Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. fébrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J rjmirji \ *i 5 * I I Árni Scheving víbrafónleikari var „gestur kvöldsins“. Þótt ekki skorti samkomu- húsin hér í borginni og hvert um sig hafi a.m.k. einni hljómsveit á að skipa, gefst fólki óviða og sjaldan kost- ur á að hlýða á jazz öðru vísi en af plötum. Það eru yfirleitt dans- og dægur- lög, sem spiluð eru, enda oft- ast dansað í samkomuhúsun- um. Sá hópur mun þó eigi lítill er ann góðum jazz og getur vel hugsað sér að eyða öðru hverju kvöldstund á veitingahúsi án þess að dansa. Því var því: allvel tekið er stofnaður var hér jazzklúhb- ur sl. vor og hefur hann nú starfað af fjöri í nærri því ár. Þar sem starfsemi klúbbs- ins hefur verið óspart hrósað af jazzunnendum, skrapp blaðamaður Þjóðviljans í Tjarnarbúð eitt mánudags- kvöldið og ræddi lítillega við formanninn, Þráin Kristjáns- son, um starfið í vetur og hvað er á prjónunum á næst- unni. Seiðandi jazzrytmi berst fram í anddyrið og er í sal- inn kemur fagna gestir ó- spart hljómsveitinni, kvartett Þórarins Ólafssonar og gesti kvöldsins, sem var að þessu sinni Árni Scheving og lék á vibrafón. Kvartett Þórarins Ólafsson- ar hefur verið aðalskemmti- kraftur klúbbsins frá upphafi, segir Þráinn, en auk þess er alltaf hafður með „gestur kvöldsins" og eins kemur oft fyrir, að aðrir jazzleikarar taka líka í hljóðfærin. Fyrir utan að spila jazz er Þórar- inn Ólafsson einnig flautu- leikari góður og spilar í Sin- fóníuhljómsveit íslands. JAZZKLÚBBUR REYKJAVÍKUR STARFAR AF MIKLU FJÖRI Litið inn á Jazzkvöid og rætt við formanninn um starfsemina Klúbburinn hefur jazzkvöld í Tjarnarbúð á hverju mánu- dagskvöldi kl. 9—11,30 og fyrsta mánudag hvers mán- aðar til kl. 1 og skemmta þá venjulega tvær hljómsveitir. Öllum er heimiM aðgangur. — Við byrjuðum síðasta vor, segir Þráinn, og þetta er búið að ganga skínandi vel. Klúbburinn hefur verið mjög vel sóttur, en þó dálítið mis- munandi eftir árstíma. í allt sumar var svo mikil aðsókn, að iðulega fengu færri sæti en vildu og yfirleitt hefur verið miklu meiri aðsókn en nokkurntíma var reiknað með. Jazzklúbburinn hefur feng- ið marga góða gesti, t.d. kom Jón Páll gítarleikari gagngert frá útlöndum til að leika eitt kvöld og um áramótin komu tveir frægir bandarískir jazz- leikarar, Donald Byrd, sem ' lék eitt kvöld og Art Farm- er, sem lék fimm sinnum í Reykjavík. Art Farmer er væntanlegur aftur í sumar, þá með fimm manna hljóm- sveit með sér. Eins er von á Jóni Páli aftur bráðlega, lík- lega í apríl og skemmtir þá 1—2 kvöld í klúbbnum, en hann starfar nú sem gítar- leikari um borð í einu stærsta skemmtiferðaskipi heims. Nú er von á EMu Fitzger- ald næstu daga og reiknar klúbburinn fastlega með að geta fengið1 Tríó Jimmy Jon- es, sem með henni kemur, til að að heimsækja klúbbinn og leika þar eitt kvöld. Einhvemtíma í vor er svo Hér sést Þórarinn Ólafsson við píanóið og Friðrik Theódórs- son með bassann. von á þekktum dönskum jazzleikurum, sem ætla að koma hér við á leið sinni til Bandaríkjanna, þeim Alex Riel trommuleikara og Niels H. írsted Pedprsen. Það er aðallega nútíma jazz, sem leikinn er í Jazz- Það er er Rúnar Georgsson sem er með saxófóninn og Pétur Östlund, bítill úr Hljómum, sem er við trommurnar, en hann getur ýmislegt fleira en spilað bítlamúsik. Þeir Rúnar og Pétur voru í heimsókn í klúbbnum þetta kvöld og gripu í hljóðfærin með hinum. Gítar- leikarinn er Örn Ármannsson og bassaleikari Friðrik Theodórsson og spila þeir báðir í kvar- tettinum með Þórami. klúþnum og yfirleitt yngri jazzleikarar sem þar koma fram. Jazzinn hefur breytzt mikið frá því sem var og er í stöðugri þróun eins og önn- ur tónlist. Og hvaða fólk skyldi það nú vera, sem aðallega er jazz- hneigt hér í borg? Ekki er það bítlaæskan og yfirleitt ekki unglingar, segir Þráinn okkur, heldur fólk uppúr tví- tugu, og líklega mest milli 20 og 40 ára. Það er áberandi, segir hann, hve mikið af menntafólki og listamönnum, ekki sízt ungu tónlistarfólki, hefur gaman að jazz ekki síð- ur en klassískri tónlist. Enda er þó nokkuð um góða jazz- leikara í Sinfóníuhljómsveit- inni, má nefna sem dæmi Þórarin Ólafsson, Sigur- björn Ingþórsson, Björn R. Einarsson og Gunnar Orms- lev. i ! Norræni sun- arháskólinn Nýlega fóru aðalkraftar Jazzklúbbsins að Laugarvatni og spiluðu þar á jazzkvöldi hjá Menntaskólanum. Var salurinn þéttsetinn og hljóð- færaleikurunum mjög vel tekið. Verður þetta kannski endurtekið síðar í vetur. Þetta var mikil tilbreyting og mjög uppörvandi fyrir jazzleikarana að finna svona áhuga líka utan klúbbsins, sagði Þráinn, og við höfum bæði áhuga og vilja til að að- stoða aðra skóla og reyndar hvaða stofnun sem er til að halda jazzkvöld. Myndir og texti vh. Þorsteinn Sveinsson form. irurstfsmn jvuinssun furns• p# >• _ Þ/óðleikhússkórsins i 10 ár FiSHIllfÍII ilýir StÓðlllllðDldi' Norræni Sumarháskólinn verður haldinn í Abo í Finn- landi 25. júlí til 5. ágúst n. k., og er það 16. sumarið, sem skólinn starfar. Oftast hafa sótt hann um 250 stúdentar, kandídatar og há- skólakennarar frá öllum Norð- urlöndum, en tilgangur sumar- háskólans er fyrst og fremst að gefa sérmenntuðum mönnum kost á að ræða efni, sem liggja á mörkum jTnissa fræðigreina og hamla þannig gegn of mik- illi sérhæfni. Jafnframt gefst mönnum gott tækifæri til að kynnast þeim, sem stunda hlið- stæð störf á Norðurlöndum eða glíma við svipuð vandamál og viðfangsefni. Að vetrinum eru haldnir umræðufundir í öllum háskólabæjum Norðurlanda til undirbúnings þátttöku í sum- arháskólanum. Svo hefur einn- ig verið í Reykjavik og verð- ur í vetur. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á þátttöku í Norræna Sumarháskólanum, en hún er , heimil öllum þeim, er lokið hafa stúdentsprófi, skulu snúa sér til Þóris Einarssonar, við- skiptafræðings, Iðnaðarméla- stofnuninni, fyrir 1. marz n.k. Rithöfundar samhvkkir dómi MOSKVU 18/2 — í yfirlýsingu frá sovézka rithöfundasamband- inu. sem birtist í ,Líteratúmaja Gazéta" í dag. segir, að bæði sovézkir rithöfundar og allur al- menningur séu samþykkir dóm- unum yfir Sínjavskí og Daníel, enda séu þeir í samræmi við lög landsins. Yfirlýsingin er svar við fyrirspurnum til samtakanna frá erlendum rithöfundum vegna dómsins. ! i Aðalfundur Þjóðleikhússkórs- ins var haldinn nýlega og var afar fjölsóttur. Á fundinum mætti þjóðleik- hússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz. og söngstjóri kórsins, Carl Billich. I ýtarlegri skýrslu stjórnarinnar kom m.a. fram, að stjóm minningarsjóðs dr. Victors Urbancic hefði úthlutað styrk ú ■ sjóðnum að upphæð kr 6.000.00 til John E. Bene- diktz læknis, sem stundar sé.r- fræðinám í heila- og taugasjúk- dómum í Manchester í Eng- landi, en mun starfa í sérgrein bessari á íslandi að námi loknu. Starfsemi kórsins var fjöl- breytt á liðnu starfsári og nú eru æfingar að hefjast á óper- unni „Ævintýri Hoffmans" eft- ir Offenbach, sem sýnd verð- ur f Þjóðleikhúsinu í vor. Formaður kórsins hefur ver- ið Þorsteinn Sveinsson héraðs- dómslögmaður s.l. 10 ár og voru honum þökkuð störf hans á fundinum. Mikill áhugi og eining ríkti á fundinum. Stjórn og varastjóm kórsins var öll endurkjörin. Aðalstjórn skipa: Þorsteinn Sveinsson, form., Guðrún Guð mundsdéttir, ritari og Svava Þorbjamardóttir, gjaldkeri. Varastjórn skipa: Sighvatur Jónsson, Guðmundur Baldvins- son og Ivar Helgason. Þessa dagana er verið að setja upp 50 nýja stöðumæla í Austurstræti, Hafnarstræti og Bankastræti og um leið hækk- ar stöðumælagjaldið á þessum stöðum úr einni krónu í tvær krónur fyrir hverjar 15 mín- útur. Þessir stöðumælar eru eingöngu gerðir fyrir tveggja krónu peninga. Samþykkt hefur verið að sama gjald verði við stöðu- mæla á Laugavegi að Snorra- braut og á Hverfisgötu frá Lækjargötu að Klapparstíg, en mælarnir sem þar verða sett- ir upp eru í pöntun og verð- ur breytingin væntanlega gerð í vor eða sumar. Þá hefur borgarstjórn Reykjavíkur ákveðið að settir verði upp stöðumælar á eftir- töldum götum: Vatnsstíg milli Hverfisgötu og Laugavegs. Vitastíg milli Hverfisgötu og Grettisgötu. Barónsstíg milli Hverfisgötu og Grettisgötu. Hverfisgötu frá húsi nr. 70 að húsi nr. 52. Skólavörðustíg milli Óðinsgötu og Týsgötu. Á þessum stöðum verður yjaldið ein króna fyrir hverj- ar byrjaðar 15 mín. og verða notaðir þeir mælar sem voru [ áður í Austurstræti, Hafnar- stræti og Bankastræti. Stöðumælar voru fyrst. sett- ir upp hér í Reykjavík 1857, en það ár voru 138 stöðumælar settir upp á sex götum. í árs- lok 1965 voru 367 stöðumælar í notkun á 20 götum. Þá má geta þess að stöðumælasjóður hefur nú 300 gjaldfrjáls bíla- stæði á leigu af ýmsum aðil- um í miðborginni eða næsta nágrenni hennar. * Minningarspjöld Hrafn- Kelssjóðs fást Bókabú* Braga Brvnjólfssonar ★ Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk eru i safnaðarheimili Langholtssóknar þriðiudaga klukkan 9-12. Gjörið svo vel að hringja í sáma 34141, Rit um skéla- kerfi í átián Evrénurikjum Nýlega kom út í Strassbourg bók um skólakerfi í 18 ríkjum í Evrópu. Bókin er gefin út af Samvinnuráði Evrópu um menningarmál, sem starfar í tengslum við Evrópuráðið. Bókin var samin, þar sem þörf fyrir slíkt yfirlitsrit hefur komið fram á síðustu árum, eftir að náin samvinna komst á um athuganir á ýmsum þátt- um skólamála milli ríkja f Evrópu. Island hefur tekið þátt í starfsemi samvinnuráðsins, og er fjallað um íslenzka fræðslu- kerfið í ritinu, svo og skóla- kerfin á hinum Norðurlöndun- um. Bæði er sagt frá skyldu- námi, kennaranámi, iðnnámi og annarri verkfræðslu. I bók- inni eru einnig birtar tölur um mannfjölda og fjölda fólks á skólaaldri. Rit þetta er eins og önnur rit Samvinnuráðs Evrópu um menningarmál gefið út bæði á ensku og frönsku. Hinn enski titill þess er: School System — A Guide. Það er 356 bls. og verðið 17/6 s. önnur nýútkom- in rit frá samvinnuráðinu fjalla um tómstundastörf ungs fólks, málakennslu í sjónvarpi og kennslukvikmyndir. Utiplýsing- ar um útgáfubækur ráðsins má fá hjá Upplýsingadeild Evrópu- ráðsins, pósthólf 97, Reykjavík. Fundur um götulýsingu og lýsingu á vinnustöðum utan húss, verður haldinn fimmtu- daginn 24. febrúar í Tjarnar- búð. Magnús Oddsson tæknifræð- ingur mun flytja erindi um götulýsingu og Ólafur S. Björnsson verksmiðjustjóri um lýsingu á vinnustöðum utan húss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.