Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 16

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 16
STRANDHOGG Á ÍRLAND9 Þótt við íslendingar skrifum um það í blöð og á bsekur að við séum komnir af írskum þraslum, þótt flest okkar skáld séu rauðhærð allt frá Gretti ÁsmuncTarsyni til Jökuls Jak- obssonar, og þótt þessi skyld- leiki okkar við fra hafi séð konum okkar mörgum hverj- um fyrir sérlega heillandi lit- arafti og mjúku hörundi — þrátt fyrir þetta allt gerum við enn mjög lítið af því að heimsækja þetta land feðra okkar. Heldur heimsækjum við Hundtyrkjann en að heimsækja íra og er þetta al- veg makalaust. ^ • NÁLÆGÐ SÖGUNNAR Nú er írland mjög fallegt land, því hefur ekki verið upp logið. Strandlengjan býður upp á mikla og heiliandi fjöl- breytni, af þokkalegum fjöll- um opnast útsýn yfir þriflega dali með mjúkum línum og hressandi fiskivötnum. Ogsag- an er allstaðar nálæg í mynd fornra bautasteina, hundgam- alla kirkna, barúnakastala og kúlurispna á veggjum til minningar um uppþot og upp- reisnir gegn Englendingum. , Því írlendingar eiga sér sann- arlega sögustaði, sem ekki kafna undir nafni, og þurfa ekki, eins og við, að láta sér nægja að stíga upp á grjót- hnullung ómerkan og segja: VIÐ ERUM SKEMMTILEGIR PRISAR . . . og svo virðist sem ekkert hafi breytzt. Ross kastali í Kill- amey. hér glötuðum við frelsinu, kærir gestir. Og þessi nær- vera sögu styrkist við það, að írlendingar hafa víst ekki ver- ið neitt sérlega duglegir við nútíma húsbyggingar (líklega miklu gáfaðri - menn en við frændur þeirra), þú hefur það víst á tilfinningunni, að það hafi ekkert breytzt á írlandi og svona hafi þetta alltaf ver- ið og muni alltaf verða. Enda auglýsa írskar ferða- skrifstofur að land sé frítt við þann taugaæsing sem ætlar vestræna nútímamenn lifandi að drepa. Og þar með erum við komn- ir að fólkinu. Það má lesa um það í írskum bæklingum að írar séu skemmtilegir menn og gestrisnir og óvenjulegir og hver veit hvað. þgð er kannski ekki beint heppilegt að menn skuli skrifa svona um sjálfa sig; þar að auki liggur það orð á írum að þeir kríti liðugt hvenær sem þeir geti. En því ekki að trúa þess- um fullyrðingum? Höfum við ekki séð leikritið Gísl — það voru nú ekki aldeilis leiðinda- lúsablesar sem þar voru sam- an komnir. Gleymum því<$. heldur ekki að Bernard Shaw var íri, en hann var um tima eini skemmtilegi maðurinn á öllu Englandi, Oscar Wildevar sömuleiðis írskur, já, og O’- Casey, James Joyce, Yeats og margir menn fleiri ágætir — er okkur næst að halda, að mikil eymd og volæði ríkti í enskum bókmenntaheimi ef ekki væru írar. Og þá kann- ski, samkvæmt framansögðu, í íslenzkum bókmenntaheimi einnig. Og nú voru þeir að skemmta sér við að sprengja upp Nel- sonstyttuna í Dýflinni, bless- aðir karlarnir. VISKÍ ^ Við minntumst rétt áðan á túristabæklinga og gætum svo sem nefnt eitthvað fleira til af því sem írar telja sér og landi sínu til ágætis. Þeir segja til að mynda, að írland sé fámennasta land Evrópu. Þetta sannar náttúr- lega ekki annað en það sem áður var nefnt — að írskir eru skemmtilega ly#nir menn, því þar gleyma þeir til að mynda Islandi, og mættu sjálfsagt vita mifclu fleira um okkur afkom- endur sína, engu síður en við um þá. Þá segja þeir: það er allt fullt með slöngur og höggorma á fornum trúarlegum minnis- merkjum á írlandi, en samt er írland eina landið í Evrópu þar sem engir höggormar eru (Og aftur ljúga þeir blessað- ir). Næst kemur svo fullyrðing sem við skulum vona til guðs að fái staðizt: Það er hægt að kaupa stórt glas af úrvalsviskí fyrir einar átján krónur, eða sem því svarar. Þá segir: Þar eru 800 vötn og ár, fullar með fisk — og með því það er orðið svo dýrt að veiða fisk á íslandi er allt eins líklegt að það _ sé spam- aður að fiska á írlandi — annað eins hefur nú gerzt. Og: það eru um fjörutíu þúsund mannvirki og hallir frá tímum írskra konunga og allar eru vel þess virði að vera ljósmyndaðar. VEIÐIMENN Gleymið ekki að líta inn áður en lagt er upp í veiðiferðina. Písarnir virðast vera heppi- legir að mörgu leyti, við höf- um nú heyr’t þetta með viskí- ið. Flutningiafyrirtækið CIE auglýsir til að mynda viku- ferðir í þægilegum langferða- bílum á milli fegurstu og frægustu staða iandsins og er hægt að velja um margar leiðir. Slík ferð kostar kann- ski 25—30 pund og eru þá innifaldar máltíðir og hótel- gisting. Það er náttúrlega mesti spottprís eins og hver maður getur séð. Og ef mönn- Aðalgata í Dýflinni. Kúlurisp. ur á veggj- um til minningar um upp- þot og slag við Eng- lendinga. um er illa við að vera bund- inn við ferðamannahóp í slík- um leiðangri, geta menn keypt sér svonefndan „Rambler" miða sem kostar sex til ellefu pund. Á slíkum miða er hægt að ferðast að vild í fimmtán daga með írsku ríkisjárnbraut- unum og einnig með strætis- vögnum á hverjum stað. Hitt er svo ekki getið um í þessum fræðum, hve oft rign- ir á írlandi. En einhver á- hætta verður nú að fylgja hverju ferðalagi.... BÍLLINN 1ÁR ER -DODGE 1966- Sláizt í för með öðrum ánægðum DODGE eigendum og veljið DODGE 1966. Það er sama hvort það er DART, CORONET, POLARA eða MONACO, þeir eru hver öðrum glæsilegri. Hinir vandlátu velja aðeins DODGE 1966. DODGE DART GT... er fallegur bíll með fallegum klassískum línum. — DODGE DART er rúmgóður og kraft- mikill bíll, sem gáman er að aka. Fáanlegur meo venjulegri þriggja gíra skiptingu, sjálfskipt- ingu eða fjögurra gíra gólfskipt- ingu. 1966 Dodge Dart GT 1966 Do 3ge Coronet 600 DODGE CORONET 500... er, eins og allir bílar frá DODGE, vandaður, sterkur og síðast en ekki sízt stórglæsilegur með ■ nýtízkulegum línum. — CORONET kemur „standard" með 145 hestafla vél, en auk þess má velja um fjórar aðrar vélar- stærðir. D0DGE P0LARA... er glæsilegasti bíllinn frá Banda- ríkjunum í ár. Undir vélarhlíf- inni er hin heimsfræga DODGE 383 cub. in., V8 vél. 1966 Dodge Polara ^ CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h.f. Hringbraut 121 — Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.