Þjóðviljinn - 07.04.1966, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Síða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐTTLJTNN — Fimmtudagur %. aprfl 1966. Wmm WmW, WWMM§mÆ| hefur hlotið nafnið „Ítalía í septembersól“. Flogið verður til London og þaðan til Mil- ano. Seinna verður siglt frá Napoli. til Cannes með hinu nýja risaskipi ítala, Michel- angelo og dvalizt síðustu daga férðarinnar í Nizza. Saga Njáll Símonarson, forstjóri Ferðaskrifstofunnár Sögu, gef- ur blaðinu þær upplýsingar að ráðgerð sé Norðurlandaferð 9. júlí n.k. Flogið verður utan til Oslóar, dvalizt þar næsta dag,_ en á þriðja degi ferðar- innár haldið í langferðabifreið í viku ferðalag um Noreg. Á ellefta degi verður svo flogið til Kaupmannahafnar og dval- izt þar þrjá til fjóra daga en þá haldið heimleiðis með Gull- fossi. Tólf daga ferð til írlands og Skotlands verður farin 31. júlí. Frá Reykjavík verður flogið til Glasgow og þaðan til Dýfl- innar og næsta degi eytt þar í írsku höfuðborginni. Áþriðja degi ferðarinnar verður lagt af stað í 5 daga hringferð um Suður-írland, án efa fróðlegt ferðalag og skemmtilegt. Að þeirri forð lokinni verður hald- ið til Glasgow á Skotlandi og þar dvalizt 8.—10. ágúst, en heimleiðis flogið 11. ágúst. Auk þessara hópferða, sagði Njáll, verða farnar nokkrar aðrar ferðir í sumar á vegum ferðaskrifstofunnar Sögu, þ.e. a.s. ferð til Brighton í seinni hluta ágústmánaðar, ferð til Tékkóslóvakíu í júní, Spánar- ferð 4.—20. sept. og Mexikó- ferð í byrjun september. FARGJÖLDIN LÆKKA UM FJÖRÐUNG Vorfargiöld Flu'gf.élagslns gera yður kleift á& fljúga fyrir fjórcjungi lægra verð til 16 borga í Evrópu. Á yorin er bezt aB ferSast — fegursti árstíminn í suSlægum löndum og lægstu fargjöldin. FíjúgÍB meB Flugfélaginu ýður til ánægju og ábata. HVAÐ ER í BODI HJÁ FERÐA- SKRIFSTOFUNUM? Sunna í mörg ár hefur Ferðaskrif- stofan Sunna gengizt fyrir ut- anlandsferðum með íslenzkum fararstjórum og á síðasta árí tóku um 800 manns þátt í þessum hópferðum. Hér á eft- ir fer yfirlit yfir nokkrar he-lztu ferðir Sunnu á yfir- standandi ári. Dagana 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí, 14. ágúst og 4. september verður farið í 12 daga ferðir til London—Amsterdam og Kaupmannahafnar. í þessum ferðum gefst fólki tækifæri til að skoða þrjár ólíkar stór- borgir Evrópu. Fararstjórar verða Jón Helgason, Gunnar Eyjólfsson og Guðmundur Stefánsson, og ferðin kostar kr. 11.800,—. 21. júní hefst 15 daga Jóns- messuferð til Norðurlanda og Skotlands og kostar hýn kr. 14.800. Fararstjóri, í þessari ferþ verðúr Jón Helgason. Flogið er fyrst ti-L Bergen og síðan farið um fjallahéruð og firði til Osló og verið við bál- in frægp í Harðangursfirði á Jónsmessunni. Síðan er dvaUð í Osló og Kaupmannahöfn og á heimleiðinni er dvalið tvo daga í Glasgow og farið. í ferðalag um vatnahéruð og há- lendi Skotlands. Jón Helgason er einnig far- arstjóri í ' 17 daga ferð sem farin yerður 26. júlí til Vínar- borgar—Búdap est—J úgósla víu og Sviss og kostar kr. 18.700. Ungverjaland er nýr áianga- staður íslenzkra ferðamanna, en í höfuðbörginni Búdapest Framhald á 14, síðu. FLUCFÉLAG ÍSLANDS ICELANDAIR forstjóri ferðaskrifstofunnar í viðtali við Þjóðviljann. Hér er um níu daga ferð að ræða og verður ekið um vest- ur-, norður- og austurland, en flogið frá Höfn til Reykjavík- ur. Haldið verður af stað í fyrstu ferðina 30. júní, en þær éru sex alls. , Nýstárlegustu .ferðir Útsýnar eru baðstrandarferðir til Mið- jiarðarhafs. Dvalið verður 12— 15 daga á baðstað og nágrenn- ið jafnframt skoðað. Þessar ferðir eru til Alassio á ítölsku riviesunni, Costa Brava á strönd Spánar, Lloret de Mar og Mallorca, en þær eru nú þegar flestar fullskipaðar. Þá er Útsýn með tvær Bret- • landsferðir á prjónunum, aðra í juní og hina í ágúst. Siglt verður báðar leiðir með GúU- fossi. farið héðan til Leith og ekið suður Skotland og Eng- land og dvalið fjóra daga í London. 4 júní og júlí eru þessar ferðir áajtlaðar: Skandinavía— Skotland, Vestur-Evrópuferð og Mið-Evrópuferð. í fyrst töldu ferðinni verður dvalið nokkra daga í Harðangursfirði, Osló, Kaupmannahöfn og Glas- gow. Vestur-Evrópuferðin hefst með flugferð til Hafnar og heldur hópurinn þar kyrru fyrir í 5 daga, en síðan eru borgirnar Hamborg og Amst- erdam heimsóttar. Viku verð- ur eytt á baðstaðnum Zand- voort og að lokum komið við í London og siglt þaðan heim með Gullfossi. Mið-Evrópu- ferðin hefst einnig með því að flogið verður til Hafnar, en þaðan er háldið til Múnchen og eftir þriggja daga dvöl þar til Vínarborgar. Einnig er dvalið á baðstað í Júgóslavíu í vikutíma.' Önnur Mið-Evrópuferð er fyrirhuguð í ágúst og verður þá farið til Danmerkur, Rín- arlanda, Sviss og Frakklands. Þá er aðeins ótalin ferð, sem farin verður í september og GLASGOW- LONDON • K0BENHAVN * 0$LO - BERGEN AMSTERDAM * BRUXELLES HAMBURG • FRANKFURT STAVANGER • G0TEBORG • STOC LUXEMBURG HELSINKI Lönd og Leiðir Væntanlega eru margir í páskaferð Ferðaskrifstofunnar Lönd og Leiðir, þe^ar þetta blað kemur út, en L&L hafa skipulagt fleiri innanlandsferð- ir á árinu og er þá fyrst að nefna hvítasunnuferð á Snæ- fellsnes, sem farin verður 28. — 30. mrí og ferð í Þórsmörk sömu daga. Sumarleyfisferðir L&L inn- anlands eru þannig áætlaðar: 28. júní til 7. júlí. 8. — 18. júlí og 3. til 12. ágúst verða íerðir til Öskju og um Norðurland. Farið verður um Kjalveg, þekktustu staði Norðurlands og til Öskju og Herðubreiðar- linda. Verð er kr. 5.800.—, og er fæði innifalið. 5. -— 17. júlí er ráðgerð ferð til Öskju og um Austurland og kostar hún kr. 7.525.— og er fæði innifalið. Farið verður um Þingvöll, stanzað við Gull- foss en síðan haldið til Hvera- valla, norður til Skagafjarðar og um Akureyri í Vaglaskóg. Komið verður á þessa staði m. a. Ásbyrgi,. Herðubreiðarlindir, Hallormsstaðaskóg, Mývatn og Landmannalaugar. Enn er farið að Öskju og í þetta sinn um Austurlandshá- lendi 20. — 26. júlí. Haldið verður til Þingvalla, síðar stanzað við Gullfoss og þaðan ekið til Hveravalla. Þriðja degi ferðarinnar verður eytt við Mývatn, þaðan ekið að Deftifossi, Herðubreiðarlindum og Öskju. Að lokum verður flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, ferðin kostar kr. 4.990.— með fæði. Svipuð ferð er fyrirhuguð 26. júlí til 1. ágúst. Um verzlunarmannahelgina eru tvær ferðir L&L, önnur í Þórsmörk hin í Landmanna- laugar. Fyrrnefnda ferðin kostar 560.— en hin kr. 860.— og er fæði ekki innifalið. Að lokum er svo ferð til Öskju og um miðh.álendið 13. til 25. ágúst og kostar hún kr. 7.525.— með fæði. Fyrri hluti þessarar ferðar liggur um ó- byggðirnar vestan Vatnajökuls og inn á það svæði, sem einna helzt er tengt íslenzkri þjóð- trú og útilegumannasögum — Ódáðahraun. Þá verður haldið- til Dyngjufjalla og Öskju. Þaðan til Herðubreiðarlinda og verður gengið á Herðu- breið. Þá er haldið um byggð- ir Norðanlands og komið þar að markverðustu stöðum. Síð- asti áfanginn er um Kjalveg. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir skipuleggur einnig margar hópferðir til útlanda, en flestar þó til Spánar. Þang- að eru áætlaðar 15 og 22 daga ferðir dagana 8., 22. og 29. júlí, 12. og 16. ágúst og 2. september. Þá eru 17 og 20 daga ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar til Kaupmannahafnar — Amst- erdam og Hamborgar, og 28. maí og 26. ágúst. 22 daga ferð til þessara borga og París í kaupbæti verður farin 12. ág. Fimmtán daga ferðir til Dan- merkur og Bretlands verða farnar 24. júní og 2. septem- ber. Einnig eru áætlaðar þessar ferðir: 15 daga vorferð til Dan- merkur þann 27. apríl, 23. daga vorferð til Þýzkalands, Hollands og . Danmerkur 28. maí, Rínarlandaferð 20. júní, sem stendur í 19 daga, Stóra Mið-Evrópuferðin svokallaða hefst 8. júlí og er í 22 daga og 14 daga ferð til Kaup- mannahafnar og Hamborgar 16. júlí. Sérstök hópferð hefur verið skipulögð á heimsmeistara- keppni í knattspyrnu í Lon- don 19. júlí og nær hún yfir 15 daga. 20 daga ferð til stór- borga í Evrópu verður farin 29. júlí, 22 daga ftalíuferð 5. ágúst, 15 daga ferð til Noregs og Svíþjððar 19. ágúst, 18 daga ferð til Sviss — ítalíu og Frakklands 23. ágúst og 13 daga Bretlandsferð 27. ágúst. Að lokum eru svo þessar ferðir L&L til útlanda: 21 dags ferð til stórborga Miðjarðar- hafs og hefst hún 10. sept., 15 daga Mið-Evrópuferð, sem farin verður 16. sept., 19 daga Austur-Afríkuferð 25. sept og 17 daga haustferð með Gull- fossi 1. október. Útsýn Hringferðir Útsýnar um landið eru einkum ætlaðar fyrir erienda ferðamenn, en þó taka alltaf nokkrir íslend- ingar þátt í slíkum ferðum, sagði Ingólfur Guðbrandsson,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.