég er engu búinn að gleyma. Þessi þunga sektarkennd var alveg óbærileg. Hann reyndi að þrýsta andlitinu niður í koddann til að loka úti myndina af sjálf- um sér að brosa og tala við kon- una niðri, sýna henni hlýju, sýna áhuga á því sem hún sagði. Hvað hefur komið fyrir mig? hugsaði hann ofsalega. Ég þoli ekki sjálfan mig. Hviers konar kvikindi er ég? Hvað get ég nú gert, ó guð minn góður, hvað get ég gert? — Þetta ónýtir allt fyrir mér. Hvað get ég gert? Kaupi bækur í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10 kaupi ég gaml- ar og nýjar íslenzkar bækur. — Bókasöfn koma til greina. — Einnig kaupi ég allskonar ný og gömul tímarit, skemmtirit og danskar og norsk- ar pocketbækur. BALDVIN SIGVALDASON Hverfisgötu 59 (kjallara). þórður sjóari 4688 — Abdul fursti og Ibn Sakkras eiga í erfiðleikum. Orð- rómur er á kreiki um ýmsa hópa, sem halda tryggð við kónginn og safnast saman á eyðimörkinni ......... AUs konar skip hafa sézt úti fyrir ströndinni..... ,,Með nokkrum flugvélum getum við strádrepið þá. Hversvegna ,ru þær ekki komnar enrþá?“ segir Abdul reiður. Ja, það er nú svo ...... Meðan veldi íurstans hefur ekki ver- ið opinberlega viðurkennt, eru önnur lönd ekkert að flýta sér við afgreiðslu vopnasendinga..... „Flugvelamar verða að koma strax!“ skipar Abdul þrumandi röddu. Hinn andvarpar djúpt. BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarplötur ic Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar ★ Þakpappi * tjöru og asfalt 'k Icopal pakpappi ★ Rúðugler MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 GOÐAR FILMUR Dátabuxur og terelynebuxur á drengi. — Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). ABYRGDARTRYfiGINGAR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR L'NDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 ATVINNUREKENDUR. ÁBYRGDARTRYGGING ER NAUDSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.