Þjóðviljinn - 25.03.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 25.03.1966, Side 5
Fastœíagar 25. marz 1966 — ÞJÓÐVIEJINN — SíöA 5 Brýn þörf, að mæðraheimili verði stofnað í Reykjavík Furðuleg afstaða íhaldsins í borgarstjóm Reykjavíkur til tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur um þá heimilisstofnun t framsöguræðu sdimi sagði flutningsmaður m. a.’ Ég vænti þess að ekki þurfi að fræða borgarfutttrúa um þá staðreynd að svo er ástatt um nokkurn hóp stúlkna, að þær standa uppi veglausar, þegar halda skal heim af fæð- ingarstofnunum; hafa þá engu heimili að að hverfa. Erfiðleikar einstæðra mæðra Margar þessara stúlkna eru komungar og á engan hátt undir það búnar að geta af eigin rammleik sigrað þá erfið- leika, sem bíða einstæðrar móður, jafnvel þótt hún sé svo lánsöm að geta komið bami sínu að á dagvöggustofu. Það er ekki auðvelt líf að búa ein með ungbarn i leigu- herbergi, byrja daginn með þvi að halda t.d. inn á Sunnutorg áður en tekið er til við vinnu á allt öðrum stað í bænum. Eiga síðan sama ferðalagið fyr- ir höndum eftir átta stunda vinnudág og taka þá til við matseld og óhjákvæmilega þvotta við þær aðstæður sem leiguiherbergi hafa/ upp á að bjóða. Það er því engin furða þótt unglingurinn gefist stundum upp — gefist upp við að vera bami sínu móðir, og gefi það_ eða komi því einhvers staðár fyrir. Bamið getur stundum verið svo lánsamt að fá að al- ast upp hjá góðum fósturfor- eldruip, en stundum lendir það á vergangi mitti manna og stofnana. Kostur stúlkunnar sjálfrar verður hins vegar aldrei góður, því að tæpast mun nokkur móðir skilja svo við bam sitt fyrir fcritt og allt, að ekki skilji sá sbilnaður sár eftir. Leitað til borgaryfirvalda Var»dí þessara stúlbna og bama þeirra hefiur oft verið ræddur á fcindram reyvískra staðan varð að nefndin gerði ekki tillögu um mæðraheimih, héldur aðeiijs um það að reka skyldi vöggustofu í húsinu. Dagvöggustofa er auðvitað góð hvar sem hún er og sjálfsögð í húsi þar sem einstæðum mæðrum eru ætlaðar íbúðir, en hún er allt annað fyrirtæki en það mæðraheimili sem konurn- Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur flutti frú Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, eftirfar- andi tillögu: „Borgarstjómin samþykkir að koma á íót mæðraheimili, þar sem einstæðar mæður geta dvalið með börn sín upp að 3ja ára aldri, og fel- ur barnaheimila- og leikvallanefnd að undirbúa slíka heimilisstofnun”. kvenna og hefur Bandalag kvenna í Reykjavík oftar en éinu sinni sent borgarstjórn- inni óskoranir um að koma upp mæðraheimili fyrir þessar stúlkur og böm þeirra. Ekki hafa þó samþykktir og áskoranir borið tilætlaðan ár- angur og haustið 1964 þótti konum í Kvenréttindáfélaginu tími til kominn að fylgja mál- inu fastar eftir og fyirir þeirra forgöngu var skipuð kvenna- ' nefnd til að ræða málið við borganstjóra. Borgarstjóri tók konunum á- kaflega vel og benti á þann mögul. að koma mæðraheimili fyrir í háhýsinu við Austur- brún. Bamaheimila- og leik- vattanefnd var síðar falið að athuga málið nánar. Sú athug- un tók langan tíma og niður- -<S> NÝ GCRÐ AFIBM RAFMA GNSRITVÉL Ottó A. Michelsen kynnti í fyrradag fyrir fréttamönnum svokallaða „kúluvél“, en það er IBM rafritvél, sem búin er mörgu kostum fram yfir eldri gerðir, sem hér hafa verið á markaðnum. Sagði Ottó að kúluvélin væri önnur byltingin í ritvéla- iðnaðinum síðan hin fyrsta ritvél var smíðuð um 1868. Hin fyrri var svonefnd IBM Exe- cutive, ritvélin sem skammtar hverjum staf bil eftir breidd sinni. Á kúluvélinni eru ekki 44 stafaarmar eins og hingað til hefur tíðkazt. hcldur kúla með öllum stöfum og táknum, sem hreyfist meðfram valsinum. Tekur vélin því minna rúm en venjuleg ritvél. þar sem vals hennar hreyfist ekki til hlið- ar. Mikill kostur við þessa vél er sá að hún er með svo- nefndri ásláttargeymslu. Ef slegið er á tvo stafi nær sam- tímis geymist seinni stafur- inn þar til sá ■ fyrri er skrif- aður, en skrifast síðan og hef- ur vélin reyndar 5 stafa „minni“. Kúlan er skiptanleg og má því með einu handtaki skipta um leturgerð, en fyrst um sinn verður þó aðeins fáanleg ein tegund íslenzks leturs. Hinsvegar geta menn hér not- Kúlan, scm kcmur j staft stafa- arma. að enskar kúlur af ýmsum leturgerðum við erlendar bréfaskriftir. Kúluvélin er auðveld í með- ferð og fljótvirk, ritar 15,5 stafi á sekúndu, á móti 10 stöfum á sek. miðað við eldri gerðir og er hún eftirsótt til viðtengingar við rafreikna og ýmiskonar fjarrita. Vél þcssi kom fyrst á mark- að erlendis árið 1961, en hef- ur ekki fengizt til íslands fyrr, þar sem mjög dýrt er að búa til kúlu með íslenzkum stöfum. Undanfarið hefur ver- ið unnið að þjálfun viðgerðar- og sölumanna og uppbyggingu varahlutabirgða, en því er nú öllu lokið og eru 60 kúluvélar á leið til landsins. Hver vél mun kosta kr. 29.025.—. ar áttu við. HeimiH sem stjóm- að væri af húsmóður, sem væri forsjá þeirra — oft kom-. ungu — stúlkna, sem þurfa á stuðningi að halda til þess að geta verið bömum sínum mæð- v ur. Stúlka, sem dveldi á slíku heimili mundi að sjálfeögðu oftast stunda vinnu og greiða fyrir dvöl sína. Fyrstu árin eru erfiðust og því þykir rétt að takmarka dvalartíma á mæðraheimiH við fjrrstu þrjú aldursór bamsins, en auðvitað yrði það eitt af verkefnum húsmóðurinnar að hjálpa stúlkunum við að kom- ast í sómasamlega dvalarstaði að þeim árum liðnum. Leysir ekki vandann Vöggustofa í fjölbýlishúsi þar sem e.t.v. koma til með að búa um 20 einstæðar mæður leysir ekki þennan vanda. Ekki er gert ráð fy.rir að leigu- réttur í húsinu verði bundinn við fyrstu ár barnsins, og því má búast við að tiltölulega fá- ar mæður muni njóta þeirra mikilsverðu hlunninda að hafa eigið heimili og vöggustofu undir sama þaki. En það er ekki einu sinni svo vel að þessi tittaga nefnd- arinnar hafi verið tekin til af- greiðslu í borgarráði og borgar- stjórn. Hún liggur enn ein- hversstaðar í skúffu. Eg er þó að vona að hún verði afgreidd iiman tíðar. En hvemig sem fer um þá tillögu eru máialokin vonbrigði fyrir þær konur sem f fyrra haust voru afar bjart- sýnar um framgang mæðra- heimilis-málsins eftir vinsam- legt viðtal við borgarstjóra og lét formaður Kvenréttindafé- lags Islands í Ijós mikil von- brigði vegna þessara málailoka á aðalfundi Kvenréttindafélags- ins nú fyrir skömmu. Taldi hún. að sýnt væri að það mæðraheimili sem konurnar hefðu verið að berjast fyrir yrði ekki stofnað að sinni. Ég vil þó enn vænta þess. að borgaryfirvöldin hafi þrátt fyrir allt vilja á því að af stofnun mæðraheimilis verði og vil láta á það reyna meö flutningi þessarar tillögu. ^urðuleg málalok Að lokinni ræðu Öddu Báru Sigfúsdóttur stóð talsmaður í- haldsins upp, frú Auður Auð- ims, og flutti tillögu um að einstæðar mæður fengju íbúð- ir í fyrrnefndu háhýsi og at- hugaður yrði jafnframt kosfn- aður og fyrirkomulag víð dag- vöggustofu. Þessa tillögu vildi Auður kalla breytingartillögu við tUlögu öddu Báru! Adda Bára Sigfúsdóttir mót- mælti þcssari málsmeðferð. Kvaðst hún í sjálfu sér og að sjálfsögðu vcra samþykk því sem um væri fjallað í tillögu Auðar Auðuns. en hún væri bara um allt annað efni cn sín tillaga og gæti því ekki talizt brcytingartillaga við hana. Undir þctta tóku aðrir ræðu- mcnn minnihlutaflokkanna, — Guðmundur Vigfússon, Einar Ágústsson og Óskar Hallgríms- son. Var þess þá krafizt, að forseti felldi útskurð i málinu sem hann og gerði. Og forset- inn, Auður Auðuns, úrskurðaði að tillaga Auðar Auðuns skyldi teljast breytingartillaga við til- Iögu öddu Báru Sigfúsdóttur!! Þannig skaut íhaldið sér hjá því að taka beina afstöðu til þeirrar tillögu sem til umræðu var en sýndi þó um leið „á- hugann“ sem það hefur fyrir málinu. Réttarhöld yfir flbram Fischer PRETORIA 23/3 — í dag hóf- ust í Pretoria, höfuðborg Suð- ur-Afríku, réttárhöld í máli lög- mannsins Abrams Fischers, sem var m.a. verjandi leiðtoga blökkumanna, Nelsons Mandela, í hinu svonefnda Rivonia-máli. Ákæran gegn Fischer er í fimmt- án liðum og er hann m.a. sak- aður um samsæri um skemmd- arverk, þátttöku í félagsskap kommúnista, svik og skjalaföls- Vinarkveðja FluiÆ við útför Oddgeirs Kristjánssonar. Við leiðarendann vinur hve lágvær ég er og langsótt í orðanna sjóð — — mér finnst eins og allt hafi þagnað með þér og þrotið hvert stef og hljóð. xxx Þá lyftist úr dökkvanum daganna glit sem draumar og rúmhelgin ófu í veröld sem átti sinn rjósálfalit og ljóðin og söngvana hófu til himins um víðernin vængjunum á sem vorhugans strengja spil — — og gott var að leika sér geislunum hjá og gaman að vera til. xxx Um lífssjóinn berumst við stað úr stað en stundum það hverfur úr sefa að manngildið einungis mælist við það hve mikið þú átt til að gefa. Og þar var nú einmitt þitt sérstaka svið — — að sjá hvað þú hreinn og glaður öllu því fegursta lagðir lið — — lífinu sannur maður. Og þannig þú varðveittir æskunnar eld og upprunalegasta róminn; sú karlmennska verður ei keypt eða seld sem kveður sín lög fyrir blómin. XXX Mín þökk er djúp eins og tregans tár. En tnaustur skal standa sá hlynur er hlúðir þú að í öll þau ár sem áttum við saman vinur. /ísi í Bœ. i ...» Fréttaritari Þjóðviljans, Kjeld Österling, skrifar frá Róm Verkafýðsleiðtogi í Venezúela myrtur Alberto Lovera, ejnn af leið- togum hjnnar lýðræðislegu byltingarhreyfingar í Venezu- ela, frumkvöðull í verkalýðs- málum og ritari kommúnista- flokks landsins. hefur verið myrtur. Þann 27. október í fyrra fannst „óþekkt“ lík í Karíbahafi. Líikijj var með þungakeðjuum hálsinn og lík- skoðun leiddi það í ijós, að hryggurinn var margbrotinn Nú hefur þafl komið á daginn, að l>etta er lík Alberto Lovera, sem .,hvarf“ i októberbyrjun í fyrra. Þær upplýsingar eru komnar frá Rodolfo Plaza Mar- ques lögreglufo.ringj a í Policia tecnica judicial" afl því er frettarftari Unita í Caracas. höfuðborg Venezuelú skrifar Tvenns konar lögregla Áður hafði frétzt, að Lovera hefði verið handtekinn af pólitis’ku lögreglunni DiGePol í október í námunda vig há- skólahverfið í Caraeas. Það eina sem menn vissu um afdrif hans var það, að fangar nokkr- ir þóttust þekkja aftur bíljnn. sem flutti Louera á brott, í bílskúr pólitísku lögreglunnar. Þessir fangar verða nú kallað- ir til vitnis í málinu. Yfirmað- ur pólitísku iögi-egunar Patino Gonzales, hefur lýst því yfir við blaðamcnn, að Lovera hafi ekki verið handtekinn af sinni stofnun en hinsvegar hafi iög- regla sín leitað að Lovera. sem „þjóðfélagslega mjög hættulegum manni“ — Unita bætir því við í grein sínni um máiið, að lík Lovera hafi fund- izt á ströndinní í námunda við þá deild lögreglunnar, sem fæst við baráttu við skæru- liða. Blaðið gefur ennfremur þser upplýsingar, að hin venju- lega Iögregla og pólitíska lög- regla í landinu heyri undir tvö mismunandi ráðuneyti og und- ir ráðherra. sem eru pólitísk- ir andstæðingar og að afhjúp- un þessa glæps gerist eistmftt á því augnabliki þegar and- stæðumar innan samsteypu- stjórnarinnar í Venezuela hafa skerpzt alvarlega. Baráttumaður Aiberto Lo;vera var upphaf- lega verkamaður við oliu- vinnslu og hefur verið með- limur kommúnistaflokks lands- ins síðan 1947. Árið 1950 teik- ur hann við forystu i flokks- deildinni í Lara, og er þar í dag mjörj öflug róttæk frelsjs- hreyfing, einmitt þar var harus kosinn á þing tveim árum síð- ar. Árið 1957 fluttist hann til Caracas, og átti þar mikla að- ild að sköpun samfylkingar lýðræðissirma. sem varð til þess að steypa einræðisherran- um Jimenez en einn af þátt- takendum uppreisnarinnar. Bet- aneourt. svejk síðan fylkingu þessa og Mauf hana Betan- court stóð öðrum fremur fyrir Framhald á 7. síðu. i í t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.