Þjóðviljinn - 30.03.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1966, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. marz 1966. Alúminhringurinn ánægður Framhald af 1. síðu. hringurirm nú að hefja starf- rækslu í mjög stórri námu í Ástralíu. Úr báxíti er unnið al- úmínoxíg í stórum fyrirtækjum í Feneyjum, Marseilles, nálsegt Köln og í Gíneu. Tíunda bræðslan hér Hringurinn á nú níu alúmin- bræðslur. tvaer í Italíu, tvær í Sviss, ejna í Austurríkj eina í V-Þýzkalandi, eina í Noregi, eina í Hollandi, eina í Banda- ríkjunum. Hin fyrirhugaða bræðsla hér yrði því sú tíunda. Verksmiðjur til að vinna úr hráalúmíni eru í flestum löndum Evrópu, þrjár í Bandaríkjunum, I ein í Brasilíu, ein í Nígeríu og ein í Sierra Leone. Orkan úrslitaatriði Hráefni það sem hér verður notað er alúmínoxið. en tvö tonn af því þarf til að gera eitt tonn af alúmíni. Er áformað að það verði í fyrstu flutt hingað frá Gíneu, en síðar verður það trúlega flutt alla leið frá Ástral- íu með stórum flutningaskipum. önnur hráefni sem flytja þarf hingað munu koma frá Hollandi, Noregi, Þýzkalandi og Italíu. ís- land legði hins vegar til orkuna sem væri úrslitaatriði í fram- leiðslunni og mannafla, sem yrði 200 manns á fyrsta stigi en um 450 manns þegar bræðslan væri fullgerð. Yrði lögð áherzla á að Islendingar ræktu helzt öll störf í bræðslunni. Spumingar og svör Meyer aðalforstjóri var spurð- ur að því hvort hið erlenda fyr- irtæki hygðist gerast aðili að ís- lenzkum atvinnurekendasamtök- um. Hann kvaðst engu geta um það svarað, það atriði væri í at- hugun. Honum var bent á að Alþýðuflokkurinn hefði sett það að skilyrði fyrir stuðningi við málið að auðfélagið héldi sig utan atvinnurekendasamtakanna. en hann kvaðst samt ekkert geta vm það mál sagt. Hann staðfesti að hringurinn fengi hvergi í hcimi jafnódýra raforku og hér; raforkan í Nor- egi væri t.d. næstum því þriðj- ungi dýrari. Eini staðurinn þar Rr-'TrS—i í skýrslu ríkisstjórnarinnar segir að vinnan í „álbræðsltmni" sé óþrifaleg. Bjarni: Hvað er þetta? Datztu, Jói minn? Jóhann: Mér varð hált í álnum. Blessuðum álnum fylgja svo mikil óþrif. Stefnt að markinu Þegar Alþýðuflokkurinn hélt hátíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt vakti það athygli og nokkra furðu hversu mjög leiðtogam- ir flíkuðu minniméttarkennd sinni. Meginuppistaðan í ræð- um forustumanna, samþykkt flokksstjórnarfundar, forustu- greinum Alþýðublaðsins og svokölluðu afmælisriti var á- rás á vonda menn sem klofið hefðu Alþýðuflokkinn æ ofan í æ. Ekki var gerð nein til- raun til að skilgreina þau mistök í stefnu og starfsaðferð- um sem valdið hefðu þessari síendurteknu sundrung; þar var aðeins að verki fúl- mennska annarra. En síðan var bætt við staðhæfingum um það að nú væri þessu klofningsskeiði Alþýðuflokks- ins lokið, nú væri hann sam- felld og órjúfanleg heild, ein- ingartáknið mikla. Ekki eru liðnir ýkjamargir dagar síðan öll þessi orð voru sögð, og samt hefur Alþýðu- flokknum tekizt að klofna einusinni enn. Um síðustu helgi var stofnað ,félag ó- háðra kjósenda‘‘ í Hafnarfirði í þeim tilgangi að bjóða fram við væntanlegar bæjarstjórn- arkosningar. Forustumaður þessara samtaka er Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður, sem var um skeið bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og talinn einn á- litlegasti forustumaður hans. Ánnar oddviti þessara sam- taka er Jón * Finnsson, kunn- ur Alþýðuflokksmaður og þannig mætti lengi telja. Er einsætt að frumkvæði þessara manna muni enn sundra A.l- þýðuflokknum í Hafnarfirði og var hlutur hans þó ekki til mikilla skipta, kominn niður í þrjá fulltrúa í þeim bæ, sem forðum var stolt og prýði flokksins. Þegar formaður flokksins kemur heim úr lystireisu sinni til Israels mun þannig blasa við honum ný forógn eyðileggingarinnar á sjálfu höfuðbólinu. En með sama áframhaldi líður raunar senn að því að hann geti per- sónulðga með fullum rétti lýst yfir því að Alþýðuflokkurinn hafi néð því marki að klofna oVki framar. Sterkur ersásem stendur einn. Ó- rofa samhen^-' Forseti tslands og utanrík- isráðherra ferðast um þessar mundir um Irael og eru heiðursgestir til skiptis. Er þar mikið um dýrðir, svo sem vonlegt er, og fá Islendingar nokkuð um það að heyra í daglegum fréttaskeytum frá séra Emil Björnssyni, dag- skrárstjóra hins væntanlega sjónvarps. Kryddar hann jafn- an skeyti sín með útdrætti úr biblíunni, svo sem vel samir klerklærðum manni. Samt hefur sumt í þeim fræðum komið mönnum næsta spánskt fyrir sjónir, svo sem þegar séra Emil greindi frá því á dögunum að forsetinn hefði siglt á Genesaretvatni þar sem Jesús „var sjálfur skírð- ur." Enginn skyldi þó hneykslast á því að séra Emil sé ekki biblíufastur, þótt hann taki ekki mark á þeirri frásögn guðspjallanna að Jesús hafi verið skírður í ánni Jórdan, heldur ættu menn að gleðjast yfir því, hvað hann er þjóð- legur. Þetta atriði hefursem- sé lengi verið deilumál á Is- landi, eins og marka má af alkunnri frásögn f þjóðsögum Jóns Ámasonar: „Einu sinni áttu karlar þrír tal með sér um ýmsa hluti; þar kom og, að þeir fóru að tala um hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góðermjólk- in, guð var í henni skírður" „Ósatt er það,‘‘ segir annar „í flotinu var hann skírður. blessaður“. „Ekki er þaðheld- ur sannara," segir hinn þriðji. „hann var skírður í ánni Fjórtán"." Er það til marks um órofa samhenigi íslenzkrar menningar að þessi fomlega frásögn skuli endurtaka sig á sjónvarpsöld. — Austri. sem um væri að ræða jafn ó-1 dýra raforku og hér væri á j vesturströnd Bandaríkjanna, en ! þar hefði hringurinn engin fyr- irtæki. Hann var spurður hvemig hringurinn liti á það ef alþingi breytti afstöðu sinni tii samn- inganna eftir að þeir hefðu ver- ið samþykktir í upphafi og kvað hann slíkt verða talið samnings- rof af Islands hálfu og kært með skaðabótakröfum. Meyer aðalforstjóra var bent á að allar líkur vænu á að meiri- hluti Islendinga væri andvígur þessari samningsgerð og spurð- ur hvort auðhringurinn hefði nokkuð við það að athuga að málið yrði útkljáð með þjóðar- atkvæðj: Hann kvað það vera mál Islendinga einna. Er hann var spurður hvort auðhringurinn teldi það ekki öryggi fyrir sig að fá slíka atkvæðagreiðslu í stað þess að knýja samningana upp á þjóðina nauðuga, kvaðst hann ekki hafa velt því máli fyrir sér. Aðalforstjórinn staðfesti að í Noregi yrði hringurinn að sæta norskum lögum í einu og öllu og hefði engin fríðindi að því er varðar tolla og skatta og dóms- vald. Kvað hann Island eina landið sem hringurinn hefði sam skipti við, bar sem innlent dóms vald væri ekki látið úrskurða á- greiningsatriði heldur alþjóðlegut gerðardómur. Er hann var spurð- ur hvers vegna auðhringurinn treysti ekki íslenzkum dómstól- um kvað hann þá enga rcynslu hafa af því að útkljá slík mál þar sem hér hefði ekki verið stóriðja áður. • Aðalforstjórinn staðfesti einn- ig að ef ágreiningur yrði um framtal félagsins í sambandi við skattamál yrði slíkum ágreiningi vísað til alþjóðlegra endurskoð- unarfyrirtækja en ekki íslenzkra aðila! Einnig kvað hann ætlun- ina að enginn hreinsunarútbún- aður yrði hér, þótt slíkur útbún- aður væri talinn nauðsynlegur í öðrum Evrópulöndum. Er hann var spurður um möguleika á íslenzkri fram- leiðslu úr alúmlni, benti hann á að hægt væri að klæða hús með bárualúmíni i stað bárujárns, og setti þá hroll að viðstöddum Islendingum. Einnig kvað hann möguleika á að gera fiskumbúðir, frystipönnur og niðursuðudósir. Mapús H. Step- hensen formaður Aðalfundur Málarafélags R- víkur var haldinn sunnudag- inn 20. marz s.l. Fráfarandi formaður Sigursveinn H. Jó- hannesson og varaformaðurinn Jón D. Jónsson báðust undan endurkosningu. I stjóm voru kosnir: Magnús H. Stephensen, form., Finnbogi Haukur Sigurjónsson, varaformaður, Albert Rúnar Ágústsson, ritari, Kristján Magnússon vararitari, og Sím- on Konráðsson gjaldkeri. I varastjóm: Kristján Guðlaugs- son og Sigurður H. Þorsteins- son. Bárður Dan. Framhald af 1. síðu. aðarmanna, var hinsvegar sam- þykkt með 107 atkvæðum gegn 82 að færa Björgvin upp um ejtt sæti, þ.e. skipa honum í sæti Bárðar. Múnu fylgismenn Björg- vins Guðmundssonar, hann sjálf- ur og ýmis forystumenn ungkrata hafa staðið fyrir mikilli smölun á fundinn með þeim árangri sem að framan getur. Þjóðviljanum er kunnugt um að Bárður Daníelsson tók boði krata um þriðja sætið á fram- boðslista þeirra vegna þess m.a. að forystumenn flokksins full- vissuðu hann um að framboð hans nyti fyllsta stuðnings meðal flokksmanna — og í fulltrúaráð- inu mun það hafa verið sam- þykkt með miklum atkvæðamun. Angfíu Skemmtjfundu r verður haldinn í Srgtúni föstu- daginn 1. apríl kl. 8.45, Fjölmennið og takjð með ykfcur gesti. STJÓRNIN. ■ ■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■ar'•■■■■■■■■■■■■■■■«■■«■>;■■■■■■■■■■■■■■■ S'KIPAUTGtRO RIKISINS M.S. HEKLA fer austur um land tii Akur- eyrar 2. apríl. Vörumóttaka á fimmtudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð isfjaðar Raufarhafnar og Húsa- vífcur. Farseðlar seldir á föstudag. Brjóstuhuldurur Vinsælu brjóstahaldararnir með teygju- hlírunum fást nú aftur. Stærðir: 32, 34, 36 og 38 í A og B. Litur: HVÍTT. Verð kr. 98 . inshftpfr Miklatorgi — Lækjargötu 4. ■ ■ ■ ' • ......................... ^ Höfum hafið standard framleiðslu á fata og forstofuskápum Fast verð miðað við uppsett og frágengið. Gefið upp lengd, hæð og annað, sem þér óskið, og við gefum upp verð og afgreiðslu- tíma. — Spónn eftir vali. Smíðastofan VALVIÐUR s.f. Sími 30260. — Dugguvogi 15. Hufnarfjörður Okkur vantar verkamenn í Fiskiðjuverið. — Hafið samband við verkstjórann í símum 50107 og eftir vinnu í 50678. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Útför bróður míns ÁRNA JÓNSSONAR fer fr-am frá Hafnarfjarðarkinkju fimmtudaginn 31. marz kl. 3 eftir hádegi. Þeir sem vilja minnast hins látna, láti líknarstofnanir njóta þess. Egill Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.