Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJ7NN — Föstudagur 25. marz 1966 j. Staðan eftir 4. umferð í Skákkeppni stofnana 1966 ■ Síðastliðið mánudagskvöld voru tefldar að Hótel Sögu 3. og 4. umferð í Sveitakeppni stofnana en tvær síðustu umferðirnar verða svo tefldar n.k. mánudags- kvöld á sama stað. Að loknum fjórum umferðum er Bún- aðarbankinn, A-sveit, efstur í A-flokki með 12 vinninga en Veðurstofan er næst með ílVz vinning. — í B-flokki er Borgarbílastöðin efst með 11 vinninga. í 5. umferg tefla þessar arleiðir 7(4. Eim-skipafélag íslands 8 — Steinstólpar 7, Bamaskólar Reykjaví'kur, B- sveit. 7 — Gagnfræðaskólinn Kópavogi, 7. Verðgæzlan 5% — KRON 5V2. Prentsmiðjan Edda 6 — Út- vegsbankinn. B-sveit. 4. Kynþroskaaldur- inn hefur lækkað Un-glingamir verða sífellt hærri og sterikari verða æ fyrr kynþroska og eru þannig frjósamir æ lengri tíma æv- innar, Að jafnaði eru ungling- ar samtímans millj 15 og 20 sentímetrum hærri en ung- lingar fyrir 100 árum. Kyn- slóðin sem nú er fullþroska er 7—10 sentímetrum hærri. Fyrir 100 árum urðu stúlkur í Evrópu kynþroska 16—17 ána. Nú verða þ*r kynþroska 13—14 ára Af því leiðir að þær eru lengur frjósamar, og er verf að gefa því gaum þeg- ar rætt er um ,.mannfjölg-un- ar-sprengjnguna“ segir síð- asta hefti ..UNESCO Courier“, mánaðarriti Menningar- o<j vis- Índastofnunar S.Þ, Fólksfjölgunarvandamálið er viðfangsefni þessa heftis. For- stjóri Matvæla- og landbúnað- arsftofnunarinnar (FAO) skrif- ar þar grein og bendir á að aulkist matvæla-framleiðslan ekki, heldur haldi einungis í við mannfjölgunina, muni tvö- falt fleiri jarðarbúar búa við hungur og vannæringu um næstu aldamót en nú. — (SÞ). sveitir saman; A-FLOKKUR: Búnaðarbankinn. A-sveit, 12 v. — Raforkumálaskrifst. 10 v. Veðurstofan IIV2 — Lands- bankinn A-sveit, 10. Útvegsbankinn, A-sveit, 9(4 — fsl. aðalverktakar 9 V2. Rafmagnsveita Reykjavíkur 9(4 Stjómarráðið, A-sveit 8(4- Landsbankinn, B-sveit, 8(4 — Hreyfill, A-sveit, 8. Borgarverkfræðingur, A-sveit, 8 — Bamaskódar Reykjavík- ur. A-sveit, 7(4. Landssíminn, A-sveit, 7(4 — Þjóðviljinn 7. Strætisvagnar Reykjavíkur 6(4 — Laugamesskólinn 6. Morgunblaðjð 6 — Lögreglan, A-sveit. 6. Flugfélag íslands, 5 — Lindar- götuskólinn 3(4. B-FLOKKUR: Borgarbílastöðin 11 —Bifreiða- leigan Falur 10(4. Hreyfill, B-sveit, 10(4 — Lög- reglan. B-sveit, 9(4 Borgarverkfræðingur B-sveit, 9(4 — Landsbankinn, C- sveit, 9. Óli Bieldvedt & Co. 9(4 —■ Landssíminn, B-sveit 8. Búnaðarbankinn, B-sveit, 9 — Stjómarráðið. B-sveit 8. Vélsmjðjan Héðinn 8 — Bæj- Að skíra ál Eitt sinn var þad talin sjálf- sögð regla í nýyrðasmíð hér- lendis að nota helzt einvörð- ungu forna orðstofna, og þótti það kostur á nýyrði að það væri sem allra ólíkast alþjóð- lega heitinu Nú eru málfræð- ingar flestir fyrir löngu falln- ir frá þessari fyrnsku, hika ekki við að taka alþjóðleg orð og breyta þeim svo að þau hlíti reglum tungunnar, en að sjálfsögðu þykir það kostur og hagræði að íslenzka orðmynd- in og sú alþjóðlega séu sem líkastar. Samkvæmt þessari aðferð var hinni ótæku orð- mynd alúminium breytt f alúmín, þegar hinar langvinnu umræður um það frumefni hófust hér á landi, og fékk sú breyting tafarlaust góðar undirtektir jafnt í skrifum blaða sem munni almennings. En þá gerðust þau tíðindi að Bjami Benediktsson forsætis- ráðherra tók upp orðmyndina ál í skrifum sínum. Var það mjög athyglisvert sálrænt fyr- irbrigði; ráðherrann þurfti auðsjáanlega á því að halda að sýna hvað hann væri „þjóðlegur** og andvígur öll- um erlendum áhrifum — á sama tíma og hann opnaði allar gáttir fjrrir erlendu fjár- magni og leiddi bandarískt dátasjónvarp inn á þúsundir íslenzkra heimila. Og nú er svo að sjá sem þessi sálar- flækja marki varanleg spor; ætlunin mnn að lögfesta orð- mynd ráðherrans með sam- þykkt alþingis, og verður þá trúlega ekki undan þessari nafngift vikizt til frambúðar. Kann vel svo að fara að þetta skrýtna dæmi um samvizku- bit ráðherrans verði einasta verk hans sem standast muni til frambúðar f fslenzku þjóðlífi. En orðmyndin ál dregur dilk á eftir sér. Til er fiskur sem áll heitir og hefur að undanfömu verið veiddur og verkaður til útflutnings. I samningi ríkisstjómarinnar við svissneka alúmfnhringinn koma fyrir fjölmörg sambönd og heilar lagagreinar þar sem ógerlegt er að vita hvort heldur er átt við fisk eða málm. Talað er um álbræðslu, útflutning á áli verð á áli. hráál og þar fram eftir göt- unum, og fylgja ævinlega miklar fjárhagslegar skuld- bindingar sem álvinnsluverk- smiðja Sambandsins í Hafn- arfirði myndi án efa vilja hag- nýta sér. Þannig getur sam- hljóða mynd þessara orða í ýmsum föllum og samsetn- ingum valdið margvíslegum erfiðleikum bæði f efnahags- málum og byggingarfram- kvæmdum, að ógleymdri mat- argerðinni. Virðist því ein- sætt að velja verður hinum m.jóa, hála og gómsæta fiski nýtt nafn, og er þá sjálfsagt að forsætisráðherrann haldi honum undir skfm svo að engin erlend áhrif smeygi sér inn f íslenzka menningar- heigi. — Atistri. Friðrik Einsrs- son formaður Dansk- íslenzka félagsins Aðalfundur Dansk-íslenzka félagsins var haldinn 13. marz. Að loknum aðalfundarstörfum hélt Guðmundur Þorláksson, magister, stórfróðlegt erindi um Grænland. Guðmundur dvaldi um sex ára skeið í Grænlandi, á árunum 1939—1945, og ferð- aðist mjög víða um landið til vísindalegra rannsókna. Rakti hann í fyrirlestrinum mynd- um og mótun landsins, lands- lag, veðráttu, gróður og gróð- urleysi, framleiðsluháttu og framieiðslumöguleika. Einnig fræddi hann um hina geysi- miklu þjóðflutninga, sem á undanfömum öldum og árþús- unum hafa átt sér stað vestan frá Norðqr-Ameríku og austur á bóginri um nyrzta hluta Grænlands. Þá lýsti hann og skýrði menningu eskimóa. Fáir viðstaddir munu hafa vitað áð- ur. að menning eskimóa er 4000 ára gömul eða eldri. Þetta stórfróðlega erindi Guðmundar var flutt af fá- dæma þekkingu og miklum skörungsgkap pg var honum klappað lof f lófa að erindi loknu. Allmiklar breytingar urðu á stjóm félagsins, svo sem lög þess gera ráð fyrir. Dr. theol. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, lét af formennsku samkvæmt eigin ósk. eftir að hafa gegnt formennsku í fjögur ár, en lengst geta formenn setið f sex ár Úr öðrum blöðum Frjáls gagnrýni í hinum frjálsa heimi Eins og allir ættu að vita er frjáls gagnrýni í almenn- ingsþágu talin til gildis „hin- um frjálsa heimi“, sem svo heitir í blöðum er tamið hafa sér orðskrúð Bandaríkjaáróð- ursins. Að þetta eru hin herfi- legustu öfugmæli hvað snertir raunverulegt þjóðfélagsástand í Bandaríkjunum til dæmis. er öllum kunnugt sem nokkuð hafa kynnt sér bandarískt þjóðlíf. Nú vill svo til aldrei þessu vant að Alþýðublaðið segir hvað gerist þegar maður hugs- ar sér að beita „frjálsri gagn- rýni“ í hinum „frjálsa heimi" Bandaríkjanna, ef annars veg- ar eru auðhringarnir sem þar vilja flestu ráða. Lögfræðing- ur nokkur, Ralph Nader, taldi sannað að eitt hið voldugasta bílaframleiðslufyrirtæki USA framleiddi bíla án tillits til nauðsynlegra öryggisráðstaf- ana. Og hér er frásögn Al- þýðublaðsins um nokkuð af því sem fram kom við lög- fræðing þennan, sem auðsjá- anlega hefur haldið að áróður-^. inn um hinn frjálsa heim ætti ekki bara að vera útflutnings- vara. Greinin nefnist „Osókn vegna gagnrýni“. Þar segir m. a.: „HÆTTULEGUR SPORTBÍLL“ Einkum er talið, að General Motors verði illa úti, þar sem forráðamenn fyrirtækisins hafa látið að því liggja, að þeir standi að baki tilraunanna til að „frysta“ Ralph Nader. Heill herskari einkalögreglu- manna ásamt föngulegum blómarósum hefur verið á hælum Naders síðustu mánuði, til þess að afla upplýsinga um hann, t.d. hvort kynlíf hans sé eðlilegt, hvort banka- viðskipti hans séu flekklaus, hvort hann hafi lent í umferð- arslysi, eða hvort hann eigi eitthvað saman að sælda við viðskiptavini, sem hafa stefnt General Motors. Síðasttalda atriðið er í tengslum við fullyrðingar fjöl- margra um að sportbíll Gene- ral Motors, „Corvair“, hafi Bændasamtökin Hotel Borizt hafa yfirlýsingar frá Búnaðarfélaginu og Stéttarsam- bandi bænda vegna umræðna sem urðu á búnaðarþingi um Hótel Sögu. Yfirlýsingar þessar eru svohljóðandi: „Stjóm Stéttarsambands bænda vill af gefnu tiilefni lýsa yfir því, að tillaga sú, sem flutt var á nýafstöðnu Búnaðariþingi um sölu á Hó- tel Sögu, er algjörlega til- efnislaus. Hún nýtur einskis stuðnings innan stjómarinnar, hefur aldrei verið rædd á að- alfundum sambandsins og ekki er vitað að húri njóti neins stuðnings meðal bænda almennt. Þá gefur rekstur hótelsins eigendunum heldur ekkert tilefni til þess að selja það. Reykjavík, 19. marz 1966, Gunnar Guðbjartsson (sign) Einar Ólafsson (sign) ^ Bjarni Halldórsson (sign) Páil Dxðriksson (sign) "'lmur Hjáimarsson“ (sígn) „Stjórn Búnaðarfélags ts- Iands leyfir sér héi með, að gefnu tilefni að Iýsa yfir þvi, 1 vilja ekki selja Sögu að tillaga sú, sem borin var fram af einum búnaðarþings- fulltrúa á síðasta Búnaðar- þingi, er Iauk 18. þ.m., um sölu á Hótel Sögu, var flutt án vilja og vitundar stjóm- arinnar. og er hún í fyllsta máta ósamþykk tillögunni. Vitað er, að tillaga þessi átti engan hljómgnmn á Búnaðar- þingi, enda fékkst hún ekki afgreidd frá nefnd. Það skal tekið fram, að rekstur Bændahallarlnnar, þar með talin Hótel Saga, gefur síður en svo tilefni til slikrar ráðstöfunar á þessari verðmætu eign. Reykjavík, 19. marz 1966, Þorsteinn Sigurðsson (sign) Gunnar Þórðarson (sign) Einar Ólafsson (sign) varam. Péturs Ottesen“. ÍR-ÍKF og ft-KR Körfuknattleiiksmóti íslands verður haldið áfram í kvöld, föstudag, klukkan 8.15 að Há- logalandi. Þá fara fram tvedr lejkir í 1 dejldarkeppninni, IR leikur við IKF og Armann leikur við KR, lífshættulega byggingu. Ralph Nader á ásamt fleir- um m.a. Robert Kennedy, að mæta til yfirheyrslu hjá um- ferðaröryggisnefnd forsetans eftir nokkrar vikur, og á með- an viðgengst hneykslið. VILJANN SKORTIR Hinn hugrakki Ralph Nader hefur nokkurn veginn mót- mælalaust getað sannað, að Detroitverksmiðjurnar hafa, þegar á heildina er litið, lagt til hliðar öll öryggissjónarmið við framleiðslu bíla sinna. Að Detroit hefur ráðin og tæknina — en viljann skortir. Að Detroit hefur alla stjórn á nefnd þeirri, sem fjallar um meiriháttar öryggismál og einnig hinum voldugu sam- tökum bifreiðaeigenda, sem á íslandi svarar til FÍB.“ Og svo fær maður þær upp- lýsingar í þessari Alþýðublaðs- grein, að jafnvel þó Johnson forseti og Robert Kennedy væru allir af vilja gerðir að hjálpa unga lögfræðingnum í baráttu sinni við auðhringana þá sé allt óvíst um árangur, því auðhringarnir í Bandaríkj- unum „hafa ótrúlega mikil í- tök vestan hafs“ eins og við- urkennt er svo sakleysislega í greinarlok! „AUÐVELDARA OG ÓDÝR- ARA. í hinni athyglisverðu bók sinni skýrir Nader frá því, hvers vegna og hvernig bílar valda fjörtjóni. Hann hefur leitazt við að gagnrýna hina hefðbundnu baráttu fyrir um- ferðaröryggi, sem — með blessun framleiðenda — legg- ur höfuðáherzlu á breytta háttu ökumanna, þó að miklu auðveldara og ódýrara væri að breyta bílunum. Það vekur nokkra von um árangur, að hinn ungi lög- fræðingur hefur samúð John- sons forseta. Sé það á valdi Johnsons, þá mun Detroit inn- an skamms verða neytt til þess að framkvæma þær ör- yggisreglur, sem nauðsynleg- ar eru taldar. En andstæðing- ar Johnsons, Kennedys og Na- ders hafa ótrúlega mikil ítök vestan hafs.“ VAKTMAÐUR Vaktmaður óskast. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 38690. AÐALFUNDUR Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Bárugötu 11 sunnudaginn 27. marz 1966 kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgð- armönnum, eða umboðsmönnum þeirra föstudag- inn 25. marz kl, 13:00—16:00 og laugardaginn 26. marz kl. 10—12. Stjómin. AÐALFUNDUR Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtún, Laugardaginn 2. apríl 1966 og hefst kl. 14.30. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans s.l. starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bank- ans fyrir s.l. reikningsár. Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskili. Kosning bankaráðs. Kosning endurskoðenda. Tekin ákvörðun um þóknun ti] bankaráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í afgreiðslu bankans, Bankastræti 5, Reykjavík, miðvikudaginn 30. marz, fimmtudag- inn 31. marz og föstudaginn 1. apríl kl. 10—12 30 og 14.—16. Reyk’jrivík, 23.marz 1966. í Bahkaráði Verzlunarbanka íslands h.f. Egill Guttormsson. Þ. Guðmundsson. Magnús J. Brynjólfsson. 3. 4. 5. 6. 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.