Þjóðviljinn - 25.03.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1966, Síða 3
pr — Föstudagur 25. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 Fjölmennar kröfugöngur í USA gegn styrjöldinni í Vietnam NEW YORK, SAIGON, MANILA, 24/3 — AÖ’ minnsta kosti 150 þúsund manns munu taka þátt í kröfugöngum sem fram fara í bandarískum borgum á laugardag gegn stefnu stjórnarinnar í Vietnam. Haft er eftir utanríkisráðherra Kína, Chen Yi, aö Kín- verjar telji sig hafa rétt til aS taka þátt í styrjöldinni í Vietnam ef Bandaríkjamenn varpa sprengjum á Hanoi og hafnarborg hennar, Haiphong. Allsherjarverkfall er nú í borgum í norðurhéruðum Suður-Vietnam gegn hershöfðingjastjóminni í Saigon. Kröfugöngur Búizt er við því, að um fimm- tíu þúsund manns muni taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn Vietnamstyrjöldinni í NewYork einni, en auk þess verða farn- ar kröfugöngur í ýmsum öðr- um stærri borgum Bandaríkj- anna. í New York munu hermenn úr heimsstyrjöldinni og Kóreu- stríðinu fara fremstir í fylk- ingu, en þeim fylgja fulltrúar ýmissa samtaka sem berjastfyr- ir mannréttindum svo og kvennasamtaka. Þá berast þær upplýsingar frá New York, að samtímis munu farnar kröfu- göngur gegn stefnu Bandaríkja- stjórnar í öðrum löndum, þ.á.m. Svíþjóð, Englandi, Kanada, Frakklandi og Ítalíu. Ummæli Chen Yi Stjórnmálakona frá Filipps- eyjum, Maria Katigbak, öld- ungadeildarþingmaður, er ný- komin frá heimsókn til Kína, og hefur það eftir Chen Yi marskálki, utanríkisráðherra Kína, að Kína teldi sig hafa rétt til íhlutunar í Vietnam ef Bandaríkjamenn gera loftárás- ir á Hanoi, höfuðborg Norður- Vietnam og hafnarborg hennar Haiphong. Ráðherrann sagði, að Haiphong væri mikilvæg höfn fyrir hið kínverska meginland. Hann gaf einnig þær upplýs- ingar, að Kínverjar hjálpuðu nú Norður-Vietnam með því að senda þeim matvæli, korn og dálítið af vopnum. Norður-Viet- nam hefði ekki beðið um að- stoð kínverskra hersveita, en Kína myndi verða viö slíkri ósk ef hún kæmi fram. Chen Yi sagðist búast við því, að styrj- öldin í Vietnam gæti staðið í 20—30 ár. Algjört verkfall í fréttum undanfarinna daga hefur verið greint frá marg- víslegum mótmælaaðgerðum gegn hershöfðingjaklíkunni í Saigon í borgum í norðurhéruð- um landsins, en þar eru Budda- trúarmenn áhrifamiklir og njóta þeir forystu Tri Quangs. í borginni Danang hefur verið efnt til verkfalls sem beint er bæði gegn stjórninni og Banda- Þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna: Búizt viS endurmati á Stalín ríkjamönnum, og herma frétt- ir frá Saigon, að svo til allir vinnandi menn þar í borg hafi lagt niður vinnu. Öll fyrirtæki í borginni voru lokuð í dag, og í bandarísku flugstöðinni, sem hjá henni er staðsett, var einnig lítil hreyfing, þar eð flestir vietnamskir starfsmenn stöðvarinnar hafa lagt niður Portúgal úr Nato? LISSABON, 24/3 — Forsætisráðherra Portúgals, Salazar, hefur lýst því yfir í viðtali við blaðið New York Times, að aðild Portúgals að Nato sé alls ekki sjálfsagður hlut- ur. Gagnrýndi hann bandalagið harðlega, og sagði að það gæti ekki gegnt hlutverki sínu í dag, og lét að því liggja, að Portúgal myndi hætta hernaðarsamvinnu við Nato. Salazar sagði, að Portúgalir myndu þá í staðinn taka upp beina hernaðarsamvinnu við þau ríki vestræn. sem hefðu sýnt þeim vinsemd, og væru þeir ekki skyldugir til að vinna með aðilum sem sýndu þeim fjandskap. Þessi ummæli Salazars eru talin túlka óánægju portúgalskra stjórnarvalda með það, að þeim hafa þótt samherjar þeirra í Nato veita þeim lítinn stuðning í baráttu Portú- gala fyrir að halda nýlenduveldi sínu. Sósíaldemókrötum falil a& mynda stjórn í finnlandi HELSINKI 24/3 — Forseti Finnlands, Kekkonen, hefur falið Rafael Paasio, leiötoga hinna sigursælu Sósíaldemó- krata, aö hefja óformlegar viðræður um myndun sam- steypustjómar allra flokka. Formlegar viðræður hefjast þó ekki fyrr en hið nýkjöma ríkisþing kemur saman um miðjan apríl. MOSKVA, PEKING, 24/3 — Talið er að sú ákvörðun Kínverska kommúnistaflokksins aö senda ekki fulltrúa á þing Sovézka kommúnistaflokksins muni enn spilla sambúð þeirra, og geri jafnvel líklegri stofnun nýrra al- þjóðasamtaka kommúnista undir kínverskri forystu. Búizt er við nokkrum breytingirm á forsæti miðstjórn- ar sovézka flokksins á þinginu, svo og á endurmati á hlutverki Stalíns í sögu Sovétríkjanna. Margvíslegur orðrómur er upþf um afleiðingar þess, að Kínverj- ar höfnuðu heimboðinu. Sumir spá endanlegum vinslifcum og al- Forsetimi Framhald af 10. síðu. þar Rómverjum í tvö ár, sem frægt varð. Þá var vörnin orðin vonlaus, og þeir styttu sér allir aldur, um 900 talsins. Þeir höfð- ust við í höll Heródesar allan tímann. Masada týndist í mörg hundruð ár, allt varð þar orpið eyðimerkursandi. En 1838 fann amerískur pílagrímur þennan fræga stað, og á árunum 1963 til 1965 unnu tugþúsundir manna að uppgreftri þessara stórkost- legu mannvirkja á fjallstindin- um og er verkinu ekki að fullu lokið. Þessi fornleifagröftur er einn hinn allra merkasti í Gyð- ingalandi og hefur þaft ómetan- legt vísindalegt gildi, og forn- sögulegt. Forsetanum þykir þetta hið merkilegasta sem hann hef- ur séð á ferðalaginu til þessa. Hann heimsótti einnig hina nýju borg Arad sem ísraelsmenn hafa byggt í Júdeueyðimörkinni, þar búa 2000 manns. í kvöld hefur Naschitz aðalræðismaður og ís- landsvinafélardð í Telav’v kvöld samkvæmi til heiðurs forsetan um í Hilton hóteli. ðáSa'íhtökum nökkurra komm- únistaflokka undir kínverskri forystu, og svo mikið er víst, að blöðin í Peking hafa byrjað nýja árás á leiðtoga Sovétríkj- anna. Setja Kínverjar ákveðin skilyrði fyrir samvinnu í svari sínu við boði um að koma á þingið: sovézka þjóðin megi vera þess fullviss, að um leið og Sov- étríkin ákveði að veita heims- valdasinnum öfluga mótspyrnu muni Kínverjar veita þeim lið í baráttu við sameiginlegan óvin. Búizt er við því, að þegar í setningarræðu sinni á þinginu muni aðalritari sovézka flokks- ins, Bréznéf, koma fram með nokkurt endurmat á Stalín. I sovézkum blöðum hefur undan- farið verið minnzt á það, að fordæming Krústjofs á Stalín hafi verið of einhliða, og það ekki komið nægilega fram, að ýmislegt hafi áunnist í stjórn- artíð hans, þótt honum hefðu orðið á skyssur og hann brotið lög. Er og bent á það, að síðari misseri hefur lítið farið fyrir greinum og bókmenntaverkum um fangabúðir Stalíns og þá menn sem létu lífið í „hreins- unum“ Stalíns. Þá er búizt við því, að tveir eiztu meðlimir forsætis mið- stjórnar Kommúnistaflokksins muni víkja úr því. Þeir eru Ana- stas Mikojan,1 71 árs að aldri og heilsutæpur og Nikolaj Sjvernik, 78 ára að aldri. Báðir hafa gengt embætti forseta Sov- étríkjanna. Framhald af 10. síðu. telja verður að Einar, sem mœlti fyrir peirri rökstuddu dagskrá, sem birt er hér á undan, túlki skoðun bank- ans á málinu. — Þannig leggjast þrír af fjórum við- skiptabönkum gegn pví að frumvarpið verða samþykkt pegar í stað en pað athug- að nánar eins og tillaga minnihluta fiárhaosnefnd- ar leggur til. Þorlákshöfn Framhald af 1. síðu. að fara, væru nú notaðir og verkið virtist því komið í sjálf- heldu, enda mætti með núver- andi áframhaldi gera ráð fyrir að allt verkið kostaði 80—100 miljónir króna og er þar um töluvert aðra upphæð að ræða, en gat í upphaflegu tilboði. Birgir sagði, að hinir þýzku verktakar hefðu heldur illa un- að málalokum vorið 1962 og töldu þá að titboð Efrafalls væri svo þokukennt og fullt af fyrirvörum, að ómögulegt væri að gera sér fulla grein fyrir því hver yrði endanleg útkoma verksins, og yrði reyndar sú raunin á. Sumir verktakar hafi snið- gengið að verulegu leyti út- boðsskilmála verkkaupa. sem flestir verktakar telja sér skylt að hlíta, og sé þá í reyndinni hreinlega samið um verkið að lokum, en tilboðsopnunin forms- atriði. Svo virðist sem verkkaupar telji, að þeir hafi þar ætíð gert góðan samning, en staðreyndir sýni venjulega annað. Slíkt framferði sé að sjálfsögðu ekki hrein samkeppni og gæti svo farið að erlendum verktökum þætti hreinlega ekki taka að eyða fé og tíma í stærri tilboð á íslandi. Hagur íhalds- manna vænkasf LONDON 24/3 — Síðustu skoð- anakannanir þykja benda til, ad sigur Verkamannaflokksins ■ í væntanlegum þingkosningum verði ekki eins mikill og vænta mátti. Eru leiðtogar flokksins varkárir í spádómum og tala um 20—30 fulltrúa meirihluta á þingi, en samkvæmt nýlegum könnunum gátu þeir búizt við 150—200 þingsæta meirihluta. Öttast verkamannaflokkurinn dauflega kjörsókn og undirbýr Wilson forsætisráðherra umfangs- mikla herferð til að hrista drungann af fylgismönnum flokks Fráfarandi forsætisráð- herra, Virolainen frá Miðflokkn- um, sagði fyrir kosningar, að fyrir sakir alvarlegra efnahags- örðugleika, sem Finnland stæði frammi fyrir, ætti að stefna að myndun slíkrar stjórnar allra flokka. Hinsvegar hafa bæði Virolainen og aðrir leiðtogar Miðflokksins látið í það skína eftir kosningar, að flokkur þeirra myndi fara í stjórnar- andstöðu og láta sósíalistísku flokkana þrjá, sem fengu meiri- hluta í kosningunum, taka á sig ábyrgð af stjórn landsins. í Helsinki er álitið, að hug- myndih um stjórn allra flokka sé aðeins formlegt upphaf á viðleitni Paasios. Hún sé ó- framkvæmanleg vegna þess að íhaldsflokkurinn sem beið mik- ið afhroð í kosningunum, hef- ur lýst því yfir að hann muni ekki vinna með kommúnistum, og Lýðræðisbandalagið, sem kommúnistar eiga aðild að, og Miðflokkur Kekkonens forseta vilja heldur ekki starfa með í- haldsflokknum. Búizt er við að stjórnarmynd- un verði ekki auðveld, en flest- ir hallast helzt á þá skoðun, að stóru flokkarnir þrír, Mið- flokkurinn, Lýðræðisbandalagið og Sósíaldemókratar séu líkleg- astir til að standa saman að nýrri samsteypustjórn. Margir búast við því, að forsætisráð- herra verði úr flokki sósíal- demokrata, og þá ekki ólíklegt að Karl August Fagerholm verði fyrir valinu, en hann er frá- farandi forseti Ríkisþingsins. Tónlist Framhald af 10. síðu. að fyrirgreiðsla og móttökur af hálfu Svíanna hefðu verið framúrskarandi. Voru íslenzku tónlistarmönnunum haldin mörg boð, m.a. boðnir til formanns sænska tónskáldafélagsins, Gunnars Bucht, en kona hans, Bergljot, samdi prógrammskýr- ingar og vissi furðu mikið um tónlistarlíf á íslandi. Þá sátu þeir hádegisboð hjá sænska út- varpinu og sýndu síðan starfs- menn tónlistardeildar þeim studio í nýrri útvarpsbyggingu og einnig bauð Fílharmoníu- sveit Stokkhólms til hádegis- boðs. í Svíþjóð hittu þeir félagar tvo þekkta íslenzka tónlistar- menn, sem starfa þar nú, þá Snorra Þorvaldsson sem leikur með Radiohljómsveitinni í Stokkhólmi og Einar Svein- björnsson sem nú er konsert- meistari í Malmö. Svemafélag pípulagingaimanna ADALFUNDUR verður haldinn í Sveinafélagi'pípulagningarmanna laugardaginn 26. marz n.k. kl. 2 e:h. að Frey-j«^- * götu 27. Stjórnin. ForstöBukonustaBa við nýtt dagheimili við Dalbraut, er laus til um- sóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar. Forn- haga 8, fyrir 15. apríl n.k. Stjórn Sumargjafar. IðnaÖur Framhald af 10. síðu. standi traustum fótum verður að koma til gagnger endurskipulagn- ing á þessum málum. Það verð- ur að leggja niður mörgu og smáu fjölskyldufyrirtækin en koma á fót, stórum eða stóru fyrirtæki, sem geta framleitt alla bá vöru. sem eftirspurn er eftir markaðnum úr hverri iðngrein. Ef íslenzkur iðnaður skipulegg- ur sig ekki af meira viti en verið hefur er honum voði vís. sagði Einar Olgeirsson að lok- um. Banaslys Framhald af 1. síðu. að hann hafi látizt þegar slys- ið varð. Hjón, sem búa við Tjarnarstíg fundu hann og báru hann inn til sín, þar eð þau héldu hann með lífi. Eins og fram hefur komið er ekki vitað hvernig slysið varð, en samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar benda allar líkur til að það hafi ver- ið bíll frænda drengsins, sem ók á hann. Er sennilegasta skýr- ingin talin sú. að hann hafi hangið aftan í bilnum og orð- ið undir honum. þegar bíllinn sneri við n horninu, en frændi hans varð ekki var við það. Þetta er þó aðeins getgáta og er málið í rannsókn. NýkomiB til íermingargjafa Sænsk gull og silfur viðhengi með steinum. Glsesilegt úrval skartgripa. Gefið gjafir frá Silfurbúðinni. SILFURBÚÐIN Laugavegi 13 — Sími 11066. Tereiyne-buxur — Gallabuxur .eðuriakkav Nyionúlpur — Pevsur — T'°rminearskvrtur. 'Iqrgt H°im Oóðar og ódýrar vörur . Verzlunin Ó.L. rraðarkotssundj :t (mótj Þióð’eikhúsinn).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.