Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 4
4 ííiba — ÞJÖÐVIUJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1966. HÓTEL BÚÐIR Sumárhótel í fögru umhverfi. Tekur á móti gestum til lengri og skemmri dvalar. I HÓTEL BÚÐIR Sími um Staðarstað — Sími i Reykjavík 12423. Hótel Akranes , . i . . . . Sjálfsafgreiðsla — Gisting. Veizlusalir fyrir ferðahópa. Heitur matur — Kaffi og kökur ávallt reiðuhúið Hótel Akranes < Þegar þér ferðist um Borgarfjörð, er fátt sem vekur meiri ánægju, en að koma á góðan veitingastað. Gistihúsið Hótel Borgarnes, er einn af þeim. Heitur matur og aðrar veitingar ávallt til reiðu. OPIÐ ALLT ÁRIÐ — Vinsamlegast reynið viðsk'ptin. HÓTEL BORGARNES Símar 93-71 19 og 93-7219. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" UNDARGA7A 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI iSURETY Bolli. Þangað var Helga fagra flutt hvítvoðungur. þegar bera átti hana út. Kauptúnið Búðardalur ligg- ur við fjörðinn fyrir mynni Laxárdals. Seinasti bær hreppsins, þeg- ar áfram er haldið Vestur- landsveg er Ljárskógar, sem unnendur M.A. kvartettsins munu þekkja' af Jóni skáldi og söngvara. Nú tekur við Hvammssveit. Þriðji bær á hægri hönd er Ásgarður. Þar bjó sá frægi Bjarni í Ásgarði, en núna Ás- geir sonur hans alþingismað- ur. Upp úr flóanum fyrir neð- an rís stakur_ hár og dular- fullur stapi, Ásgarðsstapi, og eru þar auðvitað álfar. Nú skiptast leiðir. Til hægri er farið yfir Svínadal til Saur- bæjar. Við Hafragil austan- megin í þeim dal sátu Bolli og Ósvífurssynir fyrir Kjart- ani Ólafssyni með alkunnum afleiðingum. Næst fyrir vest- an er Sælingsdalur, og þar er sjálfur Tungustapi, sem ein frægasta álfasaga okkar er bundin við. í þeim sama dal er bærinn Laugar, þar sem Guð- rún Ósvífursdóttir óx upp. Þar er nú sundlaug og heimavist- arskóli. Hin leiðin liggur kringum Strandir. Blasir þar fyrst við Krosshólaborg, þar sem sagt er, að Auður djúpúðga hafi látið reisa krossa og farið þangað til bænahalds, því að hiin hafi verið skírð og vel kristin. En eftir dauða Auðar spilljst trúa frænda hennar, en höfðu þó áfram mikinn átrún- að á Krosshólum. Trúðu þeir því að þeir dæi í hólana. Nú hafa konur í héraðinu rejst Auði veglegan kross á borginni. Frá Krosshólum sér ofan í Skeggjadal og þar er bærinn , Hvammur, óðal Auðar og af- komenda hennar. Síðar býr Hvamm-Sturla þar um miðja 12. öld og efíir hann Þórður Sturluson með syni sína, Ólaf hvítaskáld og Sturlu sagna- ritara. Þarna nam Árni Magn- ússon hjá Katli frænda sín- um Jörundssyni. Nú má hvíla sig ofurlítið á sagnfræðinni, því að nú tekur við nýstárlegri náttúrufegurð, einkum eftir að kemur út fyr- ir Staðarfell, þar sem er út- sýni yfir hinar óteljandi eyjar í ipynni Hvammsfjarðar. A Fellsströndinni er einnignokk- ur skógur og oftast veðursælt. Vegurinn liggur inn í Klofn- ingshrepp og gegnum sjálfan Klofninginn eða „klobbann", sem er um 10 m breið gjá gegnum fjallsrana. Sunnanvið þann rana munu vera .,ekrur“ þær, sem' Kjallakur gamli og Geirmundur heljarskinn börð- ust á. Fyrir norðan Klofning tekur við Skarðsströnd og verður nú landslagið hrikalegra: brattar hlíðar með þverhnýptum klett- um efst, mjó landræma að sjónum og sífelldar eyjar úti fyrir. Nú fer að sjást horður á Barðaströnd. Einn fyrsti bærinn er Ballará, þar sem m.a. bjó Pétur Einarsson lög- réttumaður á 17. öld og reit Ballarárannál. Liggur síðan leiðin fram hjá nokkrum bæj- um unz við blasir höfuðbólið Skarð, sem mun eitt bæja á íslandi hafa verið í eigu sömu ættar allt frá landnámsöld. Nokkru neðar eru Geirmund- arstaðir, þar Geirmundur helj- arskjnn bjó fyrst, en síðan munu eftirkomendur hans hafa fæA sig upp undir fjallið á reisu- legri stað. Geirmundarstaðir voru síðan löngum' hjáleiga frá Skarði sem og aðrir bæir í kring. Þar mun kveðin þessi bæjarvísa: Rýkur á Krossi, rýkur á Á rýkur í Frakkanesi, Reynikeldu rýkur á, rýkur á Melum, Ballará. Seint væri að telja þá við- burði, sem tengdir eru við Skarð, en uppgangur þess hófst fyrir alvöru á 14. og 15. öld í sambandi við vaxandi þýðingu fiskveiðanna fyrir út- flutning, og var Skarð jafnan eitt auðqgasta setur við Breiðafjörð ásarat Reykhólum ‘og Bæ á Rauðasandi. Þar bjuggu löngum sýslumenn, lögmenn og hirðstjórar, svo sem Björn ríki Þorleifsson og kona hans Ólöf Loftsdóttir ríka á Möðruvöllum um miðja 15. öld. Innarlega í túninu á Skarði heita Smjördallshólar og á Ólöf ríka að hafa haft þar smjörskemmur sínar. Þarna var hin nýja bankabók fslendinga, Skarðsíbók, varð- veitt öldum saman. Kirkja hef- ur verið á Skarði frá því um 1100. í henni er gömul altar- istafla, sem þykir einn merk- asti kirkjugripur hérlendis. Er sögnin sú, að Ólöf ríka hafi gefið hana. Fyrir innan Skarð undir hlíðinni er djúp kelda ca. 10 m í þvermál og 'kallast Andar- kelda. .Segir í Landnámu, að „Geirmundur fal fé sitt mikið í Andarkeldu undir Skarði“. Eru að sjálfsögðu til sögur um árangurslausar tilraunir manna til að ná upp gullkistu Geir- mundar. Drangur allmikill er undir hlíðinni lengra og heit- ir Grafardrangur. Sögðu sum munnmæli, að Geirmundur hefði kastað þar upp hníf og belti, en aðrar, að hann hefði rekið þangað þræl með sverð sitt. Drangurinn var vitaskuld talinn ókleifur, en var þó klif- inn fyrir nokkrum árum og fannst fátt fémætt. Innan við Búðardalsá er bærinn Tindar, sem er kunn- astur fyrir brúnkolanámu þá, sem þar er niður við sjóinn og tvívegis hefur verið byrj- að að starfrækja. En síðan liggur leiðin inn grýttar hlíð- ar með fuglabjargi fyrir ofan Heinaberg (ekki Heiðnaberg), unz komið er í Fagradal. Þar bjó Steinólfur lági landnáms-' maður, en nú Steinólfur hái. Þar bjó og um tíma Sturla Þórðarson sagnfræðingur, en einna þekktust persóna, sem þar hefur átt heima á síðari tímum, mun vera Jórunn sú Brynjólfsdóttir, sem sr. Jón skáld Þorláksson á Bægisá féll tvisvar í hórdómsbrot með og missti pr'estskap fyrir. Saurbæjarhreppur hefst innan við Fagradalsá, en sjálf Saur- bæjarsveit ekki fyrr en kom- ið er að Tjaldanesi. Þar bjó um síðustu aldamót einn síð- asti sagnáskrifari á landinu, Magnús Jónsson, sem skrifaði upp sögusafn í 20 bindum, hvert um 800 síður, löngu eft- ir að tekið var að prenta sög- urnar. Mörgum þykir Saur- bærinn fríðust sveita í sýsl- unni. Þar er höfuðbólið Stað- arhóll í samnefndum daL Þar bjó Þorgils Oddason um 1120, sem átti hinar frægu deilur við Hafliða Másson, sem voru forsmekkur Sturlungaaldar. En sonur hans Einar deildi við Hvamm-Sturlú. Sturla Þórðar- son bjó þar lengst. Við þenn- an bæ er kennd Staðarhóls- bók, annað aðalhandrit Grá- gásar. Þarna bjó Staðarhóls-Páll á 16. öld og þar eyddu hann og Helga Aradóttir sínúm marg- frægu hveitibrauðsdögum, þegar þau fóru ekki úr rúm- inu í 3 vikur. Margar hjáleig- ur voru kríngum Staðarhól, m.a. Mibligarður, sem vera mun spottsyrði. Þar ólst upp Alli í Miklagarði, öðru nafni Steinn Steinarr skáld. Fyrir mynnum Staðarhóls- og Hvolsdals stendur kirkja sveitarinnar á hól þeim, sem fyrrum nefndist Melrakka- hvoll eða Skollahóll, en þegar kirkja var flutt þangað frá Staðarhóli og Hvoli, þótti nafnið lítt hæfa og var breyft í Kirkjuhóll. Þar er nú einnig félagsheimili sveitarinnar og hef.ur af undarlegum frumleika verið skýrt Tjarnarlundur, þótt leitun muni á tjörn eða lundi í grenndinni, sem kallast megi. Nú skiptast brátt vegir. Liggur annar vestur í Barða- strandarsýslu, en á þeirri lejð er í Saurbæjarhreppi m.a. Ó- lafsdalur, þar sem Torfi Bjarnason rak fyrsta únaðar- skóla á landinu á þriðja tug ára á síðustu öld. Vegurinn til hægri liggur eftir Hvolsdal í átt til Svínadals. Suður úr Hvolsdal gengur Hvítadalur, þar sem Stefán skáld bjó. Fremsti bær í Saurbæ er Bersatunga, þar sem Hólm- göngu-Bersi bjó. Má nú 'hringnum teljast lokið. Eftir er að geta um Hörða- dal í Suðurdölum, sem tekur ýið af Miðdölum á leiðinni út á Snæfellsnes. Á þeirri leið er m.a. Skraumuhlaupsá, en þahgað náði upphaflega land- nám Auðar djúpúðgu. Renn- ur hún í þröngum, hrikalegum gljúfrum og meira að segja hægt að stökkva þau á einum stað fyrir vaskan mann. Frá Hörðadal lágu fyrrum þjóð- leiðir suðuryfir um Sópanda- skarð og Svínbjúg. Árni B.jörnsson. Tónlistar- og leik- listahátíð □ Dagana 21. ágúst til 10. seþt. n.k. verður efni 'í tuttugasta skipti til tónlistar- og leiklist- arhátíðar í Edinborg á Skot- landi. Að venju mun mikill fjöldi heimskunnra listamarihá hvaðanæva úr heiminúm taká þátt í hátíðinni. • "ÍÍJ tftlad ii; öi ti ijiöri •jrÍJÍydH % KULDAJAKKAR HERRA o g DÖMU ÚR RÚSKINNI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.