Þjóðviljinn - 25.03.1966, Side 10

Þjóðviljinn - 25.03.1966, Side 10
Afli Ólafsvíkur- báta 1.—15. marz Ólafsvík, 22/3. — Afli 16 Ólafs- víkurbáta á tímabilinu 1.—15. marz var samtals 1794,9 tonn í 184 róðrum en auk þess lögðu 8 aðkomubátar hér upp sam- tals 114,6 tonn á sama tíma. Þrír aflahæstu bátamir á þessu tímabili eru Halldór Jóns- son með 221,5 tonn í 14 róðr- um, Stapafell með 215,2 tonn í 13 róðrum og Sveinbjörn Jak- obsson með 182,5 tonn í 15 róðr- um. Heildarafli Ólafsvíkurbáta frá áramótum til 15. marz er 2961,2 tonn og er I^alldór Jóns- son aflahæstur með 371,9 tonn í 21 róðri. Á sama tímabili í fyrra var heildarafli Ólafsvík- urbáta 3481,5 tonn og þá var Stapafellið hæst með 448,6 tonn í 26 róðrum. Á tímabilinu 1.— 15. marz í fyrra var afli 14 Ólafsvíkurbáta hins vegar 2038,5 tonn í 147 róðrum. — E. V. Musica Nova kynnir Svíum íslenzka kammertónlist — vel heppnaðir tónleikar í Stokkhólmi ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' r Isian sækir frarn Flugvél Landhelgisgæzl- unnar fór í ísflug í gær. Kom i ljós að ísinn fyrir norðurströndinni hefur færzt verulega nær landi síðan í fyrri viku, er ís- inn var kannaður síðast. Þannig hefur hann færzt 30 mílur nær Homi og er nú 34 mílur út af þeim stað og 55 mílum nær Grímsey — er í 50 sjómílna fjar- lægð frá eynni. Þó skal tekið fram, að á 20—30 mílna breiðu belti frá Homi og austur er ísinn enn mjög gisinn, en þó eru þar mynd- arlegar spangir. Næst landi er ísinn 28 sjómílur norð-norð-vestur af Rauðunúpum og var þar á hraðri ferð suðaustur. Mátti búast við því, að ef j sama átt héldist, gæti hann • verið kominn upp undir ■ landsteina í dag, en á norð- 3 urslóðum var norðvestan : stinningskaldi í gær. Fjórir íslenzkir tónlistar-®" menn héldu nýlega tvenna tónleika í Stokkhólmi á veg- um Musica Nova og kynntu þverskurö af íslenzkri kammertónlist frá Svein- birni Sveinbjömssyni fram til dagsins í dag. Voru tón- leikamir haldnir í sam- bandi við sýningu fimm listmálara íslenzkra sem nú stendur yfir í húsi sænska alþýðusambandsins í Stokk- hólmi. Tónlistarmennirnir voru þeir Ingvar Jónasson fiðluleikari, Gunnar Egilsson klarinettleik- ari, Pétur Þorvaldsson celloleik- ari og Þorkell Sigurbjömsson sem spilaði á píanó. Eru þeir nýkomnir heim og láta mjög vel yfir förinni og öllum mót- tökum. Fyrri tónleikarnir voru haldn- ir 13. marz í Hásselby Slot, sem er menntasetur Norðurlanda í Stokkhólmi. Þar var flutt tón- ' list eftir Sveinbjörn Egilsson, Jón Þórarinsson, Magnús Bl. Jó- hannsson, Þorkel Sigurbjörns- son og Leif Þórarinsson. Á síð- ari tónleikunum voru flutt verk eftir Jón Nordal, Jórunni Við- ar, Þorkel Sigurbjörnsson og Leif Þórarinsson og fóm þeir fram 16. marz í ABF-huset, sem er menningarbygging alþýðu- sambandsins sænska og í þeirri byggingu er málverkasýningin einnig til húsa. Móttökur voru ágætar og birt- ust mjög lofsamlegir dómar fyr- ir verk og flutning í Svenska Dagbladet og í Dagens Nyheter eftir Göran Fant, ritstjóra Nu- tida Musik og Hehnel, einn þekktasta gagnrýnanda Svía. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Gunnari Egilssyni og sagðihann 1 Framhald á 3. síðu. Föstudagur 25. marz 1966 — 31. árgangur — 70. tölublað. Vöruflutnéngamii’ stöðin hyggst nú færa út kvíarnar □ Nú er stund milli stríða hjá vöruflutningabílstjórum og eru þessir dugnaðarmenn óvanir að sitja auðum höndum með snjóþyngsli í öllum áttum. □ Þeir tóku sig þessvegna til og boðuðu blaðamenn á sinn fund í gærdag og skýrðu nokkuð frá framtíðará- ætlunum Vöruflutningamiðstöðvarinnar, en það fyrir- tæki eiga sextán hluthafar, — allir búsettir úti á lands- byggðinni og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Borgar- túni hér í borg. Myndir Ósvaldar endursýndar ★ Þrjár kvikmyndir Ósvalds Knudsens, sem sýndar voru hér á síðastliðnum vetri, verða vegna beiðni margra endursýndar í Gamla bíó kl. 7 á morgun, laugardag, og sunnudag. Myndirnar eru Surtur fer sunnan, Sveitin milli sanda og Svipmyndir. ★ Eins og getið hefur verið í fréttum, hefur Surtseyjarmynd Ósvalds fengið verðlaun og viðurkenningu erlendis á undan- förnum mánuðum, m.a. gullverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Trento á Ítalíu í október sl. Mynd sú, sem nú verður sýnd í Gamla bíó, er af sömu gerð og verðlaunamyndin, nokkru styttri en Surtseyjarmyndin, sem sýnd var hér í fyrra. Þrír vihskiptabankanna Eeggja til ai athuga veritrygginguna nánar Þeir hafa verið að senda okk- ur tóninn hjá Skipaútgerðinni undanfarin ár í blöðum og út- varpi og sökum annríkis höfum við ekki mátt vera að því að sinna þessum ádeilum, sagði einn þeirra, en rétt er að sjón- armið okkar komi fram í blöð- um líka. Fyrirtæki okkar er fimm ára gamalt og flutti 30 þúsund tonn af vörum vítt og breitt um land- ið á síðastliðnu ári og hafa bílaflutningar aukizt mikið síð- ustu árin og annast stöðin af- greiðslu fyrir 40 bíla og flytja þeir vörur til 45 kaupstaða og kauptúna, — allt frá Akranesi vestur, norður og austur til Hornafiarðar. Bækistöðvar okkar eru þegar orðnar allt of litlar eða vöru- skemmur okkar að Borgartúni 21 og erum við nú að færa út kvíarnar. Við höfum fengið úthlutað lóð upp á einn hektara í Borg- artúni og hafa verið teiknaðar nýjar stöðvarbyggingar ogvöru- geymslur á þessu svæði og þá hafðar til hliðsjónar vöruflutn- ingastöðvar í Gautaborg og Malmö í Svíþjóð, — fóru þang- að síðastliðið haust Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt; Þor- steinn Kristjánsson, stjórnarfor- maður og ísleifur Runólfsson, framkvæmdastjóri til þess að kynna sér tilhögun, — þessar vöruflutningamiðstöðvar þykja mjög til fyrirmyndar og sækja þangað menn frá öllum heims- álfum til þess að kynna sér stöðvarnar. Hvarvetna vaxa vöruflutning- ar á bílum og hljóp sérstaklega Frumvarpið um verö- tryggingu fjárskuldinga kom til 2. umræðu í neðri deild í gær að aflokinni af- greiðslu fjárhagsnefndar, sem haft hefur málið til meðferðar frá því á haust- dögum. Náði nefndin ekki samkomulagi um málið og skiluöu fulltrúar stjómar- andstöðuflokkanna sér- stöku áliti, þar sem lagt er Hnaiurínn verðurað skipuleggjast betur Frumvarpið um breytingar á Iögunum um Iðnlánasjóð kom til umræðu í neðri deild í gær, en það felur m.a. í sér hækkun á framlagi til sjóðsins í 10 milj. kr. Mælti iðnaðarnefnd svo til einróma með samþykkt frum- varpsins. Einar Olgeirsson gerði að um- ræðuefni þær greinar frum- varpsins, sem sérstaklega fjalla um svokallað hagræðingarfé til iðnaðarins. Hann minnti á, að á undanfömum árum hefur ríkt megn óreiða. Mörg og smá fyrir- tæki með fáum vinnandi aðil- um hefði verið sett upp og vegna smæðar fyrirtækjanna hefðu þau ekki getað staðizt samkeppni við erlendan innflutning, sem væri framleiddur í stórum stíl í stór- iðnfyrirtækjum. Og barkar er- lendis hefðu beinlínis tíregið úr lánum til iðnfyrirtækja, sem okki gætu smæðar sinnar vegna fram- leitt vöru við hagstæðu verði. Til þess að íslenzkur iðnaður Framhald á 3. síðu. til að frumvarpið verði af- greitt með svofelldri dag- skrá: „Þar sem deildin tel- ur nauðsynlegt að petta mikilsverða mál fái rceki- legri athugun en þegQ-r hef- ur farið fram og að lög- gjöf um verðtryggingu, ef s&tt ferður feli í sér skýr- ari ákvœði um reglur pær, sem farið skuli eftir við framkvœmd laganna, og í trausti pess, að ríkisstjórn- in skipi fimmmannanefnd, fjóra eftir tilnefningu ping- flokkanna og einn án til- nefningar, til að athuga málið og gera iillögur um pað fyrir ræsta ping, tekur deildin fyrir nœsta mál á dagskrá.“ Frumvarp þetta hafði verið sent til umsagnar ým- issa banka og sparisjóða. Vora umsa,gnir barikanna alls ekki jákvæðar í heild. vöxtur í þessa flutningastarf- semi eftir seinni heimsstyrjöld- ina. ■ÓEtlunin er að hinar nýju vöruskemmur og kj allari verði komið í gagnið næsta haust og getum við þá bætt við okkur flutningum hér sunnanlands með þessu nýja athafnasvæði. Annars er ætlunin að byggja stöðina í áföngum. Eitt stendur okkur mjög fyrir þrifum og það er útvegun á lánsfé og göngum við hvarvetna bónleiðir til búð- ar. Við höfum aldrei farið fram á ríkisstyrk og ætlum ekki að gera það, — ríkið vill kannski heldur taka á sig rekstur á svona stöðvum og kasta í hana 20 miljónum eins og Umferðar- miðstöðina og byggja hana á tíu árum. Okkur finnst ein- staklingsframtakið heft með Lánsfjárstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Þá erum við ákaflega kvíðnir út af vegunum í framtiðinni og vegamálastjóri skellir skolla- eyrum við tillögum okkar og við neitum ekki að borga þungaskattinn, en ríkisvaldið má bara ekki ráðstafa honum í annað en vegakerfið og fáum við þá peninga aftur í bættum vegum, — hins vegar til dæm- is viljum við ekki styrkja tog- araútgerð í landinu eins og hluti af skattinum hefur verið vikið til á síðustu tímum. Stjórn Vöruflutningamið- stöðvarinnar skipa nú: Þorsteinn Kristjánsson á Egilsstöðum, for- maður; Birgir Runólfsson, Siglu- firði; Kristján Hansen á Sauð- árkróki og framkvæmdastjóri er ísleifur Runólfsson. Seðlabankinn mælti að vísu með frumvarpinu, Iðnaðar- bankinn leggur til að frum- varpið verði samþykkt en að niður verði felld heimild til að að verðtryggja inni- stæður til styttri tíma, en frumvarpið almennt gerir ráð fyrir eða þriggja ára, Verzlunarbankinn lagði til að frumv. yrði samþykkt. Landsbankinn beinir pví til alpingis að málið í heild verði athugað milli pinga og nefnd manna með sér- pekkingu á sviði bankamála fái frumvarpið til umsagn- zr og athugunar og Útvegs- bankinn er á sömu skoðun. Hins vegar vildi Samvinnu- bankinn ékki látc í Ijós sér- stakt álit á frumvarpinu par sem bankastjóri hans, Einar Ágústsson, á sæti í fjárhagsnefnd alpingis, en Framhald á 3. síðu. Forsetinn vitjar merkra sögustaða Tel Aviv 24/3 — Klukkan hálf- sex í morgun eftir íslenzkum tima lagði forsetinn af stað í ferðalag af flugvellinum í Tela- viv með íslenzkum og hérlend- um fylgdarmönnum í tveimur þyrlum 50 mínútna flúg til fjalls- ins Masada í Júdeueyðimörkinni skammt frá Dauðahafinu. Eftir 15 mínútna flug skeði það rétt hjá hafnarborginni Ashdod um 40 kílómetra suður af Telaviv að við í hinni þyrl- unni sáum forsetaþyrluna snögg- lega lækka fl-ugið og lenda á kornakri og þóttumst vita að eitthvað væri að. Slokknað hafði ljós í raælaborði sem gat gefið til kynna að um vélarbilun væri að ræða, en í ljós kom síðar, að ljósaperan hafði aðeins brunn- ið. í forsetaþyrlunni voru meðal annars Emil Jónsson, Andersen ambassador og forsetaritari. Eng- an sakaði, enda var aðeins lent af. öryggisástæðum. Engu að síð- ur þótti óráðlegt að halda áfram ferðinni í forsetaþyrlunni og kom hann með fylgdarliði sínu yfir í hina þyrluna, og gekk ferðin snurðulaust eftir það. Lent var uppi á klettavíginu eða hamrinum Masada, sem er 350 metra hátt standberg. Á þessum hamri í eyðimörkinni reisti Hero- des konungur sem ríkti yfir Gyð- ingalandi við fæðingu ICrists ó- trúlega mikla og íburðarmikla hamrahöll og hlóð veggina úr grjóti, hann var hræddur um líf sitt, og þetta var háns athvarf ef hætta var á ferðum. Þegar Rómverjar lögðu Jerúsalem í rústir 70 eftir Krist, fylgdi stór- hópur Zellota frá Jerúsalem og tókst að lfkindum með brögð- um að ná Masada og vörðust Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.