Þjóðviljinn - 08.03.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Page 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1966. í?il ÍS: vöímmr jisíífíSiíí I '■■"■: : mm. illlillilll ssss: Isiiii i; i; „ '' : :; : ' tímafrekar og er hún nú fypst að komast í gagnið. Iblaðaskrifum um stjórnar- byltinguna í Ghana leggja þeir sem kunnugir eru í land- inu megináherzlu á þátt efna- hagserfiðleikanna í því sem gerzt hefur. Stjómarhættir Nkrumah á síðari árum eru ekki taldir hafa reynzt jafn af- drifaríkir, þótt þeirra hafi gætt meira út á við. Harkaleg með- ferð á stjórnarandstæðingum og hvimleið persónudýrkun er síður en svo einskorðað við Ghana, þótt svo mætti virðast af ýmsum blaðaskrifum á Vest- urlöndum. í Afríku er eins flokks kerfi frekar regla en undantekning og skammt á milli stjómarandstöðu og upp- reisnar. Harðstjórn Nkrumah er ekki bót mælandi, en hafa verður í huga að ekki keyrði um þverbak í því efni fyrr en eftir að andstæðingar hans höfðu gert nokkrar raékilegar tilraunir til að ráða hann af dögum. Ölíklegt er að valdaránið i Ghana sé það síðasta sem spyrst frá Afríku á þessu ári. Ókyrrðin sem valdið hefur sex stjórnarbyltingum á einum árs- fjórðungi gerir meira eða minna vart við sig í flestum ríkjunum milli Sahara og Zam- besífljóts. Skammt er síðan Ob- ote forsætisráðherra í Uganda lét setja fimm ráðherra ístjórn sinni í stofufangelsi og tók sér alræðisvald. Kvaðst hann gera þetta sökum þess að fimmmenn- ingarnir hefðu staðið að sam- særi gegn sér og leitað til þess aðstoðar hjá erlendum sendi- ráðum. — M.T.Ó. ÓLGAN í AFRÍKU Glianahermenn á göngn. nýrra samfélagshátta, fjármála- spilling og undirróður framandi stórvelda og auðhringa. Drýgst- an þátt í að grafa undan ríkis- stjórnum, jafnt íhaldssömum sem róttækum, eiga þó vafa- laust margvíslegir efnahags- örðugleikar, sem ágerzt hafa ár frá ári, bæði sökum stórversn- andi viðskiptakjara hráefna- framleiðenda gagnvart iðnaðar- löndum og örrar fólksfjölgun- ar. Víða hafa kjör almennings versnað og atvinnuleysi er geigvænlegt í boi-gunum. Verð- sveiflur á heimsmarkaðnum hafa bitnað hart á Ghana. Þeg- ar Nkrumah tók við völdum, var verð mjög hagstætt á kak- ói, helztu útflutningsvöru lands- ins. Gerðar voru framkvæmda- áætlanir sem byggðust á út- flutningstekjum góðu áranna, en þau stóðu ekki lengi. Verð- fall á kakói skerti útflutnings- tekjurnar stórlega, svo gjald- eyrir til innflutnings neyzlu- vamings varð af skomum skammti, þegar búið var að greiða umsamdar fjárfestingar- vörur. Stórframkvæmdir eins og virkjun Voltaárinnar eru Kwamc Nkrumah. deildir forustumenn sinn í hvorum hópi Afríkuríkja. Bal- ewa, hinn myrti forsætisráð- herra Nígeríu, var leiðtogi í- haldsmanna, sem kappkosta að varðveita gamalt höfðingja- vald með náinni samvinnu við nýlenduveldin fyrrverandi og auðfélög þeirra. Kwame Nkr- umah, forseti Ghana, lagði aft- ur á móti höfuðkapp á að Afr- íkuríki losuðu sig ekki aðeins úr stjómarfarslegri nýlenduað- stöðu, heldur einnig efnahags- legrl. Hann gerðist merkisberi róttækrar stefnu, leitaðist bein- línis við að fylkja Afríkuríkj- um til sameiginlegrar baráttu til að losa álftma við leifar ný- lendustjórnarfars og boðaði afrískan sósíalisma. Ghana var fyrsta nýlendan i Afríku sunnan Sahara sem hlaut sjálfstæði, og ekki einu sinni verstu óvinir Nkrumah bera á móti því að snjöll stjórn hans á lokaþætti sjálfstæðis- baráttunnar átti drjúgan þátt í þeim sigri. Frá því hann tók við stjóm Ghana áttu sjálfstæð- ishreyfingar annarra Afríku- landa þar vísan stuðning. Þess nýtur Nkrumha nú, er Sekou Touré, forseti Gíneu, fyrsta Afr- íkuríkisins sem brauzt undan nýlendustjóm Frakka, hefur sett hann sér við hlið með for- setatign. Sú ráðstöfun hefur þá þýðingu að Nkrumha getur haldið áfram að koma fram í samtökum Afríkuríkja og á al- þjóðavettvangi, nýju valdhöf- unum í Ghana og reyndar ýmsum öðrum til ama. Þeir kæra s.ig ekki um að eiga yfir höfði sér átölur og áminningar þess manns sem orðinn er tákn baráttunnar fyrir óháðri stefnu sameinaðra Afríkuríkja. Valdaránið i Ghana skall á einmitt í þann mund að fundur Samtaka Afrikuríkja átti að hefjast í Addis Abeba. Fundarefnið skyldi vera afstað- an til kúgunarstjórnar Ian Smith í Rhodesíu og aðgerðir sem miðuðu að því að velta ÞAÐ VORAR FYRR í ÁR Allir þekkja vorfargjöld Flugfélagsins, sem f>y5a 25% fargjaldalækkun til 16 borga í Evrðpu. Vorfargjöldin taka m gildi 15. narz - hálfum mánuði fyrr en áður. FerBizt me5 Flugfélagtnu y3ur tU ánægju og ábatxt. FLUCFELAG JSLANDS /CELANDAIR Afríkuþjóða, og þegar hann er úr sögunni erum við höfuðlaus her. Víst er, að fregnin um að Ghanaher hefði notað tæki- færið þegar Nkrumah var fjar- verandi á ferðalagi í Austur- Asíu til að taka völdin í land- inu, vakti óskiptan fögnuð í Salisbury, höfuðborg Rhodesiu. Ian Smith og stuðningsmenn hans, utan lands og innan telja sig hafa unnið mikinn sigur. Stuðningur frá portúgölskum nýlenduyfirvöldum og stjóm S- Afríku, einkum olíuflutningar, er tekinn aðdraga úr áhrifum brezka viðskiptabannsins á Rhodesíu. Stjórn Smiths hefur ævinlega verið þessfullviss að hún geti staðizt efnahagslegar refsiaðgerðir, og fall Nkrumah var henni sönnun þess að ekki þyrfti að óttast sameiginlega valdbeitingu af hálfu ríkja Afríkumanna. Hið misheppnaða fundarhald í Addis Abeba stað- festir þá skoðun. Stjómir Rhod- esíu og Suður-Afríku fagna hverjum þeim atburði sem ber vott um upplausn og ósam- komulag nýfrjálsra Afríkuríkja. Okyrrðin í Afríkuríkjum er af ýmsum rótum runnin, þar blandast saman erjurmilli ættbálka, árekstrar gamalla og GLASGOW- LONDON - K08ENHAVN - OSLO - BERGEN AMSTERDAM - BRUXELLES * PARIS - I.UXEMBURG HAMBURG - FRANKFURT f BERLIN - HELSINKI STAVANGER - G0TEBORG - STÖCKHOLM jcjjj, s * jjjjj ,, , j, J J henni úr sessi. Haile Selassie Eþíópíukeisari vítti í setningar- ræðu á ráðstefnunni sundur- lyndi og hik Afríkuríkja í af- stöðunni til Rhodesíu. Orð hans megnruðu ekki að vega á móti áhrifunum af falli Nkrumah. Tíðindin frá Accra urðu helzta umræðuefnið í Addis Abeba, og loks leystist ráðstefnan upp án þess að komast að nokkurri niðurstöðu sem máli skipti um það efni sem hún átti að ræða, baráttu gegn yfirdrottnun hins hvíta minnihluta í Rhodesíu. Nkrumah hefur frá öndverðu verið einn helzti áhrifamaður- inn í Samtökum Afríkuríkja, og þegar meirihluti fulltrúa í Add- is Abeba ákvað að taka gilda sendinefnd herforingjastjórnar- innar sem steypti honum úr völdum í Ghana, gengu full- trúar átta ríkja af fundi. I fundarlok lýsti Kenneth Kaunda, forsætisráðherra Zambíu, þess rikis sem berst við Ian Smith og félaga hans í návígi, því yfir að stjórnarbyltingin í Accra ætti sök á því að ráðstefnan hefði farið út um þúfur og Afríkuríki stæðu stefnulaus og sundruð gagnvart erfiðasta vandamáli sem þeim hefur að höndum borið. Mergurinn máls- ins er, sagði Kaunda, að Nkr- umah hefur ætíð verið forustu- maður í baráttunni fyrir frelsi Stjórnir Afríkuríkja fallahver af annarri fyrir sínum eigin herjum. Á þrem mánuð- um hafa herforingjar hrifsað völdin af stjómmálamönnum í sex löndum í Vestur-Afríku. Tvö síðustu valdaránin, í Níg- eríu og Ghana, hafa vakið mesta athygli. Þar eiga í hlut þau ríki Vestur-Afríku, sem lengst eru komin áleiðis í at- vinnuþróun og alþýðufræðslu, og báðum er spáð glæsilegri fram- tíð, þegar þjóðimar fá bolmagn til að nýta fjölbreytta land- kosti. Forustumennirnir sem steypt var af stóli voru báðir ERLEND TÍÐINDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.