Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 8. marz 1966. Fyrrí landsleikurlnn viS Rumena: Heimsmeistararnir voru undir í 40 mínútur, þá gáfn íslendingar eftir Útgefandi; Sameiningarflokkiur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri; Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. G/apræði ■jVTorsku vísindamennimir, dr. Devik og Kanavin yfirverkfræðingur, sem unnið hafa að því um ára skeið á vegum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka ísamyndunarvandamál á vatnasvæði Þjórsár og Hvítár, hafa nú lokið verkefni sínu og skilað af sér. Rannsóknir þeirra hafa að sjálf- sögðu mikið fræðilegt og hagnýtt gildi, en eink- anlega hljóta þær að vekja athygli í sambandi við fyrirhugaða Búrfellsvirkjun. Af annarlegum ástæðum var vísindamönnunum raunar ekki falið að fjalla sérstaklega um tillögur þær til Búrfells- virkjunar sem nú liggja fyrir, en að sjálfsögðu komust þeir ekki hjá því að kanna það mál. Og niðurstöður þeirra eru ákaflega skýrar og ótvíræð- ar, eins og fram kom í viðtáli þeirra við Þjóðvilj- ann í fyrradag. ■YTorsku vísindamennimir segja í stuttu máli að ' ísamyndunarvandamál í ám hérlendis séu stór- felldari og margbreytilegri en í flestum ef ekki öllum' öðrum löndum. Ef ís myndast í Þjórsá of- an Búrfells verði ekki við hann ráðið að neinu gagni með varúðaraðgerðum, svo sem skolunar- kerfi. Eina ráðstöfunin sem tryggt geti rekstrar- öryggi sé að koma í veg fyrir ísamyndun eða tak- marka hana við algert lágmark. Telja þeir alger- lega óhjákvæmilegt að gerð verði mikil fyrir- hleðsla við Sultartanga, en jafnframt verði að tak- marka yfirborð vatnsins þaðan að Búrfelli, til dæmis með því að leiða það í stokk eða lokuðum göngum. ■jVTiðurstöður norsku vísindamannanna staðfesta í einu og öllu sjónarmið þeirra íslendinga sem mesta reynslu hafa af virkjunum ,og hegðun fljóta hérlendis. Og raunar má segja að þessi niðurstaða sé nú viðurkennd af öllum sérfróðum mönnum, eftir langvinnar og stundum næsta einkennilegar umræður. Jafnt raforkumálastjóri sem yfirverk- fræðingur Landsvirkjunar hafa lýst yfir því opin- berlega, að óhjákvæmilegt muni reynast að gera ráðstafanir af þessu tagi — en þeir bæta því við að þær verði gerðar síðar. essi kenning um frestun óhjákvæmilegra ör- yggisráðstafana á ekkert skylt við raunvísindi, heldur er hún ómenguð pólitík. Ástæðan til þess að ekki má viðurkenna staðreyndir nú þegar er sú ein, að þær raska gersamlega samningsgrund- vellinum við svissneska alúmínhringinn. Sé reikn- að með kostnaðinum við stíflugerð og vatnsfarveg ofan Búrfellsvirkjunar verður kostnaðarverð á raforku 3 til 4 aurum hærra á kílóvattstund en verð það sem Svisslendingar bjóðast til að borga. Þess vegna á fyrst að semja við Svisslendinga um óbreýtt raforkuverð áratugi fram í tímann, en síðan eiga íslendingar einir að bera hinn óhjá- kvæmilega og sfórfellda viðbótarkostnað og greiða þannig með raforkunni til hins erlenda auðfélags. Slík samningsgerð væri augljóst þjóðhagslegt glapræði. — m. □ Það tók heimsmeistarana 40 mínútur að ná forystu í þessari fyrri viðureign íslands og Rúmepíu í handknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Á þessu tímabili voru íslend- ingar nokkrum sinnum með þriggja marka for- skot og sýndu á köflum leik sem ekki gaf eftir leik gesfanna. — Síðustu tíu mínúturnar gáfu ís- lendingarnir ótrúlega mikið eftir og breyttist þá leikstaðan úr 14:12 í 23:17, þar sem Rúmenarnir skoruðu 11 mörk á meðan íslendingar skoruðu aðeins 3. Þó að hér hafi komið til skortur á út- haldi er ekki að éfa að fleira var sem gerði það að verkum að íslendingarnir misstu leikinn svo gjörsamlega niður, þannig virtist manni sem skiptingar væru heldur slakar og vömin ópnað- ist óeðlilega hvað eftir annað. Frá fyrri Ieiknum: Islendingar eru ágengir við rúmenska markið. Það er sá frægi leikmaður Moser sem sést til vinstri (nr. 3). Birg- ir Björnsson fylgist með á línu, fjaer er Gunnlaugur Hjálmarsson. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.>. Þag var greinilegt Þegar i upphafi leiksins að Rúmenam- ir höfðu hugsað sér að taka Gunnlaug „úr umferð“ því að sérstakur gaezlumaður var sett- ur honum tii höfuðs og fylgdi hann Gunnlaugi eftir hvert sem hann fór. hvort sem hann hafði knötfinn eða ekki. En Gunn- laugur lét ekki að sér hæða, og reyndist þetta hinum rúm- enska leikmanni hin mesta raun, og gat hann engan veg- inn komið því í verk að Gunn- laugs gætti ekki hvorki í því að skora eða ná sambandi við lið sitt. Vafalaust er þó að hefðj Gunnlau>gur fengið að ganga örlítið lausari hefðu Rúmenarnir fundið betur til skota hans. ísland byrjar vel Fyrstu fimm mínútumar fóru í nokkurskonar liðskönn- un hjá hvorum fyrir sig, að leita að snöggum blettum í vöminni sérstaklega, og var ekkert mark skorað á fyrstu 5 minútunum en þá fær Her- mann knöttinn á línu og með manninn á bakinu tekst hon- um að snúa sér við og skjóta eldsnöggt út við stöng. Þar með hafði ísland skorað fyrsta markið i þessari viðureign. Aðeins mínútu siðar jafnar Moser fyrir Rúmena með þrumuskoti yfir vömina. Á næstu mínútu sleppur Gunnlaugur laus úr umsátrinu og kemst inn undir línu, og var ekkj að sökum að spyrja, markmaður fékk ekkj við það ráðið; 2:1 fyriT ísland. Littu síðar jafna Rúmenar með góðu skoti frá Costache. Á 10, mín var dæmt víta- kast á Rúmena og tók Karl það en skotið fór í markmann, en Hermann bætir Það upp á næstu minútu meg góðu skoti og á 12. mínútu bætir Hörður við einu — og öðru rétt á etftir, og standa leifear 5:2 eftir 13 mínútur, Leikurinn er mjög fjömgur og skemmtilegur á báða bóga og góður handknattleikur sýnd- ur. Það merkilega var að Rúmenamir virtust svolítið tauigaóstyrkir Og áttu óeðlilega margar slæmar sendingar, þar sem þeir töpuðu knettinum. Á 15. mín skorar Hnat fyrir Rúmena og þTem mínútum síðar bætir Gunnlaugur við 6:3 fyrir ísland. Á næstu 5 mínútum Skorar ísland 2 mörk, fyrst Birgir laglega í gegn og hörður úr vítakasti, en þeir Gruia og Coctaohe sitt hvort. og standa Ieikar þá, er 22 mín. voru af leik, 8:5. í þessar 8 mínútur. sem eft- ir voru af hálfleiknum, gáfu okkar menn heldur eftjr og tókst Rúmenum að jafna á 28. mín, og höfðu þá skorað 3 mörk í röð. Þó var á þessum tima „varðmanni“ Gunnlaugs vísað af leikvelli í 2 mínútur. En rétt fyrir leikhlé er Gunn- laugur kominn inná Hnu og snýr bakj í mark, og eldsnöggt fyrir markmann skorar Gunn- laugur úr bakhandarskoti við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. og þannig var leikstaðan í hálfleik 9:8 fyrir ísland; óneit- anlega mjög góð frammistaða móti þessu snjalla og fræga liði, og það verður ekki annað sagt en að þetta hafj verið sanngjöm úrslit í hálfleik. Velgengnin entist enn 15 mínútur Byrjun síðari hálfleiks var mjög góð af hálfu íslands þvi að eftir 5 mínútur stóðu leik- ar 12:9. Hjálpuðust þeir Gunnlaugur og Hörður að við að skora 3 mörk Það fyrsta skoraði Hörður eftir snjalla langsendingu fram þar sem Hörður var kominn óvænt inn- íyrir og enginn til vamar nema markmaður sem fékk ekki við eitt ráðjð. Litlu siíðar ekorar Hörður annað mark og síðah kom Gunnlaugur og skoraði 12; markið. Sóttu Rúmenar nú fast og á næstu 3 mínútum jafna þeir og ná 12:12. Leik- urinn hafði frá upphafi verið prúður og Htið af vitakösfum (2 til þessa), en nú var greiní- legt að Rúmenar vildu knýjá fram úrslit og gerðust svolít- ið harðir, sem endaði með tveim vítaköstum í röð sem Hörður skoraði úr. Sta'nda nú leikar 14:12, en það dugði ekki. Það var greinilega ag opnast vamarveggur íslands, og Hjalti í markinu virtist ekki ejns fljótur i viðbrögðum sínum og oft áður og fyrir skotum Gruia úr uppstökkum, þar sem hann skaut af löngu færi yfir vörn- ina, virtjst. Hjaltj vera of ber- skjaldaður en Gruia þessi skoraði í þessum hálfleik 6 mörk, öll eins. Á 10 mínútu jafna Rúmenamir á 14:14. Liðu svo 3 mínútur, þar sem meiri ró færðist yfir leikinn og lítið gerðist og á 14. mínútu taka Rúmenarnir í fyrsta sinn í leiknum forystuna á 15:14, Gunnlaugur jafnar þó á næstu mínútu og limu síðar ver Framhald á 9. síðu. 4 t * 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.