Þjóðviljinn - 07.04.1966, Page 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVTLJTNN — Pimmtudagur 7. april 1966.
Utgefandi: Sameiningarfloktour alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. .Tónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundssoii.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé'iannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Að þvo hendur sínar
¥ yndon B. Johnson Bandaríkjaforseti er sem
kunnugt er kristinn mjög á strætum og gatna-
mótum og ákallar ósjaldan guð í stjórnmálaræð-
um sínum. Eflaust ástundar "hann skipulegar
kirkjuferðir nú í dymbilvikunni. Skrautklæddir
klerkar í veglegum guðshúsum munu rifja upp
fyrir Lonum hina fomu píslarsögu um örlög
mannssonarins, þess sem handtekinn var fyrir
byltingarkenningar og uppreisnarstarfsemi í her-
numdu landi, dæmdur til dauða af erlendum og
innlendum valdsmönnum, pyndaður og krossfestur.
Og forsetinn mun kunna að sýna það með svip-
brigðum sínum, langþjálfuðum frammi fyrir sjón-
varpstökuvélum, af hversu innilegri samlíðan
hann fylgist með örlögum hins snauða og hrjáða
og myrta alþýðuleiðtoga; hann kann einnig flest-
um öðrum betur þá list að tárast á almannafæri.
¥|ó munu kirkjuferðir Bandaríkjaforseta ekki
, verða tímafrekari en svo að hann hefur tíma
til þess að rækja inn á milli störf sín sem æðsti
yfirmaður allra bandarískra herja. Hann mun
fylgjast vandlega með því að ekkert lát verði á
morðum í Víetnam, að sprengjum sé kastað yfir
varnarlaust sveitafólk dag eftir dag, að benzín-.
hlaup breyti mönnum í logandi eldstólpa, að stál-
nálar sági fólk í sundur, að gas kæfi menn, að
eiturefni spilli gróðri og uppskeru á stórum svæð-
um svo að hungrið geti unnið á þeim sem kunna
að sleppa undan annarri morðtækni hins kristna
stórveldis. Hann mun fylgjast vandlega með því
að áætlunin -um sívaxandi innrásarher sé tryggi-
lega framkvæmd, svo að þeim miljónarfjórðurígi
sem nú ástundar blóðverkin í Víetnam fjölgi upp
í 400 þúsundir á þessu ári. Hann mun sjá til þess
að alltaf sé tiltækt nægilegt auðmagn úr fjárhirzl-
um stórveldisins til guðsþakkarverka; fjárfesting
Bandaríkjanna í Víetnam er sem kunnugt er 17
miljónir króna á hvern myrtan mannsson. Hann
mun íhuga tillögur um að loftárásir á Norður-
Víetnam verði magnaðar stórlega og einnig láfnar
ná til höfuðborgarinnar. Hann mun fjalla um þá
hemaðaráætlurí að gera árásir á Kína. í dymbil-
vikunni verður eins og aðra daga reynt að tryggja
það að píslarsagan foma endurfaki sig á okkar
dögum, margfölduð með miljón.
¥¥vers virði er kristin kenríing Lyndon B. John-
son Bandaríkj aforseta, eða þeim jábræðrum
hans íslenzkum, forsætisráðherranum, utanríkis-
ráðherranum, kirkjumálaráðherranum, sem e’f-
laust munu sækja ' hinar tízkuskrýddu kirkjur
höfuðborgarinnar þessa dagana? Hún er andhverfa
lifandi veruleika, hræsni og ýfirdrepskapur, það
prjál sem nota má utan á kalkaðar grafir. Hpn
gerir þeim sama gagn og vatríið sem Pontíuf
Pílatus notaði þegar hann þó hendur sínar fyrir
tæpum tutfugu öldum. — m.
STERKA ÖLIÐ
Mál ejtt mikig ber oft á
góma þessa dagana. en þag er
bjórfrumvarpið svokallaða.
Ýmsir mœtir menn og merkir
hafa tekið séj- penna í hönd.
og xitað af vizku mikilli, ým-
ist með eða á mót. Helztu rö-k
þeirra,- sem fylgjandi eru
bjórnum, eru þessi:
1. Vér íslendingar lifum í lýð-
frj'áláu landi og eigum því
ekki að Þ°la nein bönn eða
höft.
2. Bjórinn komi því tii leið-
ar að menn yrðu ekki eins
út úr drukknir og af sterku
áfengi.
3. Neyzla sterks vins mýndi
minnka, þar sem menn
myndu frekar kjósa sér
' bjór.
4. Nángrannaþjóðirnar hafa
bjór, því þá ekki við?
Svo sem sjá má á þessum
þrem liðum, eru rök bjórmann-
anha fremur innantóm og ekki
þessleg að hafa áhrif á hugs-
andi menn. Tökum til dæm-
is fyrsta atriðið, þar sem öll-
um bönnum og höftum er mót-
mælt. Það er nú svo, að oft
verður fuUorðna fólkið að hafa
vit fyrir óvjtunum. Þannjg er
það til dæmis með bjórmálið.
Bjórinn er ' engum til góðs,
neipa ef vera skyldi framleið-
endunum og ber því eigj að
leyfa sölu hans hér Einn er
sá andskotinn, sem þeir bjór-
menn viija, en það er að Þeir
vilja bjór til reynslu vissan
tíma. Ef þelta yrði leyft. er
' það eins víst og amen í kirkju
að bjórfylgjendur yrðu fyrstir
manna til að loka augunum
fyrir afleiðingunum — og yrðu
síðan fyrstir til að mótmæla.
ef taka aetti bjórínn af þeim
aftur. Það er nefnjlega þannig
með þá, að ef þeim er rétt-
ur litli fingur, vilja þeir alla:
höndina.
Hvernig myndi hin íslenzka
æská taka bjórnum? Hún
myndi að, sjálfsögðu segja:
■ i’.Komdu' -faírnandi — énginn
verður fullur af einum bjór“,
og liggja svo í þvj það sem
eftir er ævinnar. Ýmsir munu
að sjálfsögðu kalla þetta öfgar
og tómt píp út í loftið. þar
sem bjórinn skal einungis
seldur í útsölum ÁTVR og þar
getur enginn verzlað nema
hann sé orðinn 21 árs.. Því
fólki sem slíku heldur fram,
vil é'g benda á ag fara á
skemmtistað, þar sem opinber
dansleikur er , haldinn fyrir
unglinga. Þar ættu þeir að
telja bindindismennina og
spyrja síðan hina, hvar og
hvernig þeir hafi komizt yfir
áfengi,
Þeir munu skipta um skoð-
un.
Eitt afbrot er það, sem
myndj aukast að mun en það
er ölvun við akstur. Þeir eru
fáir. sem myndu hætta við að
keyra bílinn heim, þó þeir
fengju sér bjór.
Einn er sá líkamlegi lýtir.
sem fylgir bjómeyzlu og er
algengur í þeim nágrannalönd-
um ok'kar, sem bjór hafa. Það
er hin svokallaða bjórvömb.
Þetta fyrirbrigði myndi brátt
skreyta margan íslendinginn
Og yrði með tímanum dæmi-
gert tákn fyrir fslendinga.
Á meðan vér ekki leyfum
bjór, stendur menning okkar
íslendinga þrepi ofar en hjá
n ágrannaþ j óðunum.
Það eru furðuleg rök — ef
rök skyldi kalla — að menn
verði ekkj eins útúr fullir af
bjór og af brenndum vínum.
Heldur vilja bjórmenn að ís-
lendingar ífái bjór og verði
alltaf kenndir, en að þeir verði
alltaf þurrir eðá svo til.
Ég tel það mikinn dóm-
greindarskort, að álíta að
neyzla sterkra drykkja myndi
minnka með tilkomu bjór-
þambsins — og eins að álíta
að bjórþambið sé til góðs. ■
Svo er þetta sífellda væl
um að nágrannaþjóðirnar hafi
bjór, en við ekki. Enn hef ég
engan heyrt kvarta undan því
að þessar þjóðir hafi nú gin-
og klaufaveiki, en við ekki.
Þetta er nefnilega nærtækt
dæmi. Bjórinn er álíka plága
fyri,.' mannkynið og gin- og
klaufaveikin er fyrir skepn-
umar,
Takmarkið er: Brennið bjór-
frumvarpið!
Jóhann Garðar Larsen.
Ferðamálaráðstefna
★ Ferðamálaráð hefur boðað
til ferðamálaráðstefnu á Akur-
eyri dagana 6. og 7. maí n.k.
Fyrirkomulag ráðstefnunnar
verður með svipuðu sniði og á
ferðamálaráðstefnunni á Þing-
völlum í fyrra. Dagskrármálin
nú verða þáttur ferðamannsins
í viðskiptalífi Akureyrar, Is-
land ferðamannaland fyrr og nú.
áhrif hækkaðs verðlags á mögu-
leika Islands sem ferðamanna-
lands, landkynningarmál, þrifn-
aður og hollustuhættir í veit-
inga- og gistihúsum og hrá-
efnaöflun til gisti- og veitinga-
húsa o.fl.
STARFSFÓLK
Vegna framkvæmda^ við Búrfellsvirkjun
vilja verktakar ráða skrifstofufólk, verk-
stjóra og iðnaðarmenn.
Upplýsingar eru veittar á skrifsfofu AI-
menna byggingafélagsins h.f., Suðurlands-
braut 32, á venjulegum skrifstofutíma. •—
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Svenska Enterprenad AB, SENTAB
E. Pihl & S0n
Almenna byggingafélagið hf.
Skrifstofust/órí
Viljum ráða mann til að veita forsföðu
skrifstofu verktaka við Búrfell.
Alhliða reynsla á viðskiptasviði og góð
enskukunnátta er áskilin.
Nánari upplýsingar veittar á skrifsfofu
Almenna byggingafélagsins h.f., — Suður-
landsbraut 32.
Svenska Enterprenad AB, SENTAB
E. Pihl & S0n
Almenna byggingafélagið h.f.
3ja til 5 manna tjöld — Bakpokar — Svefn-
pokar — Gastæki — Vindsængur — Ferða-
töskur — Garðstólar og borð — Ullarteppi.
FERÐAVÖRUDEILD II. hæð.
LÍverpooriÍiiÍI Laugaveg 18
_____• éáBmm_____________