Þjóðviljinn - 01.04.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.04.1966, Qupperneq 1
Föstudagur 1. apríl 1966 — 31. árgangur — 76. tölublað. 50 kílálítrar á sek. hurfu út í buskann ★ Undanfarna daga hefur Þjórs- á kynnt vandkvæði sín held- ur rösklega vegna ísmynd- unar á hotni árinnar og hef- Áskorun stofnfundar Alþýðubandalags í Reykjavík í alúmínmállinu: Komum í veg fyrir að afsals- samningurinn fái lagagildi! □ Á hinum stofnfundi Alþýðubandalags í Reykjavík í samkomuhúsinu Lidó í fyrrakvöld var einróma samþykkt ályktun, þar sem alúm- ínsamningunum er harðlega mótmælt og skor- að á landsmenn að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að þeir fái lagagildi. ...Samþykktin var svohljóð- andi; Stofnfundur Alþýðubanda- lags í Reykjavík, haldinn 30. marz 1966 skorar á lands- menn að beita öllum tiltæk- um ráðum til að koma í veg fyrir að afsalssamningurinn við auðhringinn Swiss Al- uminium fái lagagildi. Með þessum samningi er horfið frá þeirri meginstefnu. sem bezt hefur gefizt Islending- um síðan Iandið hlaut full- veldi, að 'andsmenn sjálfir taki að sér þróun atvinnu- mála og efnahagslifs og hafni forsjá útlendinga í stað þess er snúið aftur til ófrelsisald- anna, þegar erlend gróðasjón- armið ríktu yfir hagsmunum íslendinga. Jafnframt eru ákvæði samningsins þegar í upphafi svo óhagstæð, að hliðstæð- ur verða ekki fundnar í neinu sjálfstæðu þjóðríki. Auðhring- urinn á að fá að hagnast á orkulindum íslendinga fyrir lægra verð en dæmi eru um annarsstaðar, verð sem ekki mun standa undir tilkostnaði, fs’endinga við virkjunina og er aðeins brot af því sem landsmenn sjálfir eiga að greiða. Auðhringurinn á að vera undanþeginn íslenzkum lögum á fjölmörgum sviðum og þarf ekkí að hlíta alþjóð- legum öryggisreglum. Hann á að fá undanþágu frá ís- lenzkri lögsögu með gerðar- dómsákvæðum sem ekki eiga sér hliðstæður í nokkru öðru landi Og ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrárinnar. Auk hinna beinu samnings- ákvæða mun alúminbræðslan verða risafyrirtæki á ís’enzk- an mælikvarða og hljóta þannig óbein efnahagsleg völd. sem orðið seta örlaga- rík á ókomnum áratugum. Alþýðubandalagið lýsir yfir því, að Alþingi fslendinga og forseti íslands hafa ekkj iýð- ræðislega heimild til þess að samþykkja og fuilgilda samn- ing, sem leggur stórfelldar kvaðir á fslendinga fram á næstu öld. að þ.ióðinni forn- spurðri. Verðj hinum sjálf- sögðu kröfum um þjóðarat- kvæði hafnað, skorar Alþýðu- bandalagið á landsmenn að halda baráttunni áfram og hrinda samningnum sem ó- lýðræðislegri nauðungargerð“. -OOUIll Ot«llLU|Ugl VI »1« OUllUiaiUH VI I* tWl » M-Ul lauui bWIIBdr * uvxiivbs »1« i*»*»o, ua*«»*»i**B "‘»*iu ^viu '' á þeirri meginstefnu. sem samningsins þegar í upphafi ákvæði stjórnarskrárinnar. lýðræðislegri nauðungargerð“. Ríkisstjórnin gerír almenn- igi ókleyft að eignast íbúð - með verðtryggingu húsnæðismálast jórnarlána og hyggst nú einnig verðtryggja lífeyrissjóðslánin. Aðeins verði hægt að fá annað lánið! ur riflega þriðjungur af ánni lyfzt upp úr farvegi sínum Og horfið allt aðra leið út í buskann, fram hjá fyrir- huguðum virkjunarstað við Búrfell. — Hér er um að ræða voldugar náttúruham- farir og mikla mannvirkjagerð þarf til þess að hemja slík flóð í ánni. ★ Fróðlegt er að fylgjast með krapastíflum í miklu mjnni mæli í I.axá þessa daga og hvemig þarf að keyra diesel- rafstöðvar öðru hvoru vegna spennufalls í nýju virkjun- inni þar vegna þverrandi að- rennslis. Dynur þetta yfir með Iitlum fyrirvura. Ennþá heldur Þjórsá áfram að flæða út úr farvegi sínum fyrir ofan Búrfell og hefur ríflega þriðjungur af ánni runnið allt aðra leið fram hjá fyrirhuguðum virkjunarstað. Stafar þetta af grunnstingulstíflu við Efri Klof- ey siðan á sunnudag. Rennur út í buskann Fyrstu mælingar hafa nú borizt frá Sigurjóni Rist og mældist meginflóðkvíslin yfir í Rauðá á þriðjudag 50 til 55 kfló- lítrar á sekúndu — er það þriðjungur af vatnsrennsli Þjórs- ár um þessar mundir og á mið- vikudagsmorgun flæddi áin einn- ig yfir bakka sína austan megin og stóð svo ennþá í gærmorgun í heldur auknum mseli. 1 fyrrinótt gerði norðan hvass- viðri á þessum slóðum og hélzt svo ennþá í gaermorgun með éljagangi öðru' hvoru og fimm- tán stiga frosti. Kæfði snjó öðru hvoru í ána og orsakaði örari kælingu. og sleapast þannig á- □ Það er ætlun ríkisstjórnarinnar að stíga nassta skref í verðtryggingarmálum fjárskuld- bindinga með því að verðtryggja lífeyrissjóðslán- in, en sem kunnugt er og rakið hefur verið hér í blaðinu eru Húsnæðismálastjórnarlánin nú verð- tryggð þannig að með áframhaldandi svipaðri verðbólgu næstu árin og verið hefur kostar það á þriðju miljón króna að taka 280 þús. kr. lán verðtryggt Q Verði lífeyrissjóðslánin verðtryggð mun verða útilokað að fá einnig húsnæðismálas'tjórn- arlán, þar sem í 7. gr. frumvarpsins er ákvæði um að fyrir lífeyrissjóðslánum skuli settar sömu tryggingar og íbúðalán frá Húsnæðismálastofnun ríkisins eru háð, en þau fást aðeins út á 1. veð- rétt í íbúðunum, þannig að annað lánið hlýtur að víkja fyrir hinu. — Sjá baksíðu. framhaldandi skilyrði fyrir grunnstingulsmyndanir í ánni. Lyftist áin þannig bókstaflega út úr farvegi sínum og rennur allt aðra leið út í buskann og kæmi að litlum notum fyrir virkjun. Nú er það upplýst að gera þarf mikinn flóðvamargarð á þessum slóðum og hefur það fengizt staðfest hjá dr. Gunnari Sig- urðssyni, yfirverkfr. Lands- virkjunar. Laxárvirkjun Við áttum tal við Knút Otte- stedt, framkvæmdastjóra Laxár- virkjunar í gærdag og spurðum hann um ísmyndanir í Laxá þessa stundina. — Iðulaus stórhrið skall á í nótt og hefur geisað hér í allan morgun og virðist þó nokkuð létta til eftir hádegið, — veður- spáin er þó slæm framundan, sagði Knútur Ottestedt. — Við urðum að setja vara- stöðvamar af stað í morgun, en þær eru knúnar af dieselolíu, vegna krapastíflu í Laxá við Halldórsstaði. Nýja virkjunin skilaði fullum afköstum í gærdag. um 8000 kfló- vöttum, en hrapaði í nótt niður í 4000 kfluwatta orkuframleiðslu og stendur svo ennþá og hefur aðrennslið farið heldur minnk- andi fram að þessu að nýju virkjuninni í Laxá. Frost er nú tíu stig hér á Akureyri og heldur meira á Staðarhóli og má búast við áframhaldandi vatnstruflunum í ánni. Ekki rfldr þó skömmtun á raf- magni hér á Akureyri og knýj- um við dieselrafstöðina af full- um krafti. VUkill sigur Verkamannaflokksins í ungkosningunum í Bretlandi í gær Á miðnætti voru allar horfur á að Verkamannaflokkurinn myndi fá um 100 þingsæta meirihluta — Hafði unnið 39 af Íhaldsflokknum LONDON 31/1 — Á miðnætti var orðið ljóst að Verka- mannaflokkurinn myndi vinna mikinn sigur í þingkosn- ingunum í Bretlandi. Þá voru kunn úrslit í 440 kjördæm- um og hafði Verkamannaflokkurinn fengið 292 kjöma og unnið 39 þingsæti af íhaldsflokknum. Allar horfur voru taldar á því að Verkamannaflokkurinn myndi fá mikinn meirihluta á þingi, sennilega um 100 þingsæti fram yfir stjórnarandstöðuna. Kosningu lauk klukkan sjö að íslenzkum tíma. Veður hafði verið gott víðast hvar. en kjör- sókn virtist þó ekki vera mjög mikil. Þegar úrslit voru kunn í tæpum helmingi kjördæmanna reyndist kjörsóknin hafa verið i þeim 72,3 prósent, en var 1964 í sömu kjördæmum 75 prósent. Astæðan fyrir þessari heldur dræmu kjörsókn er talin vera sú að fylgjendur Verkamanna- flokksins hafi setið heima, ýmist af óánægju með stefr-u hans í ýmsum málum eða vegna þess að þeir töldu að flokkurinn myndi hvort sem væri vinna mikinn sigur. Strax og fyrstu úrslitin bárust, rúmum klukkutima eftir lokun kjörstaða, kom á daginn að nið- urstöður skoðanakannana sem höfðu" sýnt aukið fylgi Verka- mannaflokksins höfðu viö' rök að styðjast. 1 hverju kjördæminu af öðru jók Verkamannaflokkur- inn fylgi sitt og rétt fyrir klukk- an níu voru tilkynnt úrslit ( kjördæminu Exater, en þar hafði íhaldsþingmaður verið kjörinn með naumum meirihluta 1964. Það þingsæti vann Verkamanna- flokkurinn nú í fyrsta sinn með 3.600 atkvæða meirihluta og hafði þar aukið fylgi sitt um 5,5 prósent. Fylgisaukning hans þar samsvaraði nær alveg fylgistapi Frjálsljmdra og átti slfk tilfærsla eftir að endurtaka sig í hverju kjördæminu af öðru. Og í þeim kjördæmum þar sem Frjálslyndir buðu nú ekki fram en höfðu haft frambjóðendur 1964 var lióst að obbinn af atkvæðum Frjálslyndra hafði farið yfir á Verkamannaflokkinn. Frambjóðendur Ihaldsflokksins Framteald á 3. síðu. „óOÐINN‘‘ í klakabrynju vlð Ægisgarð í gær. Ljósm. Þjóðv. A. K. Dráttarbáturinn „Goðinn" kominn „Goðinn“, dráttarbáturinn sem Björgunarfélagið h.f. hefur keypt frá Noregi, kom hingað til R- víkur í fyrrinótt. Skipið var afhent félaginu í Arnedal fyrri miðvikudag, 23. marz, og þá gefið nafn, en áður bar skipið, sem smíðað var 1963, nafnið „Ki'aken“. Reyndist skipið hið bezta á heimleiðinni, að sögn skipverja. Áður hefur „Goðanum verið lýst hér í fréttum blaðsins, en skipstjóri verður Kristján Sveinsson, 1. stýrimaður Jón Eyjólfsson og 1. vélstjóri Viggó Bergsveinsson. „Goðinn“ mun veita fiski- Síðustu tölur Klukkan 1 í nótt vorn kunn úrslit í 457 kjördæmum af 630, Þau þingsæti skiptust þannig: Verkamannaflokkurinn 302 (+40). Ihaldsflokkurinn 148 (-h41). Frjálslyndir 5 (+1), aðrir 2j. skipaflotanum samskonar þjón- ustu og „Goðanesið“ hefur veitt á undanfömum misserum. Sprenging í Saigon SAIGON 31/3 — Vörubíl sem hlaðjnn var sprengi- efnum var ekig j da? að byggingu í Saigon í Suð- ur-Vietnam, og skömmu síðar^ varð ógurleg spreng- ing. í byggingunni voru til húsa bandarískir hermenn. Fjöldj þeirra var sagður hafa særzt. en ekki var kunnugt um nánari atvik begar siðast fréttist

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.