Þjóðviljinn - 08.03.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Side 5
 f Þriðjudagur 8. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 Frá síðari leiknum: Islendingarnir í sókn, Guðjón Jónsson með knöttinn á miðjunni, Hörður Kristinsson er til vinstri, Gunnlaugur Hjálmarsson, fyrirliði er lengst tii hægri á myndinni. — Rúmenski markvörðurinn reynir áraugurslausl að ná til knattarins. — (Ljósin. Þjóðv. A,. K.), SiSari landsleikurinn viS Rúmena: Sigurinn gat eins orðið íslendinga, en Rúmenarnir sigruðu með 16:15 Q Það munaði ekki miklu hvoru megin sig- urinn lá í þessum leik, aðeins eitt mark skildi á milli að leik loknum. ísland þarf sannarlega ekki að vera með neina minnimáttarkennd gegn neinu því liði sem það hefur tök á að leika við. ísland hafði 3 mörk yfir í fyrri hálfleik eða 11:8. Leikurinn var allur heldur harðari en fyrri dag- inn, og þurfti að vísa nokkrum úr báðum liðum af leikvelli. Frá upphafi til enda var leikurinn jafn og spennandi, og kunnu áhorfendur að meta þessa spennu sem í leiknum var. Ekkj vor.u liðnar nema 25 sekúndur þegar Hörður skor- aði fyrsta markið í leiknum. en á nsestu mínútu jafnar Costache, og á 3. min. bætir G-ruia við úr uppstökki eins og daginn áður. Rétt á eftir jafnar Guðjón með góðu skoti 2:2. Rúmenar taka enn forystuna með góðu skoti frá Moser en fsland hefur möguleikann að jafna, er dæmt er vítakast á Rúmena en Hörður er óhepp- inn og fór skotið í markmann. Rétt á eftir skorar Costache mark sem að allra áliti var ólöglega skorað, en ekki tjáir að deila við dómarann og enn bæta Rúmenar vi.ð Og komast í 5:2 það var Iacob sem það gerði. Þótti nú sem fsland væri heillum horfið, og ekki bætti það úr skák að nú voru þeir Gunnlaugur og Hörður. sem mest sikoruðu fyrrj daginn, í nokkurskonar spennitreyju og virtist sem það hefði slæm áhrif á liðið Liðu nú þrjár mínútur þannjg að ekkert mark v.ar skorað, og var ekki ólíklegt að örlöig lei'ksins væru undir næstu mínútum komin. Á 12. mínútu kemst Karl sæmi’legt færi og skaut þar sem knötturinn hafnaði óverj- andi í nefinu, og á næstu mín- útu er það Hermann sem með einu af sínum sveifluskotum skorar mjög glæsilega. 5:4 fyr- ir Rúmena. Rétt á eftir bætir Otelea marki við. Um þetta leyti eru mest inni ungu mennirnir og þeir Gunnlaugur og. Hörður báðir í hvíld, og það skemmtilega gerist að ungu mennimir með Karl sem 1 leiðarljós, ná verulega hröðum og léttum leik sem um leið var ógnandi þannig, að á 16. og 18. mínútu skora Þ®ir Geir og Hermann og jafna við gíf- urleg fagnaðarlæti áhorfenda. Moser skorar enn og taka Rúmenar enn forystuna 7:6. En hinn létti 0;g leikandi leik- ur fslendinga hélt áfram og skor,a þeir S'tefán Sandholt, Gunnlaugur úr víti og Karl sitt markið hver og höfðu tek- ið forustuna. á 24. mín. með 9:7. Á 27. mán. skorar Cos- tache 8 mark Rúmena. Gruia hafði fengið „gæzlu- mann“, þar sem Stefán Sand- holt var. og tókst honum illa að endurtaka það sem gerð- ist fyrri daginn, og þar kom að hann gerðist full harðskeytt- ur og var vísað af leikvelli rétt f.yrir leikhlé Þetta setti aukinn kraft í fslendingana o g á 28. min. skorar Gunnlaugur og rétt fyr- ir hlé kom svo 11. markið og það skoraði Gunnlaugur eftir sendingu frá Sigurði Einars- syni er hann hljóp inn í send- ingu milli Rúmen.a en Gunn- laug-ur var einn frammi við vítateig Rúmena Síðari hálfleikur lakari Eins og Gruia var sá sem vann fyrri leikinn með hopp- skotum sínum var Iacob sá sem vann þann síðari með eld- snöggum hreyfingum í gegn- um vörnina, þar sem hann ým- ist komst alla leið og skoraði eða þá að hann var hindrað- ur svo gróft að viti var dærnt, en hann skoraði á fyrstu 11 mínútunum 4 mörk. f Rúmenar höfðu jafnað á 12:12 á 9. minútu og komust yfir 13:12, en Gunnlaugur jafn- ar úr víti með þvj að lyíta knettinum rólega yfir höfuð markmanni sem var kominn eins nærri Gunnlaugi og hann mátti. Vakti þetta mikla hrifn- ingu áhorfenda, Nú var það Gruia sem slapp laus o.g skor- aði enn úr uppstökki. Standa nú leikar i fjórar mínútur 14:13 fyrir Rúmena, Qg eftir eru þessar erfiðu 15 mínútur. en mörkin láta á sér standa. Á 19. mín. jafnar Geir í 14:14, , og á næstu minútu skorar Otelea og enn taka Rúmenarnir forystu með 15:14, og gerist það á 20. mínútu. Enn líða 4 mínútur án þess að mark sé skorað ©n þá er Herði vikið af leikvelli í 2 mínútur, og virðist útlitið held- ur alvarlegt, og á 25. mín. skorar Moser 16:14. Enn er barizt af krafti og oft hörku þar sem dómarinn varð oft að láta til sín heyra. Litlu síðar er ,,gæzlumianni“ Gunnlaugs vi'kið af leikvelli, en rétt á ! eftir að Hörður var kominn inn skorar hann síðasta mark leiksins; þá voru þó eftir ein og hálf mínúta, en Rúmenar vörðust til lejksloka oig héldu þessum nauma sigri 16:15. Máttu hafa sig alla við Haft var eftir Rúmenum eft- ir fyrri leikinn að sá síðari yrði þeim mun auðveldari en sá fyrri. En það fór eins og Rússamir sögðu eftir leiki sína hér. að aldrei væri að vita hvar menn hefðu íslenzka lið- ið, og svo fór fyrir Rúmenum í þessum leik Þótt þeir byrj- uðu vel og kæmust yfir, kom það þeim greinilega á óvart að mótstaðan varð meiri en kvöld- ið áður. og óróleika kenndi í liðinu og þeir reyndu aldrei neinar leikbrellur eins og í lok fyrri leiksins. Það var í þeirra augum meiri alvara á ferðum. Þeir náðu aldrei nein- um undirtökum í leiknum, þótt í ljós kæmi að Það sem mun- aði var ef til vill úthaldið, því síðari hálfleikur var meira Rúmenanna. Eins og fyrri daginn var Moser hinn góði stjómandi og sá ás sem leikurinn snerist mest um. I-aoob var og ágæt- ur. ejnnijj Costache sem kom örþreyttur útaf eftir „dans- inn“ við Gunnlaug. Gruia tókst ekki eins upp og fyrri daginn en áttj samt góðan leik. Liðið féll vel saman Qg sýndj mjög góðan handknatt-1 lejk. ísland ógnaði íslenzka landsliðið lék mjög vel allan tímann og átti ekki umtalsverðan slakan kafla Framhald á 9. síðu. VOR-FARGJÖLD PAN AMERICAN 15. þ.m. ganga í gildi hin hagstaeðu ,,30 daga“ vor- fargjöld Pan-American tjl Kaupmannahafnar. Far- gjaldið verður kr. 6330,00 fyrir báðar Ieiðir. Vor- fargjöldin gilda einnig til margra annarra borga í Evrópu. Engin ferð jafuast á við ferð með hjnum glæsi- legu þotum Pan-American — hvort sem farið «r á FYRSTA FARRÝMI eða „Tourista“-farrými. Flugtjminn til Kaupmannahafnar 314 klst. PAN AM—ÞÆGINDI PAN AM —ÞJÓNUSTA PAN AM-HRAÐI Allar nánari upplýsingar veifa: PAN AMERICAN á íslandi og ferðaskrifsfofurnar. E»^VI%r ^VIVtE RICAIV ADALUMBOD G.HELGASON & MELSTED HF HAFNARSTRÆT119 S1MAR10275 11644 HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á fimmtudag verður dregið í 3. flokki — 2000 vinningar að fjárhæð kr. 5.500.000 — Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóia Islands 3 FLOKKUR 2 á 500.000 kr 1.000.000 kr. 2 á 100.000 kr 50 á 10 00o kr. 242 á 5.000 kr, 1.700 á 1.500 kr. Aukavinningar: 4 i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.