Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðvikudagur 30. marz 1906.
Crtgefaxidi: Sameiningarflokkiur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
HYéttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: ÞorvaTdur Jé’iannesson.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. J5.00 á mánuði.
Samtökin
17'ið stofnfund Alþýðubandalags í Reykjavík sem
" haldinn verður 1 samkomuhúsinu Lídó í kvöld
eru tengdar þær vonir að með honum hefjist nýr
og mikilsverður kafli í sögu samfylkingarsamtaka
róttækrar alþýðu á íslandi. Reynslan ein fær úr
því skorið hvort þær vonir rætast. En það mun
margra ætlan að ágreiningur og átök um skipu-
lagsmál samtakanna hafi að undanförnu skipað of
mikið rúm, og brýna nauðsyn beri til að leysa
skipulagsmálin, svo hreyfingin geti snúið sér með
samstilltu afli að hinum miklu verkefnum rót-
tækrar alþýðuhreyfingar í íslenzkum þjóðmálum.
¥^au verkefni hrannast upp, í efnahagsmálum, í
* menningarmálum, í þjóðfrelsisbaráttunni, í
verkalýðsfélögunum, og verða ekki leyst þannig
að miði til hagsbóta fyrir alla alþýðu og komandi
kynslóðir nema stjómmálasamtök róttækrar al-
þýðu verði margefld og samstillt, móti stórhuga
stefnu og verði þess umkomin að veita forystu í
þjóðmálunum og beina afli starfandi manna 1
verkalýðssamtökunum og utan þeirra til úrlausn-
ar viðfangsefnunum. Því mega ekki mismunandi
skoðanir um minniháttar mál og fjarlægari verða
'til þess að skilja að einstaklinga og samtök sem
tvímælalaust eiga ■ samstöðu um hin stóru mál,
mál sem ráðið geta örlögum alþýðunnar og þjóð-
arinnar allrar. í stjómmálasamtökum róttækrar
íslenzkrar alþýðu verður að vera rúmt um menn
og skoðanir; þau hljóta eins og nú er ástatt að
einbeita sér að aðalatriðum, því sem sameinar al-
þýðufólk í hugsjóna- og hagsmunabaráttu, virkja
það afl sem fæst með víðtækri samstöðu og ein-
beitingu alþýðumanna að höfuðmálum og verkefn-
um hins íslenzka þjóðfélags. Svipur hinnar rót-
tæku albvðuhreyfingar verður að mótast af dirfsku
og áræði svo sem verið hefur á stærstu stundum
hennar. Þá mun sannast að ungt fólk og æskuglatt
lætur ekki á sér standa til átaka við hin stærstu
og torleystustu verkefni. gefandi alþýðuhreyfing-
unni ungan vilja og styrkan Og bez'fu mennta-
mennimir skáld. rithöfundar, listamenn, munu
einnip sem fyrr laðast að hinni róttæku alþýðu-
hrevfingu og líf þeirra og list verða líf af hennar
lífi. Konumar munu láta sér skiljast að þær verða
að gefa albvðnhrevfingunni enn meira en hingað
til, með beinni þátttöku í stjómmálastarfi.
*
A Iþýðuhreyfingin á íslandi byggir á þrotlausu,
fornfúsu starfi aiþýðumanna um áttatíu ára
skeið. Það er vandi og ábyrgðarhluti að ávaxta
þann arf Hér í Revkjavík og annarssfaðar í þétt-
býli Suðvesturlands er mikið verk að vinna. A!-
þýðubandalagið i Reykjavík gæti unnið stórt land
ef þær vonir rætast sem við það eru tengdar á
stofndegi þess. — s.
wr,
\
I
!
Hannibal Yaldimarsson:
AHir eitt — Allir eitt!
ALÞÝÐUBANDALAG IREYKJAVÍK
Miðvikudaginn 30. marz
verður stofnað Alþýðulbanda-
lag í Reykjavik. Kannske er
það tilviljun ein að skrefið
er stigið þennan dag. En þótt
svo sé, er sá dagur einmitt
rétti dagurinn til þess. að
alþýðustéttirnar fylkj liði og
beini þróttj sínum ag afli í
einn farveg.
Eðlilegt er og sjálfsagt. að
þeir, sem samleið eiga um
þróun meginmála í þjóðfélag-
inu. bindist félagsböndum.
kryfji mál til mergjar, taki
um lausn þeirra sameiginleg-
ar ákvarðanir og kjósj sína
beztu menn til að fyigja þeim
fram..
Þannig starfar lýðraeðið.
Hver sá. og hver sú þjóð-
félagsstétt. sem ekki skipu-
leggur orku sína til sameigin-
legs átaks með öðrum, fer
varhluta af þjóðfélagsgæðum.
og vanrækir að leggja eðli-
legrj þjóðfélagsþróun það lið
sem hverjum góðum þegnj er
skylt að veita.
Ég kalla á fólkið, sem
byggðj þessa borg að koma
og leggja lið sitt fram í Al-
þýðubandalagi Reykjavikur.
Ég kalla á fólkið. sem sæk-
ir gullið í greipar Ægis að
ýta nú úr vör ásamt bræðr-
um og systrum. sem að verð-
mætasköpuninni vinnur í
landi.
Ég kalla á menntamenn og
millistéttir borgarinnar að
koma og taka i hönd bræðra
sinna og systra, sem erfiðis-
störfin vinna og lyfta með
þeim félagslegu grettistaki öll-
um til heilla.
Og siðast en ekkj sízt kalla
ég til ungu kynslóðarirmar að
ryðjast nú fram i félagsrað-
irnar og lyfta hátt merki
samtíðar og framtíðar. Leggja
til í félagsstarfið orku og eld,
æskufjör og þrótt. kveðja
hljóðs nýjum hugsjónum og
bera fram málefni nýrrar
kynslóðar. sem lítt hefur ver-
ið til mála kvödd um sinn
Nú er æskulýðsins tími.
Geri hann skyldu sína.
verður Alþýðubandalagið, svo
sem þvi ber styrkur aðili að
þvi að skapa nýja borg —
nýtt ísland.
Hinar þróttmiklu og fjöl-
mennu auðsköpunarstéttir —
framleiðslustéttirnar — tengd-
ar mætti menntamanna og
eldmóði æskunnar. eiga að
móta og mynda fjölmenn-
ustu og þróttmestu stjórn-
málasamtök í höfuðborginni,
Albýðubandalagið í Reykja-
vik.
Og hér á ekki við að hika.'
Á stofnfundinn áttu að fara
og leggja sjálfur grunninn að
framtíðarhöll aiþýðustétt-
anna.
Nú eru á ýmsan veg vá-
legir tímar — upplausnar-
tímar, en líka uppgripatím-
ar mikilla möguleika.
Mörgu þarf að umtuma i
þessu þjóðfélagi, en meira
þarf að byggja.
Það er verkefni íslenzkra
erfiðismanna, menntamanna
og æskumanna í sameiningu.
Og enginn má á liði sínu
liggja.
Flokikarnir eru orðnir gaml-
ir lausir í reipum Qg riða
jafnvel til falls. Þeir tyggja
á úreltum kenningaslitrum og
viðhorfum.
Árið 1916 er fomöld. —
Árið 1930 er í vissum skiln-
ingi miðaldir. — Slík er gjör-
breyting alls á umliðnum ára-
tu'gum.
Nýir tímar heimta nýja
menn. Og nú er lag sem ekki
má sleppa.
Hafi orð Einars skálds
Benediktssonar nokkurntíman
verið sönn, þá eru þau sann-
leikur samtímans.
.,Það þarf vakandi önd, það
i rúst og byggja
Hannibal Valdimarsson
velta
á ný“
Stöndum í dag með miklum
myndarskap að stofnun Al-
þýðubandalagsins í Reykja-
vik.
r m
I
i
I
*
Stórfelldar áætlanir um
alþjó&lega veðurgæzlu
Eins og skýrt var frá á dög-
unum var alþjóðlega veðurdags-
ins minnzt víðsvegar um heim
23. þ.m. Að þessu sinni var dag-
urinn öðru fremur helgaður risa-
vöxnum áætlunum, sem Al-
þjóðaveðurfræðistofnunin vinn-
ur nú að um alþjóðlega veður-
gæzlu.
Nákvæmar veðurathuganir
AfmæSishóf Þór-
arins Guðmundss.
Sl. sunnudagskvöld héldu vln-
ir og samstarfsmenn Þórarins
Guðmundssonar fiðluleikara og
tónskálds honum hóf í Tjamar-
búð i tilefni 70 ára afmælis hans.
Þar fluttu ræður Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri, Hallgrím-
ur Helgason tónskáld og Bjöm
Ölafsson konsertmeistari. Nokkr-
jr einsöngvarar fluttu þar lög
eftir afmælisbamið, sem annað-
ist undirleik. Að lokum var dans-
að.
Löndunarstöðvun
á loðnu í Rvík
Loðnuveiði hefur verig tölu-
verg síðustu daga og á sunnudag
veiddu 11 bátar 10500 tunnur
af ioðnu aðallega út af Kirkju-
vogj og á Sandvíkinni norðan
við Reykjanesskaga. Þessum
afla var skipað upp hér í
Reykjavík og í fyrrad. var aug-
lýst Iöndunarstöðvun á loðnu
hjá verksmiðjunum og var þó
vitað um einhverja veiði hjá
bátunum.
eru undirstaða allrar veður-
þjónustu og veðurfræðilegra
rannsókna. En því miður hagar
svo til, að mikill skortur er enn
á veðurathugunum. Gildir þetta
bæði um háloftaathuganir og
athuganir við yfirborð jarðar,
einkum á suðurhveli jarðar og
hinum víðáttumiklu hafsvæðum.
Þessi skortur á athugunum er
þeim mun bagalegri sem komið
hefur í Ijós við vélreikning á
veðurspám í rafeindareiknum
að taka verður tillit til athug-
ana á mjög stóru svæði, jafnvel
á jörðinni allri, ef von á að
vera til að geta gert sæmilega
nákvæmar veðurspár, sem ná
þrjá til fjóra daga eða lengra
fram í tímann.
Á síðustu árum hafa hins
vegar opnazt nýir möguleikar
til að bæta úr þessum skorti,
m.a. vegna tilkomu eldflauga,
gervitungla og sjálfvirkra veð-
urathugunarstöðva á sjó og
landi. Nú má þannig fylgjast
með skýjafari úr gervitunglum
og fá einnig margháttaða aðra
vitneskju svo sem til dæmis um
víðáttu snæviþakinna svæða og
hafíss, með sjálfvirkum veður-
stöðvum má fá vitneskju um
veður á óbyggðum haf- og land-
svæðum, fylgjast má með hreyf-
ingum fellibylja með gervi-
tunglum og veðurratsjám á
jörðu niðri og flugvélar og loft-
belgi má ag sjálfsögðu nota til
margvislegra athugana á loft-
hjúpi jarðar. Svo virðist þannig,
að það sé í mun ríkara mæli en
áður að verða spurning um
fjármagn og skjpulag að bæta
úr skortinum á veðurathugun-
um.
En ekkj er nóg að viðtækar
athuganir liggi fyrir á athug-
unarstöðvum. Það þarf að koma
þeim á skömmum tíma til við-
urstofa um allan heim. Til að
safna og dreifa veðurfregnun-
um hefur Alþjóðaveðúrfræði-
stofnunin því uppi ráðagerðir
um nokkrar stórar fjarskipta-
og veðurfræðimiðstöðvar, sem
m.a. gætu notað rafeinda-
reikna til þess að leita að og
leiðrétta villur i veðurskeytum
og til að velja leifturhratt út
það, sem senda á áfram til mis-
munandi staða. Slíkir rafeinda-
reiknar sem tengdir væru sam-
an í mismunandi heimshlutum,
gætu skipzt mjög hratt á upp-
lýsingum eða margfalt hraðar
en unnt er með venjulegri
fjarskiptatækni. Þá eru og uppi
raddir um að nota gervitungl
til fjarskipta, og gætu þau m.a.
safnað veðurathugunum frá
sjálfvirkum veðurstöðvum á sjó
og landi og sent þær áfram
til miðstöðvanna.
uLoks er þess að geta,.i að .í
áætlunum Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar er gert rág fyr-
ir. að í veðurfræðistöðvunum
mætti nota hraðvirkustu raf-
eindareikna til að gera ýmiss
konar spár og útreikninga, sem
sendir yrðu til veðurstofa hinna
ýmsu landa, en þar yrðu þessi
mikilvirku hjálpargögn notuð
við veðurspár _ fyrir viðkomandi
landssvæði. í miðstöðvunum
yrði einnig unnið að ýmsum
veðurfræðilegum rannsóknum.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin
vinnur nú að tillögugerð um al-
þjóðlega veðurgæzlu eins og
rakið hefur verið hér að fram-
an. Má telja vist að framundan
séu miklir þróunartímar í veð-
urfræði og veðurþjónustu, ef fé
fæst til að hrinda þessum áætl-
unum í framkvæmd í nægjan-
lega stórum stíl. Ekki má þó
gleyma því, að áfram verður
þörf á að bæta og efla þá veð-
urþjónustu hinna einstöku
landa, sem fyrir er. Auka þarf
venjulegar veðurathuganir, bæði
veðurspár og aðra þjónustu,
efla rannsóknir og stuðla að
því, að veðurfræðileg þekking
sé hagnýtt í sem ríkustum mæli
í atvinnulifi þjóðanna.
<S>-
300 Færeyingar í
páskaferð hingað
Um páskana kemur hingað til
lands hópur skemmtiferðamanna
frá Færeyjum. Búizt er við, að
um þrjú hundruð manns taki
þátt í ferð þessari og verður
lagt af stað frá Þórshöfn með
Krónprins Friðrik þann 5. apríl.
Ferðalangarni’r koma til Reykja-
víkur 8. apríl og dveljast hér í
fjóra daga.
Það er Ferðaskrifstofan Lönd
og Leiðir, sem hefur skipulagt
stuttar ferðir fyrir hóp þennan
m.a. til Þingvalla, að GuOfossi
og Geysi og að sjálfsögðu verð-
ur höfuðborgin skoðuð rækilega.
Væntanlega flykkjast svo þátt-
takendur í ferðinni á dans-
skemmtun sem Færeyingafélagið
f Reykjavík heldur í Sigtúni
annan í páskum.
Enda þótt fjölmargir Færey-
ingar hafi unnið hér á landi
tíma og tíma hefur fæstum
þeirra áreiðanlega gefizt kostur
á ferðalögum hér og virðist því
umrædd hópferð vera hið þarf-
asta fyrirtæki.
» *
♦
j