Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 9
« Fimmtudagur 7. april 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA g Akrópólis í dag séð að sunnan með vegghleðslu Kímonar og leikhús Hcródesar neðan suðvestan mcgin og ofar leifar própýlea að vestan. Attikusar fyrir upp til norðurs og endaði á norðausturhorni Própýlea. Vitnað er í lýsingu úr háð- leiknum Lysistrata eftir Ari- stófanes þessu til sönnunar, þar sem gamlir menn þramma löt- urhægt upp stiginn upp á há- borgina. Þessi marmarauppgangur þcýtur líka byggingarsvip Prór pýlea vestan á háborginni við náttúruna ■ og landslagið og dregur úr ægitign forhliðsins frá tímum gullaldar Gríska or^jð Propýléum merkir einfalt forhlið að helgum stað eða konungshöll f-á ' mýkenska tímabilinu. Síðar þróaðist þetta einfalda forhlið í mikilfenglega framhlið með mörgum inngöngum inn í. skuggsæl ,súlnagöng og stóra forsali með hvelfdum þökum. , Þá var það nefnt Própýlea. Það er talað um Própýleum í Knossos og Própýlea í Ölymp- íu og Epídavros. í ' sögu byggingarstílsins er enrifremur gerðuir greinarmun- ur á hinu hellenska forhliði og hinum austurlenzka forgarði. Hið aþenska ’forhlið háborg- arinnár náði mestri tign á tím- úm ’ Periklesar og tóku sumir þessa smíði fram vfir Parþen- onhofið. Epamímondas frá borginni Þébu sagði samborgurum sín- ufri að lítil von væri til þess áð' læg.ia r-ostann í Aþenubúum nema betta Própýlea væri flutt til'riáborgar Þebu. Fbrhlið háborgarinnar kennt við Písist’rátos var iafnað við . jörðu af Persum árið 480 Xer- xes keisarfvstóð með hermenn sína á Aresarhæð og lét skjóta eldörvum að forhliðinu. Þeir unnu bó ekki háborgina ^fyrr en þeir klifu stíginn norð- an megin við helli hinnar for- vitnu Agrálosu og stóð ekki steinn vfiri; steini af hinu gamla forhtöði. Smíði hiris nýja forhliðs gat ekki hafizt fyrr en árið 437 eftir að srriíði Parþenonhofsins var lokið Sú mikla hofsmiði hafði tekiðivt,i1 sín snjöllustu ,verkmenn:na og iafnframt var nauðsyn að halda opinni leið vestan megiri á háborginni fyr- ir aðdrætti á bve"ingarefni til hofsmíðanná Smíði forþliðsins tók fimm ár og var trufluð af Pel- opsskagastyrjöldinni áður en full gerð komst á það. Marmarasmíði Mnesiklesar að hluta f þessari miklu smíði kostaði 2012 talentur, — það eru níu miljónir íslenzkra gull- króna og samkvæmt sjcráðu gengi pappírskrónunnar f dag nemur sú upphæð ríflega 175 miljónum króna. Forhliðið var gert úr mar- mara imnum úr Penteli-fjall inu fyrir utan borgina með mynztri úr bláum marmara frá Elevsis og sjást lítil merki í dag utan nokkur súlnabrot á stangli. Hin aþenska propýlea mót- ast af meginbyggingu fyrir miðju með miklu gaflhlaði og lá hinn helgi stígur fimmtu aldar gegnum hann og til sitt hvorr- ar hliðar risu lægra svonefnd- ir no-ðurvængur og suður- vængur með forsölum sfnum. Þessi mikla propýlea spann- aði alla vesturhlið háborsar- innar og hefur gnæft af mikilli reisn yfir. virkisbrekkunni fyr- ir neðan. Þanpig hefur framhliðin ver- ið fjörutíu og fimm metrar á •lened og átta til tíu metrar á hæð og sköguðu vængirnir framar. Fimm inngönguhlið voru á framhlið meginbyggingar og mótar byggingin ferhyrnt svæði með bogadregnum súlna- göngum og mælist tuttugu og fjóra metra á lengd og nítján metra á breidd. Bu'-stmynduð þakhvelfing hvíldi vfir súlnagöngunum og hafa menn reikað þarna í for- sælu inn á helga grund. Skreytingar þarna inni voru meðal annars gylltar viðar- stjörnur á bláum marmara- grunni og lýsing aödóanlega dempuð. Norðurvængjjrinn geymdi mikinn forsal og lýsir Pásan- ías honum sem málverkasal, og gátu menn unað þama yfir veggmálverkum á hvítum og bláum marmaragrunni. Suðurvængurinn var hinsveg- ar minni að gerð og var þétt- setin verzlunum, viðgerðar- verkstæðum, skrifstofum og vistarverum fyrir verði háborg- arinnar. Própýlea háborgarinnar stóð óslitið fram á miðja seytjándu öld og notuðu Tyrkir megin- bygginguna sem vopnageymslu og geymdu þar einnig miklar púðurbirgðir. Eina óveðursnótt sló eldingu ■niður í bygginguna og sprakk hún í loft upp og sundraðist að mestu. Þá voru liðnar tuttugu aldir frá því Xerxes Persakeisari stóð á Aresarhæð með her- menn sína og skutu eldörvum að Própýleum Písistratosar og rændu og rupluðu hið fom- fræga forlið, undanfai'a mei&t- araverksins. Fómarathafnir og hátíðir voru daglegir viðburðir á háborginni og öll hof voru helguð Pallas Aþenu og jafn- framt mátti líta mikinn fjölda skipti með þeim við guðlega bústaði þeirra á háborginni. Andrúmsloftið hefur verið undarlegt sambland af fram- taki og kæruleysi enda gróska skapandi hugsunar mikil og þama þróaðist vísir að öllum heimspekikenningum á vest- urlöndíim síðar. Hinn heiði andi úr samtölum Platós svífur hér yfir öllu. og íegurð og samræmi undirstrik- air alla hluti. Mikið bar á höggmyndum úr hinum mikla epíska kvæða- bálki Hómers — Ilíonskviðu og Odysseifskviðu — An- akreon og Heraklesi, og þarna stóð mikil eftirlíking af Tróju- hestinum og hetjurnar skríð- andi úr kviði hans, Pásanías ritaði eftirfarandi athugasemd um þennan hest: Hverjum þeim sem ekki á- lítur Trójumenn fullkomna fá- bjána, hlýtur að vera ljóst, að það sem Epeus ge-ði, var í rauninni einhvers konar víg- vél til að brjóta með múrinn. öll þessi listaverk í margvís- legum myndum áttu þó að sýna sigra Aþenubúa yfir bar- börum. Af eftirstöðvum þessara lista- verka í safninu á háborginni i dag má skynja tign og rósemi með miklum æskuiþokka og virðast griskir listamenn hafa öðlazt algert vald yfir skapn- aði mannsins og hreyfingum og létu ekki leiðast til andlausra stælinga á veruleikanum éða hrottalegrar náttúruhyggju. Skammt frá aðalinngangi inn á háborgina gnæfði mikil bronsstytta af Pallas Aþenu eftir Fídías allt að tíu metrum á hæð og mátti sjá hana ,af hafi utan. Hún var síðar flutt tii Miklagarðs og brotin niður af stalíi af óðum borgarbúum á-ið 1203 og héldu þeir að út- rétt hönd Aþenu hefði með pöldrum kallað yfir borgina hina illræmdu krossfara af vesturlöndum. Fyrir sunnan Própýlea getur að iíta í dag lftið hof með undurfallegri jónskri súlnaröð til beggja enda og skagar það fram á mlklum marmarastalli við innganginn. Br það nefnt hof hins væng- lausa sigurs eða hof Aþenu Nike. Hofið var reist til minn- ingar um sigurvinninga A- þenumanna á fimmtu öld og stóð þar inni trélikneski af Pallas Aþenu með vænghafi. Eftir sigurinn við Salamís sviptu þeir gyðjuna vængjun- Svona líta hinar frægu meyjar Erekþeion-hofslns út í dag. ið í hverri skólabók á vestur- löndum frá barnaskólastigi til æðri menntunar. Á þessum stað hljóp Egeus konungur fyrir björg eftir að hafa litið svört segi á sk'pum sonar síns og táknaði það ó- sigur yfir meinvættinum Mín- ótavrcsi i völundarhúsi hans, á Rrít, Þeseifur konungsson hafði hinsvegar sigur og hafði gleymt að draga upp hin hvítu segl, — ekki bregzt’ hið mannlega í hellenskum arfsögnum. Saga þessi mælir svo, að níunda hvert ár hafi Aþenumenn prð- ið að senda Mínosi Krítarkon- ungi í skattgjald sjö meyjar og sjö sveina og voru þau ætluð til eldis hinum hi'æðilega meinvætti. Langt fyrir neðan glittir í lítinn klettastall í suðurhlíð og ber hann nafnið Egeusklettur. Inni á háborginni rís- Parþe- non-hofið í glæstri tign og ennþá eru menjar þess mesta mannvirkið á háborginni. Súlubrot þekja völlinn fyrir frarrian hofið og skapa and- stæðu eyðileggingar við dór- iskar súlnaraðir í tígurlegri reisn. Parþenon-hofið er talið feg- Hér má sjá eftirlíkingu Akrópólis háskóla. Fyrir utan hofbyggingar mönnum á opnum svæðum. Þarna reikuðu Aþenubúar um stíga og súlnagöng á skó- síðum skikkjum og brutu heil- ann um eðli heimsins og rök- ræddu hver við annan og guði sína og mútuðu þeim til styrks og aðhalds i lífsbaráttunni. Þetta vonj heimspekingar og slæpingjar og persónuleg reisn þeirra var slik, að þeir máttu ekki beygja kné sín fyrir guð- unum og deildu raunar hiut- við upphaf tímatals vors cftir prófessor Steven við Ilarvard má grcina þarna lághýsi og hyggur hann það fjárhirzlur ríkisins. hún flygi framar með sigurinn í heridur óvinunum. Hofið vék fyrir tyrkneskum víghyrningi árið 1687 og var endurreist átið 1835 af þrem forrileifafræðingum og arkitekt- um að nafni Ross. Schaubert og Hansen, — hefur þurft mikla natni að afna saman hverri hugsanlegri marmara- flís á víð og dreif. Þá vekur þessi staður upp .'orna ai-fsögn og er hennar get- hét húsameistarinn Iktínos, — þá var það alsett höggmyndum eftir Fídías mesta myndhöggv- ara gullaldar. Erfjtt hefur mörgum reynzt að lýsa fegurð þessa hofs og er engum fagurfræðilegum eða stærðfræri'le'him reglum fylgt. Hér e" hvorki að finna beinar línur lóðréttar eða láréttar. Bilin milli súlnaraðanna eru ójöfn ng mynda kannski þess- vegna aðdáanlegt samræmi sokum þess, hvernig ljósið fell- ur á þær. Náttúran sjálf er fyrirmynd- in og bert augað sér ekki brögðin í tafli, en áhorfandinn skynjac lífið i þessu meistara- verki. Skapendur Parþenons höfnuðu öllum V’ðteknum reglum til að tjá sjálfa náttúruna og bygg- ingin er gædd miklu æskufjöri og rís í heiðri tign fyrir sjón- um pílagrímsins í dag. Þrátt fyrir þykkar bækur rit- aðar um þetta hof á seinni öld- um þá hefur engum tekizt að skýra stöðu þess á blómaskeiði griskrar heiðni vegna skorts á heimildum. Það náði aldrei sömu helgi og Erekþeion-hofið, og fyrst var nafngift þess rakin til einnar ræðu Demosþenesar árið 355 og þýðir stúka hinna óspjöll- uðu meyja, — er það nafn dregið af einni stúku hofsins og færðist það yfir á hofið í heiid. Það hefur fremur staðið sem tákn í vitund aþenskra manna um hellenska snilli og andagift með óvissa hlutdeild í trúa'riðk- unum. Þá virðist það hafa skipað sess sem aðalf járhirzla hins aþenska lýðveldis og strangur vörður var hafður um hofið. Hofið er höggvið úr Penteli- marmará og mælist fimm- tíu og níu metra á lengd og þrettán metra á breidd. Inni í helgustu goðstúkunni stóð mikil stytta af Pallas Aþenu eftir Fídías úr gulli og íílabeini, — tólf metrar á hæð. Mikil myndræma lá um- hverfis helgidóminn innan súlnaraðanna og sást þar skrúð- gangan fjórða hvert ár á hátíð gyðjunnar, — ’aþenskar konu- og, attískir riddarar stefna ti) háborgarinnar og færa prest- unum hinn nýja klæðnað í ná- vist Ölympsguða. Höggmyndir austurgaflsins sýndu ,fæð;ngu gyðjunnar o? stekkur hún alvopnuð út úr höfði Seifs. — en á vestur- gafli sást barátta hennar við sævarguðinn Póseidon um yfir- ráðin í Attíku. Frábærar eftirlíkingar má sjá af þessu í safninu á Akró- pólis innan um veðruð brot úr þessum listaverkum. Ciceró reit einhversstaðar; Engar höggmyndir eru fu.il- komnari en höggmyndir Fídf- asar. Þessi mikli andi endaði ævina í fangelsi ákærður fyr- ir fjársvik. Hofið stóð óskemmt að kalla í tuttugu aldir. Það varð krist- inn helgidómur og síðar tyrk- neskur og -re's mjóturn bæna- hússins upp úr einu homi þess um aldaskeið. Síðla sumai-s árið 1687 lenti Akrópólis í umsátri fenevskra hersveita undir stjóm hins sænskbomo hprshöfðingja Kön- ingsmami- nq þlóðu Tyrkir upp Framhald á 10. sfðu. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.