Þjóðviljinn - 01.05.1966, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. maí 1966.
Ctgefandi: Sameinmgarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartanssonj
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur J<',iannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 Iínur). Askriftarverð kr. 35.00 á mámiði.
Eining iaunastéttanna
JJörð og dýrkeypt reynsla hefur kennt verkalýðs-
stéttinni og starfsmönnum almennt að standa
saman í stéttarfélogum sínum og heildarsamtök-
um. Alþýðusamband íslands og Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja sameina meginþorra íslenzkra
launastétta á vettvangi hagsmunabaráttunnar og
þetta eru orðin voldug samtök sem mörgu stóru
Grettistaki hafa lyft til hagsbóta meðlimum sín-
um þótt margt sé enn óunnið og sóknina þurfi að
herða.
gtörfin og baráttan á sviði landsmála og sveitar-
stjórnarmála eru annar og ekki þýðingarminni
þáttur í hagsmunastríði launastéttanna við auð-
stétt og atvinnurekendavald og þau stjórnmála-
samtök, sem þeséi þjóðfélagsöfl hafa skapað til
stuðnings og verndar þröngsýnum einkahagsmun-
um. Þessa þurfa launþegar vel að gæta og festa" sér
vel í minni afleiðingar þess að íslenzk auðstétt og
gróðamenn þjóðfélags og borgar hagnýta til fulln-
ustu í eigin þágu yfirráð sín á Alþingi og í borg-
arstjórn og beita þeim af fyllsta tillitsleysi gegn
launastéttunum og réttlátum kröfum þeirra. Svar-
ið við þessu er að launastéttirnar sameinist um
viðfeðm og framsækin stjórnmálasamtök og efli
þau til mikilla áhrifa og öflugrar sóknar en dreifi
ekki kröftunum. Þess vegna eiga allir launþegar
að sameinast um Alþýðubandalagið og leggja þar
með traustan framtíðargrundvöll að nýrri sókn
sviði almennra stjórnmála og borgarmála. — g.
Gangan
£jhn sannasta mjmd af íslenzkri kröfugöngu er
teikning eftir Kjartan Guðjónsson sem einu
sinni prýddi forsíðu Þjóðviljans 1. maí: Verka-
maður, með barnungan son sinn á háhesti! Kröfu-
göngur alþýðufólks á íslandi eru góðu heilli ger-
sneyddar öllum hermennskublæ, menn ganga ekki
beinstífir í takt, heldur koma menn fram eins og
þeim er éðlilegast, karlar, konur, böm, fjölskyld-
ur; menn ganga glaðir og reifir undir blaktandi
fánum. eins og í fullvissu þess að íslenzkri alþýðu
hljóti að verða sigurs auðið.
Jjeir sem muna kröfugöngur árin milli heims-
styrjaldanna minnast annars svipmóts. Þeir
muna hæðnisglósur og skítkast sem beint var að
kröfugöngum brautryðjendanna, þeir minnast
brottrekstra úr vinnu fyrir þátttöku í göngunum
1 maí; þeir muna einkennisbúnar sveitir nazista-
lýðs. hrvggilega afvegaleidda eftirapa þýzkra her-
mennskutilburða. sem reyndu að trufla kröfu-
göngu verkalýðsins og ráðast á einstaka menn
hennar Þeir minnast eldmóðs og þreks alþýðu-
manna sem stóðust hverja raun.
yerkalýðshreyfingin er orðin voldug og sterk. En
hún má aldrei verða værukær. Hún má ekki
fara of lengi í sömu spor. Mörgum finnst hún
fari sér of hægt. Alþýða íslands þarf ekki lengur
áð láta sér nægja skarðan hlut, samtaka er hún
mesta afl þjóðarinnar og getur ráðið örlögum ís-
lendinga^vakni hún til einhuga starfs, til sóknar,
til dáða. — s.
Sextugur á morgun
Ragnar Olafsson
hœstaréttarlögmaáur
enska silfrið á síðoistu öld, en
hann mun hafa lagt efnahags-
legan grundvöll að menntun-
arsókn manna í sumum öðrum
héruðum. Það var í fornöld,'
en við Ragnar ólumst þar
upp á miðöíd, þegar hesturinn
var enn þarfasti þjónninn, og
á ferfasttum gangvara lagði
Ragnar á menntaveginn, og
reið stundum á einum degi
milli foreldrahúsa og Reykja-
víkur, en það eru rúmir 100
km. Menn komust leiðar sinn-
ar í gamla daga, af því að ís-
lenzki hesturinn er góður
gripur.
„Það er leiðinlegt, hvað hann
Ragnar er lítill sláttumaður.“
varð kunningjakonu okkar
austur í Vetleifsholtshverfi eitt
sinn að orði. Ragnar æ^aði að
hjálpa henni að slá kofa úr
grasinu en tókst það víst frem-
ur óhönduglegá. Hann hefur
aldrei gerzt sláttumaður í neinni
merkingu, hvorki slegið fé né
slegið um sig, en siglt hverju
máli, sem hann hefur beitt sér
fyrir farsællega í höfn. Faðir
hans, Ólafur hreppstjóri Ólafs-
son í Lindarbæ, var borgfirzk-
ur og menntaður búfræðingur
bæði frá Noregi og landbúnað-
arháskólanum í Kaupmanna-
höfn.
Móðir Ragnars var Margrét
Þórðardóttir alþingismanns
Guðmundssonar í Hala, en
hann var einn af helztu fram-
faramönnum Rangæinga á
seinni tíð. Ég geri ráð fyrir, að
faðirinn hafi gjarnan viljað sjá
Ragnar verða sýslumann, og
nokkrum sinnum hafa honum
boðizt slík störf, en embættis-
frami hefur ekki verið honum
keppikefli til þessa. Hann lauk,
lögfræðiprófi 1931 og gerðist
þá eftiríitsmaður með kaupfé-
lögunum og lögfræðingur Sís.,
og var það til 1942. Á því
skeiði var hann þó við fram-
haldsnám f Svíþjóð, á Englandi
og í Bandaríkjunum. Sjálf-
stæða lögfræði- og endurskoð-
unarskrifstofu stofnaði hann
með Ólafi Jóhannessyni, nú
prófessor við Háskóla íslands,
1940, en hefur haft hana einn
frá* 1942. Hæstaréttarlögmaður
verður Ragnar 1944. Formaður
yfirskattanefndar Reykjavíkur
var hann 1936—41, í landskjör-
stjórn 1934 til ‘53 og ‘56 til ‘63,
f yfirkjörstjórn Reykjavíkur frá
1942, vafamaður í bankaráði
Landsbankans frá 1956, dómari
í félagsdómi 1944—50 og frá
1956, í kjaranefnd frá 1963.
Ragnar undirbýr breytingar á
samvinnulögunum 1937 Og sit-
ur í nefnd, sem undirbýr frum-
varp að lögum um stéttafélög
og vinnudeilur 1938. — Þá
stofnar Ragnar Bréfaskóla Sís,
og var fyrsti skólastjóri hans,
Rangæingafélagið í Reykjavík,
og Islenzk-ameríska félagið
og var fyrsti ritari þess. í
stjórn bókmenntafélagsins Mál
og menning situr hann 1942—
64 og í stjóm Prentsmiðjunnar
Hóla h.f. frá 1942, og formaður
Kron hefur hann verið frá
1952, og f miðstjórn Sósialista-
flokksins situr hann frá 1960
til 64.
Því miður þá kan'n ég ekki
þessa þulu lenpri, en vil vekja
athygli á því, að þetta er alls
ekki* afrekaskrá Ragnars Ólafs-
sonar. Hann er ekki sá. sem
lætur kjósa sig í nefndir og
trúnaðarstörf af því að sumum
þykir það fínt, heldur hefur
einstaklingum og stofnunum
þótt gott að eiga hann sem
fulltrúa sinn og ráðunaut.
Hann hefur um alllangt skeið
verið bakhjarl róttækustu fylk-
ingar Islendinga á hinum hærri
sviðum okkar margslungna lög-
króka- og gróðasamfélags.
Ragnar hefur verið lögfræði-
legur ráðunautur ýmissa verka-
lýðsfélag^ og háð marga hildi
við kaupahéðna og miðurfína
samfélagsborgara og lagzt
þungt á árar í sókn og vöm,
en ávallt verið mannasættir.
Hann er einn af þeim mála-
færslumönnum Pkkar, sem
hafa getið sér beztan orðstír á
s.'ustu áratugum.
Þótt Ragnar gerist nú æru-
verður og dálítið feitlaginn, þá
tekur hann ekki kurteislega
ofan fyrir þeirri hugsjón, sem
hann aðhylltist yngri að árum,
og brosir umburðariyndur f
kampinn, heldur heilsar hann
henni fagnandi; óbetranleg-
ur framsóknarsósíalisti eins
og margir aðrir góðir menn;
hann hefur aldrei gengið með
töfralykil að öllum vandamál-
om tilverunnar í jakkaerminni,
ekki ætlað sér að umskapa
tekizt að verða lögformlega
sextugur án þess að verða
gamall, enda eru ólík kjörin nú
og þá, og þess ber að gæta, að
gremja og lífsleiði hafa aldrei
fengið inni á heimili hans.
Ragnar hefur ávallt verið dá-
lítið ráðsettur, en hýr á mann-
inn, og fólki austur í Vetleifs-
holtshverfi þótti gaman, þegar
heiminn á einni nóttu, og ekki
orðið bumbult af því, þótt öðr-
um hafi ekki tekizt það. Hon-
um var falin formennska í
stjórn Kron á erfiðum tímum í
sögu félagsins. Saga þessa
kaupfélags í höfuðborginni
fjallar um skammsýni íslenzkr-
ar kjarabaráttu, óstéttvísi og
vantrú fólksins '& mætti sam- *'
taka sinna og menningarleysi
þess. Viðskiptahættir Reykvik-
inga minna fremur á kanni-
balisma, mannát frumþjóða, en
leikreglur í siðuðu samíélagi.
Fólk kvartar um okur, og
verkalýðshreyfingin grátbiður
ríkisstjórn verzlunar- t>g gróða-
hyggju um eftirlit með fjár-
drættinum, en dettur ekki í
hug að skapa sjálf hið eina
raunhæfa verðlagseftirlit með
félagslegum átökum í verzlun-
armálum; í eftir’iti felst vernd-
un rfkjandi skipulags, en í
samtökum fólksins uppreist
gegn því. Undir forsæti Ragn-
ars og fyrir atbeina margra
góðra manna hefur Kron rétt
við, svo að þar á reykvísk al-
þýða að eiga vígi, ef hún vill,
í hinni daglegu kjarabaráttu.
Á okkar miklu byltingatím-
um þá eru það þrjú höfuðat-
riði, sem greina milli róttækr-
ar stefnu í þjóðfélagsmálum og
allra annarra:
1) efling mennta, menntunar
og þjóðlegra verðmæta,
2) lýðræðisleg skipting eigna
og tekna þjóðarbúsins,
3) hlutleysi í utanríkismál-
um. 1
öll þessi atriði eru svo sam-
slungin, að frá einu verður
ekki hvikað án þess að önnur
fari forgörðum. Þetta eru þau
grundvallaratriði, sem Islend-
ingar verða að sameinast um
til þess að tryggja sér farsælt,
siðmenntað samfélag; til þeirra
hluta var Alþýðubandalagið
vonandi stofnað fyrir 10 árum
og Alþýðubandalagsfélag Reyk-
víkinga nú á 60. ári Ragnars
Ölafssonar.
Mér brá dálítið, þegar ég
uppgötvaði það fyrir fáum dög-
um, að Ragnar væri að verða
sextugur. Þegar við vprum að
alast upp austur í Holtum í
gamla daga, þá vorum sextug-
ir menn forngripir, og ég hef
ekki losnað við þá skoðun
æskuáranna til fulls enn í dag.
Ragnari Ólafssyni hefur samt
Ragnar í Lindarbæ kom heim
á vorin úr skólanum. Það var
ekki af því, að menn værni
neitt uppnæmir fyrir menntun
austur þar. Rgpgæíngar voru
ekki framúrmenn 1 lærdóms-
iðkunum á liðnum öldum, eftir
að Oddverja leið, og Coghill
gerði þar ekki tíðreist með
Ragnar er einn þeirra fáu
manna, sem hafa meiri unum
af því að lesa frumheimildir
én bollaleggingar annarra um
það sem gerðist. Hann hefur
eins og margir lögfræðingar
talsverða ánægju af fræðum og
er raunsær £ mati sínu á verk-
um fróðleiksmanna. Eitt sinn
benti hann mér á, að ærið
vafasamar væru allar ályktan-
ir um hlutdeiid Kelta í land-
uámi Islands úr frá líffræði-
legum skyldleika núlifandi
kynslóða hérlendis við þann
þjóðflokk. Við upphaf lands-
byggðarinnar verður keltneskt
fólk samkvæmt heimildum
einna fjölmennast í beztu hér-
uðum landsins, við Breiðafjörð
og á Suðurlandsundirlendinu,
en þar með hefur það búið við
hlutfallslega góð skilyrði til
þess að auka kyn sitt og senni-
lega þolað harðæri engu verr
en norræni víkingastofninn. Há
keltnesk hlutfallstala í æðum
okkar þarf ekki að sanna ann-
að en það, að norrænir menn
hafi komizt verr af - en þeir
vestrænu, þegar í harðbakkann
sló, og ekki verið jafnkýnsæl-
ir og írska undirstéttin í land-
inu.
Ragnar er giftur frændkonu
sinni, Kristínu , Hinriksdóttur
bónda í Ebor í Manitoba í Kan-
ada. Ég held hann telji það
mestu virðingarstöðu sína að
vera fyrir framan stokk hjá
henni í Hörgshlíð 28. Ég þakka
þeim margar ánægjustundir og'
óska þeim langra lífdaga.
Björn Þorsteinssoiy.....
Skrifstofa
Sameinaða
gufuskipaféiagsins
verður lokuð á morgun vegna flutnings frá
Tryggvagötu 23 að Sjávarbraut 2, sem er á hafn-
arbakkanum milli Faxagarðs og Ingólfsgarðs.
Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen.
Sumardvalir
Þeir sepa ætla að sækja um sumardvöl fyrir börn hjá
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands komi á skrifstofu
R.K.Í. Öldugötu 4 'dagana 4. og 5. maí kl. 10—12 og 13
—18.
Eingöngu verða tekin Reykjavíkurbörn fædd á tíma-
bilinu 1. janúar 1959—1. júní 1962.
Aðrir aldursflokkar koma ékki til greina.
Áætlað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna sumar-
dvöl.
Stjórn Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands.
Danskir sjóliíajakkar
9 '
Leðurjakkar — buxur og peysur
Góðar, ódýrar vörur.
Verzlunin Ó.L. -
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).