Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 1
FERÐAMÁL Skírdagur Ferðaskrifstofa ríkisins og starfsemi hennar Rætt við Þorleif Þórðarson forstjóra um landkynning- arstarf, framlag ríkissjóðs til þeirra mála og fleira Þetta sýnast í fljótu bragði ærin verkefni og mætti ætla að þau yrðu ekki unnin að gagni nema af álitlegum hópi starfsfólks, sem hefði úr tals- verðu fé að spila. Rökstudd- an grun hefur maður haft um að starfsemi Ferðaskrifstof- ur frá byrjun verið eitt af að- alviðfangsefnum Ferðaskrif- stofunnar, sagði Þorleifur. Það er unnið á margvíslegan hátt: með útgáfu upplýsingarita, með því að greiða fyrir gest- iuii sem hingað koma í því skyni að kynna land okkar og #11® P| Þorleifur Þórðarson í skrifstofu sinni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Ferðaskrifstofa ríkisins er til húsa í Gimli við Lækjargötu — og er þröngt um hana þar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Fyrlr tæpum tveim árum samþykkti Alþingi lög um ferðamál. Þriðji kafli þeirra laga fjallar um Ferðaskrifstofu ríkisins og segir þar mcðal annars: ★ Ferðaskrifstofa ríkisins er ríkisstofnun, sem hefur með höndum leiðbeiningar og fyrirgreiðslu innlendra og erlendra ferðamanna sem almenn ferðaskrifstofa. Skal árlega veitt til hennar fast framlag á fjárlögum til landkynningar, eigi Iægra en hálf miljón kr. árlega, scm skal óháð rekstursafkomu skrifstofunnar í heild. ★ Ferðaskrifstofa ríkisins skal annast landkynningu, vinna að því að vekja athygli ferðamanna á landinu og kynna það á þann hátt, að menn fái sem gleggsta hug- mynd um lands- og þjóðar- háttu, menningu, atvinnulíf og framleiðslu. Skal Fcrða- skrifstofa ríkisins hafa sam- vinnu við utanríkisráðuneyt- ið og ferðamálaráð um þessi mál. ★ Ferðaskrifstofa ríkisins skal jafnan veita ókeypis Ieið- beiningar um ferðalög um- hverfis landið og á landinu, um gistihús, farartæki, á-* kvörðunarstaði og annað, sem ferðamönnum er nauð- synlegt að, fregna um, jafn- framt því sem hún annast og sér um, að ferðamönnum, innlendum og erlendum, er þess óska sé veittur hvers konar fararbeini. Og sitthvað fleira er á vcrk- efnaskrá Ferðaskrifstofu ríkis- ins: ráðgjafastörf um rekstur gjsti- og grejðasölustaða eftir- lit með farartækjum, skipu- lagning námskeiða fyrir túlka og leiðsögumenn, rekstur gisti- staða i skólahúsnæði, útgáfa leiðarlýsinga, minjagripasala o. fl. o.fl. unnar, sem á þessu ári hefur starfað í núverandi mynd í tæpa tvo áratugi, hafi alla tíð verið allþröngur stakkur skor- inn fjárhagslega, og til þess að fá nánari upplýsingar um þetta og ýmislegt fleira gekk tíð- indamaður Þjóðviljans á fund forstjórans, Þorleifs Þórðar- sonar, á dögunum og bað hann að segja lesendum blaðsins frá starfsemi skrifstofunnar, og þá fyrst frá landkynningar- starfinu. — Landkynningarstarfið hef- þjóð í heimalöndum sínum, með þátttöku I sýningum og aðild að upplýsingaskrifstofum erlendis o.fl. Bæklingar hafa verið sendir fjölmörgum ferða- skrifstofum erlendis, auk þús- unda einstaklinga. Ennfremur hafa sendiráð, sendifulltrúar íslands og fiugfélögin íslenzku fengið bæklinga skrifstofunn- ar í stórum upplögum til dreifingar. Þá hefur kynning rithöfunda, blaða- og útvarps- manna, sem Ferðaskrifstofan hefur styrkt og kostað. náð tjl miljóna manna í ýmsum lönd- um. heims. Góð kvikmynd er sennilega bezta kynningartæk- ið sem völ er á. Þess vegna hefur Ferðaskrifstofan gert sér far um að greiða fyrir því að hingað kæmu góðir kvik- myndatökumenn, og myndir þessara gesta skrifstofunnar hafa verið sýndar í bíóum. sjónvarpi og víðar víðsvegar um heim. Meðal þessara land- kynningarmanna rná nefna Hal Linker og Robert Davis, sem hafa haldið uppi víðtækri kynningu í Vesturheimi, svo og Frakkann Samivel, sem er mjög kunnur á meginlandi Evrópu. Þá má geta þess, að Ferðaskrifstofan beitti sér á sínum tíma fyrir töku land- kynningarmyndarinnar „Gim- steinn í norðri", sem hún .hef- ur látið gera í fjölda eintaka og sýnd hefur verið mjög víða. — Ferðaskrifstofa ríkisins hefur stutt útgáfu ferðahand- bóka um ísland í ýmsum lönd- um og nefni ég í því sambandi aðeins hinn þekkta „Guide Nagel“, heldur Þorleifur áfram. — Ennfremur hefur skrif- stofan stuðlað að útkomu landkynningarbóká £ myndum og máli, og má þar nefna bækur frú Helgu Fretz ,,Is- land“ sem Almenna bókafé- lagið annaðist sölu á og „Hest- ar“ sem Menningarsjóður keypti stórt upplag af. — Þá hefur skrifstofan bæði tekið sjálfstætt þátt í sýning- um erlendis og í samstarfi við aðra aðila og hefur auk þess gert mikið af því að lána myndir og margskonar þjóð- lega muni til sýninga erlendis. Ferðaskrifstofan hefur verið aðili að upplýsingaskrifstofu í London og New York, og haft skrifstofu í Þýzkalandi, Sviss og Íta-líu — og samskon- ar samstarf mun væntanlega hefjast í N. Y. á þessu ári. — Ég hirði ekki um að tína fleira til, þó af mörgu sé að taka. Eins verður árangurinn af þessu landkynningarstarfi aldrei veginn eða metinn tölu- lega. Ég er þó þeirrar skoðun- ar, að í góðri samvinnu við ýmsa ágæta aðila, einkum ís- lenzku flugfélögin, hafi þessi starfsþáttur Ferðaskrifstofu ríkisins verið árangursríkur. — Og hvernig hefur fjár- þörfinni í þessum éfnum verið mætt? — Við setningu laganna um Ferðaskrifstofu ríkisins 1936. segir Þorleifur Þórðarson, var upphaflega ákveðið að hún skyldi búa við fastan tekju- .stofn sem stæði að mestu und- ir landkynningar- og lögboðn- um fyrirgreiðslustörfum. Á stríðsárunum var framkvæmd laganna frestað og við gildis- töku þeirra á ný, 1947, var á- kveðið að hið fasta framlag yrði fellt niður. Síðan hefur ríkt hin mesta óvissa um fjár- hagsafkomuna og hvað hægt væri að gera hverju sinni á sviði landkynningar. Að vísu hefur nokkurt fé vérið veitt úr ríkissjóði til starfseminnar, en það hefur verið mjög af skornum skammti og hrokkið skammt til þess að standa und- ir víðtækri landkynningu og inna af hendi kostnaðarsöm þjónustustörf. Það sem áunn- izt hefur er að miklu leyti að þakka því, að ‘Ferðaskrifstofa ríkisins hefur verið þess megn- ug að afla sér mikilla tekna af margþættri starfsemi, sem henni bar á engan hátt að gera lögum samkvæmt. — Nokkrar tölur í þessu sambandi? — Já, á árunum 1947—1959 báru eigin tekjur skrifstof- unnar uppi 60% af kostnaði við landkynningu. 1960—1962 náðist enn betri árangur, því að þá borgaði skrifstofan 80 af hundraði af landkynningar- kostnaði með eigin tekjum — framlag hins opinbera var að- eins 20%. Á árunum 1960— 1964 voru bein útgjöld við landkynningu rúmlega fjórar og hálf miljón kr. og lætur nærri að óbeini kostnaðurinn við landkynningar- og fyrir- greiðslustörfin hafi numið svipaðri upphæð. Framlaghins opinbera var á sama tíma 2% milj. kr. Á þessu tímabili gaf Ferðaskrifstofa ríkisins út rúmlega 800 þús. eintök kynn- ingarbæklinga og lætur nærri að tekjur af skipulögðum ferðalögum skrifstofunnar hafi borið uppi kostnaðinn af þess- um kynningarlið. Reynslan hefur því sýnt, að þgð er hag- stætt að sameina í framkvæmd hin óarðbæru lögboðnu störf og þau sem til tekjuöflunar horfa og Ferðaskrifstofan hef- ur byggt sjálfsaflafé sitt á. En það er líka staðreynd að vett- Framhald á 14. síðu. Ferbamönnum vísað til vegar Eins og á síðasta ári er páskablað Þjóðviljans helgað ferðamálum. í fyrra var einkum lögð áherzla á kynn- ingu utanlandsferða, en að þessu sinni leitum við minna út fyrir land- steinana. Athygli skal vakin á nokkrum þátt- um í blaðinu sem kunnugir menn hafa ritað til lýsingar á héruðum og sveitum, sem lítt hafa verið í alfara- leið ferðamanna til þessa. Árni Björns- son cand mag. lýsir þannig Dalasýslu og gerir einkum grein fyrir sögustöð- unum þar — en þeir eru margir. Hall- dór Ólafsson bókavöriður á ísafirði tekur lesendur með sér 1 stutt ferða- lag um Vestfirðina. Sigurður Blöndal skógarvörður á Hallormsstað vísar til vegar á Austurlandi og Ásmundur Sig- urðsson, fyrrv. alþingismaður, segir deili á ferðaleiðum á Suðausturlandi. Þá lýsir Starri bóndi í Garði í Mý- vatnssveit — því fagra héraði. Guðgeir Magnússon segir frá heimsókn til Aþenuborgar, — og getið er þeirra ferða utan lands og innan, sem ferða- skrifstofurnar bjóða mönnum í sum- ar og haust. Er þá eftir að nefna það efni sem birt er í bak og fyrir á þessu auka- blaði: Viðtal við Þorleif Þórðarson forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins (hér ofar á síðunni) og örstutt spjall um írland (á baksíðu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.